Vikan


Vikan - 11.04.1940, Blaðsíða 18

Vikan - 11.04.1940, Blaðsíða 18
18 VIKAN, nr. 15, 1940 T ízkumyndir. Nú líður að því að velja vorhattana. Hvernig skyldu þeir nú verða í ár? Hér eru tveir, annar úr bláu filti, blómum skreyttur, en hinn úr gulu strái með blómum og slæðu. Kannske stráhattar verði nú mest í tízku. Hver veit ? út í lífið með þér sem aðalstoð mína, get ég ekki hugsað mér, eins og þú ert drykk- felldur og ístöðulaus. Hún nam andartak staðar, en svo lét hún að lokum á sér skilja, að hún óskaði ekki eftir frekari umræðum um þetta, og ekki frekari kunningsskap þeirra í milli, og sagði að síðustu, en röddin var klökk- kennd: Þessi vorkjóll er úr dökk- grænu ullar-jersy, en það verður mikið í tizku í ár. Hinir stóru vasar eru hnepptir. Kjólinn er ákaf- lega hlýr. Hatturinn er dökkbrúnn. — Milli okkar er hér með öllu lokið. Þau voru komin heim til Önnu Maríu, hún tók í hendina á honum, þakkaði hon- um fyrir liðnar stundir, og bauð honum að síðustu góða nótt. Svo hljóp hún upp tröppumar og hvarf inn í húsið, en göngu- lag hennar var reikult. Vindurinn og regnið hamaðist æ meir, og vatnið lak niður úr fötum Jóns Grímssonar. Hann staldraði eitt augnablik á götunni, einn og yfirgefinn af öllum mannlegum félagsskap, eins og honum fannst á þess- ari stundu, en í sölum vínguðsins hugsaði hann sér .að leita huggunar. Og eins og til þess að herða sig upp undir þá baráttu, sem hann nú átti fram undan, sneri hann sér móti veðrinu og horfði fast út í nóttina. Svo tók hann áfengispela upp úr vasa sínum og sagði: — Nú drekk ég skál hinnar sönnu ein- veru. Og hann drakk pelann í botn, þeytti hon- um út í myrkrið, það heyrðist brothljóð í fjarska og — svo hvarf Jón Grímsson út í náttmyrkrið . . . Nú eru svona rimíahurðir mikið notað- ar á milli samliggjandi stofa. Þær eru laglegar, en hvorki ódýrar né hentugar. Hér er snyrtiborð handa tveimur.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.