Vikan


Vikan - 01.05.1941, Side 14

Vikan - 01.05.1941, Side 14
14 VIKAN, nr. 18, 1941 Sjónvarpið Framh. af bls. 4. Sérfræðingar segja, að últrastuttu bylgjurnar geti farið fram og aftur til tunglsins á 2^/2 sekúndu, svo að það er ekkert ósennilegt. Flestir álíta þó, að það sé eitthvert óvenjulegt ástand í gufuhvolf- inu, sem veldur því, Enn í dag veit þó enginn hið rétta svar. Þegar við vorum að fara inn í sjónvarps- salinn kom maður með skilaboð til Rob- ards, sem síðan snéri sér að mér og sagði: „Þér virðist ætla að hafa heppnina með yður. Langar yður til að sjá reglulegt sjónvarp — undir beru lofti? Sjónvarps- bílarnir okkar eru að fara niður að East River til að sjónvarpa bruna, sem geisar þar. Viljið þér koma með?“ Hvort ég vildi! Þegar við komum út á götu biðu bílarn- ir, en undir eins og við vorum komnir upp í ókum við af stað. Þegar við nálguðumst East River, sáum við kolsvartan reykjar- mökk leggja upp úr hálfbrunnu þaki á verksmiðju. Við sáum brunaliðsmennina klifra upp stigana og skríða eins og flugur eftir þeim hluta þaksins, sem enn var óbrunninn, og sprauta þaðan vatninu nið- ur í eldhafið. Við ókum eins nærri og mögulegt var, og svo hófst undirbúning- urinn. Tveir menn klifruðu upp á þak bílsins og reistu þar sendistöng, háa, granna málmstöng með mörgum þverslám. I hin- um bílnum voru aðrir menn önnum kafnir við að koma fyrir sjónvarpsvélinni og hljóðnemanum. Inni í bílnum voru enn aðr- ir menn að snúa og stilla alls konar hnappa, takka og handföng. Eftir ör- skamma stund var allt tilbúið. „Jæja, þá byrjum við,“ hrópaði einn maðurinn. Suðið í sjónvarpsvélinni gaf til kynna, að hún væri tekin til starfa. Jafnframt tók svo hljóðneminn til sín öll hljóðin, sem þessu fylgdu, snarkið í eldinum, hrópin og köllin í lögreglunni og brunaliðsmönnun- um og brakið og brestina, þegar þakið hrundi, og sendi þau frá sér aftur. Út frá sendistönginni fóru sjónáhrifin, sem fótósellurnar í sjónvarpsvélinni urðu fyrir, út í geiminn sem últrastuttar bylgj- ur. Stöðin í Empire State byggingunni tók s-vo við þessum bylgjum og endurvarpaði þeim út til hinna ýmsu sjónvarpstilrauna- stöðva víðsvegar í New York og umhverfi hennar í allt að 80 km. fjarlægð. Sjónvarp þetta stóð yfir í rúman klukkutíma*. Að því loknu héldum við sömu leið til baka. Þegar ég seinna um daginn sat aftur á skrifstofu Robards, gleymdum við okkur alveg í samræðum um sjónvarpið, einkum þó framtíð þess og möguleika. I raun og veru táknar sjónvarpið tíma- mót í sögu mannkynsins. Það var lengi í sköpun. Það hefir tekið 60 ár, en nú er 86. krosspta Vikunnar. Lárétt skýring: 1. lögmanns. — 13. útlit. — 14. draga. — 15. málmur. — 16. máln- ingu. — 18. kölski. — 20. á fuglum. — 23. tjarnir. — 25. afrifan. — 27. spilda. — 29. fóðra. — 30. illmæli. — 31. hita. — 32. grynningar. — 34. lyftitæki. — 36. treyst. — 37. af- skurður. — 39. egndri. — 41. konu. — 42. fugl. — 44. örva. — 46. af- kvæmis. — 49. hljóðtákn. — 51. þak- ið. — 53. brigð. — 55. iðka. — 56. ótrú. — 57. litu. — 58. þutu. — 60. hlaðið. — 62. dægradvöl. — 63. sár. — 65. svíkjast um. — 67. óp. — 68. ásar. — 70. ýsubein. -— 72. lengra. — 75. samræmi (fræðilegt). Lóðrétt skvring: 1. skordýr. — 2. brim. — 3. kvöld. — 4. bústin. — 5. miklar. — 6. tveir samhljóðar. — 7. innsigli. — 8. hárið. — 9. tré. — 10. endurtekið. -— 11. frumefni. — 12. haf. — 17. anza. — 18. stoðar. — 19. nálægur. — 20. gleðjast..— 21. ull. — 22. miða. — 24. drykk. — 26. óræktarlönd. — 28. reið. — 33. hirzl- ur. — 34. fuglagarg. — 35. gælur. — 36. á sumum fötum. — 38. hryggi. — 40. viðhaft í messum. — það orðinn veruleiki, veruleiki með þrosk- unarmöguleikum, sem ómögulegt er að sjá fyrir. Þess vegna byggir maður alls konar loft- kastala í sambandi við það. Ef við gerðumst svo djörf að ganga út frá því, að styrjöld sú, er nú geisar, taki enda áður en langt um líður, er ekki nokk- ur vafi á því, að öllum stórviðburðum út um víða veröld verður sjónvarpað út um allan heim, hvort sem þeir snúast um stjórnmál, íþróttir eða listir. Og hvílíka þýðingu kemur það ekki til með að hafa fyrir fræðslu barna og fullorðinna! Nem- endur í skóla í Kaupmannahöfn eða hvar, sem vera skal annars staðar í heiminum, geta fyrir tilstilli sjónvarpsins farið í ferðalag yfir norðursjóinn til fornegypzku deildarinnar í British Museum og þaðan til Pyramídanna og séð með eigin augum smurðar múmíur og sögulegar byggingar frá gullöld Egyptalands. Eða kannski kjósa þeir heldur að fara^til Akropolis, hinnar fögru háborgar Aþenu. Á sama hátt geta stúdentar um víða veröld fengið tækifæri til að skoða fræg málverk, höggmyndir og önnur listaverk, hver frá sinum skólabekk. Eða segjum til dæmis, að bókmenntafræðingur í Cali- forníu þurfi nauðsynlega að skoða sjald- gæft handrit, sem geymt er á safni í Berlín. Hann fær samband við safnið, skýrir bóka- verðinum frá ölluni málavöxtum. Bóka- vörðurinn sækir handritið, sjónvarpsvél- inni er beint á þann stað í handritinu, sem ameríski bókmenntafræðingurinn óskaði að rannsaka. Og starfi, sem undir venju- legum kringumstæðum hefði kostað hann margra vikna erfiði, er nú lökið á stuttri stundu. Eitthvert land hefir sent leiðangur inn í 43. þráður. — 44. vísa. — 45. fé. — 46. bókagerð- armaður. — 47. strik. — 48. röska. — 50. flæktu. — 52. heil. — 54. hreppi. — 59. sargar. — 60. alla. — 61. þöku. -— 62. tal. — 64. letingi. — 66. aumt. — 69. endi. — 70. bústað. — 71. ögn. — 72. fisk. — 73. skammst. — 74. væl. Lausn á 85. krossgátu Vikunnar: Lárétt: 1. brautryðjandinn. — 13. kraum. — 14. átján. — 15. mun. — 16. fái. — 18. gugna. — 20. sölna. — 23. gall. — 25. ilmur. — 27. nurl. — 29. æpa. — 30. dúk. — 31. kom. — 32. fauk. — 34. visna. — 36. fata. — 37. mokar. — 39. andir. — 41. sár. — 42. nýs. — 44. óskir. — 46. háska. — 49. ussa. —51. rösul. — 53. alda. — 55. sóp. — 56. lag. — 57. dúr. — 58. slör. — 60. ætlun. — 62. hnak. — 63. kæfðu. — 65. ramla. — 67. Týs. — 68. róa. — 70. misti. — 72. áttum. — 75. brennivínsstaup. Lóðrétt: 1. bý. — 2. ak. — 3. urmul. — 4. taug. — 5. runni. — 6. ym. — 7. já. — 8. atför. — 9. Njái. — Í0. dáinn. — 11. in. — 12. ná. — 17. ógæfa. — 18. glaum. — 19. aldir. —- 20. sakna. — 21. aukar. — 22. óimar. — 24. apa. — 26. mús. — 28. rot. — 33. kossa. — 34. varir. — 35. annál. — 36. fiska. — 38. kák. — 40. dýs. — 43. mussa. — 44. óspök. — 45. röltu. — 46. hugur. — 47. aldna. — 48. barka. — 50. sól. — 52. sal. -— 54. dúa. — 59. rætin. — 60. æðsti. — 61. narts. — 62. 'nlaut. — 64. fýsn. — 66. móts. — 69. Nb. — 70. me. — 71. IV. — 72. án. — 73. M.A. — 74. op. frumskóga Afríku eða Suður-Ameríku. Á hverjum degi, til dæmis klukkutíma á dag, getum við fylgst með ferðum hans — einn daginn sjáum við negra dansa, annan dag- inn sjáum við Ijónaveiðar o. s. frv. Óperum leikritum, kvikmyndum og fyrirlestrum verður sjónvarpað út um all- an heim. En hvort sjónvarpið á eftir að reynast leiklistinni og kvikmyndalistinni skæður keppinautur, getur framtíðin ein skorið úr. Allt þetta og mikið meira munum við áður en langt um líður geta séð heima í notalegri stofunni okkar, ef við aðeins opn- um fyrir sjónvarpstækið. Og við munum líta á það sem eins sjálfsagðan og hvers- dagslegan hlut og útvarpstækið okkar. Þeir loftkastalar, sem við byggjum í dag, verða orðnir hversdagslegir viðburðir á morgun.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.