Dagur


Dagur - 13.04.1910, Blaðsíða 1

Dagur - 13.04.1910, Blaðsíða 1
DAGUR. Ritstjóri Guðm. Guðmundsson. c*nd. phiios. I. ár, 4. ársfj. Yíðsýni. ii. Þess er ekki að vænta, að víðsýnis- skörungar og leiðtogar fæðist með hverjum straumi hjá jafn fámennri pjóð og vjer erum, íslendingar. Og þótt ágæt mannsefni fæðist, veldur því eiuatt fjárskortur, menningar- skorturfólksins, skammsýniog skilningsleysi á gáfnafari og hug unglinganna, að manns- efnin geta aldrei notið sín, — óblíð æfikjör fá þau í tanufje, sem fylgir þeim alla leið til grafarinnar. Þess vegna hefur rnargt manngildið farið hjá oss forgörðum er ella hefði orðið þjóð sinni til trausts og halds. En ekki er þess að dyljast, að ailmarga menn eigum vjer enn, sem á marga vegu leitast við að lypta oss hærra, — víkka sjónarsvið vort að andlegri menningu og fræða oss og leiðbeina til verklegra framfara og framkvæmda. Og nálega allir, — ef ekki allir slíkir menn hafa hleypt heimdraganum og sjeð sig um í heiminum eptir því sem þeim hefur geflst kostur á, — a. m. k. notað af alúð þau menningartæki sem kostur er á að afla sjer innan landsteinanna. Flestir íslendingar er utan fara til náms sækja menntun sína til Danmerkur, til háskólans í Kaupmaunahöfn eða lýðhá skólanna dönsku. Ekki er það að lasta, því ólíkt betri menningartæki eiga Danir að flestu leyti en vjer og mavgt gott. og ÍSAFJÖRÐUK, 13. APRÍL 1910. 50. tbl. þarflegt má þar læra. — En frekar mundu þó íslendingar sækja menningu sína til annara og meiri menntaþjóða ef ekki bagaði fjárskortur og annars vegar „málleysi" landans. — Garðstyrkurinn hefur lypt undir og Ijett talsvert fyrir bláfátækum námsmönnum, þó neyðarkjör sjeu að verða að nota hann. Tungumálakennslan í íslenzkum skólum, sjerstaklega framburður og daglegt tal, hefur til þessa verið svo bágborin, að allur þorri stúdenta hefur lítt getað notið sín annarsstaðar en í Danmörku vegna „mál- leysis", og inyndi nýkominn frá prófborðinu hafa átt allörðugt fyrsta veturinn ef ekki lengur að hafa not af fyrirlestrum um vísindaleg efni auk allra óþæginda annara sem það hefur í för með sjer að vera fjefár og máihaltur í framandi landi. Yitaskuld eiga nemendur engu siður sök 4 þessu en kennararnir nú upp á síðkastið og æðimikið er þetta að breytast til batnaðar og hefur lagast frá því er Bjarni fvá Vogi tók að kenna þýzku í iærða skólanum. Síðan hafa hinir yngri kennarar iagt meiri rækt við að kenna að tala málin en áður. Því er hjer svo fjölyrt um þetta efni, að auk þess sem tungumálakunnátta er afarnauðsynleg afskekktri þjóð til þess að geta hagnýtt sjer erlend rit og bækur og auðgað þannig anda sinn að göfgandi, skemmtandi og hagkvæmri þekkingu, — skiptir það og miklu, að þeir íslendingar, er kost eiga einhvern á því að ferðast erlendis, geti fleytt sjer a. m. k. í einhverju víðmæltara máli en dönsku til þess að geta fræðst um það sem fyrir ber og skilið svo að ferðin komi að notum. Og sú kunnátta kemur fleirum að liði en menntamönnum einum, enda er öðrum engu síður þörf á að afla sjer víðsýnis í utanförum. — íslenzkum kaupmönnum er það iífsskilyrði sem slíkum að fara utan, kaupa sjálflr vörur sínar milliliðalaust og kynnast vöruvöndun og viðskiptalífl annara þjóða. Iðnaðarmenn í hverri grein sem er þurfa að dvelja erlendis tíma og tíma og kynnast framförum í iðn sinui og þó aldrei væri nema að kynnast samtöknm stjettar- bræðra sinna og fjelagslífi erlendis, myndi það margborga sig fyrir þá á eptir, þegar þeir sjálflr færu að þeirra dæmi. Þá hefðu margir sjávarútvegsmenn og sjómenn gagn af því að fara út fyrir pollinn, læra þar vöruvöndun, nýtni og starfsemi. Og síðast en ekki sízt bændurnir íslenzku. Nágrannaþjóðir vorar, einkum Danir, stunda mjög landbúnað, og þótt ólíkt sje að mörgu um landsháttu hjá þeim og oss, gætu íslenzkir bændur lært af þeim mjög margt, — þar gætu þeir a. m. k. lært að viðurkenna, að landbúnaður borgar sig ef farið er að með fyrirhyggju og dugnaði. En það þarf yngsta bændakynslóðin á íslandi að læra að sjá. Við utanfarir t.il norrænu frændþjóðanna myndi íslenzkum bændum vaxa trúin á landið sitt, — þeir mundu festa sjónir á miklu fleiri möguleikum til hagsmuna og nytsemdar en þá dreymdi nokkurn tíma um heima, — þeir lærðu að nota tímann hyggilega, byrja og hætta vinnu stundvís- lega, og tryðu þvi ef til vill, að betra er að vinna styttri tíma á dag og vinna af kappi, en að hanga hvíldarlaust við verk sitt frá dögun til dimmu. Þeir lærðu að fara svo með verkafólk sitt að það fældist ekki burt úr sveitinni fyrir heimskulega vinnuhörku, illan aðbúnað og leiðinlegt heimilislíf, — þeir lærðu að vinna og láta sjer það enga lægingu þykja. Og það hefðu sannarlega fleiri gott af að læra en bænd- urnir. Betra en ekki væri að klífa þrítugan hamarinn til þess að sækja iðnaðar, búnaðar og flskveiðasýningar, er árlega eru haldnar einhversstaðar í nágrannalöndunum, jafnvel þótt ekki sækti þær nema einn skilgóður maður úr hverri sýslu, kauptúni og útvegs- stöðvum. Til þess ættu sýslufjelög og bæjarfjelög

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/371

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.