Vikan


Vikan - 12.02.1942, Blaðsíða 10

Vikan - 12.02.1942, Blaðsíða 10
10 Vikan, nr. 2, 1942.. Heimilið Það sem hún kenndi Eftir J A N E H Matseðillinn. Fisksúpa. 50 gr. smjör. 50 gr. hveiti. % 1. tómatsósa. 2 1. fisksoð. 2 gulrætur. Litlar fiskbollur. Gulræturnar eru skornar í þunnar sneiðar og brúnaðar lítið eitt í smjör- inu. Hveitinu er stráð út í, tómat- sósunni hrært saman við og þynnt með fisksoðinu. Súpan er nú látin smásjóða í 20 minútur. Þá er hún síuð í gegnum sáld („Dörslag") og suðan látin koma upp á henni. Fisk- bollumar em bornar fram í súpunni. Fiskur með makaroni. Leifar af soðnum fiski á * djúpum diski. 100 gr. maka- roni. 50 gr. niðurrifinn ostur. 50 gr. smjör. Ofurlítill pipar. Salt. 1 dl. mjólk. 1 egg. Bein og roð er hreínsað vel frá fiskinum og honum blandað saman við makaroníið, sem hefir verið soðið og skorið niður í litla bita. Mjólk- inni og þeytta egginu er hrært sam- an við ásamt pipar og salti eftir smekk og helmingnum af niðurrifna ostinum. Deigið er nú látið í smurt mót. Smjörið er látið í litlum flísum ofan á og því, sem eftir var af ost- inum, stráð yfir. Þá er mótið sett í ofn og bakað í % klukkustund, þangað til búðingurinn er orðinn Ijósbrúnn. Borið fram með hvítri sósu. Súkkulaðibúðingur. 300 gr. súkkulaði. 3% dl. mjólk. 40 gr. sykur. 15. gr. matarlím. 3% dl. rjómi. Suðan er látin koma upp á súkku- laðinu, mjólkinni, matarlíminu og sykrinum. Síðan er það látið kólna og vel þeyttum rjómanum þá bætt í. Að lokum er það sett í vætt form, stráð sykri og hvolft úr, þegar búð- Húsráð. Gljáfægð gólf, sem ekki eru mjög illa farin, má bæta, með því að nudda rispurnar með klút dýfðum í línolíu. Séu rispurnar of djúpar, má eyða þeim með sandpappír og bera femis- olíu á blettinn. Ef gólfið er mjög illa farið, er bezt að skafa gljáann burtu og fernisera gólfið allt að nýju. ingurinn er orðinn stífur. Fallegt er að skreyta búðinginn meðð þeyttum rjóma. Uppskriftin nægir handa 6—8 manns. Fallegur eftirmiðdagskjóll Rauðbrúnn litur er nú mjög mikið í tízku, einkum á eftirmiðdagskjól- um. Þetta er fallegur rauðbrúnn kjóll úr „crepe‘‘-efni eða þunnu ullar- efni. Röndótta brjóstið og kraginn lítur út eins og blússa og eru barm- arnir á kjólnum sjálfum lausir. Blússan er rykkt við 'axlasaumana. Líning er framan á ermunum í sama lit og rendurnar í brjóstinu og beltið. Þrír saumar eru framan á pilsinu og vasar sinn hvoru megin og er þeim lokað með litlum hnöppum. Vaxblettum, sem komið hafa í hvíta dúka eftir mislit kerti, er hægt að ná á eftirfarandi hátt: Skafið eins mikið af vaxinu og unnt er í burtu, setjið síðan þerriblöð sitt hvoru meg- in á blettinn og pressið með heitu jámi. VIKAN er bezta heimilisblaðið. Ég var yngst af þrjátíu og fjórum barnabörnum ömmu minnar. Hún var áttatíu og sex ára, en ég tólf. Við áttum heima í litlu þorpi í Missouri. Þetta var um vor og pílviðirnir voru gulgrænir, lautirnar voru grón- ar safamiklum súrum, viltu salati og alls konar gróðri. Morgun nokkurn sendi móðir mín mig til að tína grænmeti í lautunum beint á móti húsinu hennar ömmu. Það var ekki af því, að við værum svo fátæk, að við hefðum ekki efni á að afla okkur grænmetis á annan hátt, heldur af því, að grænmetisbirgðirnar voru á þrotum. Ég hafði tekið körfuna mina og hnifinn með þrákelknislegum mót- þróa. „Én —Ég ætlaði að fara að mótmæla. „Farðu nú. Þér mun þykja græn- metið betra en öllum öðrum, þegar búið er að sjóða það“, sagði mamma og reyndi að sannfæra mig. Ég læddist inn til ömmu til þess að draga þá stund auðmýkingarinnar á langinn, þegar ég yrði að beygja mig til að skera grænmetið í sömu laut- inni, sem fátæku negrarnir í borg- inni tæku ef til vill grænmetið sitt. Amma sat í fremsta herberginu hjá litla eldstæðinu og reykti pípuna sína. Hún hefði ekki lagt hana til hliðar eða beðizt afsökunar, þótt ég hefði verið sjálfur presturinn. „Komdu hingað“, sagði hún, án þess að standa upp. Ég setti körfuna niður og gekk inn til hennar. Herbergið var hreint (Lulu frænka sá um það), en blár reykur lá yfir húsgögnunum. „Ertu að fara að safna grænmeti ?" spurði amraa.. „Já“, umlaði i mér. Ég setti á mig stút, hengdi höfuðið og lét mig falla niður í stóran ruggustól. „Er grænmetið gott núna?“ „Ég býst við því“. Ó, hve ég ósk- aði innilega, að ég væri gömul kona, svo að ég þyrfti ekki að fara að safna grænmeti i lautinni. Ég réri fram og aftur dálitla stund. „Ég þekkti einu sinni konu, sem brenndi alltaf göt á vasa sína, af því að hún var að reyna að dylja þá staðreynd, að hún reykti pípu“. Amma hélt á pípunni og leit á ofn- inn. Já, ég þekkti tvær ömmur, sem reyktu í laumi, þær skömmuðust sín, eða óttuðust dóm barna sinna. Hún stakk pípunni upp í sig, tók þessa fjóra eða fimm stóru drætti, sem hún var fræg fyrir, lét reykinn þyrlast út úr munninum og hélt á pipunni, eins og hún væri að reyna að verma gigtveika fingurna. „Ég vonaði alltaf, að ég mundi ekki eign- ast dótturdóttur, sem þyrfti að bæta vasana sina“. Ég gekk út að glugganum og leit út í lautina. Faðir minn sagði alltaf, að amma gæti flefet ofan af sann- amma mín mér. UTCHENS = leikanum með einni venjulegri setn- ingu, eins og hún væri að tala um veðrið. Amma lauk við að reykja pípuna og sló síðan pípuhausnum við litla hrákadallinn sinn. „Þegar hann afi þinn átti þúsund ekrur af landi, hélt hann áfram að ferðast um og selja. perur. Um leið færði hann ekkjum og illa stæðu fólki nokkra skildinga". Ég veit ekki enn þann dag í dag, hvort mamma hefir farið til ömmu og sagt: „Getur þú ekki gert eitt- hvað við þessu voðalega drambi bamsins? Nú vill hún ekki safna grænmeti — hún segist skammast sin fyrir það“. Ég veit, að finnist mér nokkum tíma verk ekki vera samboðið virð- ingu minni, eða ég skammist min fyrir einhverja ákvörðun, sem ég hefi tekið, þá minnist ég ömmu minnar með pípuna sína og þá veit ég upp á mína tíu fingur, að ég vil ekki brenna göt á vasana mína, af því að ég sé að fela eitthvað, sem ég skammast mín fyrir.. ,{a ei><"‘9 MILO HEILDSÖLUBIROPIR: ÁRNI JÓNSSON, HAFNðRSTR.5 REYKJAVÍI

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.