Vikan


Vikan - 16.11.1944, Síða 10

Vikan - 16.11.1944, Síða 10
10 VIKAN, nr. 41, 1944 cimii i E. IIIII L I V Ast og umburðarlyndi. Eftir Dale Camegie. \ Matseðillinn Síldarbollur. % kg. síld, % kg. kartöflur, 300 gr. soðið eða steikt kjöt. 10 gr. kartöflumjöl. 1 dl. rjómi eða mjólk. Pipar. 60 gr. smjör eða önnur feiti. Siidin er látin liggja í bleyti og er siðan' hreinsuð, roði og beinum flett frá og hakkað einu sinni í hakka- vél. Kartöflumar eru soðnar og síðan hakkaðar ásamt kjötinu. Mjöl- ið, piparinn og rjóminn er látið út ■ í. Deigið er allt hrært vel saman og búnar til litlar bollur úr því, sem svo eru brúnaðar í feiti. Brauðsúpa. 300 gr. fúgbrauð. 2 1. vatn. 1 sítróna eða 1 teskeið af ediki. 2 dl. hvítöl. Sykur. Saft. Brauðið er skorið niður og látið liggja í bleyti í vatninu yfir nóttina; síðan er það soðið í vatninu ásamt sítrónuberkinum eða edikinu. Þegar brauðið er orðið meyrt, er súpan siuð í gegn um sáld, þynnt með sjóðandi vatni og látin koma upp suðan á henni. ölinu, sykrinum og saftinni þætt í eftir smekk. Húsráð Hreinsið ávallt vel af diskum og skálum áður en þér þvoið upp. Tízkumynd Köflótt efni eru alltaf falleg og mjög hentug, enda eru þau venju- lega í tízku. Þessi kjóll er úr rauð- og svart- köflóttu efni. Framan á blússunni og á vösunum er efnið ,,pliserað“. Svartir hnappar eru á blússunni og svart belti. Spakmæli. Munnur hins réttláta er lífslind, en munnur óguðlegra byrgir ofbeldi. Varir hins réttláta vita, hvað geð- fellt er, en munnur óguðlegra er ein- tóm flærð. (Úr Orðskviðum Salómons). „Eg get marga heimskuna gert um ævina,“ sagði Disraeli, „en ég ætla aldrei að gifta mig af ást.“ Og hann gerði það ekki. Hann var ógiftur, þangað til hann var hálffertugur, en þá bað hann ríkrar ekkju, sem var fimmtán árum eldri en hann og gráhærð. Ást? Nei. Hún vissi, að hann elskaði hana ekki. Hún vissi, að hann giftist vegna penmg- anna. Hún bað hann þess vegna að bíða í eitt ár, svo að hún gæti kynnst honum. Hún giftist honum, þegar ár- ið var liðið. Þetta var heldur en ekki óskáld- legt og útreiknað allt saman, eða er ekki svo ? En samt brá svo undarlega við, að hjónaband Disraelis varð glæsileg sigursaga innan um allar raunarollurnar í annálum hjónabands- ins. Ríka ekkjan, sem Disraeli kaus sér, var hvorki ung, fríð né gáfuð og var langt frá því. Hún talaði iðulega af sér, svo að hlegið var að vanþekk- ingu hennar í bókmenntum og sögn. Hún sagðist t. d. alltaf ruglast í því, „hvorir voru fyrri, Grikkir eða Róm- verjar.“ Klæðaburður hennar var á- berandi og smekkur hennar fyrir innanstokksmunum furðulegur. En hún var snillingur, afburðasnillingur i því, sem mest veltur á í hjónaband- inu, í umgengninni við manninn. Hún bar það ekki við, að jafna sínum gáfum við gáfur mannsins síns. Þegar hann kom heim þreyttur og leiður á samkvæmum og smelln- um brðasennum við hnyttnar hertoga- frúr, þá var honum hvíld að hinu létta hjali Mary Anne. Heimilið varð honum til sívaxandi ánægju, sá stað- ur, þar sem hann gat notið áhyggju- lausrar hvíldar og hjúfrað sig í hlýj- unni af aðdáun Mary Anne. Stund- irnar, sem hann eyddi heima hjá kon- únni, sem var að eldast, voru mestu ánægjustundir ævi thans. Hún var hjálparhella hans, trúnaðarmaður hans og ráðgjafi. Á hverju kvöldi flýtti hann sér heim úr þinghúsinu til að segja henni fréttirnar. Og það gilti einu, hvað hann tók sér fyrir hendur, Mary Anne datt ekki eitt andartak í hug að efast um, að hann gæti gert það. Þetta er mjög mikils- vert. 1 þrjátíu ár lifði Mary Anne fyrir Disraeli og fyrir hann einan. Hún kærði sig því aðeins um auðævi sin, að þau gátu gert honum lifið þægi- legt. Hún var svo eftirlætisgoð hans. Hann varð jarl, eftir að hún dó. En meðan hann var enn í borgarastétt, fékk hann Victoríu drottningu til að aðla Mary Anne. Hún varð Beacons- field greifafrú árið 1868. Hann hallaði aldrei einu orði á hana, hversu kjánalega og skraf- skjóðulega sem hún kom fram opin- berlega. Hann ávítaði hana aldrei. Og ef einhver dirfðist að draga dár að henni, þá reis hann óðfús upp til varnar henni af fullum drengskap. Mary Anne var ekki fullkomin. En í þrjá áratugi þreyttist hún aldrei á því, að tala um manninn sinn, lofa hann og dáðst að honum. Og afleið- ingin ? „Við höfum verið gift í þrjá- tíu ár,“ sagði Disraeli, „og ég hefi aldrei orðið leiður á henni." (Og samt héldu sumir, að Mary Anne hlyti að vera leiðinleg, af þvi að hún kunni ekki mannkynssögu). Disraeli dró aldrei fjöður yfir það, að Mary Anne væri mikilsverðasti þáttur Iífs síns. Og afleiðingin? „Vegna ástúðar hans,“ sagði Mary Anne við vini sína, „hefir æfi mín bókstaflega talað orðið þrotlaus hamingja.“ Þau höfðu sin í milli dálítinn orða- leik. „Þú veizt það,“ sagði Disraeli, „að ég giftist þér ekki vegna neins annars en fjármunanna." Og Mary Anne svaraði brosandi: „Já, en ef þú ættir að gera það aftur, þá mundir þú gera það af ást, er það ekki?“ Og hann félst á, að það væri rétt. Nei, Mary Anne var engin fyrir- mynd í öllu. En Disraeli var nógu skynsamur að lofa henni að vera eins og hún var. Henry James hefir sagt: „Fyrsta boðorðið, sem menn þurfa að læra í umgengni við aðra, er, að troða ekki öðrum um tær, þegar þeir vilja fara sinar leiðir til ánægju sinnar og hamingju, svo framarlega sem þeir Framhald á bls. 15. Frímerki eru verðmæti. Kastið ekki SIG. HELGASON, P. verðmætum fyrir borð. Kaupi íslenzk frímerki hæsta verði eftir innkaupslista. — Duglegir umboðsmenn óskast um allt land til innkaupa á íslenzkum frímerkjum. Há ómakslaun! Leitið upplýsinga hjá: O. Box 121, Reykjavík. Allir vita að GERBER’S Barnamjöl hefir reynst bezta og bætiefnaríkasta fæða, sem hingað hefir flutzt Fæst í Verzlun Theódór Siemsen Súni 4205. NB. Sendi út um land gegn póstkröfu. —

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.