Vikan


Vikan - 01.05.1941, Qupperneq 6

Vikan - 01.05.1941, Qupperneq 6
6 VIKAN, nr. 18, 1941 Frægur sjóvíkingur. Felix von Luckner greifi, sem frægur er úr heims- styrjpldinni fyrir það, hvað hann sökkti mörgum skipum, er sagður vera kominn á stúfana aftur. Þeir, sem orðið hafa fyrir barðinu á honum, en komist undan, segja að hann sé á enska skipinu „Glengarry“, sem Þjóðverjar tóku í Kaupmanna- höfn í fyrravor. Hann er á ferðinni um sunnan- vert Kyrrahaf. „Ég hélt,“ sagði Chunk vongóður, ,,að ef ég fengi eitthvert svona duft, til að gefa Rósu inn, þegar ég hitti hana við borðið í kvöld, þá mundi það herða hana og hjálpa til þess, að hún neitaði ekki tillögunni um að „stinga af.“ Ég býst ekki við að hún þurfi múldýraæki til að draga sig burt á, en kvenfólk er samt alltaf betra við akstur en á skeiðvellinum. Ef duftið verkar svo sem tvo tíma, þá er björninn unninn.“ „Hv^nær á þetta heimskulega brott- hlaup að fara fram?“ spurði Ikey. „Klukkan níu,“ sagði McGowan. „Kvöld- matur er klukkan sjö. Klukkan átta háttar Rósa með höfuðverk. Klukkan níu hleypir Parvenzano mér inn á baklóðina sína, en þar vantar borð í girðinguna inntilRiddle’s í næsta húsi. Ég stencf undir glugganum hennar og hjálpa henni ofan brunastig- ann. Við verðum að vera snemma til vegna klerksins. Það er allt lafhægt, ef Rósa flýr ekki þegar skothríðin byrjar. Geturðu ekki búið til svona duft handa mér, Ikey?“ Ikey Schoenstein nuddaði á sér nefið. „Chunk,“ sagði hann, „lyfjasveinarnir verða að fara varlega með þessháttar meðul. Ég trúi engum af kunningjum mín- um fyrir slíku nema þér. En ég skal búa það til handa þér og þá skaltu sjá hvort Rósu líst ekki á þig.“ Ikey fór upp að lyfseðlaborðinu. Þar muldi hann tvær upplausnartöflur, sem höfðu gram af morfíni inni að halda. Hann bætti dálitlum sykri og mjólk í þær, til þess að dálítið meira færi fyrir þeim, og vafði blönduna síðan snyrtilega inn í pappír. Ef fullorðin manneskja tæki þetta inn mundi hún sofa fast í nokkra tíma, án þess að nokkur skaði skeði. Hann fékk Chunk McGowan þetta og sagði hon- um að gefa það inn í drykk, ef hægt væri og hlaut innilegt þakklæti frá bakdyra- brúðgumanum. Undirferli Ikeys sýnir sig bezt þegar sagt er frá hvað honum varð næst fyrir. Hann sendi Riddle boð og skýrði honum frá fyrirætlun McGowons að nema Rósu á brott. Riddle var þrekinn maður, rauð- brúnn á lit og fljótráður í framkvæmdum sínum. „Ég er yður þakklátur," sagði hann við Ikey. „Bölvaður írski slæpingurinn. Herbergið mitt er beint fyrir ofan herbergi Rósu. Ég fer þangað upp eftir kvöldverð og hleð byssuna mína og bíð. Ef hann kemur inn á baklóðina mína, þá skal hann fara þaðan í sjúkrabíl, en ekki í brúðar- vagni.“ Ef svefninn héldi Rósu í faðmi sér í marga tíma og faðirinn, sem hafði verið varaður við, biði vopnaður og blóðþyrst- ur, þá þóttist Ikey vita, að meðbiðlinum væri ósigurinn vís. Klukkan átta um morguninn kom að- stoðarmaðurinn og Ikey flýtti sér í snatri til frú Riddle til að frétta um úrslitin. Og sjáum til, þegar hann kemur út fyrir búð- ardyrnar, hver kemur þá hlaupandi út úr strætisvagni og grípur hönd hans — nema Chunk McGowans með bros sigurvegar- ans á vörum og rjóður af gleði. „Búið og gert,“ segir Chunk með Para- dís í brosi sínu. „Rósa klifraði niður bruna- stigann á stundinni og við vorum komin til klerksins kl. 9%. Hú'n er heima í íbúð- inni núna — hún sauð egg í morgun í bláum morgunkjól — drottinn minn, hvað ég er hamingjusamur! Þú verður að koma upp til okkar einhvern daginn og borða með okkur, Ikey. Ég hefi fengið vinnu niður við brúna og ég er að flýta mér þangað núna.“ „En — duftið?“ stamaði Ikey. „Nú, þetta drasl, sem þú gafst mér,“ sagði Chunk og hló út undir eyru; „jæja, það var nú svona með það. Ég settist við borðið hjá Riddle’s í gærköldi og leit á Rósu og sagði við sjálfan mig: „Chunk, ef þú færð þessa stúlku, þá verðurðu að fara heiðarlega að því — þú mátt ekki vera með neinar brellur við svona stólpa- kvenmann eins og hana. Og ég lét bréfið liggja kyrrt í vasa mínum. En þá varð mér litið á hinn helminginn, sem sat þarna hinu megin við borðið og sem, sagði ég við sjálfan mig, vantar reglulega velvild til tilvonandi tengdasonar síns; þá sá ég mér leik á borði og dembdi duftinu í kaffi- bollann hjá Riddle gamla — og þar fór það!“ SKRÍTLUR. Kerlingu einni í Borgarfirðinum bárust þau tíðindi siðla sumars 1914, að heimsstyrjöld væri hafin. Þá komst hún svo að orði: „Það er meiri gauragangurinn í mönnunum. Það er ég viss um, að þeir hætta ekki fyrr en þeir drepa einhvern." * „Ég er í svoleiðis skapi, að mig langar til þess að syngja allan daginn." „Ó, það vildi ég, að ég gæti gert eitthvað til að hugga þig.“ Maggi og Raggi. Maggi: Áfram, áfram, afi! Þú er fyrst- ur!“ \Copr 1940, King Fcaturcs Syndicate, Inc., World rights rcscrvcd Maggi: Varlega, strákar. Farið varlega upp stigann. Raggi: Passið að missa hann ekki. — Aumingja afi. Amma: Æskan er dásamleg, finnst þér það ekki? Afi: Jú, en það er eins og ég hefi allt af sagt, mér finnst synd að eyða henni í óvita börn.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.