Vikan


Vikan - 02.07.1942, Blaðsíða 13

Vikan - 02.07.1942, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 22, 1942 13 Þeir, sem leggja það í vana sinn að kaupa í bókaverzlunum erlend tíma- rit, hafa tekið eftir því, að þau hafa verið að breytast í formi á undanförnum miss- erum. Stærð þessara rita er ákaflega þægi- leg á allan hátt. Þau eru mátuleg til þess að stinga þeim í vasann og heppileg til lestrar, hvar sem maður er staddur. En það er annað merkilegt við sum þessara tímarita. Þau flytja úrvals greinar og sögur úr öðrum tímaritum, blöðum eða bókum og birta efni sitt. í samþjöppuðu formi. Þetta hefir orðið ákaflega vinsælt. Nýlega hefir verið hafin hér útgáfa á slíku riti. Heitir það „Úrval tímaritsgreina í samþjöppuðu formi“ og á að koma út fyrst um sinn fjórum sinnum á ári. Rit- stjóri er Gísli Ólafsson blaðamaður, en út- gefandi Steindórsprent. Ritið er mjög smekklegt að öllum frágangi, 128 síður og því mikið lesmál í því og kostar heftið 5 kr., sem teljast verður ódýrt á þessum tímum. Ritstjórinn fylgir „Úrvali“ úr hlaði með þessum orðum: „Við lifum á tímum örlagaþrunginna og skjótra atburða. Hver dagur á sinn stórviðburð. Berg- mél sumra þeirra berst samdægurs um víða ver- öld á öldum útvarpsins eða í dægurfréttum dag- blaðanna. Aðrar fæðast ekki með eins miklum bumbuslætti eða vopnagný, en oi'ka þó ef til vill á sinn hátt engu minna á líf okkar mannanna. Það er hlutverk dagblaðanna að henda á lofti viðburði dagsins og skýra þá og skilgreina eftir því sem kringumstæður og tími leyfa. Áhrifavald þeirra er mikið, en aðstaða þeirra til mats á við- burðunum oft erfið. Segja má, að þar sem starfi dagblaðanna lýkur, taki hlutverk tímaritanna við. Það hlutverk er tvíþætt. Annar þátturinn er fólginn í því að fara í eins konar eftirleit, þegar dagblöðin hafa lokið emalamennsku sinni, og draga fram í dagsljósið þá viðburði, sem létu svo lítið yfir sér, að þeir fóru framhjá amfráum augum blaðamannanna, ■enda þótt þeir bæru i sér frjókorn örlagaríkra áhrifa. Hinn þátturinn er sá, að draga í dilka það sem blöðin hafa smalað, vinsa úr þá við- burði, sem hafa meira en augnabliksgildi, en láta hina falla í dá gleymskunnar. Eins og gefur að skilja, hefir misjafnlega tekizt að rækja þetta hlutverk. Engu einstöku tímariti er sú gæfa gefin að sjá um heim allan. Útsýnið er háð takmörkunum þess starfsliðs, sem tíma- ritið ræður yfir, og efnisvalið áhugamálum þess. Þannig fá tímaritin hvert sinn svip, verða hvert um sig ef til vill nokkuð einhæf, en rækja þeim mun betur sitt starfssvið. Nú á síðari árum hafa víða um heim, en eink- um þó í Ameríku, risið upp ný tímarit, sem í ýmsu vikja frá þessu hefðbundna tímaritsformi. Þessi tegund tímarita hefir orðið svo vinsæl, að eitt þeirra er nú orðið langútbreiddasta tímarit í heimi. Efnisval þeirra er frábrugðið því, sem tíðkast hjá öðrum tímaritum að því leyti, að í þeim birtist að heita má eingöngu það, sem kom- ið hefir áður í blöðum, tímaritum eða bókum. Þetta kann í fljótu bragði að virðast vafasam- ur kostur. En reynslan hefir þó sýnt annað. Allir, sem eitthvað lesa að ráði, munu hafa | Dægrastytting I *<'4lllllll||l|||||||||||||l||||||||||u||||ir ... Orðaþrairt. RANA L AK A AUG A S K A R JÓT A AÐUR JÖFN ETUR NOTA ÖM AR Fyrir framan hvert þessara orða á að setja einn staf, svo að ný orð myndist. Séu þeir stafir lesnir að ofan og niður eftir, myndast nýtt orð, sem táknar íþróttamót hér á landi. Gátur. 1. Ég er á hausi, hálsi, búk og vængjum; lifandi skepna í loft mig ber, líf er í mér, þá dauður er. 2. Ég er bæði elztur og yngstur af öllu í heiminum. Sjá svör á bls. 14. veitt því eftirtekt, að því meira sem þeir lesa þeim mun meira finnst þeim þeir eiga ólesið af því, sem hugurinn gimist. Það, sem út kemur af góðu lestrarefni í heiminum, er svo mikið að vöxtum, að engum er gefið að komast yfir nema örlítið brot af því, ekki einungis vegna þess, hve mikið það er, heldur engu síður vegna þess, hve dýrt og erfitt er að afla þess, því að jafnan er það svo, að með góðu lestrarefni flýtur meira og minna af efni, sem maður hefir enga löngun til að lesa og sér eftir að hafa eitt tíma í. Hin nýju tímarit hafa sett sér það markmið að létta undir með fólki í þessu efni. Starfslið þeirra hefir tekizt á hendur að pæla í gegnum það lestrarefni — bækur, blöð og tímarit — sem föng eru á, velja úr því það, sem ætla má að eigi erindi til fjöldans og birta það að nýju. Það er almennt viðurkennt, að flestum mönn- um lætur betur að túlka hugsanir sínar í löngu máli en stuttu. Allar málalengingar eru á hinn bóginn mjög í ósamræmi við þá öld hraðans, sem við lifum á. Hin nýju tímarit tóku sér því fyrir hendur að sníða lestrarefni því, sem þau völdu til birtingar, nýjan stakk með því að taka burtu allt, sem mátti missa sig, án þess að kjarni máls- ins liði við það nokkum hnekk. Á ensku máli er slíkt lestrarefni kallað ,,condensed“. Hér í Úrvali köllum við það samþjappað. Reynslan hefir sýnt, að algengar tímaritsgreinar má að meðaltali ,,stytta“ um þriðjung án þess að efni og bygging þeirra bíða við það nokkurt tjón. Sumar greinar þola auðvitað minni samþjöppun en aðrar aftur miklu meiri. Með þessu móti geta tímaritin flutt þriðjungi meira efni á jafn mörgum blaðsíðum, og lesandinn getur lesið jafn mikið á þriðjungi styttri tíma. Úrva‘1 hefir tekið sér fyrir hendur að innleiða þetta tímaritsform hér á landi. Aðstandendur þess em ekki í neinum vafa um, að þetta tímarits- form á eftir að verða jafn vinsælt hér eins og annars staðar í heiminum. Hinu verður svo tím- inn að skera úr, hvort Úrval reynist þeim vanda vaxið að ryðja brautina í þessu efni. Úrval hefir tryggt sér fjölda tímarita til að vinna úr, og marga góða menn, sem munu ljá því lið í leitinni að efni.“ cv&co Hinrik litli: Ég á að fá hálft pund af seigu kjöti. Slátrarinn: Hvers vegna á það að vera seigt? Hinrik litli: Ef það er meyrt, þá borðar pabbi það allt saman. Erla og unnust- inn. Erla: Ástin mín, mundu nú að fara í þykkan frakka, annars geturðu kvefast í samkvæmisföt- unum. Oddur: Jæja, María, hvemig lít ég út? Ég ætla að'fara með Erlu á ball í kvöld. Við fömm ekki fyrr en eftir nokkra klukkutíma, svo ég ætla að fá mér blund á meðan. María: Þér eruð ákaflega fínn. Látið nú fara vel um yður, ég skal vekja yður í tæka tið. María: Það er svb kalt í herberginu hans, Oddur: Hvað er að yður? Maður skyldi halda, að ég hefði ég ætla að láta meiri kol í miðstöðina. breytzt í negra á meðan ég svaf. María: Ég sé ekki betur en að svo sé!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.