Vikan


Vikan - 16.11.1944, Page 11

Vikan - 16.11.1944, Page 11
VIKAN, nr. 41, 1944 11 -------------------------Framhaldssaga:-----> Qamla konan á Jalna Eltir MAZO D E L A ROCHE. 28 -■ _______________________________________■ Á öðrum staðnum var farið að syngja í tekatlin- um. Hann skipaði Renny að sækja meira sprek, en horfði um leið tortryggislega á hann. Hvað hafði drengurinn verið að gera ?, Hann hafði séð hann beygja sig yfir Veru þannig, að hann gat ekki verið að kenna henni sundtök. Eden kom hlaupandi með fullt fangið af kvistum, og þegar Renny setti meiri við á eldinn, logaði mikið i kringum ketilinn og undir pönn- unni, sem Magga setti yfir hinn eidinn. „Hvað ætiarðu að láta á hana, Magga?" spurði Renny. „Svínakjöt og egg. Ég er svo sólbrennd í framan. Viltu ekki gera það fyrir mig?“ „Láta strákinn gera það!“ hrópaði Vera. „Hann skemmir það bara!“ „Nei, ekki hann. Hann gerir það betur en ég.“ Vera stóð hreyfingarlaus á meðan hann setti kjötið á pönnuna; en þegar hún sá að augu Filippusar hvíldu á henni, sneri hún sér við og fór að tala við Nikulás, Renny settist á hækjur fyrir framan eldinn og horfði á pönnuna með eggjunum. Hann var rauð- ur í kinnum af hita, og blautur sundbolurinn limdist við magran, samanbeygðan líkama hans. Nú þoldi Aðalheiður ekki að bíða lengur eftir matnum. Hún gekk fram og aftur og studdist við stafinn sinn; ýmist horfði hún ofan í fötuna, þar sem flöskumar voru, eða hún athugaði, hvað var komið á dúkinn, þar sem María var að raða diskum með brauði og smjöri, þykkum smákökum og kókosköku, sem var öll sett hvítum röndum og krukku með ávaxtamauki. Við hliðina á þessu stóð stór glerkanna með þykkum rjóma. Á hin- um enda dúksins var skál með kartöflusalati og stórt oststykki. Munnur Aðalheiðar fylltist vatni. Hún beit saman tönnunum og gekk aftur að eldinum. „Haltu áfram að hella feiti yfir eggin,“ sagði hún skipandi við Renny. „Hugsaðu um það, sem þú ert að gera — annars veltirðu pönnunni!" Hann hafði snúið sér við til þess að reykurinn færi ekki í augun á honum. Hann hélt á síðasta egginu í hendinni. „Varaðu þig!“ sagði Magga. „Þetta egg á að sjóða handa Pip. Hann vildi ekki borða hádegis- matinn sinn, af því að hann er að taka tönn. Mamma vildi, að hann fengi egg með teinu sínu." „Taktu eftir, drengur!" kallaði Aðalheiður. „Þú brennir feitina!" Hún potaði í hann með stafnum sínum, en eldurinn, sem var kominn í feitina, blossaði upp. Renny missti eggið, sem brotnaði á steinunum, og innihaidið rann úr skuminni. „Guð hjálpi þér!“ æpti Magga. „Hvað ertu að gera! Hvað heldurðu, að mamma segi?“ „Ég verð að segja henni frá því,“ sagði Renny. „Þetta er nóg.“ Hann rétti Möggu pönnuna og gekk til Maríú, sem var að blnda spjaldið um hálsinn á Pip. Ef hún reiddist því, hvemig hann fór með Eden, hvað segði hún þá núna?“ „Mamma," sagði hann. „Ég var svo óheppinn að brjóta eggið hans Pip. Hvað eigum við að gera?“ „Egg — egg — egg,“ hrópaði Pip. „Æ, hvemig fórstu að því?“ „Amma rak stafinn sinn í mig, og um leið fór reykur í augun á mér. Mér þykir það afskaplega leitt.“ Hann horfði á litla drenginn. „Jæja,“ sagði María, „þá verður hann að láta sér nægja mjólk og brauð, litla greyið!" Einhver hafði skilið mjólkurflöskuna hans Pip eftir í sólinni. Mjólkin var orðin súr. Þetta var of mikið fyrir Maríu. Hún sagði æst við Filippus: „Ég hefi aldrei vitað aðra eins meðferð á mat! Mamma þin var næstum búin að stela matnum af pönnunni og gerir Renny svo bilt við að hann missir eggið hans Pip, og það brotnar. Og svo gleymdi Magga mjólkinni hans í sólinni. Ég veit, að það var Magga. Hún er svo hirðulaus. Hvað á ég að gera? Ég neyðist blátt áfram til þess að fara heim með hann.“ Filippus hvolfdi úr pípu sinni í sandinn. Svo sagði hann rólega: „Það er bær héma rétt hjá. Sendu Renny þangað, til þess að fá mjólk handa drengnum." „Mjólk — Mjólk,“ hrópaði Pip og teygði sig eftir mjólkurflöskunni. „Ég skal fara með Renny eftir mjólkinni," sagði Vera. „Ég hefi ekkert á móti því. Hann gæti vel hellt henni niður.“ „Bull og vitleysa!" sagði Aðalheiður, sem kom að í því. „Þynnið dilítinn rjóma með volgu vatni. Það hefi ég gefið bömunum mínum margoft." „Nei,“ sagði María ákveðin. „Hann verður að fá mjólk.“ Renny og Vera lögðu af stað. Nú fengu þau aftur tækifæri til að vera ein! Þau flýttu sér eftir stígnum, berfætt eins og þau voru. Á meðan þau stóðu fyrir framan dyrnar á bænum og biðu, horfðust þau í augu og brostu. Þau gátu ekki horft af hvoru öðru — en augun voru lóleg, þau horfðu niður, og þau litu upp. Hana langaði til þess að snerta brúnar, gljáandi axlir hans. Þau hlógu og töluðu um kjúklingana, sem voru á brölti í kringum þau. Þau báru mjólkurfötuna á milli sin eftir stígnum. Þegar þau vom komin á stað, þar sem enginn sá til, féllust þau í faðma. „Vera,“ hvíslaði hann. „Mér þykir svo vænt um þig.“ „Ó, Renny, við ættum ekki að gera þetta!“ „Ég hélt að þú værir harðlynd. En þú ert yndis- leg.“ 7,Þú ert dásamiegur!" „Hvað þykir þér mikið vænt um mig?“ „Meira en þér um mig.“ „Þú getur það ekki. Svona mikið þykir mér vænt um þig.“ Hann sagði henni það með kossi. „Renny, ég er vitlaus i þér!“ hvíslaði hún. „Ó, guð — bara að við þyrftum ekki að fara til baka!“ „Við verðum að gera það; þau bíða eftir okk- ur.“ Hún dró sig úr örmum hans og flýtti sér niður stíginn. Strax og þau komu í augsýn, var kallað til þeirra að flýta séi-. Fólkið sat nú í kringum dúk- inn og kaffiilminn lagði um loftið. Allir höfðu góða matarlyst, nema þau tvö, sem komu siðast, en þegar Maria var búin að fá mjólkina handa Pip, tók enginn neitt sérstaklega eftir þeim. Pip sat í kjöltu móður sinnar og horfði undrandi á hvíta dúkinn og allt, sem á honum var. Einu sinni stakk amma hans kjötbita upp í hann, og hann brosti til hennar, þangað til hann var búinn með hann. Nikulás lét hindberiasaftina ganga, og Malaheide, sem hafði allan daginn verið þreyttur og skapillur, komst nú í betra skap. „Fullkomið veður, dásamlegt landslag, góður matur og töfr- andi fólk, hvers getur maður krafizt meira?“ sagði hann. Magga sagði lágt: „Að þú færir.“ Þegar búið var að hella upp á kaffið, komu þau sér þægilega fyrir. Remiy fór með stóran kaífibolla til Hodge, sem sat nálægt hestunum og boröaði mat smn. Hann settist við hlið Hodge og bauö honum vindhng, og svo fóru þeir að tala um Gailant. Það voru lika fleiri hestar frá Jalna, sem áttu að vera á sýningunni, en það var alveg gleymt. Allar vonir þeirra voru bundnar við þerman eina hest. Þegar Renny og Hodge fóru að tala um hann, gleymdu þeir öllu öðru. Maria gekk em á strþndmni og horfði á dökk- rauðu skýih yfir vatninu. Það var farið að kólna, og hún krosslagði armana og tárin komu fram I augu hennar. Hún var hamingjusöm; og af þvi að hún var hammgjusöm, og himininn var svo fallegur, þurfti hún að gráta. Hún heyrði óminn af röddum hmna eins og klukknahljóm. Lítil og köld hönd snerti hennar. Hún tók utan um hana og þrýsti hana blíðlega. Eden spurði: „Hvers vegna stendur þú hérna, mamma?“ „Til þess að horfa á litinn á himninum." „Og líka á vatninu. Það eru litir langt niðri í vatninu." „Já. Finnst þér þeir fallegir?" „Finnst þér það?“ „Já. En þeir fá mig til að þrá eitthvað. Það skilur þú ekki.“ „Jú, ég skil það. Ég verð líka hryggur." Filippus kom gangandi eftir sand.num, sem var nú í skugga. „Við erum að fara! Það er búið að spenna hestana fyrir. Stúlkurnar hafa gengið frá körfunum, og Pip sefur í kjöltunni hennar mörnmu." Eden teygði hendumar og dró í jakka föður sins. „Ó, ég er svo þreyttur! Gætirðu ekki borið mig dálítið ?“ Filippus sveiflaði honum upp á öxl sina. María tók undir arm Filippusar; en henni þótti leitt að fara heim, þótt hún væri líka þreytt. XXV. KAFLI. Boney. Hann hafði átt langan og einmanalegan dag. Morguninn hafði verið óþolandi leiðinlegur. Sólm hafði verið svo heit, að Aðalheiður hafði ekki dregið frá gluggatjöldin i svefnherbergi sinu, og þegar hann fór að kvarta, vakti athygli hennar með því að hósta hátt, og hann hélt því stöðugt áfram, þangað til hún lagði dúk yfir búrið hans, svo að hann var útilokaður frá henni, ljósi og lofti. 1 gleði sinni yfir að fara út, gleymdi hún að taka dúkinn af búrinu, og þar hafði hann setið það sem eftir var dagsins i mannlausu hús- inu, og eina tilbreyting hans var að rifa í teppið og hrækja hýðinu af fræinu sínu út á gólfið. Aðalheiður var eyðilögð, þegar hún sá hann sitja þama og hnipra sig saman í búrinu mjög þunglyndislegan á svipihn. Hún tók dúkinn af og talaði við hann á indversku, um leið og hún fór úr svarta kasmírskjólnum, sem hún var í á ferð- inni, og hún fór í næstbezta silkikjólinn sinn. Ó, þvílíkur léttir, að taka af sér hattinn og setja upp knipplingakappa í staðinn! Hún festi krag- ann á kjólnum með demantsnælu. Hún tók Boney út úr búrinu, og setti keðjuna, sem var föst við prikið hans, um fótinn á honum. Svo tók hún prikið, og hélt því fyrir framan sig og birtist í dagstofudyrunum; þar var fjölskyldan saman komin.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.