Vikan


Vikan - 16.11.1944, Blaðsíða 5

Vikan - 16.11.1944, Blaðsíða 5
VTKAN, nr. 41, 1944 5 FRAMHALDS8AGA Poirot og lœknirinn Sakamálasaga eftir Agatha Christie 24 „Svo að þér skírðuð drenginn Kent eftir sveitinni." „Ég fékk mér vinnu. Ég gat séð um að fæða og klæða hann. Ég sagði honum aldrei frá því, að ég væri móðir hans. En hann varð ekki góður, hann drakk, og svo fór hann að neyta eiturlyfja. Ég gat borgað fyrir hann far ti) Kanada. Ég heyrði ekki frá honum i tvö ár, svo komst hann emhvern veginn að þvi, að ég væri móðir hans. Hann skrifaði og bað mig um peninga. Að lok- um frétti ég, að hann væri aftur kominn hingað til landsins. Hann sagðist koma til Fernly til þess að hitta mig. Ég þorði ekki að láta hann koma inn í húsið. Ég hefi alltaf verið álitin svo heiðvirð. Ef einhver hefði orðið þess áskynja — þá væri ráðskonustöðu minni lokið. Svo að ég skriíaði honum, eins og ég sagði yður rétt áðan.“ „Og um morgunirin komuð þér til Sheppard læknis ?“ „Já. Ég hélt, að kannske væri hægt að gera eitthvað. Hann var ekki vondur drengur — áður en hann fór að neyta eiturlyfja." „Einmitt það,“ sagði Poirot. „Nú, við skulum halda áfram með söguna. Hann kom þarna um kvöldið í lystihúsið?" „Já, hann beið eftir mér, þegar ég kom þangað. Hann var mjög ruddalegur og skömmóttur. Ég hafði tekið með mér alla peningana, sem ég átti, og lét hann hafa þá. Við töluðum dálitið saman, og svo fór hann." „Ilvað var klukkan þá?“ „Hún hefir verið um tuttugu og tuttugu og fimm mínútur yfir niu. Hún var ekki orðin hálf- tiu, þegar ég var komin inn aftur." „Hvaða leið fór hann?“ „Sömu leið og hann kom, eftir götunni, sem liggur að akbrautinni rétt fyrir innan hliðið hjá dyraverðinum." Poirot kinkaði kolli. „Og þér. Hvað gerðuð þér?“ „Ég fór aftur inn í húsið. Blunt majór var á gangi á stéttinni, svo að ég sneri við til þess að fara inn um hinar dyrnar. Þá var klukkan einmitt hálftíu, eins og ég sagði^yður." Poirot kinkaði aftur kolli. Hann krotaði nokk- ur orð í litla vasabók. „Ég býst við að þetta sé nóg,“ sagði hann hugsandi. „Á ég —“ hún .hikaði. „Á ég að segja Raglan fulltrúa frá þessu öllu?“ „Það getur komið að þvi. En við skulum ekki flýta okkur. Við skulum fara hægt í sakirnar og taka allt í röð og reglu. Charles Kent er ekki enn ákærður fyrir morð. Það geta komið fyrir þau atvik, sem gera sögu yðar óþarfa.“ Ungfrú Russell stóð upp. „Ég þakka yður kær- lega fyrir, Poirot," sagði hún. „Þér hafið verið mjög elskulegur — vissulega mjög elskulegur. Þér — þér trúið mér? Charles er ekkert við- riðinn þetta hræðilega morð!“ „Það virðist enginn vafi á þvi, að maðurinn, sem talaði við Ackroyd klukkan hálftíu, geti ekki hafa verið sonur yðar. Verið hugrakkar, ungfrú góð. Þetta bjargast allt.“ Ungfrú Russell fór. Við Poirot vorum eftir saman. „Þannig var það,“ sagði ég. „Álltaf komum við aftur að Ralph Paton. Hvernig fóruð þér að því að sjá það, að Charles Kent kom til þess að hitta ungfrú Russell? Tókum þér eftir svipn- um?“ „Ég hafði sett hana i samband við óþekkta manninn, löngu áður en við sáum hann. Undir eins og við fundum fjöðrina. Og fjöðurin gaf til kynna eiturlyf, og ég minntist þess, sem þér sögðuð um komu ungfrú Russell til yðar. Svo sá ég greinina um kokain í morgunblaðinu. Þar virtist allt mjög auðskilið. Hún hafði, þennan morgun, heyrt um einhvern, sem neytti eitur- lyfja, hún las greinina i blaðinu, og fór svo til yðar að freista þess að spyrja yður nokkurra spurninga. Hún minnti á kokain, þar sem um- rædd grein var um kokain. Svo þegar henni fannst þér sýna of mikinn áhuga, flýtti hún sér að fara að tala um glæpasögur og eitur. Mig grunaði að hún ætti son eða bróður eða einhvern annan miður skemmtilegan ættingja. Nú, en ég verð að fara. Það er kominn tími til hádegis- verðar.“ „Þér borðið hérna hjá okkur," sagði ég. Poirot hristi höfuðið. Það brá glampa fyrir í augum hans. „Ekki aí'tur í dag. Ég vil ekki neyða ungfrú Caroline til þess að framreiða mat handa græn- metisætu tvo daga í röð.“ Ég sá, að það fer ekki margt fram hjá Hercule Poirot. 21. KAFLI. Greinin í dagblaðinu. Caroline hafði vitanlega séð ungfrú Russell koma inn. Ég bjóst við þvi, og var tilbúinn með langa skýrslu um veika hnéið konunnar. En Caioline var ekki í yfírheyrsluskapi. Hún hélt því fram, að hún vissi, hvers vegna ungfrú Russell hefði komið, en að ég vissi það ekki. „Til þess að veiða upp úr þér, James," sagði Caroline. „Veiða þig á h.nn skammai legasta hátt, ég efast ekkert um það. Ég er sannfær um, að þú heíir ekki einu sinni, haft hugmynd um það. Karlmenn eru svo einfaldir. Hún veit að þið Poirot eruð trúnaðarvinir, og hana langar til þess að vita eitthvað. Veiztu, hvað ég held, James?" ’ „Ég get ekki farið að hugsa um það. Þú hugsar svo margt skrýtið." „Vertu ekki svona háðslegur. Ég held, að ung- frú Russell viti meira um dauða Ackroyds held- ur en hún vill viðurkenna." Caroline hallaði sér aftur í stólnum með sigur- brosi á vör. „Heldurðu það annars?" sagði ég viðutan. „Þú ert ákaflega sljór í dag, James. Alveg andlaus. Því veldur auðvitað lifrin í þér.“ Samtalið snerist úr þessu eingöngu um persónu- leg mál okkar. Greinarstúfurinn hans Poirot birtist í dag- blaðinu okkar morguninn eftir. Ég hafði ekki minnstu hugmynd um tilganginn með birtingu hans, en hann hafði ákaflega mikil áhrif á Caroline. Hún byrjaði með því að halda því fram, að hún hefði alltaf sagt þetta! Ég varð undrandi, en mótmælti henni eklci. Caroline fann til einhvers samvizkubits, því að hún bætti við. „Ég hefi kannske ekki beint nefnt Liverpool, en ég vissi, að hann neyddist til að reyna að komast til Ameríku. Það gerði Crippen.“ „Og ekki var árarigurinn mikill," minnti ég hana á. „Veslings drengurinn, og svo hafa þeir náð honum. Ég álít, James, að það sé skylda þin að sjá um, að hann verði ekki hengdur." „Hvað viltu að ég geri?“ „Nú, þú ert læknir, er ekki svo? Þú hefir þekkt hann frá þvi að hann var strákur. Segðu, að hann hafi verið litilsháttar geðbilaður, það er augsýnilega ema ráðið. Ég las um daginn, að þeún liði vcl á Broadmoor — alveg eins og i yfirstéttarklúbb." Orð Larohne minntu mig á dálítið. „Ég v.ssi það ekki, að Poirot ætti frænda, sem er fábjáni?" sagði ég forvitnislega. „Vissirðu það ekki? Ó, hann sagði mér frá þvi öllu. Veslings strákurinn. Það er mikil sorg fyrir alla fjölskylduna. Hann hefir verið heima hingað til, en honum fer svo mikið aftur, að þau óttast það, að þau verði neydd til þess að láta hann á eitthvert hæli." „Ég býst við, að þú vitir mjög vel allt, sem hægt er að vita um fjölskyldu Poirots núna," sagði ég æstur. „Já, mjög vel,“ sagði Caroline blíðlega. „Það er mikill léttir fyrir fólk að geta sagt einhverj- um frá öllum áhyggjum sínum." „Það getur verið," sagði ég, „ef fólkið fengi að gera það ótilkvatt. Það er annað mál, hvort það kærir sig um að láta aðra neyða sig til að segja frá leyndarmálunum." Caroline horfði á mig með svip kristins písl- arvottar, sem nýtur píslarkvalanna. „Þú ert svo óháður, James," sagði hún. „Þú hatar að tala í einlægni, og þú heldur að allir aðrir hljóti að vera eins og þú. Ég vona það, að ég ncyði aldrei neina til þess að segja mér frá leyndarmálum sinum. Til dæmis, þó að Poirot kæmi hingað í eftirmiðdag, eins og hann sagðist, ef til vill gera, þá dytti mér aldrei í hug að, spyrja hann, hver það hafi verið, sem kom tili hans sriemma í morgun." „Snemma í morgun?" sagði ég. „Mjög snemma," sagði Caroline. „Áður en mjólkin kom. Ég leit af tilviljun út um glugg- ann. Það var maður. Hann kom í bifreið, hann var mjög dúðaður. Ég sá ekki andlit hans. En ég skal segja þér álit mitt,- og þú munt sjá, að ég hefi á réttu að standa." „Hvað álíturðu þá?“ Caroline lækkaði róminn leyndardómsfull. „Sérfræðingur frá því obinbera," sagði hún lágt. „Sérfræðingur frá því opinbera," sagði ég undrandi. „Góða Caroline!" „Taktu eftir orðum mínum, James, þú munt sjá það síðar, að ég hefi á réttu að standa. Þessi ungfrú Russell kom hingað um morguninn til þess að ná í eitthvað eitur hjá þér. Það getur mjög vel verið að Ackroyd hafi vetið gefið inri eitur þetta kvöld i matnum." Ég hló hátt. „Buli og vitleysa," hrópaði ég, „ég skowaði líkið, og ég veit, hvað ég er að tala um. Sárið var dauðaorsökin, um það þarftu ekki að efast." En Caroline setti upp þennan alvitra svip, sem fór.svo í taugarnar á mér, að ég hélt áfrarii: „Kannske að þú viljir fræða mig á því, Caro- line, hvort ég hafi læknisfræðipróf, eða ekki?" „Ég býst við að þú hafir læknisfræðipróf, James — að minnsta kosti þykist ég vita það. En þrátt fyrir það hefir, þú ekkert ímyndunar- afl.“ , . „ i „Þér hlotnaðist svo míkið, að það varð ekkeft. eftir handa mér,“ sagði ég þurrlega.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.