Vikan - 01.08.1946, Page 4
4
VTKAN, nr. 31, 1946
Hennar
vegna
11/|AMMA, segðu að það sé ekki satt.. . !
—Hvað sé ekki satt?
— Þú veizt við hvað ég á.... að þú
ætlir að gifta þig aftur!
— En stóra stúlkan mín ...
— Segðu að það sé ekki satt!
— En ef það er nú satt?
— Það getur ekki átt sér stað . . . !
— Hvers vegna ekki ?
— Af því að mér þykir svo vænt um
þig, mamma, og af því að þú gætir aldrei
gert neitt slíkt!
— Myndi þér finnast það illa gert gagn-
vart þér, sem ert orðin svona stór stúlka,
sextán ára, þótt ég hugsaði svolítið um
sjálfa mig, eftir að hafa verið ekkja í átta
ár?
— Nei, mamma, ekki gagnvart mér ... !
— Hverjum þá ?
— Pabba...!
— En hann sem er dáinn.
— Já, en minning hans lifir.. . !
— Auðvitað gerir hún það, en mér finnst
ég ekki á neinn hátt spilla minningu hans,
þótt ég giftist manni, sem mér er farið að
þykja vænt inn, þar sem þú ert orðin full-
orðin stúlka!
— Þú getur ekki elskað Berg forstjóra!
— Hversvegna ekki ?
— Því að ég veit, að maður elskar ekki
nema einu sinni á æfinni... !
— Hvemig veiztu það ?
— Mamma, þú hefir sjálf sagt það einu
sinni við mig.
— Jæja, hefi ég það ? Það getur vel ver-
ið, og sú er einnig skoðun mín!
— Þá getur þú ekki gift þig aftur! Æ,
mamma, gerðu það ekki. Ég var svo lítil
þegar pabbi dó, að ég get naumast munað
eftir honum, en þú hefir sagt mér svo
margt fallegt um hann, að ég er farin að
elska hann og dá, og nú ætlar þú að svíkja
hann!
— Þú skilur þetta ekki...
— Jú, ég er orðin fullorðin og gifti mig
SMÁSAGA eftir Jens Locher.
ef til vill sjálf eftir nokkur ár. Myndi þér
ekki finnast það hræðilegt, ef ég giftist
manni, sem mér þætti ekkert vænt mn?
— Jú, það væri hryllilegt...
— En, mamma, þetta er einmitt það,
sem þú ætlar að gera!
— Mér er farið að skiljast, að þú takir
þetta nær þér en mig óraði fyrir að þú
myndir gera, og þess vegna verð ég að
tala við þig í fullri hreinskilni. Segðu mér
nú eitt, Lisbedh, hvort vilt þú heldur missa
föður þinn eða mig?
íw—nnmni
VEIZTU—?
i.
2.
Hvenær er Georg Washington fæddur
og dáinn?
Hvað hét fyrsti forseti þýzka lýðveld-
isins eftir 1918?
3. Hverjar eru hreyfingar sjávarin3?
4. Hvað þýðir „aliegro" í tónlist?
5. Hvaða spendýr er hæst?
6. Hvað þýðir jarknasteinn í fomu máli?
Eftir hvem er óperan Tannhiiuser ?
7.
8.
9.
10.
Hvenær var „Ó guð vors lands“ fyrst
sungið?
Hver mældi hnattstöðu Islands fyrstur
manna ?
Hvenær var
stofnaður ?
kennaraskólinn í Rvík
Sjá svör á bls. 13.
— En pabbi sem er dáinn ... !
— Það er hægt að missa þá dánu eins og maður
getur verið hamingjusamur við það eitt, að eiga góð-
ar minningar um horfna ástvini.
— Auðvitað ert þú, mamma, mér miklu nátengdari
en pabbi, en hvers vegna ætti ég að þurfa að missa
annað hvort ykkar?
— Það verður víst óhjákvæmilegt. Ég hélt að ég
gæti hlíft þér við þessu, en þú hefir tekið giftingar-
áformi mínu á þann hátt, að þú verður að velja á
milli mín og föður þíns.
— Ef þú giftir þig aftur neyðir þú mig til að halla
mér algjörlega að pabba .... !
— Ég ætla að giftast manni, sem elskar mig, og
sem ég elska!
— Það er þá hægt að elska tvisvar?
— Já, þegar fyrsta ást manns er ekki endurgoldin!
— Hvað áttu við, mamma?
— Að faðir þinn var ekki eins og ég hefi
t m lýst honum fyrir þér!
— Elskaði hann þig ekki?
. Ef til vill fyrsta árið, en síðan varð
hann tómlátur við mig og hélt fram hjá
mér!
— Hvers vegna hefi ég ekki fengið að
vita þetta fyrr?
— Af því að þú varst barn og það er
sVo mikil hamingja að trúa og treysta
föður sínum, jafnvel þótt hann sé dáinn.
Ég hefði aldrei svipt þig þessari hamingju,
ef þú hefðir ekki neytt mig til þess.
— En þó elskaðir þú hann .. . ?
— Já, af öllu hjarta, og vonbrigði mín
urðu svo mikil, að síðan hefi ég átt erfitt
með að trúa á hamingjusöm hjónabönd.
En maðurinn, sem ég ætla að giftast núna
^ hefir aftur gefið mér hugrekki og trú. Þú
mátt ekki halda, að ég hafi ekki íhugað
það vandlega, hvort þetta sé illa gert gagn-
vart þér. En ég hefi komizt að þeirri niður-
stöðu, að það er blátt áfram skylda mín
að giftast aftur.
— Hvers vegna ?
— Því að sérhver móðir á að sanna dótt-
ur sinni tvennt...
— Hvað?
— í fyrsta lagi, að hún sé sannorð og
ráðvönd, og það hefi ég alltaf reynt að
vera. Þú vildir sífellt heyra mig tala um
föður þinn, og þá aðeins um ást okkar og
innilega sambúð. Ég hefi oft reynt að segja
þér frá smáatriðum í hjónabandi okkar,
og sem voru ekki þrungin neinni svælu,
heldur hið gagnstæða, en þá mótmæltir
þú strax og krafðist'að ég segði þér eitt-
hvað annað ...
— Ég vissi ekki....
— Ég er alls ekki að ásaka þig, það er
aðeins fagurt að barn skuli ekki vilja
hlusta á sorglega atburði úr hjónabandi
foreldra sinna. En sú hamingja, sem ég
sagði þér frá í sambandi við föður þinn
og mig, var uppspuni einn. Síðustu árin,
sem faðir þinn lifði, var ég mjög óham-
ingjusöm, og ef hann hefði ekki dáið þá
hefði hann áreiðanlega hlaupið frá mér
og gengið að eiga aðra...
— Þá myndi ég hafa hatað hann.
Framhald á bls. 14.