Vikan


Vikan - 17.10.1940, Blaðsíða 14

Vikan - 17.10.1940, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 42, 1940 krökur af hákörlum og blóðið dró þá að sér í von um góðan bita. Og gera þetta vegna kattarræfilsins! Ég mundi ekki hafa gert það vegna hinn- ar fegurstu stúlku, þótt hún hefði verið milljónamæringur. Það var langt niður að sjávarfletinum. Hár dynur heyrðist, er hann lenti í sjónum. Og svo var ekki að vita, hvort hann kynni einu sinni almennilega að synda. Ég ránkaði við mér. Engin mínúta mátti fara til ónýtis. Björgunarhringur var festur við borðstokkinn. Ég losaði hann og þegar Gannon kom upp á yfirborðið, kastaði ég hringnum niður og var svo heppinn, að hann lenti rétt hjá Gannon. Þetta dró alla athygli frá hákarlinum á þilfarinu. Sjómennirnir stóðu þögulir við borðstokkinn og biðu eftir því að sjá hin hræðilegu endalok þessa fífldjarfa manns. Hákarlinn notaði tækifærið! Hann braut borðstokkinn með bægslaganginum og féll í sjóinn og ýfði sjóinn feiknarlega nokkra metra frá Gannon. Hann hafði náð í björgunarhringinn og setti köttinn hálf- dauðan ofan á hann og synti með fótunum, en ýtti björgunarhringnum á undan sér. Það var ekki meira en svo, að hann kynni að synda. Án þess að líta við eitt einasta skipti, augsýnilega án þess að láta sér detta í hug sú hætta, sem hann var staddur í, synti hann rólega áfram. Ég átti bágt með að átta mig á því, að þessi sundmaður væri ferðafélagi minn, sem skömmu áður var að lýsa því fyrir mér, hve mikil bleyða hann væri. Hann stefndi að kaðalstiganum. Mér fannst hann aldrei ætla að ná honum. Hann synti svo hægt. Það var ómögulegt, að hann kæmist lífs af úr þessum heljar- greipum. Á hverju augnabliki bjóst ég við, að hann myndi dragast niður og sjórinn lit- ast nýju blóði. Það var hrópað frá skipunum í kring. Mótorbátur var á fullri ferð til hans, en hann hlaut að koma of seint. Innfæddir menn voru líka á leið honum til hjálpar, en enn þá vonlausara var, að það kæmi að gagni. Hægt og rólega synti Gannon að stiganum, en þar var stýrimaður tilbúinn til að taka á móti honum. „Flýttu þér, Gannon, flýttu þér!“ hróp- aði ég. Hann heyrði víst áreiðanlega ekki til mín. Loks náði Gannon markinu og stýri- maður dró hann upp með köttinn í faðm- inum. Ég hljóp til hans og ætlaði að bjóða hann velkominn úr lífsháskanum, en vafð- ist tunga um tönn. „Og þér, sem sögðust vera bleyða!“ Hann slangraði eftir þilfarinu, og það var óskaplegt að sjá hræðslusvipinn á and- liti hans. En hið undarlegasta af öllu var það, að honum hafði verið ljóst í hve mik- illi lífshættu hann var. Hann varð ekki hetja af neinni heimzku. 60. krossgáta Vikunnar. 1. Akstur. — 13. Líki. — 14. Brúkar. — 15. Skammstöfun. — 17. Pé. — 19. Aga. — 20. Félag. — 21. Hest- nafn. — 23. Fæöa. — 25. Ætlun. — 27. Agi. — 28. Mannsnafn. — 30. Titra. — 31. Flana. — 32. Leyfist. —v. 33. Grípa. — 35. Töluorð, þolf. — 36. Tónn. — 37. Ungur. — 38. Lík. — 40. Tveir samstæðir í stafrófinu. — 41. Upp- hrópun. — 42 Mælir. -—• 44. Hemaðarráð- stafanimar. - 46.Tónn. — 47. Greinir. — 49. Tveir samstæðir í stafrófinu. — 51. Blóm. — 54. Fugl. — 56. Skammstöfun. — 57. Fljóthuga. — 59. Ull. — 60. Mynni. — 61. Eyða. — 62. Ræfil. — 64. Hirðingi. — 67. Tala. — 68. Tælt. — 70. Segja fyrir. — 71. Fæð- ing. — 72. Mælir. — 73. Upphrópun (danska). — 75. Óþroskuð. — 76. Tónn. — 77. Húsdýri. — 79. Árafjöldi. — 81. Afköst. Lóðrétt: 1. Fiskinn. — 2. Félag. — 3. Lás. — 4. Úrgang- ur. — 5. Þrír eins. — 6. Beygingarending. — 7. Rúmmálseining. — 8. Gagn. — 9. Einnig. — 10. Kastali. — 11. Þyngdareining. — 12. Orku. 16. Róa. — 18. Matar. — 20. Elduðum. — 22. Sæ- dýr. — 23. Verkfæri. — 24. Keyr. — 26. Óþrif. — 28. Pest. — 29. Stefna. — 32. Skordýr. — 34. Tveir eins. -— 37. Verkfæri. — 39. Letur. —• 41. Kviður. — 43. -tala. — 45. Mannsnafn, þolf. — 48. Gapinn. — 50. Lokir. •— 52. Fæddi. — 53. Himintungl. — 54. Óræktað land. — 55. Spil. — 56. Ruddum. — 58. Elskar. — 61. Fornafn. — 63. Landheiti. — 65. Tónn. — 66. Viðumefni. — 67. Fornafn, þgf. — 69. Skák. — 71. Eirðu. — 74. Sagnfræðingur. — 75. Búfjárafurð. —• 77. Upphrópun. — 78. Tveir eins. — 79. Tónn. — 80. guð. Lárétt: En hræðslan stafaði af öðru. Hann sleppti kettinum með þvílíku lát- bragði, að það var auðséð, að hann hataði skepnuna, sem hljóp mjálmandi burtu. Það var margt, sem mér lá á hjarta og ég vildi segja við ferðafélaga minn. „Gannon,“ byrjaði ég, en hann greip reiðilega fram í fyrir mér. „Hvað á þetta að þýða,“ sagði hann, ná- fölur í framan. „Standið þér ekki svona aðgerðarlaus. Náið þér fljótt í þjóninn! Ég verð að fá joðáburð fljótt — undir eins! Sjáið þér: Kötturinn klóraði mig. Hann hefir rifið og tætt á mér hendurnar. Og kattarklór er voðalega hættulegt. Ég þekkti mann, sem dó af því að köttur klór- aði hann. Hann ýtti mér til hhðar og flýtti sér af stað og horfði angistaraugum á hendurn- ar á sér, sem voru með saklausum skein- um eftir köttinn. Ég glápti á eftir honum, þrumulostinn. Ég vissi ekki, hvort ég átti að hryggjast eða gleðjast yfir því að verða svona átak- anlega sjónarvottur að því, hve undarlega maðurinn getur verið gerður. Garibaldi var sá fyrsti. Hinar pólitísku skyrtur, sem eru svo mjög í tízku um þessar mundir, eru ekki eins nýjar af nálinni og ætla mætti. Þegar Garibaldi var hershöfðingi í uppreisninni í Brasilíu árið 1836, hafði hann ekki fé til að kaupa einkennisbúninga handa her- mönnum sínum, og tók þá það til bragðs að láta þá alla fá rauðar skyrtur, eins og slátrarar notuðu í þá daga. Þetta uppátæki varð svo vinsælt, að fylgismenn Garibalda gengu upp frá því alltaf í rauðum skyrtum. Lausn á 59. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1. Heit. — 4. Væla. — 7. geil. — 10. Ert. — 11. Bora. — 12. Gali. — 14. In. — 15. Tala. — 16. Flug. — 17. Ló. — 18. Mark. — 19. Vora. — 20. Fet. — 21. Aríur. -— 23. Gort. — 24. Zeta. — 25. Volg. — 26. Borð. — 27. Foli. — 28. Iða. — 29. Vila. — 30. Rola. — 32. Si. — 33. Dæsa. — 34. Bóla. — 35. Su. — 36. Garn. — 37. Fund. — 38. Hin. — 39. Alauð. — 41. Lýsi. — 42. Vond. — 43. Rauð. — 44. Basl. — 45. Göm. — 46. Sum. — 47. Raun. — 48. Torf. — 50. K. S. — 51. Berg. — 52. Fórn. — 53. S. K. — 54. Urin. — 55. Myrt. — 56. Aka. — 57. Lánað. — 59. Eira. — 60. Afar. — 61. Unun. — 62. Arði. — 63. Armr. — 64. Minningarútgáfa. Lóðrétt: 1. Heimavistarskólum. — 2. Em. — 3. It. — 4. Volk. — 5. Æra. — 6. La. — 7. Gaul. — 8. Elg. — 9. II. — 11. Barr. — 12. Glit. — 13. Móta. — 15. Taug. — 16. Ferð. — 17. Leti. — 18. Míla. — 19. Vora. — 20. Fela. — 22. Roði. — 23. Gola. — 24. Zola. — 26. Býsn. — 27. Fold. — 29. Værð. — 30. Róni. — 31. Lund. — 33. Dauð. — 34. Bust. — 35. Sinn. ■— 36. Gaum. — 37. Fýsn. — 38. Horf. -— 40. Laus. — 41. Laug. — 42. Vöm. — 44. Barn. -— 45. Gort. — 47. Reið. — 48. Tóra. — 49. Skar. — 51. Brann. — 52. Fyrir. — 53. Skarf. — 54. Unun. — 55. Miða. — 56. Afmá. — 58. Áni. —- 59. Erg. — 60. Arg. — 62. An. — 63. At.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.