Vikan - 02.05.1946, Blaðsíða 15
VTKAN, nr. 18, 1946
15
VANDAMÁLH) mikla.
(Framhald af bls. 4).
um jafnt sem óskyldum, kunnugum jafnt sem
ókunnugum.
E>ið skulið ekki halda að þessi ættartala sé til-
búningur. Þetta hefir í raun og veru átt sér stað
— þetta er veruleiki.
Lítum nú betur á þennan hér, því það er hann,
sem mest kemur við sögu, sonur Katrínar, sá, er
hún átti með stjúpföður sínum, fjórði liður á
ættar-trénu. Þegar hann er ársgamall er hann
tekinn í fóstur af velstæðum, harnlausum hjón-
um. En barnið getur ekkert sótt til þeirra, eðli
þess og uppruni segir fljótt til sín. Þetta fóstur-
bam, Valdi vagnhjól yngri, fetar í fótspor for-
feðra sinna, er þjófóttur, ærulaus, hefir enga
ábyrgðartilfinningu. Hann eignast mörg börn í
lausaleik, þar á meðal einn algerðan aumingja,
sem nú er á fávitahæli og verður það sjálfsagt
til æviloka.
Hin unga, ónafngreinda kona kom tvisvar til
mín, og í síðara skiftið upplýsti hún hver bams-
faðirinn var — og þá ákvað ég að hjálpa henni.
Bamsfaðirinn var Valdi vagnhjól yngri, en það
gat hana ekki gmnað, því hann bar ættamafn
hinna heiðvirðu fósturforeldra sinna.
Hvað gerir góður garðyrkjumaður, þegar hann
sér illgresið skjóta upp kollinum í garði hans?
Hann slítur það upp.
Þetta hefi ég einnig gert og ég gerði það vegna
hagsmuna þjóðfélagsins. Ég mundi gera slíkt
aftur án minnsta samvizkubits, ef eins eða svipað
stæði á, í þeirri trú, að ég væri að vinna lífinu
og þjóðfélagi mínu ómetanlegt gagn. Og menn
eiga ekki að þurfa að fara i launkofa með slikar
aðgerðir — það væri blettur á hverju þjóðfélagi.
Nei, lögin eiga að heimila okkur læknunum þessar
aðgerðir, þegar svipað stendur á og hér. Ég tel
það skyldu mína að ganga á undan með góðu
eftirdæmi.
Ég heimta að ég verði dæmdur eftir hókstaf
laganna."
Bodil: „Nei! Það nær engri átt!“
Prófessorinn: „Þögn!“
Bodil: „Nei, ég vil það ekki!“
Verjandi: „Bodil, hvað ertu að segja?“
Bodil: „Ég er að segja sannleikann, ég vil ekki
þegja lengur . . . Ég lofaði að vísu að viðlögðum
drengskap að þegja, en ég vissi ekki þá, til hvers
þetta gæti leitt. Ég vil ekki láta velgjörðarmann
minn sæta hegningu fyrir hjálp hans, en hlaupa
sjálf í felur. Ég veit, að menn munu spyrja —
eins og ákærandinn gerði áðan — hvar er konan,
sem fekk hann til að gera þetta? Hleypur hún
í felur, hugleysinginn ? Getur hún umgengist fólk
eins og ekkert sé eftir þetta? Nei. Ég vil það
ekki!
Prá því að ég komst í náin kynni við Hugo
Holm — því það er hann, sem um er að ræða —
var hamingja mín og líf mitt glatað. Það er hann,
sem ættartalan þama á við. Ég vildi ekki fæða
honum bam, ég gat það ekki!
Ég fór til Thomsen prófessors og bað hann að
hjálpa mér, en hann neitaði. 1 næsta skifti sagði
ég honum hver faðir bamsins væri, og þá fyrst
féllst hann á að framkvæma aðgerðina."
Ákærandi: „Eftir að hafa fengið þessar nýju
upplýsingar, verð ég að krefjast þess, að ung-
frú Bodil Kragh verði einnig dæmd til fangelsis-
vistar vegna fóstureyðingar. Eftir því, sem nú
er fram komið, tel ég málið að fullu upplýst, og
eru nú þær sannanir fyrir hendi, sem áður vantaði
til styrktar játningu prófessorsins. Ég ítreka
kröfu mína um að ákærður prófessor Egill Thom-
sen verði dæmdur fyrir brot sitt i þá þyngstu
hegningu, er lög leyfa."
Forseti réttarins: „Hefir ákærði nokkuð nýtt
fram að færa?“
Prófessorinn: „Nei, ekkert!"
Forseti réttarins: „Viljið þér taka tii máls,
verjandi?"
Verjandi (hristir höfuðið).
Forseti réttarins: „Ég tek þá málið til dóms.
-----Því dæmist rétt að vera:
Ákærður prófessor Egill Thomsen hefir eftir
eigin játningu og öðmm sönmmargögnum reynzt
sekur um fóstureyðingu og þykir hegning hans,
með tilvísun til laga frá 18. maí 1937, 6. grein, 3.
lið, hæfilega ákveðin eins árs fangelsi.
Ungfrú Bodil Kragh hefir reynzt sek um sama
afbrot og þykir hegning hennar hæfilega ákveðin
fjögra mánaða fangelsi. En framkvæmd hegning-
ar hennar skai frestað og niður skal hún falla að
fimm árum liðnum frá uppsögn dóms þessa, ef
hún hefir þá ekki sætt ákæm í opinbem máli
fyrir glæp drýgðan af ásettu ráði og sé í þvi
máli dæmd í þyngri refsingu en sektir. Hegning
hennar er þannig skilorðsbundin!
Réttinum er slitið."
^miiimiiiimiimiinmiiimiiiiniimimminmiiMimmmmninmiiinnmiiifir ^
I I
E l §
1 skartgripaverzlun minni
fæst ávallt mikið úrval af
góðum tækifærisgjöfum,
meðal annars mikið af i
É , 3
I urum,
I vekjaraklukkum
i o. fl.
§ =
Gottsveinn Oddsson,
í úrsmiður. - Laugavegi 10.
(Gengið inn frá Bergstaðastr.). §
Vélaverkst. Sigurðar Sveinbjörnssonor
Skúlatúni 6. Sími 5753,
FRAMKVÆMIR:
Hverskonar viðgerðir á Dieselmótorum
og Benzínmótorum.
SMIÐUM:
Sig. Sveinbjörnssonar
Bobbinga úr járni fyrir mótorbáta.
Ennfremur gróðurhús úr járni, mjög
hentug við samsetningu.
Rafkatla til upphitunar á íbúðarhúsum.
Rafgufukatla.
Síldarflökunarvélar o. m. fl.
Tilkynning
Hefi opnað nýlendu- og vefnaðar-
vöruverzlun í FÁLKAGÖTU 2, undir |
nafninu
R agnarsbúð
Sími 6528.
Sendum heim. - Fljót afgreiðsla.
Virðingarfyllst,
RÖGNVALDUR RAGNAR GUNNLAUGSSON.