Vikan


Vikan - 01.05.1941, Blaðsíða 5

Vikan - 01.05.1941, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 18, 1941 5 Lyfjabúðin „Bláa ljósið“ er niðri í borginni, milli Laufstrætis og Fyrstu þvergötu, þar sem styzt er milli þessara tveggja gatna. Bláa ljósið gengur ekki upp í þeirri dul að apótek sé einskonar ruslakista, ilmvötn og sóda- pastillur. Ef þú biður um kvalastillandi meðul, þá fá þeir þér ekki brjóstsykur. Bláa ljósið fyrirlítur vinnusparnaðar- aðferðir, sem nýtízku lyf jabúðir nota. Það bleytir sjálft sitt ópíum og síar svefnlyf og opíumseyði. Fram á þennan dag hafa þeir búið pillurnar sínar til bak við háa lyf- seðlaborðið — flatt þær á sama borðinu, skipt þeim í sundur með spaða og elt þær milli vísifingurs og þumalfingurs, velt þeim Smásaga eftir upp úr muldri magnesiu og selt þær í pappaöskjum. Lyfjabúðin er á horninu, þar sem hjarðir af hlæjandi krakkahænsn- um í tötraham leika sér, sem svo eru von- biðlar hóstasaftanna og brjóstdropanna, sem bíða þeirra fyrir innan dyrnar. Ikey Schoenstein var næturvörður í Bláa ljósinu og vinur viðskiptamanna sinna. Þannig er það í Austurpartinum, þar sem hjörtun í lyfjabúðinni eru ekki gljá- húðuð. Það er eins og það á að vera, lyf- salinn er ráðgjafi, skriftafaðir og leiðbein- andi, hæfur og viljugur trúboði og kenn- ari, sem er virtur fyrir þekkingu sína og heiðraður fyrir hin dularfullu fræði sín, og meðulunum hans er síðan oft fleygt ósnertum í göturæsið. Þess vegna var hið gleraugnaprýdda, hornumlíka nef Ikey’s og öll hans granna, vizku-lotna persóna alþekkt í nágrenni Bláa ljóssins og heil- ræði hans og eftirtekt mjög þráð. Ikey bjó og borðaði morgunverð hjá frú Riddle, sem bjó í tveggja húsa fjarlægð. Frú Riddle átti dóttur, sem Rósa hét. Það er ekki til neins að vera að fara í kring- um það — þér hlýtur að hafa dottið það í hug — Ikey tilbað Rósu. Hún gagn- sýrði allar hugsanir hans, hún var samsett seyði af öll því, sem var efnalega hreint og fullgert — lyfjabúðin átti ekkert henni líkt. En Ikey var uppburðarlaus, og vonir hans lágu því óuppleystar í flóði feimninn- ar og óttans. Fyrir innan búðarborðið var hann æðri vera, rólegur í vissunni um gildi sitt og sérþekkingu; en þar fyrir utan var hann slittislegur, nærsýnn vegfarandi, sárbölvaður af öllum bílstjórum, í illa sniðnum fötum, með meðalablettum, sem joðóform- og salmiakslyktina lagði af. En flugan í áburðinum hjá Ikey (þrefalt húrra fyrir samlíkingunni!) var Chunk Mac Gowan. McGowan var líka að reyna að grípa á lofti, björtu brosin, sem Rósa stráði um sig. En hann var enginn utanveltu-besefi eins og Ikey; hann hirti þau á sjálfum vellinum. En hann var líka vinur og við- skiptamaður Ikey’s og kom oft við í búð- inni í Bláa Ljósinu til að láta bera joð á 'Smáskeinu eða fá sér heftiplástur á skurð, sem hann hafði náð sér í á skemmtikvöld- um á Laufstrætinu. Eitt kvöld rakst McGowan inn, þegjandi og rólegur að vanda og settist þokkalegur og sléttur í andliti, harður, óbugandi og geðspakur á stól. ,,Ikey,“ sagði hann, þegar vinur hans var búinn að sækja mortélið sitt og seztur á móti honum og farinn að stauta harpix í O. HENRY. duft. „Legðu nú eyrun við. Mig vantar svefnlyf, ef þú skilur, hvað að mér geng- ur.“ Ikey leitaði framan í McGowan að merkjum um vanalega árekstra, en sá ekki neitt. „Farðu úr treyjunni,“ skipaði hann: „Ég býst við að þú hafir fengið hnífstungu í rifin. Ég hefi oft sagt þér, að þessir fantar gera einhvern tíma út af við þig.“ McGowan brosti. „Það eru ekki þeir,“ sagði hann. „Það eru engir fantar. En þú hefur réttilega bent á, hvar sjúkdómsein- kennin eru þau eru undir treyjunni, rétt hjá rifjunum. Heyrðu, Ikey — Rósa og ég ætlum að hlaupast á burt og gifta okkur í kvöld.“ Ikey hafði krept vinstri handar vísifing- ur um brúnina á mortélinu, til að halda því stöðugu. Hann sló hastarlega á hann með stautnum, en fann ekkert til. Á meðan | Vitið pér pað? i 1. Hvað hét hestur Óðins, og hvað hafði | hann marga fætur? I 2. Hvað heitir hin fornfræga dómkirkja É É Parisarborgar ? E 3. I hvaða landi er áin Glommen? É 4. Hvað hljóp Svertinginn Jesse Owens É i hratt, þegar hann vann 100 metra | hlaupið á Olympíuleikjunum í Berlín i 1936 ? : 5. Og myndi veðhlaupahestur hafa farið = fram úr honum á þessari vegalengd? É | 6. Hvaða lofttegund er léttust af þeim, i sem ekki eru eldfimar? É 7. Hvað heitir konungur Hollands? E 8. Hver er fimmti landskjörinn þingmað- : [ ur ? É 9. 1 hvaða landi er myntinn „dinar" not- : [ uð ? í É 10. Hvað þýðir nafnið Jörundur. É Sjá svör á bls. 15. É breyttist brosið á andliti McGowans í vandræðalegan alvörusvip. „Það er að segja,“ bætti hann við, „ef hún stendur stöðug í áformi sínu, þangað til að því kemur. Við höfum verið að grafa fyrir grunninum núna í hálfan mánuð. Stundum segist hún vilja það; en sama kvöldið segir hún nei. Við höfum ákveðið að gera það í kvöld og Rósa hefir nú staðið fast á því í tvo daga. En nú eru fimm tím- ar þangað til og ég er hræddur um, að hún svíki mig, þegar „slagurinn á að standa.“ „Þú sagðist þurfa að fá svefnlyf,“ sagði Ikey. McGowau var vandræðalegur og armæðulegur. Það var ástand, sem var ólíkt hans vanalega ásigkomulagi. Hann tók kynjalyfja-almanak og bjó til stöngul, sem hann vafði með óþarfa nákvæmni um fingur sér. „Ég vil ekki láta þetta fram- leiðslufyrirtæki stranda í byrjun, hvað sem það kostar,“ sagði hann. „Ég hefi dálitla íbúð tilbúna í Harlem, með baldursbrám á borðinu og katli sem sýður á, þegar hver vill. Ég er búinn að ráða handa okkur pokaprest, sem bíður okkar klukkan hálf níu heima hjá sér. Þetta má til að ganga. Bara Rósu snúist ekki hugur enn þá einu sinni.“ — McGowan þagnaði og gaf sig áhyggjum sínum á vald. „Ég skil ekki enn þá,“ sagði Ikey stutt- ur í spuna, „hvað þú ert að tala um svefn- meðul eða hvað ég get ráðið við þetta.“ „Riddle karlinn, er ekkert hrifinn af mér,“ hélt þessi ’ vandræðabiðill áfram, ákveðinn í að hafa sitt mál fram. „Hann hefir ekki leyft Rósu að ganga út fyrir dyrnar með mér í heila viku. Hann vill bara ekki missa leigjanda, annars væri hann búinn að reka mig á dyr fyrir löngu. En ég hefi 20 dollara á viku og Rósa skal aldrei iðrast þess, að slá reitunum sínúm saman við Chunk McGowan.“ „Þú fyrirgefur,.Chunk,“ sagði Ikey, „en ég verð að blanda meðal, sem verður sótt rétt bráðum.“ „Heyrðu,“ sagði McGowan og leit snögglega upp, „heyrðu mér, Ikey, eru ekki til einhverskonar meðul — einhvers konar duft, sem hafa þau áhrif, að stúlk- um lítist betur á mann, ef þær taka þau inn?“ Vörin á Ikey dróst til fyrir neðan nefið, af fyrirlitlegu brosi þess sem betur veit, en áður en hann gat svarað hélt MeGowan áfram. „Tim Lacy sagði mér einu sinni, að hann hefði fengið eitthvað slíkt, hjá eiturbyrl- ara upp í bæ og gaf stúlkunni sinni það í sódavatni. Eftir fyrstu inntökuna var hann hæzta tromp hjá henni og allir aðrir voru skítsvirði. Þau giftust innan hálfs mán- aðar.“ Chunk McGowan var sterkur og einfald- ur. Betri mannþekkjari en Ikey hefði strax séð, að hér átti að nota fín verkfæri. Eins og góður herforingi, sem ræðst inn í land óvinanna, var hann að reyna að verja livert fótmál gegn væntanlegri gagnárás. w Astardrykkuri n n

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.