Vikan


Vikan - 22.02.1940, Síða 7

Vikan - 22.02.1940, Síða 7
VIKAN, nr. 8, 1940 7 andi. — Ef ég væri í standi til að eiga hana, skyldi ég ekki hika. -----Um það leyti urðu allmiklar breyt- ingar á störfum mínum, og mér gafst sjald- an tækifæri til að frílista mig. Til Skapta kom ég ekki, og fylgdist ekki lengur með viðureign þeirra Betu og Týra. Um vorið frétti ég, að hún væri á förum vestur. Ég slangraði ofan að skipinu, tók í hönd Betu yfir borðstokkinn og árnaði henni góðrar ferðar og farsællar heimkomu. Svo hvæsti eimpípan í síðasta sinn, og skipið lagði frá landi. Ég kom auga á Skapta og Gyðu, labb- aði til þeirra og gaf mig á tal við þau. — Sjáið þið, hvar hann stendur, sagði Gyða allt í einu og bandaði höfðinu til tunnustafla. Mikið rétt, þar stóð vinur vor, Týri, fölur og klökkur og veifaði hattin- um. — Er nú ekki gengið saman með þeim ? spurði ég. — Heldurðu, að hann Týri hafi framtak í sér til að biðja sér konu, þó að hann dauðlangi til þess, svaraði Gyða fyrirlit- lega. — Svo setti hann víst fyrir sig, að hún er þetta stærri, það vanta ekki „fá- fengilegheitin“. Hann gaf henni samt kon- fektkassa að skilnaði, og hélt lengi í hend- ina á henni. Hver veit, nema hann bregði sér vestur í sumarfríinu sínu, það mætti segja mér það. En Týri fór ekki vestur, og Beta kom ekki suður haustið eftir, eins og við höfð- um öll vonazt eftir. Hún var heima hjá sér um veturinn, þarna vestur á fjördunum. -----Tvö ár liðu frá því að Týri stóð uppi á tunnustaflanum og veifaði harm- þrunginn hattinum sínum, þar til hann sagði mér, að nú væri von á Betu. Hann vissi það úr bréfi, sem hún hafði skrifað Gyðu. — Hvað skal hún vera að gera hingað um þetta leyti árs? spurði ég. Það vissi Týri ekki, en hann var harla glaður yfir því að eiga í vændum að sam- einast henni á ný, ef svo mætti að orði kveða. Við höfðum stundum minnzt henn- ar, og ævinlega með söknuði, því að hún var sólskinsbarn og hafði auðgað líf okk- ar þær stundir, sem við höfðum notið sam- vistar hennar. Týri var í góðri stöðu, og hafði búið ágæta vel um sig í tveggja herbergja íbúð, þó vissi ég, að honum leiddist stundum. Hann var einn þeirra manna, sem þurfa að eiga glaðlynda og ærslafulla krakka. — Nú ættir þú ekki að láta Betu sleppa, því að það er kona, sem vert er um að tala. — Hún er anzi stór, sagði hann hugs- andi. — En fríðleikskvenmaður er Beta, og væn er hún og vel verki farin. Það breiddist bros yfir andlit hans. Við þögðum og lásum sitt í hvoru blaði. Þá segir Týri upp úr lestrinum: — Þarna hefir einn verið að taka meistarapróf í norrænu, og staðið sig fjandi vel. Kann- ast þú við manninn? — Nei, ég veit bara, að hann er vestan úr fjördunum eins og Beta. -----Svo leið hálfur mánuður, þá fór ég að hitta Týra, og vonaði satt að segja, að ég sæi Betu þar, en hann var þá einn heima. Var þá Beta ekki komin enn? Jú, en það var enginn hægðarleikur að hafa hendur í hári hennar. Hún hélt til hjá frændfólki sínu, sem var nýflutt í bæinn, og kom rétt í mýflugumynd til Skapta og Gyðu. Ósköp voru að heyra þetta, var hann þá ekki far- inn að sjá stúlkuna. Jú, Skapti hafði hringt í gærkvöldi og sagt, að Beta væri þar. — Þú hefir líklega ekki verið lengi að dóla þér á milli húsanna? — Því er nú árans ver, að ég fór þang- að ekki strax. Ég vildi ekki láta líta svo út, að mér væri mikið í mun að sjá hana, og var að rangla stundarkorn um göturn- ar. Þegar ég kom þangað, heyrði ég, að hún var að bjóða góða nótt inni í gang- inum, en svo staldraði hún eins og fimm mínútur hjá mér. Við ætluðum að kyrr- setja hana, en það héldu henni engin bönd. Hún var búin að lofa því að koma á til- tekinn stað kl. 10. — Stefnumót kl. 10. Það er glæfralegt, sagði ég íbygginn. — Jæja, þú hefir þá aðeins séð hana. Er hún ekki alveg eins og hún var. — Blessaður vertu, henni hefir stórfarið fram. Hún hefir grennst, og er því nettari á vöxt. Svo er eitthvað við andlitið á henni, sérstaklega augun, sem gerir hana svo ljómandi fallega. — Það hafa auðvitað verið ástarglamp- ar. Hvað gerir þú nú? — Ég er að hugsa um að bjóða henni hingað annað kvöld, og sjá svo, hverju fram vindur. Dyrabjöllunni var hringt. — Nú kemur hún, sagði ég. En það var 'þá bara lítil stúlka, sem bar út blað. ♦ Ég tók við blaðinu og renndi augunum yfir bæjarfréttirnar. Hver skollinn! Ég las aftur, og enn einu sinni sömu fréttina, rétti síðan Týra blaðið þegjandi og benti honum á, hvað hann ætti að lesa. Hann starði, augun í honum sýndust kúptari og kringlóttari en endranær, ég sá það greinilega, að hann hvítnaði í fram- an. Þetta var líka reiðarslag. Beta trúlofuð þessum norrænumeistara, sem tók próf á dögunum. — Ekki hefir honum þótt hún of stór, sagði ég illkvitnislega. Vinur minn heyrði ekki til mín, hann starði enn á blaðið, loks mælti hann: — Mikill bölvaður asni gat ég verið. Hvert tölublað VffiUNNAR kemur fyrir auga 30.000 manns. Auglýsið í Vikunni. Athugasemd við æviágrip Jóns Vigfússonar. Herra ritstjóri! I 4. tbl. Vikunnar þ. á. er grein með fyrirsögninni: „Gráskeggurinn með barns- augun“. I formála greinar þessarar, sem er ritaður af yður, til að fylgja ævisög- unni, sem á eftir fer, úr hlaði, dragið þér upp mynd af manninum, sem ævisagan er af. Mynd þessi gefur að mínu áliti að nokkru leyti ranga hugmynd um mann- inn. Þar eð maður þessi er margra ára kunningi minn og viðskiptavinur og ég tel myndina, sem þér dragið upp af honum, geta orðið honum til leiðinda og e.t.v. tjóns, þá leyfi ég mér hér með að biðja yður fyrir eftirfarandi athugasemdir í blað yðar. Jón Vigfússon er ekki „guðs volaður vesalingur“ eða ,,hvítvoðungur“, hann er mikið sóttur garðyrkjumaður hér í bæ, sem oft hefir 3—4 menn í vinnu. Hann hefir umsjón með fjölda trjágarða hér í bæ og er sívinnandi hraustleika- og dugn- aðarmaður, síglaður og ræðinn, enda bráð- greindur og skemmtilegur í viðmóti. Hann ritar að mínu áliti eftir atvikum dágóða hönd og villulitla eftir því sem við má búast. — Það er satt, að hann býr í lélegum húsakynnum, en það er hvorki af fátækt eða nízku. Og ágengur er Jón ekki, því að hann selur vinnu sína ávallt ódýrara en almennt verkakaup er. Jón er laus við áníðslu á öðrum og vill helzt láta aðra hafa sem minnst fyrir sér. Hann vinnur mikinn hluta ársins að heita má dag og nótt og hefir því mjög lítinn tíma til heimadvalar. Á hinn bóginn er hann afar áhugasamur starfsmaður og mjög elskur að verki sínu, sem er að prýða jörðina. Ég tel mig geta fullyrt að hann gleymi sjálfum sér í starfinu, og þar mun vera ráðningin á því, hve lítið hann hugsar um sjálfan sig. Jón er drengur góður, tryggur, vinfastur og vinmargur, og f jöldi manna hér í bæ heimsækir hann og marg- ur mun hafa fengið hjá honum góðan „baunasopa", þ. á. m. undirritaður. Jón er síungur í anda og langt frá að vera gamal- menni, þó að hann sé nú kominn um sjötugt, enda sístarfandi. Ég hygg, að sá, er situr í góðu næði hjá Jóni í „hesthús- inu“ hans — sem þér kallið svo — yfir spjalli og kaffisopa, taki lítið eftir, hvort silki eða strigapokar eru í rúminu hans. Það er að minu áliti hvorttveggja fjar- stæða, að líkja Jóni við ómálga hvítvoð- ung og farlama gamalmenni. I mínum huga er hann fjörugur, síungur starfsmaður. Ég veit, að grein yðar er ekki skrifuð í illum tilgangi, en það er áreiðanlegt að þér hafið að nokkru misskilið Jón. Reykjavík, 5. febr. 1940. Sveinbjörn Jónsson. Ég hefi ekki nefnt Jón Vigfússon „guðs volaðan aumingja“, en líkt honum við hvit- voðung um hrekkleysi í viðmóti og sjón. S. B.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.