Dagur - 14.04.1909, Page 2
30. bls.
DAGUR.
8. tbl.
„Dagur“
kemur út hvern mibvikudag. —
Ársfjórðungurinn kostar
6 0 au., er borgist fyrirfram.
Afgreibsla blabsins er í
Aðalstræti 11, Talsími 34, og sje
auglýsingum komið þangað.
R i t s t j ó r i „Dagsins* heima
til viðtals í Templaragötu 9 (húsi
Sk. Einarssonar) kl. 12—1 og 5—6
alla virka daga.
--------------------------------------- i
Af þessu Jeiðir svo aptur það, að þó að þessir menn
sjeu svo heppnir að finna einhver sjaldgæf dýr, sem gætu
haft mikla þýðingu fyrir náttúruvísindin, þá hirða þeir þau
ekki, þó að þeir geti náð i þau, eða þeir geta ekki, ef þeir
sleppa þeim, lýst þeim nógu nákvæmlega fyrir þeim, sem
vilja fá upplýsingar um þau; svo ailir verða jafn-fjær frób-
leiknum eptir sem áður.
í hverju landi, þar sem annars menntunin hefur náb
nokkurn veginn sterkum tökum, eru nú komin náttúru-
gripasöfn, fleiri og færri, þar sem safnað er saman sem
flestum dýrum, jurtum og steinum o. fl. af því, sem veröldin
á. En starfsmenn slíkra náttúrugripasafna seilast sjerstaklega
eptir þeim náttúrugripum, sem sjaidgæfir eru — einkum
þeim gripum, sem eru fágætir á þeirra eigin landi — og
kaupa þá opt dýrum dómum. Leggur landið fram fje til
siikra kaupa.
Hjer á landi hefur lengi gengið illa að koma upp slíku
safni, enda fyrst reynt, svo teljandi sje, nú á siðari árum.
Og fyrir áhuga og dugnaö einstakra manna er nú loks
komið alimyndarlegt náttúrugripasafn í Reykjavík, og liefur
Alþingi veitt því fjárstyrk. Safnið er eign landsins.
(Framh.)
Vatnsskorturinn.
Ekki er það um skör fram þó einn af borgurum bæj-
arins hafi vakið máls á honum í siðasta blaði „Dagsins".
í>að er í því sem fleiru, að stakkar þeir, sem undaufarið
hafa verið sniðnir á bæinn, reynast fljótt of litlir.
1 öndverðu þegar vatnið var leitt ofan í bæinn, virðist
það hafa verið hugboð þeirra, er málum bæjarins stýrðu,
að þetta mundi duga langa hrið, því ella hefðu þeir varla
kinokað ?jer við, að leggja þá þegar ríflegri skerf afkostn-
aðinum á gjaldþegnana, í stað þess að taka lán og láta
svo eptirfarandi tíma hafa bæði greiðsluna og gallana.
En um það tjáir ekki að sakast.
Bæjarstjórnin veit um vatnsskortinn og er í rábi, að
láta á komanda suxnii athuga málið og gjöra áætlun um
kostnaðinn við að birgja bæinn að vatni og ef til vill iáta
um leið leggja skólprör. Væntir hún að geta haft
gagnlega hliðsjón af samskonar framkvæmdum í Rvík.
Svo er tilætlunin, að framkvæmd verksins komi sum-
arið 1910.
Símfregnir.
f ingið.
13. apríl,
Afgreitt frá e. d. til n. d. lóggilding ýmsra verzlunarstaða og viðauki
við lög nr. 80 frá 1907, um bókasaín Ísafjarðar.
Frumvarp um úrskurð sáttanefnda felt.
Frumvarp um að banna innflutning hunda afgreitt sem lög frá
alþingi.
Frumvarp um kosningarrétt og kjörgengi afgreitt sem lög frá al-
Þingi.
Vísað til e. d. samþykt landsreikninganna og fjáraukalaganna fyrir
1906—07, frumvarpi um fræðslu barna, frumvarpi um almenn viðskifta-
Jög, frumvarpi um kornfoiðabúr og frumvarpi um friðun á silungi.
Nefndirnar í frumvörpunum um stofnun hæztaréttar á íslandi, um
verzlunarbækur, um námsskeið verzlunarmanna og um eiða og dreng-
skaparorð leggja til, að frumvörpin verði samþykt.
Nefnd i fjáraukaiögunum íyrir 1908—09 leggur til, að gjöldin
verði færð niður um. 54,200 kr.; vill fella burt.: Rangárbrúna, vegagerð
að Lagarfljótsbrú, uppmæling á Gilsflrði o. fl.; en viil bæta við: 2000
kr. til matsmanna á sild og 800 kr. til bókakaupa fyrir lagaskólann.
Bangað til biðjum vjer alla góða
menn að hafa þol við og eins þá,
sem skólprör hafa fengið, að vera
eigi óþarílega örir á vatninu í
frostum eða þurviðrum.
Gruðrn. Ctuðiu.
Gamankvæði
(ísfirzk;.
Svo heitir kver eitt iítið, ný-
útkomið. í þvi eru 6 gamankvæði
(Revue-vísur), eptir Lárus Thor-
arensen, sem sungin hafa verið
hjer á samkomum í fyrra og í
vetur.
Sjaldan hafa slík kvæði mikið
skáldskapargildi og svo er um
þessi, enda ætlast höfundurinn
ekki til annfcrs, en að þau sjeu
græzkulaust gaman fyrir fólkið.
Vel mætti þó vera, að »Revue-
vísur^ væru ekki með öliu þýð-
ingariausar, ef vel væri á haldið,
— ef í þeim væri stungið djúpt
á kýlunum og kreist vel út úr
ýmsum meinsemdum þjóðlífsins,
— háðið og hláturiun látinn leika
lausum hala um hærri sem lægri
staði. — En slíkt >kemur sjer<
nú ekki vel í smábæjum, — þar
fer >gamanið að grána<, ef ekki
er farið alls staðar eins og köttur
í kring um heitt soð, og einhver
þorir að líta upp án þess að spyrja
aðra leyfis, sem byggja ímyndað
drottinvald sitt á gamalli venju,
gamalli einokun og úreltum hugs-
anagraut. —
I þessum kvæðum er að eins
>gripið í gleðistrengina<, hvergi
neinar þungar eða verulegar und-
iröldur gremju út úr því er miður
fer, — tilgangurinn sá einn að
láta fólkið hlægja. Og það sjest
á samkomunum hjerna, að það
hefur tekist. —Vísurnar eru mein-
lausar og hjerna er það vinsælast
eins og annarsstaðar sem mein-
lausast er.
Kvæðin eru Ijett og vel kveðin
eins og höf. er von og vísa.
Ráðherra og forsetar Alþing-
is komu tiJ Reykjavíkur á Páska-
dagskvöldið.
Gufusk. „Friðþjófur“ kom
hingað á Páskadaginn með salt
til Edinborgar. Skipið fór aptur
til Reykjavíkur í gærkvöld og með
því Hreggviður Þorsteinsson verzl-
unarmaður og frú; ungfr. Olafía
Árnadóttir, frú Pórunn Jónsdóttir,
Egill Þórðarson bóndi á Kjóastöðum
í Biskupstungum, Kristinn Vigfús-
son trjesm. úr Hafnarfirði o. fl.
Gufusk. „Prospero“ er vænt-
anlegt hingað á morgun.