Vikan


Vikan - 20.06.1940, Page 2

Vikan - 20.06.1940, Page 2
2 VTKAN, nr. 25, 1940 kímniskáldið ameríska, sem annars hét réttu nafni Samuel Clemens, gat sér heimsfrægð og eru margar skrítnar sögur af honum sagðar. Mest lesinn rithöfundur í Ameríku. Mark Twain var einn af frægustu rit- höfundum Ameríku. Hann var fyndinn og skemmtilegur og fáir hafa lýst Ameríku- mönnum jafn-spaugilega. Sagt er, að eins oft séu teknar tilvitnanir úr verkum hans í Ameríku og frá Shakespeare í Englandi. Sem dæmi um, hve geysimikið verk hans eru lesin, hafa verið birtar tölur úr skrám almennra bókasafna í Bandaríkjunum. Bókasafnið í St. Louis á 472 bindi af bók- um eftir Sinclair Lewis, 388 eftir Henry James og 30 eftir Hemingway — en 1897 eftir Mark Twain. Lík eru hlutföllin í bókasöfnunum í New York, Chicago og Boston. 1 bæjarbókasafninu í Newark eru 1300 bindi eftir Mark Twain og öll stund- um í láni samtímis. Mark Twain hét réttu nafni Samuel Langhorne Clemens. Faðir hans dó, þegar drengurinn var 12 ára gamall og heimili hans var bláfátækt. Samuel naut lítillar skólamenntunar, en auðugt ímyndunarafl drengsins varð fyrir miklum áhrifum af lífinu á Mississippi og negrunum, sem bjuggu í nágrenni hans. Hann gerðist prentari, var síðan í fjögur ár á fljóta- skipum, gullnemi um eitt skeið og síðar blaðamaður í San Francisco. Hann varð snemma frægur fyrir kímnisögur sínar. Frásögn hans er stundum fyndin með af- brigðum og álit hans fór sífellt vaxandi. Vitid þér þaö? 1. Hvenær var Jón Arason tekinn af lífi? 2. Hver synti fyrst yfir Kattegat? 3. Hvenær fæddist Skúli fógeti Magnússon ? 4. Eru Álandseyjarnar sænskar eða finnskar? 5. Hvar voru egypzku Faraóarnir grafnir ? 6. Hvað hefir gert ensku borgina Stratford-on-Avon fræga ? 7. 1 hvaða landi Evrópu er hlut- fallstala fæðinga minnst? 8. Hvaða dýr hefir stærsta heila í hlutfalli við líkamsstærð? 9. Hvað hét höfuðborg Rússlands fyrir styrjöldina 1914—18? 10. Hver er rektor Háskóla Islands? Sjá svör á bls. 15. Ameríska kímniskáldið Mark Twain, sem síðustu tíu ár ævi sinnar var dáður um allan hinn mennt- aða heim. Hann andaðist árið 1910, 74 ára gamall. „Við Mark Twain erum nábúar.“ I veizlu, sem Mark Twain var einu sinni haldin, hélt vinur hans og samverkamaður, Dudly Warner, ræðu fyrir minni hans og sagði þar eftirfarandi sögu, sem sýnir, að ítök höfundarins voru miklu víðar en í heimalandinu. Warner var á ferðalagi kringum hnött- inn. Þegar hann var í Frakklandi, þótti honum . tollverðirnir eitt sinn meðhöndla farangurinn heldur hrottalega og vera óskemmtilega nærgöngulir. Sagði hann þá og varp öndinni mæðulega: — Mark Twain taldi mér trú um það, að franskir tollverðir væru svo alúðlegir. — Þekkið þér Mairc Tvang ? spurði toll- vörðurinn. — Eg held nú það! Við sem erum ná- búar. — Við elskum og dáumst að Mairc Tvang. Hann er mesta kímniskáld Frakk- lands. Fyrst þér eruð kunningi hans, verð- ið þér að njóta sérréttinda. Og tollvörður- inn hleypti honum brosandi og án frekari athugasemda inn í Frakkland. Þegar Warner kom að þýzku landamær- unum, ætluðu tollverðirnir þar að rann- saka farangur hans vandlega. Aftur varp hann öndinni mæðulega og sagði: — Mark Twain hefir sagt mér, að þýzk- ir tollverðir væru sérlega elskulegir. Þýzki tollvörðurinn sagði þá fullur lotn- ingar: — Marck Tvajn! Þekkið þér Marck Tvajn, þýzka heimspekinginn mikla? — Við erum nábúar og góðir kunningj- ar, sagði Warner virðulega. Þessi töfraorð losuðu Warner við allt umstang tollskoðunarinnar. Þegar hann kom að ítölsku landamærunum hafði hann með miklum erfiðismunum lært þessa setningu og lét ekki standa á að nota hana: — Signore, il gran umorista Italino, Marco Tuanno, é mio prossimo vicino! (Herra minn, við Mark Twain, hið mikla ítalska kímniskáld, erum nábúar!). Tollvörðurinn hneigði sig auðmjúklega og lét hann fara leiðar sinnar, án þess að opna ferðatöskurnar. Þó að sagan væri nokkuð ýkt var hún ekki f jarri sanni. Síðustu tíu ár ævi sinnar naut Mark Twain mikillar hylli víða um lönd. Litli, ameríski drengurinn frá frum- stæðu fljótsþorpi við Mississippi átti þá glæsilegan rithöfundarferil að baki sér. Efni blaðsins: Edgar Wallace skrifaði afbrotasögu á 50 klukkutímum. Eftir Kelvin Lindemann. Úr lieimahögum prentlistarinnar. Eftir Hallbjörn Halldórsson. Rifna myndin. — Gömul saga. Eftir Ármann Kr. Einarsson. Greifafrúin og skartgripurinn. Eftir Dale Collins. Sigga litla og Óli og Addi í Afríku. Krossgáta. Skák, o. fl. Framhaldssaga. í næsta blaði VIKUNNAR hefst spenn- andi framhaldssaga eftir Edgar Wallace, einn mesta afbrotasöguhöfund, sem uppi hefir verið. Sagan heitir „Maðurinn, sem keypti London“ og er afar viðburðarík og skemmtileg. Vi k a n HEIMILISBLAÐ Ritstjóri: Kirkjustræti 4. Pósthólf 365. Afgreiðsla og innheimta: Austurstræti 17. Sími 5004. Pósthólf 166. Verð: kr. 1,75 á mánuði, 0,45 í lausasölu. Steindórsprent h.f. ÚTGEFANDI: VIKAN H.F., REYKJAVlK. — Ritstjóri: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4. Pósthólf 365. — Ábyrgðarmaður: Steindór Gunnarsson. — Framkvæmdarstjóri: Engilbert Hafberg, Austurstræti 17. Sími 5004. Pósthólf 166.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.