Dagur


Dagur - 14.04.1909, Síða 1

Dagur - 14.04.1909, Síða 1
Ritstjóri: Guðm. GuðmundSSOn, cand. philos. I. ár, 1. ársfj. ÍSAFJÖRÐUR, 14. APRÍL 1909. 8. tbl. Náttúrugripasafn á ísafirði. Eptir L. Th. Margir lifa svo tugi ára, að þeir taka iítið, eða ekkert, eptir því, sem fyrir augun ber í riki náttúrunnar, lifandi eða dauðu — láta sem þeir sjái það ekki. Pó er náttúran sjálf miklu efnismeiri og iœrdómsríkari frœðibók en nokkur skáld- saga, „kver,“ sögulegt bardagaregistur, dönsku-kák eða ýms annar skóla-skyldu úttroðningur, sem ætlaður ernúsvornörgum óþroskuðum og lystarlausum anda. Og myndabók náttúrunnar stendur öllum opin — ókeypis. Þeim sem ala allan aldur sinn í kaup- stöðum, svo að þeir fara á mis við lífið í sveitinni með öllum hinum margbreyttu sumar-myndum, sem náttúran hefur þar að bjóða, er fremur vorkunn, þó að sjónin sje ekki allskostar fær í fle3tan undra-sjó náttúrunnar. En sveitabörnin venjast svo snemma á að kynnast ýmsu því, sem hún hefur að bjóða. Á sumardaginn fyrsta búa3t. börnin Við og hlakka til að heyra í lóunni, sem Þau heyra gamla fólkið vera að tala um að segi: „dýrðin—dí“; og þau þekkja klið hennar og hana sjálfa furðanlega snemma. Og sólskríkjan, með hvita höfuðið, hreina brjóstið og með gráflekkóttu vængina, er gamall kunningi smaladrengsins, þegar hann er einn í hjásetunni fram i dalnum, Þar sem lambagrasið vex niðri á melnum, °g blágresið og rjúpnalaufið með holta- sóleyjunni ofar í hlíðinni. Og þegar krakk- arnir fara í smalamennsku, þá finna þeir margan skrítinn stein, sem þeir taka stund- úm upp og skafa eða rispa með hnífnum síuum, stinga svo í vasa sinn og sýna öðrum krökkum heima. Og „börnin sjer leika að skeljum á hól“ — þar sem gimburskeljarnar ern .kindur," kúskeljarnar „kýr,“ hörpudiskarnir „hestar" og kuðungarnir eru hafðir fyrir „hunda“ á þenna bústofn barnanna. (Kisa er ekki reiknuð með). En jeg kynntist við hjón, og sú kynning var löng, er í kotinu mínu jeg var. Uppi um lambhúsa burstir þau buðu upp á söng, því þau bjuggu inn í kampinum þar. Og þau súngu þar vor oftir vor eins og ný; þó það vœri ekki klappað, þau skeyttu ekki því. Margt eitt kvöld söng hann aleinn sinn óð, og hún ein átti að heyra þau ljóð. þessi ljóð, þessi hljóð voru vökudreng góð. Mjer or ve\ við þau steindepilsljóð. (Þ. Erl.) Fegurð náttúrunnar og fjölbreytni hennar, í smáu og stóru, getur sannarlega vakið og glætt hugsjónalífið og menntað betur andann en allur fjöldinn af þeim ruslakompum, sem daglega er blaðað í, hvort sem það er gert til dægrastyttingar eða af einhverri skyldu-neyð. Ekki er það nema nauðsynlegt, og fjærri því að vera lastandi þó að menn vilji læra ýmislegt bóklegt, eða sjeu skyldaðir til þess í æsku, ef þeir vilja það ekki sjálfir, fyrir lífið — ef það væri þá aðallega lært fyrir lífið —, en það ætti að vera hægt þó að ekki sje lokað augunum fyrir mörgu því í ríki náttúrunnar, sem daglega er á vegi manns í lífinu. Það kunna margir nú orðið að „babla“ ensku og fleyta sjer i þýzku, bæði karlmenn og kvenfólk; en það væri nógu gaman fyrir einhvern grasafræðing að fara einn góðan sumardag með þessa „málfræðinga" upp i fjalls-brekku, rjett fyrir ofan heimili þeirra, og spyrja þá um nokkur algengustu blómin, þó ekki væri nema um það, hvað blómin hjetu — á íslenzku! Ætli svarið yrði ekki óljóst! Og svipað yrði líklega um það, þó að spurt væri um einhvern fugl, sem ætti þar heima í hliðinni og þó að hann sæti þar og syngi á hverjum morgni, maka sínum til skemtunar, og lofaudi sól og sumar. Það þótti slæmt hjá kerlingunni, sem heyrði það, að einhver strákur hefði kastað steini í fiski-önd svo að bún fótbrotnaði, gamla konau sagði þá: „0, blessuð öndin á þremur fótunum!" —hún hjelt, aumingja kerlingin, að fuglarnir væru ferfættir. En það er lítið skárra, þegar jafnvel gamlir sjómenn hafa einu sinni ekki hugmynd um, hvað margir uggar eru á algengum fiskum, sem þeir hafa dregið ár eptir ár, hvað þá heldur, að þeir kynni sjer nokkuð, sumir þeirra, líf og háttu fiskanna, eptir því sem föng eru á; gæti það þó opt haft verklega þýðingu fyrir sjómennina. Hjer á ísafirði veiddist fiskur einn í vetur, fremur sjaldgæfur; og var mjer gefinn hann. Jeg sýndi hann gömlum sjómanni til þess að vita, hvort hann hefði nokkurn tíma veitt þessa fisktegund, eða sjeð hana áður. Hann kvað fiskinn sjald- gæfan, en nefndi hann reyndar sama nafni og annar fiskur, algengur, heitir; en þær tvær tegundir eru þó næsta ólíkar; enda áttaði maðurinn sig, þegar jeg sýndi honum fram á það, meðal annars, að þessi fiskur hefði tvo bakugga, en sá sem hann átti við, ekki nema einn. Jeg hitti einu sinni mann, sem var reyndar úr sveit; hann sagði mjer frá því, að á hverjum degi kæmi fugl einn heim að bænum, sem hann þekkti ekki og hefði aldrei sjeð áður, og settist opt á garðinn, eða væri að flögra yfir hlaðinu og syngi stundum s vo dæmalaust hátt og einkennilega. „Hvernig var hann í hátt?“ spurði jeg. „Hann var einhvern veginn flekkóttur og álíka stór og önd eða heiðló’", svaraði maðurinn. Meira vissi hann ekki. Urðum við svo báðir jafnfróðir um þenna „dæmalausa* söngfugl. Svona mætti telja fjölda dæma, sem sýna hvað margir hugsa lítið um að gefa því gaum, sem fyrir augun ber í náttúrunni, þekkja jafnvel ekki algeng dýr svo vel, að þeir geti aðgjeint þau frá öðrum ólíkari skepnum. Þetta kemur af því, að menn taka ekkert eptir skapnaðarlagi eða einkennum dýranna — gleyma því þá, að þeir hafa augu og skynsemi.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/371

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.