Vikan


Vikan - 18.03.1948, Blaðsíða 3

Vikan - 18.03.1948, Blaðsíða 3
TIKAN, nr. 12, 1948 3 KEFLAVÍK Framhald af forsíöu. frýnilegur ásýndum eftir allt, sem við vit- um ,að á hefir gengið? Þarna á þessum skaga eru vogar marg- ir og víkur — ein þeirra heitir Keflavík og hefir hún frá upphafi verið höfuðstað- urinn þar. Víkin er varin bergi á tvo vegu, Eftir því, sem næst verður komizt, sýnir þessi mynd Keflavík upp úr aldamótunum 1800. heita þau Hólmsberg og Vatnsnes; skjól- góð er hún því fyrir öllum áttum, nema norðri. Snemma á öldum var mikið útræði frá Keflavík og kepptust Hamborgarar og Englendingar lengi um verzlunina þar, og sóttu svo fast, að eitt sinn dró til orustu milli þeirra og unnu Þjóðverjar í það sinni. Orusta þessi átti sér stað í byrjun 16. ald- ar og var háð í Hafnarfirði, en ekki’greina heimildir frá mannfalli. Oft var gest- kvæmt í víkinni, því að þangað leituðu Fransmenn og aðrir fiskimenn, er sóttu Islandsmið og helzt sá siður enn í dag. — Undan miklum vestanveðrum leita skipin sér skjóls undir Hólmsbergi og á Kefla- víkinni. Eftir að„Danir ná hér yfirtökum á allri verzlun, þá er Keflavík með eftirsóttustu verzlunarstöðunum. Með einokunartilskip- uninni frá 20. apríl 1602, er Kaupmanna- hafnar kaupmönnum úthlutað Keflavík og eru 8 kaupmenn um verzlunina fyrst í stað. 1684 fær svo maður að nafni Olaf Jensen Klow verzlunina á leigu og hefir hann og félagi hans einnig á leigu tvær hafnir á Norðurlandi og greiða þeir í kóngsins kistu 840 ríkisdali fyrir allt sam- an. Þessir félagar þóttu betri í viðskipt- um en áttmenningarnir, fyrirrennarar þeirra. Verzlunarsvæði Keflavíkur náði yfir svæðið frá Garðskaga að Vogastapa, en um mörk þess voru oft harðar deilur. Töldu Keflavíkurkaupmenn sér heimilt að verzla í Vogum og Brunnastaðahverfi. Um Ilafnarg-ata, aðalgatan í Keflavík. (Ljósm. Vignir) þetta var tekið þingvitni að Kálfatjörn, og staðfesti Hinrik Bjelke höfuðsmaður, með úrskurði gefnum 1681 að Vogamönn- um bæri að verzla í Hafnarfirði. — 1 krafti þessa var Hólmfastur Guðmundsson hýdd- ur við staur fyrir að selja 3 löngur og 10 ýsur í Keflavík. Þann 13. júlí 1787 er verzlunin gefin frjáls öllum þegnum Danakonungs og frá því tímabiji standa ennþá verzlunarhúsin. Um 1880 eru 3 verzlanir í Keflavík, það eru Duusbúð, Zimsensverzlun og Knút- sensbúð, eins og þær voru kallaðar í þá daga. Þessi hús mega mima fífil sinn fegri, því að nú eru þau talin lítt nothæf, enda þótt gerð hafi verið úr góðu efni. Áður fyrr stóð af þeim ógn og skelfing, því að þama var Duus sjálfur og þarna var fakt- orinn. Þessar háu persónur, sem ekki var vitað, hvort vildu svo vel gera, að hjálpa kotakörlunum um nokkra skon- roksmola og brennivínslögg. Um 1870 munu hafa verið um 30 kot.í Keflavík, flest þeirra úr torfi með hálfum timburgöflum móti suðri. Stendur ekkert eftir af kotum þessum, því að mörg þeirra voru byggð upp úr timbri eftir 1881, því Séð yfir höfnina í Vatnsnesvik. (Ljósm. Vignir). að þá rak í Höfnum mannlaust hafskip hlaðið jámbrautarplönkum og voru^þeir seldir við vægu verði — slík plankahús standa enn og er Þorvarðarhús eitt af þeim. Ef gömlu húsin mættu mæla, þá gætu Gamalt vorstef Hempusvört nótt er horfin, aftur birtist hökulsins sólgull, drifhvítt rykkilín. Heimsmyndin skrýðist heiðu litavali, himnamir opnast, sólin blessuð skin. Ljósfœlinn reykur liðast yfir bænum, — laufgrœnum bœ við fagurbláan vog, bóndinn er róinn, bliki slær af reistum blöðum sem fálla í lagvisst áratog. Hugljúfan unga hleypur út i vorið hamingjurjóð með gamla skel og legg, gteði og bros til guðs, sem var að skapa glóhœrðan fifil undir skemmuvegg. Senn fœr hún kuðung, silfurdisk og igúl, — senn kemur pabbi róandi i land. Dreymandi saumar íjóttir fiskimannsins dálitil spor í gráan fjörusand. Kristinn Pétursson. Höfundur þessa kvæðis er fæddur 30. des. 1914 í Grindavík og ólst þar upp og í Keflavík. Hann gekk í Verzlunarskóla Islands og lauk þar námi 1935 og var við verzlunarstörf í Reykjavík, þangað til hann settist að I Keflavík 1940 og rekur þar nú bókaverzlun. 1942 kom út eftir hann ljóða- bókin „Suður með sjó“. Keflavíkurkirkja, byggð 1914. (Ljósm. Vignir)._ þau sagt okkur sögur um hörku og harð- drægni og vafalaust geyma þau líka ein- hverjar ljúfar stundir. Þessi gömlu hús hafa sinn sérstaka, dularfulla svip, og mikið væri Keflavík snauðari ef hún ætti þau ekki, því að þar andar sagan úr hverj- um krók — gamla vömvindan í Bryggju- húsinu — gatslitna gólfið í Duusbúðinni — höfuðbækur hinna horfnu verzlana — allt em þetta þrep í þeirri þróun, sem orð- in er — þróun frá erlendri áþján til hins unga, vonglaða lýðveldis. Nú er óðum að fenna í sporin, og áhugi er vaknaður á því að bjarga þeim sögulegu minjum, sem enn er unnt að ná, og varðveita þær í væntan- legu byggðasafni Keflavíkur. Ungmenna- félagið hefir forgönguna í því máli, sem og öðrum menningarmálum byggðarlags- ins. Ekkert fiskiþorp á Islandi hefir tekið eins miklum og stórstígum framförum eins og Keflavík hefir gert á síðustu 10 til 15 árum. Hún hefir vaxið að fólksf jölda um meira en helming og annað farið þar eftir. Um 17 ár eru síðan byrjað var á byggingu hafnarinnar við Vatnsnes og hefir því verki verið haldið áfram síðan með litlum hvíldum, enda er nú orðin nokk- uð sæmileg höfn fyrir bátaflotann, þó að hann hafi vaxið ört, bæði að tölu og stærð bátanna. Nú hefir hin væntanlega Lands- höfn keypt öll mannvirkin þar og ætlar að halda áfram byggingum, og gera þar höfn fyrir hafskip, en ráðgert er að byggja bátahöfnina í Njarðvíkum. Á síðustu ver- tíð voru gerðir út yfir 30 bátar frá Kefla- vík, þeir stærstu þeirra um 80 smálesta, svo er von á togara. 6 hraðfrystihús eru Framhald á bls. 7. Aðgerðarhús í „Gróf“. Lengst t. h. eru tvö hinna gömlu Duushúsa, sem eru elztu hús í Keflavík. (Ljósm. Vignir).

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.