Vikan


Vikan - 11.04.1940, Side 16

Vikan - 11.04.1940, Side 16
16 VIKAN, nr. 15, 1940' ég kom upp undir Esju, og ætlaði að fara að troða í hana, — en vel hafði ég búið mig út raeð tóbak. En gleymskan í þetta sinn varð til þess, að ég hefi ekki tekið einn drátt af reyk síðan, en hafði þá reykt í 37 ár. Svo landið „græðir“ ekki mikið á minni tóbaksnautn. Páll Ólafsson sagði einu sinni, að því meira sem hann „drykki á nótt og degi“, því meira græddi landið. Og gróðinn — af áfengistollinum — gæti jafnvel orðið svo mikill, að taka yrði Hrafnagjá „að hafa fyrir landsins kassa“. Hvaða ílát skyldi hann álíta nú, nægi- lega stórt fyrir gróða landsins af áfengis- og tóbakstollunum ? Jjegar upp úr Holtsdal kemur er farið yfir heiðar norðan við Skálarheiði. Af vesturbrún heiðanna er mjög gott útsýni yfir Skaftártungu og til Mýrdals — og Torfajökuls. Og ekkert skyggði á. Alltaf var logn og sólskin. Yfir Skaftárdalsvatn (en svo heitir Skaftá á þessari leið) er farið nálægt Skaftárdal. Mjög er það óá- rennilegt. Það rennur í mörgum álum, í nokkrum halla á grýttum botni, og er mjög vandfarið. En Björn hreppstjóri þekkti á því lagið, og því var okkur borgið. Þegar yfir Skaftárdalsvatn er komið er stutt að Búlandi. Búland er nú efsti bær í Skaftártungu. Feðgarnir þar Sigurður og Gísli hafa um langan tíma verið fylgdar- menn ferðamanna, sem farið hafa fjalla- baksvegi, Landmannaleið (fyrir austan Torfajökul og norðan Heklu), og Rang- árvallaleið (fyrir norðan Mýrdalsjökul, sunnan Torfajökul og norð-austan Tinda- f jallajökul). Þeir eru því þekktir af ferða- mönnum og að góðu einu, því það mun ekki ofmælt þó sagt sé, að þeir hafi alla kosti fylgdarmannsins: þrek og dugnað, kunnugleika, og gott viðmót.. Leituðum við nú til Gísla um fylgd út í Landmannalaugar, en úr því rataði ég, því meðan ég var að alast upp hjá foreldrum mínum (fram að tvítugu) fór ég oft „á fjall“ á Landmannaafrétt, og æfinlega í Jökulgilið, en í mynni þess eru „Laug- arnar“. Var fylgd Gísla auðsótt mál, en nú þurfti hann að láta sækja hesta, jáma þá o. s. frv. Viðstaðan á Búlandi varð því löng, og var komið fram yfir nón er við lögðum af stað, en þá áttum við ófarna nál. 60 km. í náttstað. Bjöm í Holti var fyrir nokkru farinn heim á leið. Náttúr- lega ætluðum við að borga honum nætur- greiða og góða fylgd, en við það var ekki komandi. T andmannaleið — milli Búlands í Skaft- ártungu og Galtalækjar á Landi í Rangárþingi — er talin að vera 122 km„ eða álíka löng og úr Reykjavík að Galta- læk, eða austur að Gullfossi. Talið er að hún sé 18 tíma reið á tveimur góðum hestum, með hæfilegum áningum. Við rið- um hana á 13 stundum. Landmannaleið er fegursta fjallabaksleið á landinu, og er til snilldarleg lýsing af henni í Árbók Ferða- félagsins 1933 eftir Pálma Hannesson rektor, með mörgum prýðilegum myndum. Sumar þeirra hefir framkv.stj. Ferðafé- lagsins góðfúslega lánað mér til birtingar hér, ásamt nokkrum fleiri myndum úr Skaftafellssýslum. Þegar farið er frá Búlandi liggur leiðin mjög á fótinn. Er hún því seinfarin þó hestarnir séu góðir. Þeir voru náttúrlega ekki eins þolnir og klárinn, sem gamla konan íslenzka — hún var að fara til Vesturheims — hélt að væri spentur fyrir járnbrautarvagnana frá Montreal til Winnipeg. Hún hafði átt að segja, að mest af öllu furðulegu, sem hún sá og heyrði, furðaði sig á úthaldi blessaðrar skepnunn- ar, sem alla tíð hlypi fyrir lestinni — eins og hún blési þó ógurlega af mæði! Fyrsti áfanginn var norður að Svarta- núp. Svartinúpur var efsti bær í Skaftár- tungu þangað til 1918, að hann fór í eyði af afleiðingum Kötlugossins. Nægir hagar voru þar, þó ekki færum við inn á túnið. En mjög voru greinileg þama vegsum- merki eftir Kötlu gömlu. Næst áðum við á Hánípufit. Höfðum við þá 20 km. að baki okkar frá Búlandi, eða einn þriðji af leiðinni í náttstað. Stuttu eftir að við stigum af baki, sáum við hóp af fólki koma á móti okkur með marga lausa hesta. Og Lárus á Klaustri reyndist að vera foringinn. Meðan við vorum aust- ur í Öræfum, hafði hann farið út að Galta- læk á Landi með hóp af Reykvíkingum, og var nú á leiðinni austur með annan. Meðal annarra voru í honum tveir læknar. Lárus taldi nú sjálfsagt að á líka, og talaði nú fljótlega utan að því við lækn- ana, með orðum, sem ekki var hægt að misskilja, að þeir kæmu með „lækna- brennivín“ svo hægt væri að „drekka skál“ beggja ferðaflokkanna. Þetta væri því sjálfsagðara, af því að það kæmi mjög sjaldan fyrir að ferðafólk hittist á þessari leið, og áreiðanlega aldrei svona margt, — svo sjaldfarin er hún. Fljótlega kom ein hálsmjó á sjónarsvið- ið. Var nú „skálað“ og sungnir ættjarðar- söngvar. Sagði Lárus, að slíkur kór hefði áreiðanlega aldrei fyrr heyrst á Land- mannaleið! Stóð gleðskapur þessi á aðra klukkustund, en þá kallaði tíminn, og sagð- ist halda áfram jafnt og þétt. Hann biði ekki brot úr sekúndu. Við hrukkum við við kallið, en ákváðum þó að leggja út í að syngja þjóðsönginn að síðustu, en þegar kom að gís-unum þögnuðu allir í fyrstu rödd nema ein kona. Svo fór um sjóferð þá. Varla þarf að taka það fram, að kynn- ingin þarna á Skaftártunguöræfunum, varð enn þá fljótari en í millilandasiglingu þegar sjóveikin er ekki á ferðinni, eða í 18 manna Steindórsbíl, sem er að fara í skemmtiferðalag á vegum Ferðafélagsins, — og endingin álíka. Klukkan var orðin um átta er hóparnir skildu, og hvor hélt sína leið. Lárus með sitt lið niður að Hlíð í Skaftártungu, en við út í Laugar. Er ég kvaddi Lárus og þakkaði honum viðtökurnar á Klaustri tvisvar — vitanlega mátti ekki nefna borg- un þar frekar en annars staðar — spurði ég hann, hvenær hann héldi, að við yrðum komnir út í Laugar. „Þið komið þangað klukkan hálf tvö í nótt, og þá verðum við háttuð og ’sofnuð, og farið að dreyma í Hlíð.“ Þegar ég hitti hann næst á eftir, sagði ég hon- um, að þarna hefði hann feilreiknað, því við hefð- um komið út í Laugar um miðnætti, og líklega komist inn á draumalönd- in á undan honum, í leit- armannakofanum í Laug- unum. Nú fórum við að hraða ferðinni eftir því sem unnt var. Mikill uppblástur er þarna á öræfunum, og einu sinni fór svo- lítið að hreyfa vind af landnorðri, og kom þá fljótt mistur í loftið. Mér þótti þetta leiðinlegt, því nú hættum við að sjá eins vel til í f jarlægð og áður. Ég tók því upp mitt gamla góða ráð, að heita á Strand- arkirkju — svona í kyrrþey. Ég hét á hana krónu í viðbót, ef lygndi og mistrið hyrfi. Og hún varð fljótt við áheitinu. Eftir nál. fimm mínútur var komið hvíta logn, og litlu þar á eftir var loftið orðið hreint og tært. — Eitthvað fékk Strandar- kirkja líka fyrir hjálpina á Skeiðarársandi. Um 1Ó km. frá Hánípufit er farið yfir Eldgjá. Pálmi rektor Hannesson segir, að hún sé „ein hin mesta undrasmíði ís- lenzkrar náttúru og á engan sinn líka á jörðunni. Hún er talin um 30. km. löng og nær frá Gjátindi suðvestur í Mýrdals- jökul, óslitið að kalla. Á þessari löngu leið hefir hún rifið sundur fjöll og hálsa, eins og pappírsblað, svo ekkert hefir megn- að að standa á móti þeirri ógnar orku, sem hefir skapað hana.“ Gjáin er nokkuð misdjúp og misbreið. Frá veginum og norður í Gjátind er hún Eldgjá.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.