Vikan


Vikan - 06.06.1940, Blaðsíða 15

Vikan - 06.06.1940, Blaðsíða 15
VIKAN, nr. 23, 1940 15 25 ára afmœli. Eggert G. Gilfer skákmeistari á nú um þessar mundir 25 ára afmæli sem Skák- meistari íslands. Flestir Islendingar, gamlir og ungir, er nokkuð hafa fylgzt með viðburðum skák- lífsins undanfarin ár, hafa vafalaust ekki komizt hjá því að sjá nafn hans eða heyra það nefnt í sambandi við hina glæsilegu og athyglisverðu sigra hans við skákborð- ið, bæði hér heima og erlendis. Vissulega væri það vel við eigandi, nú að liðnum 25 árum, að hægt væri að gera samfellt yfirlit yfir skákferil Gilfers, en það mun þó ekki gert í þetta sinn, heldur aðeins taldir nokkrir sigrar hans, sem sjálfsagt munu lifa og varðveitast út 20. öldina, þó að ekki sé nú meira sagt. Þegar Gilfer var 10 ára, byrjaði hann fyrst að tefla skák og hefir hann að nokkru leyti haldið þeirri iðkun við síðan. Skákmeistari Islands varð hann í fyrsta sinn árið 1915 og hefir unnið þann titil árin 1917, 1918, 1920, 1925, 1927, 1929 og 1935, eða alls átta sinnum. Þeir, sem koma næstir honum, hafa unnið titilinn þrisvar, svo að eftir öllum líkum að dæma verður þess eflaust langt að bíða að sá snillingur kemur, sem leikur það eftir honum. Gilfer hefir teflt sem fulltrúi fyrir Is- land á 1. borði í Osló 1928, Gautaborg 1929, Hamborg 1930, Folkestone 1933, Kaupmannahöfn 1934, Múnchen 1936 og Stokkhólmi 1937, víðasthvar með mjög sæmilegri útkomu og sums staðar ágætri. SKAK. Reti-leikur. Hvítt: St. Ólafsson. Svart: E. G. Gilfer. Akureyri. Reykjavík. 1. Rgl—f3, d7—d5. 2. c2—c4, d5—d4. 3. b2—b4, c7—c5! 4. b4xc5. Líklega hefði verið réttara að taka ekki peðið. 4. —,,— Rb8—c6! 5. Bcl—b2, e7—e5. 6. d2—d3, Bf8 x c5. 7. g2—g3, Dd8—a5f ? 8. Rf3— d2?, Da5—c7! 9. Bfl—g2! Þessi leikur er alveg í samræmi við g2—g3. 9. —„— Rg8—e7. 10. 0—0, Re7—g6. 11. Rd2—b3. Á þessum reit stendur riddarinn venju- lega illa. 11. —„— Bc5—e7. 12. Rbl—d2, 0—0. 13. e2—e3, d4 X e3. 14. f2 x e3, a7— a5. 15. a2—a3? Það er alltaf álitamál, livort leika ber peðinu um einn reit eða tvo úr borði. I þessu tilfelli var það glappa- skot, að leika því um einn reit aðeins. 15. —a5—a4. 16. Rb3—cl, Dc7—b6. 17. Bb2—c3, Db6Xe3f. 18. Kgl—hl, De3— h6. 19. Rd2—e4, f7—f5. 20. Bc3—d2, f5— f4. 21. Rcl—e2, Bc8—h3. 22. Hfl—f2, Bh3 x g2f. 23. Khl X g2, Dh6—h5. 24. Ddl —fl, Dh5—g4. Það er mikið „líf“ í þessari drottningu! 25. Kg2—hl, f4Xg3. 26. Re2 x g3, Hf8xf2. 27. Re4xf2, Dg4—f3f. 41. krossgáta Vikunnar. (fomt). — 23. Fugl. — 24. Hokra. — 25. Skel. •— 28. Véfengir. — 30. Fullkominn. ■— 32. Fiskar. — 37. Sáðlendis. — 39. Kendir. — 47. Æfðr. — 48. Gullríkið (alþjóðaorð). — 49. Flækingur. — 50. Hinn hlutlausi vilji. — 52. Frægur staður í U. S. A. — 53. Bjartur. — 58. Fjórir eins. ■— 59. Lofttegund. — 60. Þrír eins. — 62. Mæli. — 68. Áratal (fom ending). ■— 70. Urgangur. — 74. Gæfa. — 77. Forskeyti. — 78. Drykkur. —- 79. Tveir eins. — 81. Samtenging. Lóðrétt: 1. Velferðarstofnun. •— 2. Ásaka. — 3. Nákvæm- lega. — 4. Kvenm.nafn. — 5. Ábendingarfornafn. — 6. Litil. — 7. Tveir eins. — 8. Gljái. — 9. Varaspil. — 10. Þyngdareining. — 11. Fjöregg Islendinga. — 16. Rella. — 19. Titill. — 22. Þannig Lárétt: 2. Sölufélag. — 12. Krabbadýr. — 13.. llát. — 14. For. — 15. Tveir eins. — 17. ögn. — 18. Tveir eins. — 19. Árásarlið. -— 20. Er það ?! — 21. Málfræðingur. — 24. Matreiða. — 26. Iþróttafélag. — 27. Manns- nafn. — 29. Djarft. — 31. Hryggur. — 33. Övissa. — 34. Skamma. — 35. Krónprins. — 36. Eldavél. — 38. Þrír eins. — 39. Kven- mannsnafn. — 40. Barst. — 41. Fæða. — 42. Enskur aðalsmaður. — 43. Á stundinni. — 44. Forsetning. — 45. Veizla. — 46. Kvæði. — 47. Veiðistöð. — 49. Sníkjudýr. — 51. Upphrópun. — 54. Verkfæri, ef. — 55. Tíndi. — 56. = 40. lárétt. — 57. Rúnnuð. ■— 59. Fugl, þolf. fl. — 61. Dönsk eyja. — 63. Keisari. — 64. Verðbréf. — 65. Ófús. — 66. Tveir eins. ■— 67. = 21. lárétt. •— 69. Samtíningur. — 71. Tveir eins. — 72. Tveir samstæðir. — 73. Steintegund. ■— 75. Öfug- ur tvíhljóði. — 76. Tveir samstæðir. ■— 77. Enda. ■— 78. Grein. — 80. Sjá. — 82. Ekki varanleg. 28. Dfl—g2, Df3 X g2f. 29. KhlXg2, Rc6—d4. 30. Hal—a2, b7—b5. 31. Bd2— b4. Eins og leikir þeir, sem hér fara á eftir, bera með sér, teflir hvítur framhaldið fyrirhyggjulítið. 31. —,,— b5Xc4. 32. Bb4 X e7 ? ? Rg6—f4f! 33. Kg2—fl, c4— c3. 34. Be7—b4, c3—c2. 35. Bb4—d2, Ha8—b8. Þessa leikjaröð mun hvítur ekki hafa athugað í tíma. Og þegar hér er kom- ið taflinu, mætti hvítur vel gefa skákina, enda er þess ekki langt að bíða. 36. Bb X f4,- e5 X f4! Gefið. Skák þessi var tefld á 1. borði í sím- kapptefli milli Reykjavíkur og Akureyrar, 3. janúar 1926. Ö. Y. Guðbrandarbiblía. Anno 1584 ... Lét virðulegur og hálærð- ur hena biskup Guðbrandur þrykkja biblíuna á íslenzku, hvert hans verk, sem fleira, uppi mun meðan þetta land er byggt. Ég hefi lesið það í prentaðri bók, að einn ypparlegur norðlenzkur maður (frá Nordland í Noregi), er hét Eyrekur Broek- erhus, sem Anno 1567 var fógeti yfir Man- dalsléni í Noregi, að í sannleika sagt hafi sig séð hafa alla biblíuna útlagða á ís- lenzku, skrifaða fyrir 3 hundrað árum, og sá fyrsti bókstafur í hverjum capitula hefði forgylltur verið. (Fitjaannáll). * Hvers vegna eru borðhnífar ekki oddmjóir? Flestir munu halda, að borðhnífar hafi alla tíð verið oddmjóir frá því að farið var að nota þá. En svo er ekki. Fram á 17. öld var oddur á þeim eins og rýting- um, enda voru þeir oft notaðir til annars en að borða með þeim. Sagt er, að hinn frægi, franski kardínáli Richelieu hafi fyrstur látið breyta lögun borðhnífanna. Hann bauð eitt sinn Sequir kanzlara til miðdegisverðar. Maður þessi var lítilmót- legur og óheflaður, og að máltíðinni lok- inni notaði hann borðhnífinn fyrir tann- stöngul. Richelieu reiddist þessu svo mjög, að hann fyrirskipaði að taka oddinn af öll- um borðhnífum sínum, og áhrif kardínál- ans voru svo mikil, að farið var að dæmi hans um allt landið og síðan um ailar jarðir. * Konur mestu rithöfundar Japana. Það er sagt, að Japan sé eina landið í heiminum, þar sem meiri hlutinn af beztu rithöfundunum eru konur. Síðast liðin þúsund ár hafa fáir karlmenn þar í landi skapað bókmenntaleg verðmæti. Svör við spurningum á bls. 7: 1. 70 ára (1805—1875). 2. Spænska. 3. Tunglinu, og þýðir því í rauninni mánadagur. 4. Sigurður Breiðfjörð. 5. Nei. Korsika er 8722 ferkílómetr- ar, en Danmörk 42,931 ferkíló- metri. 6. Brú (en nafnið á spilinu bridge er sennilega runnið frá Rúss- landi. I British Museum í London er til lítil bók, sem ber titilinn Biritch eða Russisk Whist, og minnir það spil mjög á bridge). 7. Suður-Afríkusambandið, Sovét- lýðveldin (ca. 350,000 kg og 175,- 000 kg á ári). 8. Já. 9. Nicholas II. 10. Palazzo Venezia.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.