Vikan


Vikan - 01.05.1941, Page 11

Vikan - 01.05.1941, Page 11
VIKAN, nr. 18, 1941 11 „Hvað voruð þér að segja?“ Mick laut fram yfir stýrið um leið og þau beygðu inn á hliðar- götu. Hann hafði ekkert svar á reiðum höndum! Það leið stundarkorn áður en hann svaraði kæru- leysislega: „Mig furðar sannarlega á því, að þér skulið ekki vita, að maður getur veðjað fyrir fram. Við allar meiriháttar veðreiðar í Englandi getur maður veðjað mörgum vikum áður en veð- reiðamar fara fram.“ „Einmitt það. Þetta var kjánalega spurt af mér. Og hvaða meiriháttar veðreiðar fóru fram í dag?“ „Það voru — það voru — já, þér munuð ekki kannast við þær, þó að ég segi yður nafnið á þeim.“ „Ég held, að þér vitið það ekki sjálfur,“ sagði Clare rólega. „Er það ekki rétt?“ „Kæra Clare, þetta er hlægileg spurning. Ég get ekki varist brosi.“ „Ég mundi kannski líka brosa, ef þér gætuð svarað spurningu minni. Hvað gerðuð þér af blað- inu, sem þér keyptuð í Cambridge? Hvers vegna þurftum við að þjóta af stað í skyndi undir eins og þér höfðuð litið í það? Hvað var eiginlega að?“ „Clare, varist að verða órólegar út af veðreiða- skuldum nokkurs manns. Ég vildi komast burtu frá kaffihúsinu, af því að ég var hræddur um, að ég færi að gráta, þegar ég sá, að hesturinn minn hafði ekki viljað leggja af stað. Ég varð að neyta allrar orku til að stilla mig.“ „Mick, þér hafið logið ýmsu til á þeim stutta tíma, sem ég hefi þekkt yður, og þér hafið oftast sloppið vel. En í þetta skipti hafið þér komizt í ógöngur. Hvað var að ? Segið mér það.“ „Þér gerið yður áhyggjur út af smámunum, þangað til fallega, liðaða hárið yðar verður dautt og litlaust, þangað til ljóminn úr augum yðar hverfur og fagurbjartur hörundslitur yðar verður grár og gugginn. Þá hætta ungu menn- írtiir að sækjast eftir yður eins og börn eftir ísköku. Gleymið þessu heldur og lítið á lands- lagið og fegurð kvöldsins. Rökkrið sígur að, en við kveikjum ekki á ljósunum næsta klukku- tímann.“ „Ég hefi aldrei þekkt órökvísari mann, né ósamkvæmari sjálfum sér en yður. Stundum tal- ið þér eins og smábarn.“ „Hvers vegna ekki? Stundum finnst mér ég vera eins og barn.“ „Og hvernig getur það samræmst starfi yðar, Mick? Það tvennt er ekki hægt að samræmá. Nei, þér eruð bara að gera yður þetta upp.“ „Ég kem fram eins og barn, af því að ég hefi svo góða samvizku. Maður á aldrei að mæta óhamingjunni á miðri leið, eins og móðirin sagði, þegar hún sá son sinn hlaupa á móti hraðlestinni. Eða var það mjólkurvagninn ? “ „Ó, þér eruð óþolandi!" sagði Clare. Svo hló hún. „Hvar í ósköpunum haldið þér að þessi ferð okkar endi, Mick? Siðustu klukkutímana höfum við beygt fyrir svo mörg horn, að mig er farið að snarsvima." „Þér getið fengið tækifæri til að hvíla yður stundarkorn, Clare. Ég þarf að nota síma í New- market, og þér getið gengið um inni á lögreglu- stöðinni á meðan ég tala. Það gefur yður æf- Framhaldssaga Það, sem skeð liefir hingað til í sögunni: Amerískur stórglæpamaður, Lefty Vincent, rænir banka þar vestra og drepur gjald- kerann. Dóttir gjaldkerans, Clare Furness, reynir að koma Vincent í hendur lögregl- unni. Það mistekst. Clare flýr til Englands. Vincent eltir hana og fær enska glæpafé- laga í lið með sér. Miek Cardby rekur leyni- lögreglustöð í félagi við föður sinn. Þeir eru fengnir til að vernda Clare í Englandi, og tekur Mick á móti henni og ekur með hana um þvert og endilangt landið og bófamir á hælum þeim. Þau komast alltaf undan, en nú er Vincent sjálfur kominn til landsins, óánægður yfir árangursleysi eftirfararinn- ar. Sögunni víkur aftur að Clare og Mick. ingu, ef þér skylduð einhvem tíma verða kven- lögregluþjónn. Ég held, að einkennisbúningurinn mundi fara yður prýðilega. Og þá ætla ég að setj- ast að, þar sem þér eigið að ganga á vakt.“ „Hvers vegna þurfið þér endilega að hringja frá lögreglustöðinni, Mick? Ég er búin að fá nóg af slíkum stöðum. Við skulum heldur fara eitthvað annað.“ „Ekki í þetta skipti, ungfrú góð. Ég er af- brýðissamur. Það er ástæðan." „ Af brýðissamur ? “ „Ég trúi lögregluþjóni betur til að gæta hags- muna minna á meðan ég hringi. Ef þér biðuð einhvers staðar úti á götu, gætuð þér allt í einu orðið ástfangnar í einhverjum snoppufríðum strák og strokið burtu frá mér, án þess að skeyta nokkuö um, þó að ég dæi úr ástarsorg.“ „Jæja,“ sagði Clare og sneri burtu til þess að horfa út yfir víðáttumikið flatlendið. „Ég skal fylgja yður eins og tryggur hundur. Við skulum fara inn á lögreglustöðina. Munið, hvað drottn- ingin sagði um nafnið, sem mundi finnast skráð í hjarta hennar. 1 mínu hjarta verður nafnið lögreglustöð skráð." „Og hér er staðurinn," sagði Mick urn leið og hann stöðvaði bílinn fyrir framan lögreglustöð- ina. Þau fóru bæði inn. Mick rétti varðmannin- um nafnspjald sitt og spurði eftir yfirlögreglu- þjóninum. Varðmaðurinn léit á nafnspjaldið, síð- an á Mick og hvarf svo eins og píla. „Það sparar manni margs konar óþægindi að vera frægur," sagði Mick. „Já, því neita ég ekki,“ sagði Clare. Það leið ekki á löngu áður en þau voru bæði komin inn á innri skrifstofu. „Mér er ánægja að hitta yður, herra Cardby," sagði yfirlögregluþjónninn. „En ég vona, að þér hafið ekki framið neitt glæpsamlegt athæfi hér í Newmarket?" „Nei, guð forði mér frá því,“ sagði Mick hlæj- andi. „Má ég kynna yður fyrir ungfrú Cross? Þannig er mál með vexti, að ég er að vinna að máli í samvinnu við Seotland Yard, og þurfti að finna rólegan stað, þaðan sem ég gæti hringt föður minn upp og gefið honum upplýsingar, sem hann á svo að láta ganga lengra. Ég bjóst við, að þér munduð verða svo vingjarnlegur að lána mér símann yðar nokkrar mínútur. Ég borga auðvitað." Yfirlögregluþjónninn tók í hönd Clare og hóf samræður við hana urn leið og hann benti á símann á skrifborðinu. Mick bað um einkanúmer föður síns, varð að bíða i fimm mínútur, en fékk svo að vita, að gamli maðurinn væri enn þá á skrifstofunnni. Hann hringdi þangað. eftir DAVID HUME. „Þér hafið nóg að gera, herra Cardby," sagði yfirlögregluþjónninn. „Ég hugsa aldrei svo til yðar'eða föður yðar, að mig furði ekki á því, að þið skuluð nokkurn tíma geta tekið ykkur frí.“ „Ég er í fríi einmitt núna ■—- ég er að sýna ungfrú Cross landið. Pabbi er enn þá að vinna .. “ Rödd Cardbys gamla kvað við í símanum. „Gott kvöld, pabbi. Ég er enn þá lifandi. Ég hringdi rétt til þess að vita, hverngi þér liði. Er nokkuð að fréttta?" „Ne-ei. Hvernig lízt þér á árásina á Banbury- lögreglustöðina ? Það eru engin börn, sem þú átt í höggi við. Yard-mennirnir ná ekki upp í nefið á sér fyrir reiði." „Þeir um það. Hvers hafið þið orðið vísari um vin okkar Spider Harrison?" „Við höfum einskis orðið vísari. Ég hefi leitað í öllu hverfinu, og leynilögreglumaðurinn þar á staðnum hefir gert allt, sem hann gat. Spider hefir slegist í för með Moffit litla, og þeir eru báðir horfnir. En Yardmennirnir eru á sama máli og ég urn það, að Spider geti ekki verið aðalmaðurinn í hópnum. Þú hlýtur að hafa látið gabba þig, drengur rninn." „Það kemur ekki til mála, pabbi. Þær upplýs- ingar, sem ég fékk, voru alveg ábyggilegar. Nei, haltu áfram að leita að Spider, þangað til þú finnur hann. Undir eins og hann er kominn inn fyrir múrana, verður okkur hægra um andar- dráttinn. Ég er alltaf á ferðinni, en ef ég frétti eitthvað, hringi ég heim til þín. Er það nokkuð annað, pabbi?“ „Já. Ég er alltaf að sannfærast betur og betur um það, Mick, að því fyrr, sem við drögum okkur út úr þessu máli, því betra. Við græðum sjálfsagt peninga á því, en þeir geta orðið okkur dýrir, ef þeir kosta þig lífið. Hættu núna, meðan tækifæri er til, drengur minn.“ „Já, sjálfsagt. Þér mundi vafalaust þykja vænt um að heyra, að sonur þinn hefði gert það, sem þér hefir aldrei á æfi þinni komið til hugar að gera — hættta við hálfunnið verk, af því að hann væri hræddur um líf sitt. Nei, pabbi, ég held áfram þangað til ég sigra eða fell. Og ég þori að veðja einum dollar um það, að ég sigra." „Það er ómögulegt að eiga við þig, Mick. En ég vona samt, að þér gangi vel.“ „Vertu sæll. Ég hringi seinna.“ Yfirlögregluþjónninn leit á Mick og hristi höfuðið. „Þér eruð á skemmtiferð með ungfrúnni, herra Cardby, og þér ætlið að halda áfram þangað til þér sigrið eða fallið. Það er undarleg skemmti- ferð.“ Mick opnaði munninn til svars, en Clare varð fyrri til: „Það vildi ég að þér vilduð loka hann inni í einhverjum klefanum yðar, herra yfirlögreglu- þjónn. Ég hefi klukkutímunum saman reynt að fá hann til að hætta við mál, sem hann er að vinna að, en árangurslaust. Það hlýtur fyrr eða síðar að enda með skelfingu." „Já, það er einmitt það, sem hefir gert hann frægan, ungfrú Cross. Ef þér talið við gamal- reynda glæpamenn um hann, fengjuð þér annað að heyra. Þeir segja um suma lögreglumenn: „Hann gæti ekki náð mér, þó að ég gæfi mig sjálfur fram.“ En um Cardby segja þeir: „Ég mundi gefa mig fram sjálfur, ef ég vissi, að Cardby væri að leita að mér.“ Jæja, herra

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.