Vikan


Vikan - 11.04.1940, Page 8

Vikan - 11.04.1940, Page 8
8 VIKAN, nr. 15, 1940 Bjöm Dan: Þögn. Þögn —. Þú ein ert eilíf og óumbreytanleg. Þú ert fylling’ þeirra drauma, er fengu ekki að rætast í hávaða veruleikans — í önnum og striti liðinna daga. Þú ert dauðinn —, fullkomnun hins hverflynda lífs, er berst sem hrönn að strönd tímans. Þar sjást takmörk þeirra ára, sem aldrei voru lifuð — eins og meydómur þeirrar tilveru, sem aldrei verður flekkuð. Eilífa þögn. Faðmur þinn verður því jafnhreinn, þó ég falli í hann og söfi burt minningar — liðinna ára. Jón Jóhannesson: Vísur til vorsins 1940. Við munum, hve himinninn örlátur er, þá íslenzka heiðnóttin leikur sér í holti og brekku, á bláum kjól, við blómin, í andvaka júnísól. Og aidrei var stundin þar leið eða löng, við lóunnar hvíslandi óttu-söng; og fyrir eitt einasta steindeplustef snúið frá bænum í hvamminn ég hef. Og dagurinn væng sinum lyfti svo létt og leit yfir sérhvem þann hamingjublett, er hafði hann tregandi kysst undir kvöld á kinnina, áður en nóttin tók völd. Og gullinu stráði ’ann um strendur og fjöll, og stráin í geislana teygðu sig öll, og andvarinn kom þar á tifandi tá, tók þau I faðminn og strauk þeirra brá. Svo fagnandi ég hlusta á fótatak þitt, er fer þú með blænum um landið mitt og kinkar svo hlæjandi kolli til mín: hér kem ég með farfuglahópinn til þín. Ég horfi í safírblá augu þín inn, og eins og ég væri hann sonur þinn, hönd mína rétti ég þér vinhlýja vor; varmi þinn léttir og örfar mín spor. Og hann, sem að fölur á brúnir, þess beið, við beitarhúskampinn í vetur, sem leið, að heyrði ’ann þitt niðandi heiðvinda lag, huskar nú kindinni á afrétti í dag. Svo gengur hann rjóður frá garða og bás, og glamparnir leika um sléttu og ás; og moldin hún kallar á meistara sinn; í morgun rann und þín í brjóst hennar inn. Lát strengleik þinn óma um farmann og fley, sem fagnaðarboðskap í hjúfrandi þey, og biddu, á ferð þinni um blikandi höf, báruna um sonnettu í afmælisgjöf. Svo fækkar þeim hættum og feykist burt hik, og fiskimannshönd verður léttar um vik, úr djúpinu köldu vort dýrkeypta gull að draga á skipið, unz lestin er full. Við elskum þig, stillta og vinhlýja vor, varmi þinn örfar og léttir vor spor, og draumhugans sál verður sáttfús og góð, á sólgeislaöldunum titra hans ljóð. Hann gleymir, því miður, við zítarinn sinn, og sönginn um landið og himininn þinn, í kringum oss hrynjandi brennur vor borg, og blæðandi menningin stynur af sorg. Sigurður Bóbertsson: Brotabrot um vorið. Hlýir vindar hlíðar strjúka, heyrið, vorið komið er. Kastar jörðin hvítum feldi, kufli grænum skrýðast fer. Vötnin blika, bjarkir anga, brosir jörðin ung á ný. Sólin geisla gegnum sendir gulli roðin aftanský. Maríuerla í varpa vappar, vippar stéli og syngur dátt. Þó að löng sé leið að sunnan, lokkar norðurheiðið blátt. Alltaf fleiri fleygir gestir flugið þreyta, söm er þrá. Þeim finnst ekki betra að búa bökkum Nílarfljótsins á. Ótal þrár og vonir vakna, vorið alla strengi slær. Allt, sem var í órafjarlægð, er að færast nær og nær. Sporið léttist, augun eygja ótalmargt, sem hulið var. Þar, sem sundin sýndust lokuð, sjást nú leiðir alls staðar. Þegar aftansólin sendir sína geisla á okkar veg, eftir störf og annir dagsins úti göngum, þú og ég. Óskir vakna, óskir rætast, ein er beggja von og þrá. Framtíð öll, sem aldrei fyrri okkur birtist draumablá. Æskan vonar, æskan þráir eitthvað meira en daglegt brauð. Þeim, sem aldrei annað þekkja, ævin reynist gleðisnauð. — Þeim, sem klifa bergið bratta, bíða fögur óskalönd, sem eru þeim minna en einskisvirði, er enginn réttir hjálparhönd. Mörgum reynast leiðir langar lífs um veglaus reginfjöll. Mörgum auðnast ei að finna óskalandsins glæstu höll. Oft er gæfa öðrum þræði undra hvikul, þvi er ver. Margra lífsfiey brattir boðar bera upp á feigðarsker. Fjarlægð ætíð fjöllin gyllir, fjarlægð vekur nýjar þrár. Þann, sem oft á hafið horfir, heillar Ægir draumablár. Margur oft frá landi leggur léttum huga í óskabyr, og leitar að því ævi alla, sem annar fann, þó sæti kyrr. Níu ung Vordís! Þá, sem villast ennþá, veginn rétta leið þú á. Þar sem þjáðu álög áður, óðar töfrasprota slá. Þar sem öfl i læðing liggja leystu fjötra og þrældómsbönd, og með þínum undramætti auðnum breyttu í gróðurlönd. Vordýrð! Hvar sem augun eygja, allt er sveipað nær og fjær. Hvar sem lífsfræ liggur falið, lífið fylling sinni nær. Loftsins andar léttum vængjum liða yfir dal og fjörð. Upp úr vetrar ógna dvala ertu risin — móðir jörð. Hugrún: Skóhljóð. Það er svo gaman að ganga um göturnar snemma dags. Hin þíða þögn yfir bænum hún þrýstir til bandalags við blæinn, sem berst frá sænum, og báru, sem raular við strönd, við kurrið í dottandi dúfum og dagsins skínandi rönd. Svo opið er auga og eyra, hver einasta taug er stillt. Blástjaman bros mér sendir, það bros er svo undur milt. Dagurinn ber sina blæju á blikandi stjarnafjöld. Þau eru svo hrein og heilög himinsins rósatjöld. Þegar klukkan hún kallar, að komin sé vinnutíð, færist fjör yfir bæinn, farg af syfjuðum lýð. Undir í öllu tekur, ýmist þungt eða létt, skóhljóð skrjáfar i eyrum, skellir í götu og stétt. Haglega er tifað á tánum og tölt eins og stiginn er dans, þrammað á klumpslegum klossum og klofháum stígvélafans. Það myndast svo margs konar tónar, sú músik á hljómfagran blæ, hún lokkar þig, legðu við eyrun, ef labbar þú niður í bæ. Oss finnst ekki í fljótu bragði neitt frumlegt við þennan klið, en ef þú í alvöru hlustar, einhvern töfrandi nið, finnurðu í fótataki. Þú fagnar að vera til. Það er svo dularfullt dagsins dillandi undirspil.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.