Vikan


Vikan - 13.08.1942, Blaðsíða 7

Vikan - 13.08.1942, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 28, 1942 7 Konan, sem aldrei gefst upp. Framhald af bls. 3. tölum til þess að kanna afköst hjúkrunar- kvenna ungfrú Wald á sviði lungnabólg- unnar, sem reynir mest á hjúkrunarhæfi- leikana. Á einu ári ári hafði hópur hennar sinnt 3535 sjúkhngum á heimilum og var dánar- talan aðeins 8,05 af hundraði. Á sama tíma var dánartalan á fjórum stórum sjúkra- húsum í New York 31,2 af hundraði. Nú eru 265 hjúkrunarkonur við þessa starfsemi í New York og fara um 550.000 heimsóknir á ári. Þær hafa aldrei neitað um aðstoð, ef til þeirra hefir verið leitað. 1 38 ár hafði ungfrú Wald síma við rúm sitt, og var alltaf hringt til hennar, ef á aðstoð þurfti að halda að nóttu til. Hún fann það, að sjúklingarnir vildu borga, en nærri helmingur þeirra átti enga peninga. Þegar farið var að ræða um laun henn- ar fyrir nokkrum árum, sagði hún: „Hafi ég starfshæfileika, þá eru þeir guðsgjöf og koma án nokkurra erfiðismuna af minni hálfu, og þá ætla ég að leggja til starf- seminnar. Ég er hjúkrunarkona og ætla aðeins að þiggja sömu laun og hinar.“ Ný- lega stofnuðu hjúkrunarkonur við stofnun hennar sjóð, til styrktar henni í ellinni, og þær gættu þess, að koma honum svo fyrir, að hún gæti ekki gefið allt féð frá sér. Nú eru starfrækt heimilishjúkrunar- kvennastarfsemi um allan heim, og for- stöðukonur á mörgum stöðum, jafnvel í Kína og Japan, hafa áður' starfað hjá ungfrú Wald. Hún hefir gaman af því að hugsa til þess, að hún átti sinn þátt í því að aðstoða er Dionne fimmburarnir fædd- ust, því kona læknisins Allan R. Dafoe var hjúkrunarkona hjá henni og nýlega sagði læknirinn við ungfrú Wald: „Allt það, sem ég kann í hjúkrun, lærði ég af konunni minni.“ Allt sitt líf hefir Lillian Wald verið að gera það, sem gerast þurfti, á meðan aðrir stóðu hjá, og voru með vafasemdir og áhyggjur. En er ungfrú Wald var að gera það, sem gerast þurfti, sá hún, að hún varð að sinna fleiru en hjúkrun. Hún komst brátt að raun um það, að einstaklingar berjast sinni eigin hagsmunabaráttu gegn næstum sérhverjum umbótum, og hún bretti upp ermar sínar og barðist. Hún hafði þann hæfileika til að bera að geta aflað sér sannra vinai öllum stéttum þjóð- félagsins og þegar hún leitaði aðstoðar til þess að hafa áhrif á löggjöfina, þá sam- einuðust veitingamenn bankastjórum um það að hjálpa henni. Hún byrjaði með því að koma fram lög- um um að hreinsa götur og nema burt óhreinindi, og hún fór til Albany til þess að berjast gegn sultarlaunum og slæmu húsnæði og til Washington til þess að að- stoða við að bæta skilyrði innflytjenda og ráðast gegn vinnu bama. Sérher hreyfing til aðstoðar hágstöddu fólki hefir unnið sér stuðning hennar. Hún aðstoðaði við að skipuleggja samtök vinnandi kvenna og gefa þeim fæðu, er þær voru í verkfalli. Einu sinni er hún var á gangi með auðug- um vini sínum, sem var á móti þessari starfsemi hennar, sáu þau verkfallsmann kasta steini inn um glugga. „Og þessu ert þú að stuðla að,“ sagði hann. „Mér geðjast hvorki að ofbeldi," sagði hún, „né órétt- látum verkföllum, en ég hefi komizt að raun um að eini mismunurinn á fólki, sem er í vanda statt, er sá, að menntaða fólkið ræður til sín lögfræðinga, en hið ómennt- aða kastar steinum.“ Erfiðasta tímabil hennar kom, þegar Bandaríkin fóru í stríð. Ungfrú Wald, sem er vinur allra kynflokka, var ein þeirra kvenna, sem stjórnuðu skrúðgöngu 1200 meðsystra til þess að mótmæla stríðinu. Hún skipulagði fundi, hélt ræður í Washington, barðist ötult — og tapaði. Kjarkminni konur hefðu eflaust gefizt upp, en Lillian Wald ákvað að verja drengi sína sem bezt hún gæti. Hún hafði aðstoð- að við fæðingu margra þeirra. Samverka- kona hennar varð forseti við herútboðs- nefndina, til þess að herútboðinu væri stjórnað réttilega. Margar hjúkrunarkon- ur hennar urðu þær fyrstu til þess að fara, og skildu eftir skarð í starfskvennaliði hennar. Samt varð ennþá að aðstoða konur og börn heima fyrir. Það varð nú erfitt að fá peninga fyrir stofunuina. Einn af örlát- ustu stuðningsmönnum hennar neitaði að leggja neitt til framar, vegna þess að hún hefði breytt gegn föðurlandi sínu. Aðrir, sem í laumi litu á hana sem kommúnista, Flugforinginn Nettleton. Myndin sýnir flugílota- foringjann Nettleton. Var hún tekin er hann kom úr árás, sem gerð var á kafbátaverksmiðju í Augsburg í Suður-Þýzkalandi 17. apríl s. 1. Nettleton stjórnaði árásinni. Hann hlaut Viktoríu- krossinn fyrir góða frammistöðu sína. neituðu kuldalega beiðni hennar um pen- inga. Stríðinu lauk, hjúkrunarkonur hennar og flestir drengja hennar komu heim. Starfsemi hennar hófst aftur af fullum krafti. Þá kom yfirlýsing sú frá „Dætrum amerísku byltingarinnar,‘‘ að þær litu á hana sem hættulega, róttæka manneskju. Henni stóð á sama um það, þótt hún væri kölluð róttæk. En henni sárnaði mjög, að slíkur hópur kvenna, sem, að því er henni fannst, hefði átt að styðja hana, skyldi af ásettu ráði reyna að spilla fyrir starfi hennar. Allir í stofnuninni voru mjög alvöru- gefnir; vinir hennar voru hræddir um, að yfirlýsing þessi mundi hafa áhrif-á þá, er veittu þeim fjárhagslega aðstoð. En ótti þeirra var ástæðulaus. Til hennar streymdu bréf og símskeyti, sem vottuðu henni holl- ustu. Styrkirnir jukust. Þeir voru svo miklir, að Lillian Wald þurfti aldrei að hætta starfsemi sinni. Hún er enn í dag eins aðlaðandi, eins skemmtileg og eins góð að segja frá og og áður fyrr, þegar háttsettar f jölskyldur sóttust eftir því að fá hana sem gestsinntil miðdegisverðar, þótt — vegnaþess, hvehún sótti það fast að afla f jár — auðugir menn hafi sagt góðlátlega: „Það kostar 5000 dollara að sitja við hliðina á Lillian Wald.“ Fyrir nokkrum mánuðum síðan skrifaði hún grein um heimilishjúkrunarkonur, og næstum því 10.000 fátæklingar skrifuðu henni, sögðu sorglegar sögur um sjúklinga, sem færu á mis við alla aðhlynningu og spurðu, hvernig væri hægt að fá hjúkrun. Ungfrú Wald svaraði hverju einasta bréfi. Lillian Wald hefir fært þúsundum manna frið, hvíld og næði, en aldrei sjálfri sér, vegna ósérhlífni sinnar. Og bæði hún og allur heimurinn er ánægður yfir því að hafa það svo. Stutt og laggott. Einstein sagði einu sinni, er kona nokk- ur hafði beðið hann að segja sér um til- svörun í fáum, óbrotnum orðum: „Frú, ég var einu sinni á gangi úti í sveit með bhnd- um vini mínum og sagði, að nú gæti ég vel drukkið mjólkursopa.“ „Mjólk?“ sagði vinur minn. „Ég veit, hvað sopi er, en hvað er mjólk?“ „Hvítur vökvi,“ svaraði ég. ^ „Eg veit, hvað vökvi er,“ sagði blindi maðurinn, „en hvað er hvítur?" „Það er liturinn á fjöðrum svananna." „Eg veit, hvað fjaðrir eru, en hvað eru svanir?“ „Svanir! Það eru fuglar með boginn háls.“ „Ég veit, hvað háls er, en hvað er bog- inn ?“ Þá missti ég þolinmæðina, ég tók hand- legg hans og rétti úr honum. „Þetta er beint,“ sagði ég. Síðan beygði ég hann um olnbogann. „Og þetta er bogið.“ „Nú!“ hrópaði blindi maðurinn. „Þá veit ég, hvað þú átt við með mjólk!“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.