Vikan


Vikan - 01.05.1941, Page 7

Vikan - 01.05.1941, Page 7
VIKAN, nr. 18, 1941 Fyrirhuguð kapella í Vestmannaeyjum iAilnn.L6tne.hJd dxuklcnabhCL sj.ó.mcmna., sun o% jpebih.cc, sem khajpab (íClIJjCc jpax í &jöhjcpu.m. Innanrúm kapellunnar er ca. 25 fermetrar, en hæð að turni um 9 metrar. Er byg-gingin hringmynduð, en hið ytra skipt niður í 8 reiti. Gluggar og dyr eru í fjórum reitum en myndastyttur af sjómönnum í sjó- klæðum i hinum fjórum. Tuminn er upplýstur með ijós- um, sömuleiðis stytturnar, frá fótstalii. Innandyra er upphleyptur stallur með krossmarki og kransa- og blóma- stæðum, en á veggjum milli glugga eru upphleyptar töflur til að letra á nöfn hinna látnu. Undir hverri töflu má koma fyrir litlu altarisborði, þar sem geyma skal bók með æfiatriðum hinna látnu. F) áll Oddgeirsson útgerðarmaður í Vest- * mannaeyjum á frumkvæðið að því að Vestmannaeyingar reisi veglegt minnis- merki um sjómenn úr Eyjum, sem drukkn- að hafa, svo og menn, sem hfapað hafa þar í björgum. Hugmynd þessa bar hann fram á þjóð- hátíð Vestmannaeyja 11. ágúst 1935. Mál þetta fékk þegar beztu undirtektir. Hefir Páll lagt fram fé og vinnu, manna mest, til sjóðstofnunar og er formaður sjóðs- stjórnar. Á síðastliðnu hausti var stofnað til sam- keppni meðal listamanna og húsameistara um uppdrátt að hinu væntanlega minnis- merki eða minningarkapellu. Uppdráttur sá, er hér birtist mynd af, var valinn, en hann gerði Hörður Bjarna- son húsameistari Vikan átti tal við formann sjóðsstjóra- arinnar og lét hann í ljósi ánægju sína yfir því, að allir þeir aðilar, sem stóðu að endanlegum úrskurði um val-á uppdrætti, voru á einu máli um það, að teikningar þær, sem byggja á eftir, uppfylli prýðilega þá hugsjón, sem til grundvallar liggur. Vestmannaeyingum er mál þetta mjög hjartfólgið, enda samhuga um að helga á sem virðulegastan hátt minningu hinna vösku sona úr sjómannastétt, sem látið hafa lífið í baráttunni við öfl Ægis í leit- inni að björg í búið, og þeirra, sem hrapað hafa í fjöllum. Er nú unnið ötullega að því að safna fé, bæði í Eyjum og víðar og má búast við að kapellan verði bráðlega reist. Við bygginguna mun verða notað ís- lenzkt byggingarefni sem mest og eftir því sem reynslan gefur tilefni til. Ráðgert er að byggja garð umhverfis lóðina, sem kapellan verður reist á, og rækta þar tré, blóm og runna. Það er alveg áreiðanlegt! Ibúarnir í Lauenburg í Þýzkalandi eru vist þeir einu í heiminum, sem hafa þausér- réttindi, að fá ókeypis far með járnbraut- arlest ákveðna leið, Bærinn, sem hefir 6000 íbúa, fékk þessi sérréttindi 1841 í skaða- bætur fyrir það, að grein af járnbrautinni Berlin—Hamborg, sem upphaflega átti að liggja í gegn um Lauenburg, var í staðinn lögð í gegnum Buchen. * Stríð voru oft fyrr á tímum hafin út af næsta hlægilegum smámunum, og eitt frægasta dæmið um það er hið svonefnda „Eyrnastríð Jenkis“. Það var á milli Eng- lands og Spánar og stóð í 9 ár (1739— 1748). Orsök þess var, að spánskur sjó- ræningjaskipstjóri, sem rænt hafði lítið enskt verzlunarskip, gerði sér og skipshöfn sinni það til gamans að skera eyrun af skipstjóranum, sem hét Jenkins.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.