Vikan


Vikan - 22.02.1940, Qupperneq 3

Vikan - 22.02.1940, Qupperneq 3
3 VIKAN. 1 /T viku vetrar voru vorhlýindi í loft- * inu, þangað til í vikulokin, að hann gerði höstugt upp úr helginni. — Trén í Hressingarskálagarðinum, og sjálfsagt víðar í trjágörðum bæjarins, hafa skotið frjóöngum, hvítum, loðnum hnöppum, svo þau eru eins og hrími klædd. Út við Skerja- fjörð kvað hafa heyrst til lóunnar, og er hún þá alveg óvenjulega snemma á ferð- inni. — Annars væri það ekki að undra þó farfuglar kæmu venju fyrr, því hart er nú í heimi utan Islands. Þegar mikil og alvarleg tíðindi gerast, er það alla jafna hugarléttir að grípa til gamalla annála og lesa þó ekki nema nokkrar blaðsíður um viðburði liðinnar tíð- ar. Skarðsárannáll og Fitjaannáll og hvað þeir nú heita gömlu annálarnir, eru enginn skemmtilestur, ef þeir eru mældir á reif- aramælikvarða nútíma bókmennta, og tíð- inda frásögn þeirra er fáskrúðug í saman- burði við steypiflóð útvarpsfrétta og blaðaskeyta. Frásagnarháttur gömlu ann- álaritaranna hefir það þó fram yfir frétta- stofustíl nútímans, að vera hlutlaus — hann felur í sér þá fjarlægð frá atburð- unum, sem vér höfum glatað. Einmitt þess vegna er annálalestur svo hughreystandi á tímum þrenginganna. Ekkert er nýtt undir sólunni. Vér eigum þó þrátt fyrir allt sömu tryggingu í áhorfenda sessi vorum og gömlu annálaritararnir — enn þá. Þau tíðíndi gerðust í vikunni, sem leið, er óhjákvæmilega vekja hugsunina, hve lengi sú trygging muni endast. Ef hin frá- bæra hetjuvörn Finna bilar og Rússaher flæðir yfir ættland þeirra — ef íhlutun Rússa um málefni annarra Norðurlanda verða jafn óbilgjörn og gagnvart Finnum — hvar er þá áhorfendatrygging vor? Rússneskt sjóveldi við Atlantshaf annars vegar, en Bretaveldi hins vegar, skapaði landi voru aðstöðu, sem engan mann á Is- landi hefir dreymt um. Aldrei höfum vér fundið betur en nú, að forlög allra fimm Norðurlanda eru ein og hin sömu. Þau hafa landamæri til austurs, vesturs og suðurs, eins og forsætisráðherra Svía sagði í vik- unni, en engin til norðurs. En svo ég víkji aftur að annálunum, þá segir Grímsstaðaannáll um veðráttuna fyrir réttum 200 árum: Veðurátta sú allra bezta, sem menn kunna að muna, frá jól- um og fram til að vika var af góu; þá gerði hann höstugt með umhleypingum og jarð- skertlum sums staðar og sjóbönnum, allt til páska —. En fyrir réttum 300 árum var samkvæmt Skarðsannál: Mikið stríð utan- lands í öllum áttum á sjó og landi, utan í Danmörk horfðist helzt friðsamlega til; þó var um allt hið fyrra sumarið öll kóngs- ins skip ferðug og tilbúin —. í Svíaríki voru og öll skip tilbúin, nærri 80, var og ekki vitanlegt, hvað þeir þar með meintu. — I Þýzkalandi var enn samt stríð um allt landið og í öllum áttum. Franskir voru þar i tveimur hópum. — Sagan endurtekur sig. Með glímukónginum í Haukadal. Eftir Gils Guðmundsson. Það var dag nokkurn í byrjun október- mánaðar 1938. Ég stóð á miðju Lækjartorgi — eins og glópur, sem hvorki veit í þennan heim né annan. Bílarnir þutu fram hjá, og mannfjöldinn streymdi niður strætið. Sumir voru á hraðri ferð, aðrir að slæpast, — eins og vant var. Kaupsýslu- menn þrömmuðu til og frá og stigu þungt til jarðar, eins og allir gjaldeyrisörðug- leikar veraldarinnar hvíldu á herðum þeim. Brosleitar hefðarfrúr héldu leiðar sinnar, skriðdrjúgar og fastar í rásinni, líkt og skonnortur fyrir fullum seglum. Og innan um allt þeyttust sendisveinarnir á fleygi- ferð, eins og lífi lægi við. En ég sá ekkert af þessu. Öll áhrif frá umhverfinu voru gersamlega þurrkuð út í huga mínum. Þar rúmaðist ekkert nema gremjan og tilfinn- ingin fyrir eigin smæð og lítilmótleika. Ég var atvinnulaus og peningalaus maður. Síðasti vonarneistinn um lífvænlegt vetr- arstarf var kulnaður út og að engu orð- inn. Að vísu hafði ég spánýtt kennara- skírteinið upp á vasann, alsett margvísleg- um tölum og þar til heyrandi undirskrift- um. En hvað stoðaði það? Ekki nokkurn skapaðan hlut. Allar sæmilegar kennara- stöður voru roknar út í veður og vind. Aðrir höfðu hlotið þær. Mér var ofaukið. Ég fylltist tilfinningum þess manns, sem finnst hann vera eins og fimmta hjól undir vagni, eða óþarfur hlekkur í festi. Nei, satt var það. Ennþá vantaði kennara í fá- einum farskólum, einhvers staðar úti á landshorni. Myndir runnu upp fyrir huga mér. Ofnlausir fúahjallar, gluggalitlar stofugrýtur, húsnæðisleysi, áhaldaleysi, allsleysi. Þetta voru engar glæsilegar skýjaborgir, aðeins blákaldur veruleiki, áþreifanlegur vottur íslenzkrar fátæktar og smæðar. En um annað, stærra og glæsi- legra var ekki að ræða, héðan af. Þá var að taka því, sem hendi var næst, og gera sér það að góðu. Niður Bankastræti kemur hár maður með stúdentshúfu og gleraugu. Það er Bergur Vigfússon, kunningi minn. Við heilsumst og tökum tal saman. Leið okkar liggur um Tjörnina. Margt ber á góma, . pólitísk dægurmál, bókmenntir og sitthvað j fleira. Um það bil, sem hringferðin er á enda, brýtur Bergur upp á nýju umræðu- í efni. — Ertu búinn að fá stöðu? — Nei, blessaður vertu. Dauft útlit með það. , — Viltu verða kennari í Haukadal? — I Haukadal? Hvað á að kenna þar? ‘ Og hver jum ? j — Austur í Haukadal í Biskupstungum hefir Sigurður Greipsson, fyrrverandi glímukóngur, haldið uppi íþróttaskóla und- anfarna vetur. Auk íþróttanna eru kennd- ar ýmsar bóklegar námsgreinar. Nú vant- ar Sigurð kennara sér til aðstoðar og skal hann uppfræða nemendurna í móðurmál- inu, stærðfræði, framandi tungumálum og öðrum góðum og gagnlegum hlutum. Sig- urður er væntanlegur hingað til bæjarins næstu daga. Ef þú vildir athuga þessa möguleika, skal ég sjá til þess að fundum ykkar beri saman. Svo mörg voru þau orð. Á leiðinni heim til mín hugsaði ég málið og ákvað að ná tali af Sigurði Greipssyni strax og færi gæfist, til að kynna mér alla málavöxtu. Það var tveimur dögum seinna. Klukkan var aðeins farin að halla í fjögur. Ég steig út úr pósthúsinu og hélt sem leið lá yfir Sigurður Greipsson að Reykjavíkur Apóteki. Á síðustu stundu tókst mér að víkja úr vegi fyrir blaðasala, sem þeyttist eins og kólfi væri skotið yfir götuna, með Vísi og Alþýðublaðið undir handleggnum. Þegar ég hafði hrökklazt upp á gangstéttina og sá, að hinn ungi, en áhugasami sölumaður var kominn klakk- laust leiðar sinnar, tók ég eftir því, að á móti mér komu tveir menn, báðir vel vaxn- ir úr grasi. Annan þeirra þekkti ég þegar. Það var Bergur Vigfússon. Mann þann, sem með honum var, hafði ég ekki séð áður. Hann var stórskorinn og karlmann- legur í andliti, klæddur svörtum frakka, með stóra vetrarhúfu á höfði. Bergur kynnti manninn. Þetta var Sigurður Greipsson. Við tókumst í hendur. Eftir að hafa skipzt á nokkrum orðum um veður- far og aðra slíka hluti, var málinu vikið að skólastarfi Sigurðar og væntanlegum aðstoðarmanni við það. Leið ekki á löngu, unz það var bundið fastmælum, að ég kæmi austur og tæki við kennslu, þegar skóli hæfist. Allt fór eins og ráð var fyrir gert. I þetta sinn ætla ég ekki að segja söguna

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.