Vikan


Vikan - 21.03.1946, Blaðsíða 3

Vikan - 21.03.1946, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 12, 1946 3 Einar Kristjánsson operusongvari en höfðu mikinn áhuga á söng sonar síns, bæði söngelsk, og sungu með sonum sínum, og góðir söngmenn hafa verið í föðurætt Einars. Einar mun hafa byrjað snemma að syngja og sagt hefir það verið af kunnugum, að hann hafi sungið áður en hann lærði að tala. Hóf hann söng- nám í barnaskólanum, hjá Bjarna Péturssyni, og söng opinberlega einsöng tíu ára gamall, í lögunum Bára blá og Ólafur reið með björgum fram. Martha, kona Einars Kristjánsson- ar, ásamt tveimur dætrum þeirra hjóna. Sú eldri heitir Valgerður Wil- helmína, og er fædd 29. maí 1939, en hin heitir Brynja og er fædd 1941. Martha er grisk í aðra ættina, en þýzk í hina. Einar Kristjánsson kvæntist 1936 Mörthu Papafoti. Hér sjást brúðhjón- in vera að koma frá vígslunni. Að bamaskólanámi loknu fór Einar í Menntaskólann. Seytján ára gamall var Einar í Karlakór K. F. U. M. og voru þá meðlimir kórsins látnir fara í tíma til Sigurðar Birkis, nú söngmálastjóra, og byrjaði Einar upp úr því söngnám hjá Sigurði, er hvatti hann mjög til að halda því námi áfram. Einar Kristjánsson varð stúdent 1930. Þá um haustið Einar Kristjánsson sem Don Flor- estan í óperunni „Fidelio“ eftir Beet- hoven. hélt hann hljómleika í Nýja Bíó fyrir fullu húsi og við ágætar móttökur. Sama haust fór hann til Vínarborgar, í orði kveðnu til verzlunarnáms á háskóla, en hóf þegar söngnám um veturinn. Næsta vor kom hann heim aftur og hélt hljóm- leika í Reykjavík, á Akureyri og víðar. Haustið 1931 héldu hann og Garðar Þorsteinsson, síðar prestur, marga hljómleika og sungu Gluntana saman og ýms lög einir. Á leiðinni til Vínarborgar um haustið stanzaði hann eitt- hvað í Dresden. Waldimar Staegeman, þekktur leikstjóri við óperuna í Dresden, heyrði af tilviljun söng Einars. Spurði hann Einar, hvort hann væri óperusöngvari. Hann sagðist bara vera venjulegur stúdent norðan frá Islandi. Leikstjórinn bað hann að koma í ríkisóperuna daginn eftir og lofa forstjóranum að heyra sönginn. Einar gerði það. Þeir sem á hann hlýddu og völdin höfðu í ríkisóperunni buðu Einari fría kennslu við söng- skóla óperunnar og góðar vonir Framliald af forsíðu. um atvinnu að námi loknu. Staegeman þessi var Einari mikil hjálparhella meðan á náminu stóð. Er hann hafði lokið námi 1933, réðist hann til Deutsche Reisebiine um vorið, en fór heim um sumarið og hélt hljómleika. Fékk Einar þá skeyti frá Staegeman, að hann væri ráðinn hjá ríkisóperunni í Dresden um haustið. í Dresden kynntist hann kon- unni sinni, sem heitir Martha, fædd Papafoti, og er grísk í föðurætt, en þýzk í hina. Þau giftust 1936 og komu þá heim um sumarið, með Milwaukee. Hélt hann hljómleika hér í Reykjavík og úti á landi. Síðan fór Einar til Stuttgart og var ráðinn þar við óperuna og þar var hann fram að stríðsbyrjun, en þá fluttist þau til Duisburg við Rín og starfaði Einar þar við eitt nýjasta og bezt söng- leikahús Þýzkalands. 1941 réð- ist hann til ríkisóperunnar í Einar Kristjánsson sem Abdisu von Assyrien í óperunni Palestína eftir Dr. Hans Pfitzner. Hamborg sem fyrsti lyriskur tenor og hefir starfað þar síðan, að undanteknu því tímabili, sem hann söng fyrir brezka herinn í norðvestur Þýzkalandi. Lúðvík Guðmundsson skóla- stjóra hitti Einar í Þýzkalands- för sinni. Hefir hann sagt frá því í fyrirlestri hér heima, að húsið, sem Einar bjó í, hafi orðið fyir sprengju í loftárás. Hvorki munu hjónin né dætur þeirra tvær hafa orðið fyrir meiðslum, en eithvað af búslóð Einar Kristjánsson i.einni nýjustu óperunni eftir Richard Strauss. Valgerður Wilhelmína, dóttir Ein- ars, 8 mánaða gomul. sinni misstu þau í þessum ham- förum. Einar hefir sungið sem gest- ur í öllum stærstu borgum Þýzkalands, m. a. í Ríkisóper- unni í Berlín. Hann hefir haldið hljómleika í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og London og sung- ið íslenzk lög í útvarp í París. Svíakonungur hefir sæmt Ein- ar heiðursmerki, sem aðeins hinir beztu listamenn hljóta. Til þess að gefa nokkra hug- mynd um það álit, sein Einar nýtur í Þýzkalandi, birtum vér kafla úr söngdómum úr þýzk- um blöðum, er borizt hafa hing- að til lands nýlega: Af dómum þeim um Einar, sem hér eru fyrir hendi, má sjá, hve mikils metinn söngvari hann er. Á einum stað stendur, að Einar Kristjánsson sé Islend- ingur, en svo fari hann vel með þýzkt mál, að draga ætti suma þýzka söngvara og söngkonur, sem syngja á hljómleiltum og í útvarp, á eyrnarsnepplunum til að hlusta á Einar og læra á þann hátt rétta meðferð þýzkr- ar tungu! (Framh. á bls. 7).

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.