Vikan


Vikan - 01.05.1941, Page 3

Vikan - 01.05.1941, Page 3
VIKAN, nr. 18, 1941 3 und krónur, og mun lækka verulega, þegar framleiðsla er hafin í stórum stíl. Nei, það eru ekki viðtækin, sem mestum erfiðleikum valda, heldur senditækin. Þús- undir manna hafa horft með hrifningu á sýningar okkar á heimssýningunni, og það sem hún hefir fyrst og fremst kennt okk- ur, er að nota verður mörg myndatöku- tæki samtímis, af því að þreytandi er að horfa allt af á sama bakgrunninn á til- tölulega lítilli plötu. Þar eð myndatöku- vélin verður að standa föst til þess að myndin titri ekki, er ekki með einni vél hægt að taka bæði nær- og fjærmyndir, sem annars er mikil tilbreyting í, eins og við þekkjum af kvikmyndum. Það verður því að koma fyrir mörgum vélum á mis- munandi stöðum, sem stilla má saman. Sjónvarpið er í raun og veru algerlega ný tegund listar, sem lýtur allt öðrum lög- málum en leiklist og kvikmyndalist. Við útvarpssendingar verður þulurinn að tala í sífellu, við sjónvarpið skýtur hann aðeins inn einni og einni setningu til skýr- ingar, myndirnar segja að öðru leyti það, sem segja á.“ Við förum nú af skrifstofu Robards, nið- Þetta er sjónvarpsbillinn, sem sjónvarpar atburðum, sem ske á götum New York, til stöðvarinnar efst í Empire State-byggingunni, sem síðan endurvarpar því um umhverfið. Sjónvarpið. Framhald af forsíðu. ings. En hvað tækninni viðvíkur, erum við á undan öðrum. Síðan 1925, þegar tilraunir okkar byrjuðu, höfðum við eytt 10 miljón- um dollara í þær. Og nú erum við svo langt komnir, að við getum boðið almenningi betra sjónvarp en annars staðar tíðkast.“ Þegar David Sarnoff, forstjóri R.C.A., kom fyrrir tveim árum úr Evrópuferð sinni, fórust honum orð á þessa leið: „1 meira en eitt ár hefir Brezka útvarpið sjónvarpað reglulega tvo tíma á hverjum degi. Á útvarpssýningu, sem ég sá í London, var aðsóknin að sjónvarpsdeild- inni lang mest. En þó að venjuleg útvarps- tæki væru seld í hundruð þúsunda tali á sýningunni, seldust aðeins 100 sjónvarps- tæki. Þó að búið sé að rek^ sjónvarpsstarf- semi í meira en ár, eru færri en 1000 viðr tæki i öllu landinu.“ Með öðrum orðum: Englendingar hafa tekið sjónvarpinu með hálfgerðri tor- tryggni. Aðalorsökin er vafalaust sú, hve tækin eru dýr. Fyrir tveim árum voru framleiddar fimmtán mismunandi tegund- ir tækja, en þó að margar þeirra væru góðar í tæknislegu tilliti, voru kaupend- urnir hræddir um, að þau yrðu, eins og fyrstu útvarpstækin, fljótt úrelt. ,,Það er einmitt þessi hætta, sem ame- rískir framleiðendur verða að varast,“ sagði Robards. „Við höfum gert tilraunir með sjónvarpið áratugum saman. Yður þætti kannski fróðlegt að vita, að fyrsta sjónvarpstilraunin var gerð árið 1880. Nú fyrst erum við komnir svo langt, að hægt er að senda tækin á markaðinn. Þau fyrstu voru sýnd á heimssýningunni í New York. Héðan í frá er engin hætta á, að tækin verði úrelt, að minnsta kosti ekki næstu árin. Og verðið er ekki svo mjög hátt — sem stendur er það frá eitt til þrjú þús- Sjónvarpsvélin má ekki haggast á meðan hún er i gangi, annars kemur titringum á myndirnar. Þetta er líka sjónvarpsvél. Ameríkumenn hafa byrjað almennt sjónvarp tvisvar í viku.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.