Vikan


Vikan - 01.05.1941, Page 12

Vikan - 01.05.1941, Page 12
12 VIKAN, nr. 18, 1941 Carby, ég vona, að yður gangi vel. Gleymið ekki að líta inn næst, þegar þér eigið leið um New- market." ,,Það skal ég muna,“ sagði Mick og roðnaði yfir þessu hóli yfirlögregluþjónsins. Hann sneri sér við framm við dyr og bætti við: „Og næst, þegar einhver af þessum gamalreyndu glæpa- mönnum yðar gerist spakur, þá segið honum frá mér, að ef hann hefði gert sér það að reglu að þegja, mundi hann aldrei hafa komizt í hendur lögreglunnar. Verið þér sælir.“ Clare fór með honum út að bílnum, settist við hliðina. á honum og fór að púðra sig. Hún virt- Hst nú álíta, að mesta hættan væri liðin hjá. En hana grunaði ekki ,hvað hún átti i væntum! Mick sat stundarkorn við stýrið, áður en hann ók af stað, þvi að hann vissi ekki almennilega, hvert halda skyldi. Það var um margt að velja. Hann horfði varlega fram og aftur eftir göt- unni. Nokkrir vörubílar og stöku reiðhjól voru á ferðinni, annað ekki. Svo ók hann niður göt- una og beygði í áttina til strandar. ,,Ég ætla að aka smákrók niður að strönd- inni, tii smábæjar, sem heitir CIacton,“ sagði hann við Clare. ,,Ég held, að yður muni litast vel á hann. Þegar við erum búin að anda að okkur hressandi sjávarloftinu nokkra stund, hringi ég heim, og fæ þau gleðitíðindi, að búið sé að taka Vincent fastan, og þá förum við rak- leiðis til London. Hvernig lízt yður á þetta?“ ,,Of vel, til þess að það geti verið satt. Og ef þessu lýkur svona, hvað ætlið þé þá að taka yður fyrir hendur, Mick?“ „Setjast upp á skrifstofu, leggja kabal og bíða eftir að nýtt mál berist upp í hendurnar á mér.“ Clare lygndi augunum aftur til hálfs og horfði á hann i gegnum löng augnahárin. „Hafið þér yfirleitt engin áhugamál utan starfssviðs yðar, Mick?“ „Jú, fjölda. En aðaláhugamál mitt er að vinna fyrir mér, og helzt á einhvern spennandi hátt. Þér hafið kannske þegar tekið eftir því?“ „Já,“ sagði hún hægt. Og svo spurði hún allt í einu: „Hafið þér nokkumtíma verið ástfang- inn ?“ Mick hægði ferðina, sneri sér að henni og klappaði á hendina á henni og brosti svo að skein í hvítar tennurnar. „Nú erum við í Suffolk, ungfrú góð,“ sagði hann, „og í þessu hátíðlega héraði er strang- lega bannað að blanda saman gríni og alvarleg- um málefnum. Hvað viðvíkur síðustu spurningu yðar, þá hefi ég aldrei verið ástfanginn. Og hvað svo meira?“ „Ekkert,“ sagði Clare. „Ég ímynda mér bara, að þér hefðuð gott að að vera svolítið ástfanginn. Ef yður þætti verulega vænt um einhvern, munduð þér ekki vera svona kærulaus um líf yðar.“ „Og ef ég yrði þreyttur á að berjast við dauð- ann, mundi ég ekki kæra mig um að lifa lengur.1' „Það er ómögulegt að eiga við yður," sagði. Clare og andvarpaði. Hún hallaði sér aftur á. bak í sætinu og vafði kápunni fastar að sér. Þegar þau áttu skammt eftir ófarið.til Dens- ton, kvað við hár hvellur. „Hver fjandinn! Það sprakk hjá okkur!" hróp- aði Mick. Meira gat hann ekki sagt. Stýrishjólið hoþpaði og snerist í höndunum á honum, bíllinn rann, beygði til hliðar, lenti á mis- hæð og hentist svo upp á veginn aftur og yfir í hina vegbrúnina. Mick reyndi af öllum mætti að ná valdi yfir bílnum og halda honum á veginum, en Clare gerði illt verra með því að grípa í hand- legginn á honum. Framhjólin voru nú komin út á grasbrúnina. Andartak var eins og bíllinn stæði kyrr. Svo köstuðust þau Mick og Clare til hliðar, þegar hjólin slepptu jörðunni og bíllinn valt á hliðina og rann góðan spöl eftir grasinu, áður en hann nam staðar. Þau lágu bjargarlaus.hvort ofan á öðru. Allar rúðurnar voru brotnar. „Eruð þér slasaðar, Clare?" spurði Mick. „Nei,“ hvíslaði hún hrædd. „En þér, Mick?" „Ekki vitund. Við skulum reyna að komast út úr bannsettum bílnum, áður en kviknar í hon- um. Ég finn brunalykt. Reynið að skríða út!" Clare barðist við að ná jafnvægi. Þetta hafði allt skeð svo fljótt og óvænt, að hún vissi ekki almennilega, hvar hún var. Mick þrýsti sér upp að hurðinni, þreifaði eftir handfanginu og sagði við Clare: VIPPA-SÖGUR Vippi og púðurkerlingin. _____BARNASAGA. ____ Dað var á gamlárskvöld. i fyrra. Vippi stóð í garðshorni á bak við hús og hlustaði á nokkra drengi, sem voru að tala um, að gaman væri að fleygja púðurkerlingu inn í garðinn. Hvers konar kerling ætli það sé? hugsaði Vippi. Einn af strákunum kveikti á eld- spýtu og fleygði einhverju út i horn- ið, þar sem Vippi stóð og svo hlupu þeir allir burtu. „Er þetta kerlingin?" sagði Vippi við sjálfan sig, þegar hann sá þennan hnoðra, sem urraði og hvæsti og spúði eldi. „Sú er skapvond!" sagði Vippi, og þó að hann væri hálf- smeykur, gat hann ekki stillt sig um að ganga svolítið nær. En allt í einu tók kerlingin stórt stökk og um leiö kvað við ógurleg sprenging. Vippi varð dauðskelkaður og tók til fót- anna, en nú var eins og allt væri að ganga af göflunum, hver sprenging- in kvað við á fætur annarri og kerl- ingin hoppaði fram og aftur. „Þetta er ljóta kerlingin," sagði Vippi um leið og hann skauzt inn um dyr, sem stúlka hafði opnað í sömu svifum. „Hættið þessum sprengingum!" hrópaði stúlkan til strákanna ,en þá kvað við ein sprenging rétt við dyrn- ar og stúlkan hröklaðist inn aftur. Hún fór inn í stofu, en Vippi læddist fram i eldhús. Á meða.n hann var að skoða sig um, kom eldri maður fram, rauður og þrútinn í framan. Hann gekk að eldhúsborðinu, tók glas og flösku, sem þar stóð og hellti í glasið. „Má ég líka fá að drekka?" spurði Vippi kurteislega, því að hann var þyrstur, anginn litli. Maðurinn snerist á hæl, og þegar hann kom auga á Vippa, varð hann enn rauðari í framan, fór að hiksta og deplaði augunum, eins og hann héldi, að hann sæi ofsjónir. „Gef mér líka," sagði Vippi í bæn- arróm. Maðurinn strauk með hendinni yfir ennið, sem var rennvott af svita. Svo hellti hann víninu aftur í flöskuna og fór út, en skotraði augunum til Vippa um leið. „Hvað gekk að manninum? Það var eins og hann væri hræddur við mig," hugsaði Vippi, og klifraði upp á borðið til að athuga, hvað væri í glösunum. „Hvað ertu að láta í glösin?" var spurt fyrir aftan hann. Það var lítill drengur, sem stóð í dyrunum og nuddaði syfjulega augun. „Hver ert þú ?“ • „Ég er bara Vippi litli." „Þú ert skrítinn," sagði drengur- inn. „Mamma og pabbi, komið og sjáið!" kallaði hann inn í stofuna, en áður en fullorðna fólkið kom, var Vippi búinn að fela sig. „Hvað er þetta Nonni? Þú átt að vera kyrr í rúminu þinu," sagði móð- ir hans í ávitunarróm. „Lofaðu honum að heilsa nýja ár- inu með okkur," sögðu gestirnir og tóku hver sitt glas. „Ég sá pínulítinn strák, sem sagð- ist heita Vippi," sagði Nonni litli. „Strákurinn er að tala upp úr svefni," sagði faðir hans, og svo hlóu þau öll að Nonna litla og fóru að tala um, hvað það hefði verið leiðinlegt, að Maríus frændi skyldi allt í einu hafa orðið lasinn og verða að fara heim. „Hvað var að Mariusi frænda?" spurði Nonni litli. „Hann borðaði vist eitthvað, sem hann hefir ekki þolað," svaraði móðir Nonna. „Ætli hann hafi ekki heldur drukk- . .. Skífan tók að snúast með ofsa- hraða og neistaflugið stóð í allar átt- ir, en Vippi hélt sér dauðahaldi ... ið eitthvað, sem hann hefir ekki þol- að?“ sagði Nonni. „Þú átt ekki að skipta þér af því, þegar fullorðið fólk talar saman," sagði faðir hans. „Já, en ég held nú, að Vippi litli hafi sett eitthvað í glasið hans frænda, sem honum hefir orðið illt af,“ hélt Nonni áfram. „Ég sá . .. .“ „Hættu þessu þvaðri, segi ég,“ greip faðir hans byrstur fram í, og í þetta skipti heyrði Nonni að honura var alvara og fannst þvi ráðlegast að þegja. En á meðan þessu fór fram, hafði Vippi læðst inn í stofu og út á svalir og stóð nú þar og horfði á tvær stengur, sem stóðu upp af grind- verkinu. Á annarri stönginni var af- langt pappahylki, en á hinni pappa- skífa. Kirkjuklukkan sló mörg högg og í sömu svifum kváðu við sprengingar og skot úr öllum áttum. Pabbi Nonna kom út á svalirnar með logandi eld- spýtu og kveikti í pappaskífunni og slökkti svo ljósið í stofunni. Skífan fór nú að spúa neistum og síðan tók hún að snúast með ofsa- hraða, og neistaflugið stóð frá henni i allar áttir. Vippi varð svo hræddur, að hann. greip dauðahaldi í hina stöngina, en þá vildi svo illa til, að neistarnir kveiktu í pappahylkinu efst á stöng- inni, og nú fór það líka að urra og hvæsa, og að lokum þaut það með ofsahraða upp í loftið með stöngina og Vippa í eftirdragi. En þessi flugferð Vippa varð skammvinn, því að neistamir brenndu hann svo i fingurna, að hann varð að sleppa, og eftir óralangt fall, að því er honum fannst, lenti hann í stórum snjóskafli, en pappahylkið (sem auðvitað var ekki annað en flugeldur) hélt áfram flugi sínu hátt í loft upp, og sprakk loks með háum hvelli og varð að ótal fagurrauðum stjörnum. „Hæ, gaman!" hrópaði Nonni litli í hrifningu og klappaði saman lófun- um. „En hvað var það, sem fór upp með flugeldinum? Mér sýndist það vera Vippi." „Það var bara stöngin, litli kjáninn þinn," sagði faðir hans. „Þig er enn- þá að dreyma, og nú er bezt, að þú farir beint i rúmið. Góða nótt, og gleðilegt nýár, Nonni minn." Á nýársmorguninn hljóp Nonni um allt til að leita að Vippa litla, en þá var hann hann allur á bak og burt — í leit að nýjum æfintýrum.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.