Vikan


Vikan - 01.05.1941, Side 15

Vikan - 01.05.1941, Side 15
VIKAN, nr. 18, 1941 15 ' Barnið bjargaðist undan rústunum. Tilkynning um auglýsingagjald. Prá og með 1. maí næstkomandi að telja hækkar gjald fyrir auglýsingar fluttar í útvarpinu, og nemur hækkun- in 50 af hundraði. Verðskrá su, sem áður hefir verið auglýst, sbr. síma- skrá 1941, bls. 39, verður því eftir breytinguna á þessa leið: Verðskrá fyrir út\arj)sauglýsingar: FKF MKF 1. Auglýsingar viðvíkjandi verzlun og hvers konar kaupsýslu............. 60 au. orð 120 au. orð 2. Allar aðrar auglýsingar og tilkynningar....... 30 au. orð 60 au. orð Virðingarfyllst Ríkisútvarpið. Þessi móðir er frá Sheffield í Engiandi. Heimili hennar varð fyrir sprengju og hrundi til grunna og barnið hennar varð undir rústunum. En það krafta- verk skeði, að barnið náðist ómeitt undan rústunum og sést móðirin hér á myndinni eftir að hafa heimt það úr helju. Leiðbeiningar um trjárœkt l Eftir Hákon Bjarnason skógræktarstjóra. Þetta er ómissandi handbók á hverju heimili, bók sem hvert mannsbarn þarf að lesa og læra og alveg sérstaklega unglingar. Þér getið lesið þessa bók á rúmri klukkustund, og þá vitið þér það, sem hvert mannsbarn á íslandi á að vita um trjárækt. — Bókin er skrýdd f jölda mynda, meðal annars f jöida teikninga, sem skógræktarstjóri hefir látið gera. — Bókin kostar kr. 3.50. Nokkur eintök, prentuð á þykkan pappír, í vönduðu bandi kosta kr. 7.50 og má panta þau í bókaverzlunum eða hjá Víkingsútgáfunni Hverfisgötu 4. — Sími 2864. 1 I x x X X X X X X 1 1 i | 1 1 I i I I ! I X Ungmennafélög, búnaðarfélög, kaupfélög og kaupmenn úti um land, sem vilja gera fólki auðveldara að ná í þetta rit, með því að hafa það á boðstólum, geta fengið það sent eftir símpöntun. \ & Svör við spurningum á bls. 5: 1. Sleipnir og hafði átta fætur. 2. Notre Dame. 3. I Noregi, og er lengsta á landsins, 580 km. 4. Með 35 km. hraða á klukkustund. 5. Já, vafalaust, því að veðhlaupahestar hafa hlaupið með allt að 90 km. hraða á klukku- stund á stuttum vegalengdum. 6. Helium. 7. Það eV enginn konungur i Hollandi. Stjórn- andi landsins er Wilhelmina drottning. 8. Þorsteinn Þorsteinsson sýslumaður. 9. Júgóslavíu. 10. Sá, sem ræktar jörðina. Það er alveg áreiðanlegt! Lúðvíg II., hinn brjálaði konungur af Bayern, sem réði ríkjum frá 1864 til 1886, talaði aldrei við nokkurn mann, ef hann gat komizt hjá því. Þegar hann var í Miinchen, var það hans mesta ánægja að kaupa öll sætin í Ríkisóperunni þar og njóta sýningarinnar aleinn. Annars stytti hann sér helzt stundir með því að róa einn í gondól á vatni, sem hann hafði látið gera á þriðju hæð í höll sinni, þar sem enginn gat séð hann. # Einhver undarlegasta hljómsveit, sem um getur, er kvennahljómsveit frá Tonga- eyjunum í sunnanverðu Kyrrahafi. Þær nota ekkert hljóðfæri, en framleiða tóna með því að þrýsta og klappa saman hönd- unum á ýmsan hátt. Þær hafa haldið hljómleika víða í Ástralíu við mikinn fögnuð. * Þegar svissneski bóndinn Hans Wiirt- berger hafði verið í málaferlum í 40 ár út af landskika, sem faðir hans hafði átt, var hann orðinn þreyttur á að borga lögfræð- ingi sínum laun, og fór 72 ára gamall að lesa lög, tók embættispróp, flutti sjálfur mál sitt og vann það.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.