Vikan


Vikan - 06.01.1944, Blaðsíða 11

Vikan - 06.01.1944, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 1, 1944 11 Framhaldssaga: Hver gerði það1 Höfundurinn; Sakamálasaga eftir AGATHA CHRISTIE Agatha Christie .............................................................................................................................................................................■■■■■■■■■■■■■ Hercule Poirot Poirot horfði á uppdrátt sinn. ,,Já, ég sé það — og hvaða rúm höfðuð þér?“ ,,Það neðsta.“ ,,Er það nr. 4?“ ,,Já, herra.“ ,,Er nokkur í klefanum með yður?" ,,Já. Stór ítalskur náung-i.“ „Talar hann ensku?“ „Einhverskonar ensku,“ sagði þjónninn, fremur fyrirlitlega. „Hann hefir verið í Ameríku — Chicago, eftir því sem ég kemst næst.“ „Talið þið mikið saman?" „Nei, herra. Ég kýs heldur að lesa.“ Poirot brosti. Hann sá þá i anda — stóra, máluga Italann og fyrirlitningarsvipinn á þeim enska. „Og má ég vera svo frekur að spyrja, hvað þér eruð að lesa?“ spurði hann. „Núna er ég að lesa „Fangar ástarinnar", eftir frú Arabellu Richardson.“ „Er það góð saga?“ „Mér finnst hún ákaflega skemmtileg.“ „Jæja, við skulum halda áfram. Þér sneruð aft- ur i klefa yðar og lásuð „Fanga ástarinnar", hvað lengi?“ „Þangað til klukkan var um hálf ellefu, þá vildi Italinn fara að hátta, svo að lestarþjónninn kom og bjó um okkur.“ „Svo að þér fóruð í rúmið og sofnuðuð?" „Ég háttaði, en sofnaði ekki.“ „Hvers vegna ekki?“ „Ég var með tannpínu.“ „Ó, það er vont.“ „Mjög vont, herra." „Gátuð þér gert nokkuð við henni?“ „Ég átti olíu, sem dró svolitið úr verkinum, en ég gat samt ekki sofnað. Ég kveikti á ljósinu við höfuðgafl minn og hélt áfram að lesa — til þess að hugsa ekki um tönnina.“ „Sváfuð þér alls ekki neitt?" „Jú, ég sofnaði um klukkan fjögur um morg- uninn." „Og félagi yðar?“ „Sá italski? Hann hraut alla nóttina.“ „Fór hann aldrei út úr klefanum?" „Nei.“ „En þér?“ „Nei.“ „Urðuð þér varir við nokkuð um nóttina?" „Nei, ekki man ég það. Ekkert óvenjulegt. En allt var svo kyrrt, þegar lestin stanzaði." Poirot var þögull nokkra stund, siðan sagði hann. „Jæja, ég held að það sé lítið meira hægt að segja. Þér getið ekki varpað meiru ljósi á málið?“ „Nei, ég er hræddur um ekki.“ „En vitið þér til þess, að húsbónda yðar og MacQueen hafi komið illa saman?" „ónei! MacQueen er mjög skemmtilegur maður.“ „Hjá hverjum voruð þér áður en þér komuð til Ratchetts?“ „Hjá Sir Henry Tomlinson, Grosvenor Square.“ „Hvers vegna fóruð þér frá honum?" „Hann fór til Afríku og þurfti ekki á mér að halda lengur. En ég veit, að hann mælir með mér, herra. Ég var hjá honum i nokkur ár.“ „Ilvað hafið þér verið lengi hjá Ratchett?" Forsasa' ^ercule Poirot er á leið ® * frá Sýrlandi með Taurus hraðlestinni. 1 lestinni eru aðeins tveir aðr- ir farþegar; ung stúlka, sem heitir Mary Debenham og Arbuthnot ofursti frá Ind- landi. Þegar Poirot kemur til Stamboul, fær hann skeyti um að koma strax til Eng- lands. Hann hittir gamlan vin sinn, Bouc, sem er framkvæmdarstjóri járnbrautar- félagsins. Þeir verða samferða með járn- brautinni. Á Tokatlian gistihúsinu sér Poi- rot tvo Ameríkumenn. Honum lízt illa á þann eldri, sem heitir Ratchett. Þessir tveir menn, MacQueen og Ratchett, fara einnig báðir með lestinni. Ratchett biður Poirot um að vernda sig, af því að hann er hrædd- ur um líf sitt. Poirot neitar. Ratchett er myrtur í lestinni. Poirot tekur málið að sér og yfirheyrir MacQueen einkaritara Ratchett, sem segir honum það, sem hann veit um hagi hans. Því næst skoðar Poirot likið ásamt Constantine lækni og finna þeir á því 12 mismunandi djúpar stungur. Poirot kemst að því að Ratchett heitir réttu nafni Cassetti og það var hann, sem stóð fyrir ráninu á Daisy litlu dóttur Armstrongs ofursta. Frú Armstrong lézt af sorg og Armstrong sjálfur framdi sjálfsmorð. Barn- fóstra, sem ekki gat sannað sakleysi sitt framdi einnig sjálfsmorð. En Cassetti slapp frá Ameríku og ferðast nú um undir gerfi- nafni. Poirot hefir hafið yfirheyrslumar og yfirheyrt lestarþjóninn, einkaritara Ratc- hetts, en er nú að yfirheyra herbergisþjón hans. „Rétt um níu mánuði." „Þakka yður fyrir, Masterman. Meðal ann- ara orða, reykið þér pípu?“ „Nei, ég reyki eingöngu vindlinga." „Þakka yður fyrir, þetta er nóg.“ Poirot kink- aði til hans kolli. Þjónninn hikaði eitt augnablik. „Fyrirgefið, herra, en þessi fullorðna ameríska kona er I mjög skrítnu ástandi. Hún segist vita allt um morðingjann. Hún er í mjög æstu skapi, herra." „Ef svo er,“ sagði Poirot brosandi, „þá er bezt að tala við hana næst.“ „Á ég að segja það við hana? Hún hefir nú lengi heimtað að fá að tala við einhvern valda- mann, en lestarþjónninn hefir reynt að sefa hana.“ „Látið hana koma hingað, vinur minn,“ sagði Poirot. „Við skulum hlusta á sögu hennar næst.“ 12. KAFLI. Vitnisburður amerísku konunnar. Þegar frú Hubbard kom inn í borðstofuvagn- inn var hún í svo mikilli geðshræringu, að hún gat varla komið upp nokkru orði. „Viljið þið rétt segja mér það — hver ræður hér? Ég hefi fengið mjög þýðingarmiklar upp- lýsingar, já, vissulega mjög þýðingarmiklar; ég ætla að segja þeim, sem eru valdhafar hér frá þeim eins' fljótt og hægt er. Ef þér, herra minn —.“ Hún horfði órólega á mennina þrjá. Poirot hallaði sér fram. „Segið mér frá því, frú,“ sagði hann. „En fáið yður fyrst sæti.“ Frú Hubbard settist þunglega á stólinn gagn- vart Poirot. „Það, sem ég ætla að segja yður er þetta. Það var framið morð í lestinni i nótt, sem leið, og morðinginn var hérna inni í klefanum mínum!“ Hún þagnaði, til þess að gefa orðum sínum meiri áhrif. „Eruð þér vissar um það, frú?“ „Auðvitað er ég viss! Hvemig dettur yður ann- að í hug! Ég veit, hvað ég tala um. Ég skal segja yður allt, sem hægt er að segja. Ég var háttuð og farin að sofna, allt í einu hrökk ég upp — allt var niðdimmt — og ég vissi að það var karlmaður inni í klefanum. Ég var svo hrædd, að ég gat ekki hrópað, ef þér skiljið við hvað ég á. Ég lá, þarna og hugsaði, „Guð minn góður, ætlar einhver að drepa mig!“ Ég get alls ekki lýst því, hvemig mér leið. Þessar andstyggilegu járnbrautarlestir, hugsaði ég með mér, og öll ofbeldisverkin, sem ég hafði lesið um. Og ég hugs- aði með mér, „hvernig sem þetta nú fer, þá nær hann ekki í skartgripina mína — af því, skal ég segja yður, að ég hafði sett þá í sokk og falið hann undir kodda minum — en það er nú ekki mjög þægilegt, nú en hvað var ég að tala um?“ „Þér tókuð eftir því, að maður var í klefa yðar.“ „Já, einmitt, ég lá þama með lokuð augim og vissi ekkert, hvað ég átti að gera. Ég var *.egin því, að dóttir mín vissi ekki, hvernig væri ástatt fyrir mér. En svo náði ég mér einhvemveginn og þreifaði á veggnum, eftir bjöllunni og hringdi á lestarþjóninn. Ég hringdi og hringdi, en ekkert gerðist — og ég skal segja yður það, að ég hélt, að hjarta mitt myndi hætta að slá þá og þegar. „Guð veri mér næstur,“ hugsaði ég, „kannske hefir hver einasti maður í lestinni verið myrtur." Lestin var að minnsta kosti kyrr, og óhugnan- leg kyrrð hvildi yfir öllu. En ég hélt áfram að hringja, og ó! sá léttir, þegar ég heyrði fótatak á ganginum og barið á dymar! „Kom inn,“ hrópaði ég, og ég kveikti á ljósunum um leið. Og trúið þér því, það var ekki nokkur sál þama!“ Frú Hubbard var mjög æst. „Og hvað gerðist næst, frú?“ „Nú, ég sagði manninum, hvað hafði gerzt, en hann virtist ekki trúa mér. Hann hélt víst, að mig hefði dreymt það allt. Ég lét hann gá undir rúmið, þó að hann segði, að það gæti ekki nokkur maður troðið sér þar undir. Það var augljóst, að maðurinn var farinn — en hann hafði verið þarna. Það fór í taugarnar á mér, þegar lestar- þjónninn reyndi að sefa mig! Ég er ekkert ímynd- unarveik. — Ég veit víst ekki ennþá, hvað þér heitið ?“ „Poirot, frú; og þetta er Bouc, framkvæmdar- stjóri jámbrautarfélagsins, og dr. Constantine." Frú Hubbard heilsaði þeim mjög utan við sig og hélt síðan áfram frásögunni. „Nú, ég var auðvitað ekki eins róleg og ég er vön að vera. Ég fann það á mér að maðurinn í næsta klefa — veslings maðurinn hafði verið drepinn. Ég skipaöi lestarþjóninum að líta á hurðina milli klefanna, og það var ekki slá fyrir henni. Nú, ég sá fljótlega um það. Ég skipaði honum að setja slána fyrir, og þegar hann var farinn stóð ég upp úr rúminu og setti tösku fyrir hana, til þess að vera örugg." „Hvað var klukkan þá, frú Hubbard?" „Það get ég ekki, sagt yður, ég leit aldrei á hana, ég var svo rugluð.“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.