Dagur


Dagur - 14.04.1909, Síða 3

Dagur - 14.04.1909, Síða 3
8. tbl. DAGUR. 31. bls. Gólfskórnir kalífans. Eptir Maurus Jökai. (Framh.) „Elsku dóttir mín!“ sagði kalífinn. „Fyrir framan höll mína standa þrjátíu úlfaldar klyfjaðir brúðargjöfum. Þeim skulu íylgja fimm hundruð fræknir riddarar, er þar biða einnig á hestsbaki. Þú verður á morgun komin út á reginhaf, — en þar bíður eptir þjer og býst við komu þinni unnusti þinn Abdallah. — Jeg bið hjartanlega að heilsa honum! —Þetta æfintýri fer ekki annara á milli en okkar." Zehíra fjell yfirkomin af örvæntingu til fóta íöður sínum. .Faðir minn, — sjá þú aumur á mjer, — fyrirgef þú mjer!“ Abderam brosti. „Er jeg reiður við þig? — Gef jegþjer ekki blessun mína? — Hef jeg gert þjer nokkuð illt? — Hef jeg haft í hótunum við þig?“ „En Alíben?" „Enginn skal skerða eitt hár á höfði Alíbens eptir minni skipun!“ „Lofar þú mjer því?“ „Jeg sver það við Allah!“ Zehíra vissi vel, hvers virði sá svar- dagi var. Enginn skyldi skerða eitt hár á höfði Alíbens eptir skipun Abderams. Ab- deram aleinD, sem ekki hafði stjórn ásjálfum sjer, ætlaði að takast á hendur böðulsem- bættiðl Fetta var henni full ljóst. „Rjettu mjer hönd þína til staðfestingar þessu heitorði þínu.“ „Gerðu svo vel!“ Og meðan Zehíra kyssti hönd föður síns aptur og aptur til að lýsa innilegri þakklátssemi sinni, neri hún á höndina með fingrunum ilmduptinu góða, með einkenni legu lyktinni. Abderam sneri aptur til herbergja sinna. Alíben beið þar eptir honum. „Gakk þú nær, trúi þjónn minn 1“ mælti kalífinn. Alíben gekk til hans. „Fyrir mörgum árum hjet jeg því, að dag þanu, sem dóttir mín færi að heiman til brúðkaups síns, skyldi jeg gefa sverðið mitt góða, sem jeg haíði í orustunni við Tanger, þeim þjóni mínum, sem að kveldi þess dags hjeldi vörð við rúmið mitt. Kom Þú nú og haf þit við mig sverðaskipti." Alíben tókst að sitja á sjer. Hann brá ekki einu sinni litum, þegar hann fjekk að vita, að Zehíra íæri í dag áleiðis til Gibraltar, þar sem Abdallah var fyrir. Hann fjell til fóta kalífanum og kyssti á höud hans. En þá fór hryllingur um hann allaD. Hann fann og þekkti lyktina, sem sagði honum, að hann hefði kysst hönd dauða- engilsins. En Abderam kláppaði mjög mildilega og blíðlega á kinnina unglingsins, — eins og hann vildi tjá honum enn ljósar ást sina og sjerstaka velþókDun á honum. „Og tak þú nú kóraninn og berðu hann á eptir mjer; við skulum gera bæn okkar hjá gröf Amadíns!“ Alíben titraði eins og strá. Hann vissi undir eins hvað kalífinn fór, þegar hann sagði, að þeir skyldu „biðjast fyrir hjá gröf Ainadíns". Zehira hafði einu ainni trúað honum fyrir því, en að eins þorað að hvísla því að honum fjarska lágt. Amadín var föðurbróðir Abderams og rjeð fyrir Sadí næstur á undan honum. Abderam ljet myrða frænda sinn á laun og settist sjálfur að völdum. Minnisvarða og gröf Ijet hann gera hinum myrta manni innan hallar. En enginn vissi hvar sú gröf var. Pegar Abderam ljek grunur á, að ein- hver hinna ungu sveina sinna renndi hýrum augum til einhverra af ambáttum hans, var kalífinn vanur að sýna honum sjerstaka hylli sína. Sumir voru slíkir einfeldningar, að þeir stærðu sig af þessu í sinn hóp. Og mestur heiður var sá, að mega biðjast fyrir ásamt kalífanum sjálfum hjá gröf einhvers, sem var horfinn öllum lifendum og allir tilbáðu sem heilagan spámann, en enginn vissi nein frekari deili á, nje hvert hann væri horfinn. En frá gröf Amadíns kom enginn aptur. — Kalífinn gekk nú á undan, en Alíben var á hælum honum og reyndi að bregða sverðinu, sem kalífinn gaf honum. En sá galli var á sverðinu, að ekki var unnt að bregða því. fað var rígneglt í slíðrin. Sveinninn sá nú, að hann var verjulaus, en kalífmn hafði mæki mikinn og 'bitran við hlið sjer. Sveinninn var væskilmenni að burðum, en kalíflnn jötunn að vexti og rammur að afli og hefði getað gert út af við hann í greip sinni. Níu steinsúlur hjeldu uppi þakinu á svefnsal kalífans, — allar voru þær úr dýrum steini, en sú er innst var úr jaspis. Abderam bauð Alíben að ýta jaspis- súlunni til hliðar. Alíben varð forviða. Hann ýtti á og undfi' eins ljet súlan undan og snerist til hliðar. Undir henni reis upp marmarahella, sem lyptist upp sjálfkrafa af huldu fjaður- magni. Undir henni komu í ljós tíu marmara- tröppur, er lágu niður í leyni-hvelfingu. (Niðurlag næst). Maurus Jökai, höfundur sögu þessarar, er ungverskur, fæddur 19. febr. 1825 í Komorn. Hann ljest litlu fyrir aldamótin síðustu. — Eptir hann liggja mestu kynstur af skáldsögum, og allmikið af leikritum og ljóðum. Eru margar af skáldsögum hans frægar mjög, t. d. >Gullöld Sjöborgalands«, — >Ung- verski aðalsuiaðurinn<, — >Leiksoppar ástarinnart o. fi. A sögum hans er opt einkennlegur austrænn þjóðsagnablær, sem minnir á >Þúsund og ein nótt«. Hann lýsir snilld- arlega þjóðlífi Ungverja að fornu og nýju, hugarflug hans og skapandi þróttur í- myndunaraflsins er með afbrigðum, og verður hann því opt íburðarmikill og öfgakenndur. En allar eru sögur hans hugþekkar og skemmtilegar. Jökai var þingmaður og ritstjóri blaðs- ins >Hon< 0: >Föðurlandið<, sem út kom í Buda-Pest, og var mjög frjálslyndur og föðurlandsvinur hinn mesti. >Gólfskórnir kalífans< er fyrsta sagan í smásögusafni eptir hann, er heitir >Lxf og ást<. — Út því mun >Dagur« birta fleiri sögur. TJndirritaður hci'ur til sölu húB ásamt verzlun og verslunaráhöldum á Flateyri. Lysthafendur snúi sjer til min sem fyrst, munnlega eða pr. talsímann. Guðm. G. Sverrisen, Flateyri, Talsími 7. „ K vennablaðið “ fæsf hjá ritstjóra „Dagsins.“ II| a« eru hinir heiðruðu lliCU kaupstaðarbúar mint- ir á, að öll börn í kaupstaðnum, 10—14 ára gömul, eins þau, sem ekki hafa gengið í barnaskólann í vetur, eiga að ganga undir prófið við barnaskólann nú í vor. ísafirði, 14. apríl 1909. Þorvaldur Jónsson.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/371

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.