Vikan


Vikan - 19.06.1941, Blaðsíða 8

Vikan - 19.06.1941, Blaðsíða 8
8 VIKAN, nr. 25, 1941 Enginn ræður sínum næturstað. Rasmína: Þú heyrðir, hvað ég sagði. Við förum í garðveizluna til frú Málfríðar. Hana, farðu nú að fara í kjólinn þinn, ég vil ekki heyra neinar mótbárur. Gissur: Til hvers vsfri það, úr því að ég verð að fara? Gissur: Heyrðu, Stjáni. Gerðu Gissur: Ef Rasmína heldur, að ég ætli að fara mér nú greiða. Fljúgðu í flugvél- með sér í þessa bjánalegu garðveizlu, þá skjátlast inni þinni hérna yfir húsið mitt henni — eins og fyrri daginn. og fleygðu niður kaðli, svo að ég geti gripið í hann. Ég verð að komast að heiman í kvöld. Gissur: Þama Stjána. kemur hann. Alltaf get ég treyst Stjáni: Ég get því miður ekki flogið með þig nær Sundmýri. En ef þú lætur þig falla niður í þessari fall- hlíf núna strax, held ég, að þú munir ekki lenda svo mjög fjarri henni. Góða skemmtun. Gissur: Þakka þér fyrir. Vertu sæll. Gissur: Þetta er einstaklega notalegt ferðalag. Maður veit ekkert, hvar maður lendir. En það er eins og máltækið segir: Enginn ræður sínum nætur- stað, og ég slapp þó að minnsta kosti að heiman. Gissur: Nei, hver skollinn! Lendi ég þá ekki í garðinum hjá þeirri málóðu! Þá held ég, að ég vildi held- ur lenda sem þýzkur fallhlífarhermaður á Krít. SKRÍTLUR. Byggingameistarinn: Afsakið frú, voruð þér ekki að syngja? Frúin: Jú, ég var að syngja. Því spyrjið þér að því? Byggingameistarinn: Mig langar til að biðja yður að halda yður ekki svona lengi á hæsta tóninum. Verkámennirnir hafa tvisvar hætt að vinna, af því að þeir halda, að það sé hádegisverðarmerkið. * „Maðurinn minn er horfinn!" sagði kona, er kom æst í skapi inn á lögreglustöðina. „Hann fór eitthvað út og hefir ekki komið aftur. Hér er mynd af honum. Ég vil láta finna hann undir eins!“ Lögreglufulltrú- inn athugaði myndina, leit síðan á konuna og sagði: „Hvers vegna?“ * Kona skáldsins: Ef þú færð borgað fyrir kvæðin, Georg, þá getum við látið veggfóðra dagstofuna. Annars verðum við að nota kvæðin fyrir veggfóður.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.