Vikan


Vikan - 20.04.1944, Blaðsíða 11

Vikan - 20.04.1944, Blaðsíða 11
VTKAN, nr. 16, 1944 11 Pramhaldssa^a: Hver gerði það? Hðfundurtnn: Sakamólasaga eltir AGATHA CHRISTIE Agalha Chrlatlo --------------------------- 24----------------- Við fyrstu hugsun finnst manni einkennilegt, að hann skuli hafa verið drepinn með hnífstung- um, en við nánari athugun, þá hæfir ekkert betur aðstæðunum. Rýting getur hver maður notað — sterkir og ónýtir — og hann gerir engan hávaða. Ég ímynda mér, en mér getur vitanlega skjátlast, að allir hafi farið í röð inn í dimman klefa Rat- chetts, gegnum klefa frú Hubbard — og ráku hnífinn í hann! Þeir mundi ekki einu sinni sjálfir vita, hver drap hann. Síðasta bréfið, sem Ratchett, að öllum líkind- um, fann á kodda sínum, var vandlega brennt. Þar sem ekkert var, sem benti á Armstrongmál- ið, var enginn ástæða til þess að gruna nokkum farþeganna x lestinni. Það mundi vera áiitið að einhver utanaðkomandi hefði framið morðið, og einhver farþeganna hefði séð „litla, dökkhærða manninn með kvenlegu röddina“ fara úr lestinni i Brod! Ég veit ekki vel, hvað gerðist, þegar samsæris- mennirnir komust að því að ráðabmgg þeirra var ómögulegt vegna þess, sem kom fyrir lestina. Ég býst við að þeir hafi haldið með sér fund x flýti og ákveðið að taka þvi sem kæmi. Það var satt að nú hlaut grunuf að falla á alla farþeg- ana, en það hafði þegar verið séð fyrir því. Það sem svo var eftir var að reyna að gera málið enn flóknara. Pípuhreinsarinn var skilinn eftir i klefanum — varpaði gruni á Arbuthnot ofursta, sem erfiðast var að sanna að hefði þekkt Armstrong fjölskylduna; og vasaklútur Drago- miroff prinsessu, sem vegna stöðu sinnar og sér- staklega veiku líkamsbyggingu var beinlínis ekki hægt að gruna. Til þess að flækja enn meira var konan í skarlatsrauða sloppnum. Ég sjálfur get meira að segja borið vitni um að hún sé til. Það er barið þungt á hurð mína. Ég rís upp og lít fram — og sé skarlatsrauðan slopp bregða fyrir. Nokkrir aðrir hafa séð hana, ungfrú Debenham, lestar- þjónninn og MacQueen. Ég hygg, að það hafi verið einhver með kímnigáfu, sem datt í hug að láta sloppinn efst í tösku mína á meðan ég var að yfii-heyra i borðstofuvagninum. Hvaðan sloppur- inn kom upphaflega, veit ég ekki. Mig grunar, að hann sé eign Andrenyi greifafrúar, þar sem i farangri hennar var aðeins mjög þunnur og fínn morgunkjóll. Þegar MacQueen komst að því, að bréfið, sem átti að vera vandlega eyðilagt, hafði ekki brunn- ið alveg, og Armstrong var einmitt orðið, sem var eftir, þá hlýtur hann að hafa tilkynnt hinum það þegar í stað. Það var þá, sem aðstaða And- renyi greifafrúar varð hættuleg, og eiginmaður hennar gerði þegar ráðstafanir til þess að breyta vegabréfinu. En það bætti nú ekki úr fyrir þeim! Þau samþykktu öll að neita því algjörlega að þekkja Ai’mstrong-fjölskylduna. Þau vissu, að ég hafði engin bein ráð til þess að komast að sann- leikanum, og þau álitu, að ég myndi ekki taka málið að mér, nema einhver viss persóna væri grunuð. Nú, þá var ekkert sem þurfti frekar að ihuga. Ef skoðun mín var • rétt, og ég var sannfærður um að hún hlyti að vera rétt, þá hlaut lestar- þjónninn að vera í vitorði urn samsærið. En ef svo væri, þá væru persónurnar þréttán en ékki tólf. í stað þess, sem er venjulegt að „af svona mörgum mönnum er einn sekur," þá var það vandamál sett fyrir mig að af þrettán manns væri aðeins einn saklaus. Hver var sá? Ég komst að mjög undarlegri niðurstöðu. Ég sá, að sá sem hafði ekki tékið þátt x glæpnum var vitanlega sá, sem hefði verið álitinn líkleg- astur til þess að hafa framið hann. Ég á við Andrenyi greifafrú. Ég tók eftir því, með hve mikilli alvöru greifinn sór það hátíðiega, að kona hans fór ekki úr klefanum um nóttina. Það var auðséð, að Andrenyi greifi hafði, svo að segja, tekið að sér hlixtverk konu sirmar. Ef því væri þannig varið, var Pierce Michel augsýnilega einn af þessurn tólf. En hvernig var hægt að skýra sekt hans ? Hann var heiðar- legur maður, sem hafði starfað hjá þessu félagi í mörg ár — hann var ekki einn af þeim, sem hægt væri að múta til þess að aðstoða við glæp. Þá hlaut Pierce Michel að vera flæktur í Arm- strongmálið. En þetta virtist mjög ósennilegt. Þá mundi ég eftir því, að barnfóstran, sem dó, hafði verið frönsk. Imyndum okkur að þessi ógæfusama stúlka mundi útskýra allt — það mundi líka útskýra, hvers vegna þessi staður hafði verið valinn til glæpsins. Voru það fleiri, sem var ekki vel ljóst, hvers vegna þeir, höfðu tekið þátt í glæpnum? Ég ákvað að Arbuthnot ofursti hefði verið vinur Armstronghjónanna. Harm hafði að líkindum verið með Armstrong í stríðinu. Stúlkan Hildegarde Schmidt — ég get hugsað mér, hvað hún hefir starfað. Ég er kann- ske óvenjulega gráðugur, en mér finnst ósjálf- rátt, að hún hljóti að vera góður kokkur. Ég lagði fyrir hana gildru, sem hún féll í. Ég sagðist vita, að hún væri góður kokkur. Hún svaraði: „Já, vissulega, allar húsmæður minar hafa sagt það.“ En ef stúlka er ráðin sem herbergisþerna, þá er það sjaldan, að húsmæðumar hafa tæki- færi til þess að komast að því, hvort hún sé góður kokkur eða ekki. Þá var það Hardman. Hann tilheyrði áreiðan- lega ekki þjónustufólki Armstrongs. Ég gat að- eins ímyndað mér, að hann hefði verið ástfang- inn af frönsku stúlkunni. Ég minntist á ýndis- þokka erlendra kvenna við hann — og aftur náði ég tilgangi minum. Allt i einu komu tár i augu hans, sem hann sagði að væri vegna snjóbirtunn- ar. Þá -er frú Hubbard eftir. Frú Hubbard lék þýðingarmesta hlutverkið. Þar sem hún bjó i næsta klefa við Ratchett, voru mestar líkur til að hún yrði grunuð. Það lá í hlutarins eðli að hún gat ekki sannað neina fjarvist. Til þess að leika hlutverk hennar — mjög eðlilega, dálítið hlægilega, ameriska móður — þurfti listakonu. En það var ein slik tengd Armstrongfjölskyldunni: Móðir frú Armstrong - Linda Arden, leikkon- an.........“ Hann þagnaði. Með djúpri, hljómmikilli, dreymandi rödd, ólíkri þeirri, sem hx'xn hafði notað á ferðalaginu, sagði frú Hubbard: „Mig langaðx álttaf til þess að leika i skop- hlutverki." " / • Hún hélt áfi-am, ennþá dreymandi. „Þetta með svámpapokánn var glappaskot. Það sýnir að maður eigi alltaf að æfa vandlega. Við reyndum það, á leiðinni — ég var þá í öðrum ................... Hercule Polrot ..............* klefa. Mér datt aldrei í hug að slámar væru ekki eins.“ Hún sneri sér ofurlitið í sætinu og horfði beint á Poirot. „Þér vitið allt um þetta, Poirot. Þér eruð dá- samlegur maður. En jafnvel þér getið ekki ímynd- að yður, hvemig þessi hryllilegi dagur í New York var. Ég var örvingluð af sorg, líka þjón- ustufólkið. Arbuthnot ofursti var þar líka. Hann var bezti vinur Johns Ai-mstrong.“ „Hann bjargaði lífi rninu í striðinu," sagði Arbuthnot. „Við ákváðum þá og þama (kannske að við höfum verið vitstola, ég veit það ekki) að dauða- dóminn, sem Cassetti hafði komizt undan, yrði að framkvæma. Við vomm tólf, eða öllu heldur ellefu; faðir Susanne var í Frakklandi vitanlega. Fyrst vorum við að hugsa um að draga um, hver ætti að gera það, en að lokum urðum við ásátt urn, að hafa það svona. Það var bílstjórinn, Antonio, sem kom með tillöguna. Mary og Hector MacQueen unnu að öllum smáatriðum. Hann hafði alltaf dáðst að dóttur minni Soniu — og það var hann, sem sagði okkur nákvæmlega frá þvi, hvernig peningar Cassettis höfðu gert hann færan um að komast í burtu. Það tók langan tima að fullgera ráðagerð okk- ar. Við þurftum fyrst að ná i Ratchetts. Hard- mani heppnaðist það að lokum. Þá urðum við að ná í Masterman og Hector með okkur — eða að minnsta kosti annan þeirra. Nú — við gátum það. Svo ráðguðumst við við föður Susanne. Arbut- hnot ofursti vildi ákveðinn hafa tólf af okkur. Honum fannst það meira i lagi. Hann var ekki með því að við dræpum hann með hnífi, en hann viðurkenndi að það leysti flest okkar vandamál. Jæja, faðir Susaime var fús til þess að vera með okkur. Susanne hafði verið einkabam hans. Hector sagði okkur, að Ratchett mundi bráð- lega koma frá austurlöndum með Orient-hraðlest- inni. Þar sem Pierce Michel vann í þeirri lest, máttum við ekki sleppa þessu'góða tækifæri. Auk þess var það gott ráð til þess að grunur félli ekki á neina saklausa. Eiginmaður dóttur minnar varð vitanlega að vita urn það, og hann féllst á að koma með henni. Hector kom því þannig fyrir, að Ratchett valdi þann dag til ferðalagsins, er Michel var á vagt. Við ætluðum að taka alla klefana í Stam- boul-Calaisvagninum, en til allrar óhamingju, þá var það einn klefi sem við gátum ekki náð í. Hann hafði verið tekinn frá löngu áður, fyrir framkvæmdastjóra félagsins. Harris var vitan- lega ekki til. En það hefði verið heimskulegt að hafa einhvem ókunnugan í klefa Hectors. Og svo komuð þér á siðustu stundu . . . .“ Hún þagnaði. „Jæja,“ sagði hún. „Þér vitið allt núna, Poirot. Hvað eruð þér að hugsa .úm að gera? Ef það verður að vera opinbert, getið þér þá ekki skelt skuldinni á mig eina? Ég hefði með fúsum vilja í’ekið hnífinn tólf sinnum í þennan mann. Hann bar ekki aðeins ábyrgð á dauða dóttur minnar og bams hennar og hins barnsins, sem hefðu annars lifað glöð núna. Það var rneira en það: öðmm börnum hafði verið stolið á undan Daisy litlu, og í framtiðinni gæti fleirum verið rænt. Almenningsálitið hafði dæmt hann — við vorum /

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.