Vikan - 15.07.1948, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 29, 1948
5
Framhaldssaga: .-..........................
PARADÍS 14
..........:. ÁSTASAGA EFTIR ANNE DUFFIELD .
Stella leit undrandi upp.
„Þér viljið gjaman koma með, — er ekki svo?“
spurði hann vingjarnlega.
„Jú, mjög gjaman, en — —
„Vinnutíminn ? Kærið yður ekki um hann.“
Það var bros í augum hans. „Þér sögðuð einu
sinni, að ég væri harðstjóri við hjú mín. Nú
getið þér litið svo á, að þér séuð háð harðstjóm
minni og hlýtt mér skilyrðislaust."
„Kærar þakkir,“ sagði hún og stóð skjótt upp.
„Þetta er mjög fallega gert af yður, herra Har-
ringay."
„O, þetta er vonum seinna. Ég vissi ekki fyrr
en fyrir fáeinum dögum, að þér höfðuð ekki kom-
ið út fyrir landamerki Paradís. Flýtið yður nú.
Bílamir bíða.“
Stella hljóp upp í herbergi sitt og fór i þunn-
an ullarfrakka og setti á sig hatt. Á leiðinni
niður mætti hún ungfrú Emrys.
„Herra Harringay hefir boðið mér að aka
með til bæjarins," sagði hún.
„Já, hann sagði mér frá því. Það er skemmti-
leg tilbreytni fyrir yður. Gay á afmæli í dag
og hann og Piers ætla til lögfræðinga í viðskipta-
erindum. Ef þér rekizt á lifandi humra, þá gjör-
ið svo vel að kaupa eins og sex stykki fyrir mig.“
„Já, með ánægju," sagði Stella, sem var sann-
færð um, að sér myndi ekki takast það. Hún gat
ekki ímyndað sér, að herra Harringay vildi aka
heim með sex lifandi humra.
Utan við hliðið stóðu tveir vagnar. Bræðurnir
áttu sinn hvor. Clare og Gay vom þegar komin.
Ungi maðurinn heilsaði Stellu með venjulega,
fjörlega hættinum, Clare virtist aftur á móti
verða hissa.
„Ætlar þú að koma með?“ spurði hún;
„Já, herra Harringay —Harringay, sem birt-
ist í sömu andránni, tók fram í fyrir henni.
„Gjörið svo vel, ugfrú Mannering." Hann opn-
aði bílinn sinn.
Stella hlýddi. Hann settist við hlið henni og
ók af stað. Henni varð litið við, einmitt þegar
Clare var að stíga inn í bíl Gays. Clare virtist
vera óánægð.
Hún heldur víst, að hún eigi alltaf að vera
fyrst, hugsaði Stella.
Það var sannarlega ánægjulegt, að vera á und-
an ungfrú Montrose. En Harringay gat auðvitað
ekki sætt sig við að aka á eftir bróður sinum,
hann varð auðvitað að hafa forystuna á þessu
sviði eins og öllum öðrum.
Stella sleit sig frá þessari hugsun. Hún gat
ekki trúað því, að Clare væri óánægð með það,
að hún, Stella, væri með og því síður vildi hún
trúa því, að Clare hefði helzt kosið að aka með
Harringay. Nei, það var útilokað. Stella varð
náföl, eins og kvöldið góða, þegar Clare velti
um stólnum. Hún reyndi að eyða þessari hugs-
un, sem stöðugt læddist að henni eins og slanga.
Hún tók að hugsa um skemmtilegra efni. En
hvað það var fallegt af Harringay að taka hana
með i dag og hvað þetta kom óvænt. Hann kom
mönnum ætíð að óvörun, það var alls að vænta
af honum.
Dögum saman, meira en heila viku, var eins
og hann vissi ekki, að hún væri til, og samt
hafði hann ekki gleymt viðræðunum í stofu
Gays, þegar hún sagði við hann, að hún hefði
aldrei komið út fyrir Paradís. Hún var farin
að halda, að hann hefði fyrir löngu gleymt því,
en — nei. Þetta var fallegt af honum. Hann gat
stundum verið sérlega vingjamlegur.
Þau óku í gegnum löng trjágöng út á aðal-
veginn. Annars vegar voru há kaktustré, en hins
vegar viðáttumiklir akrar. Þau óku í glaða sól-
skini í gegnum lítil sveitaþorp, þar sem engin
tré var að sjá og engan skugga bar á,
Þau fóru framhjá lítilli kirkju, sem stóð skammt
frá veginum og var umkringd háum múrvegg.
Nú óku þau upp bratta brekku. Vegurinn beygði
til vinstri og Stella hrópaði upp yfir sig:
„En hvað það er fallegt hérna!"
Allt í einu komu þau í annars konar landslag,
landslag, sem Stella hafði aldrei séð, en henni
kom samt kunnuglega fyrir sjónir. Hvar hafði
hún séð þetta áður? Nú mundi hún það — myndir
úr gömlu blaði frá Grand Canyon of Colorado.
Já, það líktist því, þótt það væri allt smágerv-
ara. Og litimir vom ólýsanlegir og breytilegir
eftir því, hvort sólin skein eða skugga bar yfir.
Snarbrattar hlíðarnar vom allar vel ræktaðar
og húsin stóðu á ótrúlegustu stöðum, þar sem hægt
hefði verið að hugsa sér að eingöngu kletta-
geitur gætu fótað sig. Hún trúði vart sínum eigin
augum.
„Þetta er ótrúlegt." /
Harringay brosti til hennar og sagði:
„Finnst yður þetta ekki fallegt?"
„Þetta er himneskt. Nei,“ — hún gretti sig, —
„það er líkara undirheimum, — málverki eftir
Doré, skiljið þér, en undirheimar holdi gæddra
manna,“ bætti hún við.
Hann hló.
„Já, það er eitthvað svipað því. Hér hljóta ein-
hverntíma að hafa verið geysileg umbrot."
Vegurinn bugðaðist áfram. Hann var mjór, og
stundum blasti við snarbratt hengiflugið, svo að
Stella lokaði augunum. Þau flugu áfram. Stella
var hreykin, aldrei hafði hana dreymt um neitt
þessu líkt. Hver hefði getað vænzt slíkrar ólýsan-
legrar fegurðar á næstu grösum við Paradís.
Þau höfðu stöðugt leitað upp á við, upp á brún
klettabeltisins, sem skipti eyjunni. Hinum megin
var snarbratt hyldýpi, svo djúpt, að Stella þorði
vart að líta niður. Bara að HaiTingay vildi aka
svolítið hægar. En auðvitað þekkti hann hvem
þumlung vegarins og var afbragðs ökumaður.
Og svo hvarf hyldýpið allt í einu, hamravegg-
urinn sást fáa metra, allt annað var hulið hvitri
þoku. Hrollur fór um Stellu. Þokan var ísköld.
Harringay dró úr hraðanum.
„Farið í frakkann," sagði hann. Hún gerði það
og hjúfraði sig niður i lágt sætið. Harringay
tók aðra höndina af stýrinu og teygði sig eft-
ir teppi.
„Breiðið þetta yfir yður,“ sagði hann.
„En hvað um yður?“ spurði hún.
„Það er allt í lagi með mig, ég er vanur þessu.
Þetta varir ekki lengi; við emm bráðum komin
yfir gilið.“
Þau óku áfram í gegnum þokuna. Harringay
flautaði annað veifið og fylgdist nákvæmlega
með veginum. Þokan umkringdi þau þétt, þau
óku í óhugnanlegum, hvítum heimi, þar sem þau
vom alein. Nú gat Stella ekki séð hyldýpið og
auðvitað, án þess að ástæða væri til, hvarf ótti
hennar við það sem hún gat ekki séð. Henni
leið vel undir teppinu og hún var farin að kunna
þessu ævintýri mjög vel. Það fór sæluhrollur
um hana við að aka í þessum hvíta heimi, sem
lokaði úti allt og alla.
Harringay, sem varð þessa var, sneri sér and-
artak að henni og lagði höndina á hné henni.
„Er yður nógu heitt, Stella?"
„Já, takk.“
Hún blóðroðnaði. Stella! Það hafði hann aldrei
kallað hana fyrr. Eitthvað streymdi um brjóst
Stellu. Það var eins og þetta orð, sagt á eðli-
legan og vingjarnlegan hátt, hefði hreyft við
leyndri lind í hjarta hennar, lind tærs og heits
vatns.. Og hönd hans, sem andartak hvíldi með
sama eðlilega og vingjamlega hætti á hné henn-
ar, það jók enn á þennan yl. Hún fann handar-
takið eitt löngu eftir að hann hafði aftur fest
hugann við aksturinn.
Þau komu út úr þokunni jafnskjótlega og þau
hurfu inn í hana. Stella tók af sér teppið og fór
úr kápunni. Sólin var nú heit, og þegar þau
óku niður bugðóttan brattann, varð hún ennþá
heitari. Loks komust þau niður undir höfnina.
Meðfram vegunum voru margskonar ávextir og
kryddjurtir.
Steila sá múlasna draga plóga og sá verka-
menn ríða múlösnum fram og aftur um merk-
urnar undir hömmnum. Allt í einu varð henni
ljóst, hvers vegna Harringay reið múlasna á
hverjum morgni, enda þótt hann ætti kost á
ágætum gæðingum.
„Þeir em auðvitað miklu gangvissari," sagði
hún hátt, upp úr eins manns hljóði.
„Hverjir, hverjir em gangvissir?" spurði Har-
ringay.
„Múlasnarnir," svaraði hún.
„Já, það em þeir,“ staðfesti hann. „Og svo þola
þeir loftslagið betur en hestar."
Stella skammaðist sín fyrir þá fyrirlitningu,
sem hún hafði alið í brjósti sér á Harringay
vegna múlasnanna hans. Hann gerði aldrei neitt
án þess að hafa ástæðu til þess.
Nú komu þau inn í þéttbýlt hérað, þar sem
mikil umferð var. Og hvílík umferð. Stórir og
litlir bílár, flutningabílar og mótorhjól, sem öll-
um var ekið með skelfilegum hraða, og það var
eins og ailir ætluðu sér beinlínis að fremja morð.
Enginn vék um hársbreidd fyrr en á síðustu
stundu og það virtist ganga kraftaverki næst,
að stórslysum skyldi vera afstýrt. Það var ekki
hægt að neita því, að þeir voru óvenjuleiknir
ökumenn, en Stella óskaði þess, að þeir væra
minna leiknir og varkárari. Harringay ók með
sama hræðilega hraðanum og hinir, en hann hélt
sig þó á réttri vegarbrún.
Þau komu i útjaðar bæjarins. Það var löng,
mjó gata með fátæklegun húsum, sem á voru
skakkar svalir og hlerar fyrir gluggum. Þau
voru skreytt með hálfmáluðum krítarmyndum.
Hér og þar vom hús, sem voru bara götuhliðin,
en að öðru leyti úr hálmi. Stella horfði skelfd
á þetta, hún skyldi ekki, að eigendumir höfðu
ekki haft bolmagn til að halda byggingunni
lengra, en fjöldskyldan var samt sem áður ánægð
í þessum húsakynnum.
Loksins óku þau inn i fallegri götur með
reisulegum húsum, gömlum spönskum húsum,
sem prýdd voru smekklegum útskurði. 1 kringum
þau voru snotrir, velhirtir blóma- og trjágarðar.
Leið þeirra lá yfir torg, sem umkringt var af
kaffihúsum, sem stóðu i svalandi skugga hárra
lauftrjáa. Samanborið við sólgylta leiðina, sem
þau höfðu farið var þesssi staður næsta dimmur.
Þau óku áfram inn i verzlunargötu, og áfram