Vikan


Vikan - 17.03.1949, Blaðsíða 10

Vikan - 17.03.1949, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 11, 1949 .......j...... * HEIMILIÐ ’ Borðað milli mála Eftir Dr. G. C. Myers. ..............■ Matseðiliuin Steikt iúða. 4 kg. lúða, 9 matskeiðar hveiti, 9 matsk. vatn, 3 tesk. salt, 1 tesk. pipar, muldar tvíbökur, 100 gr. smjör, 100 gr. feiti, 1 kg. kart- öflur. Búinn til jafningur úr hveitinu. Salt, pipar og tvíbökur blandað sam- an. Fiskurinn skorinn í stykki, dýft niður í jafninginn og tvíbökurnar. Steikt í feitinni ca. 8 mínútur. Smjör- ið brætt og hellt yfir fatið. Heilhveiti-mjólkursúpa. 1% 1. mjólk, 30 gr. heilhveiti, 20 gr. hýði, i/2 tsk. salt, 50 gr. sykur, rababararúsínur eða sveskjur. Ef ekki eru notaðar rababara- „Gasljós“ í Kafnarfirði Framhald af bls. 2. Leikstjórnina fór Ævari vel úr hendi og er mikill fengur að slíkum nýjum kröftum, ef þeir fá að njóta sín. Leiktjöldin smíðuðu Gunnar Bjarnason og Sigurður Arnórs- son, en Lárus Ingólfsson mál- aði þau. Kristín Björgúlfsdóttir annaðist hárgreiðsluna, Róbert Bjarnason var ljósarneistari og leiksviðsmenn Gunnar Bjarna- son, Sigurður Arnórsson og Sigurður Kristinsson. Stjórn Leikfélags Hafnar- fjarðar skipa nú: Sigurður Gíslason, forrn., Stefán Júlíus- son, ritari, og Hjprleifur Gunn- arsson, gjaldkeri. rúsínur, eru rúsínurnar eða sveskj- urnar lagðar í bleyti í vatn kvöld- inu áður. Heilhveitið og hýðið er hrært út í % i. af mjólk, 1 1. mjólk er hitaður með rúsínunum og sveskj- unum. Þegar það sýður, er hveiti- jafningurinn hrærður út í og soðið 2 mín. Sykur og salt er sett út í. Sjóða má kanelstengur í súpunni. 1 staðinn fyrir ávexti er gott að nota sítrónusneiðar, sem settar eru i súpuskálina. H Ú S RÁÐ Skæri brýnast á því að klippa með þeim sandpappír. Ef farið er út í mikið frost i loðkápu á að ylja hana á röngunni. Þannig er bezt að halda á sér hita. Næsta leikrit, sem sett verð- ur á svið í Hafnarfirði, líka af Ævari R. Kvaran, er revýan Gullni vegurinn eftir Jón snara. Þar koma fram um 30 manns, allt Hafrifirðingar, en með aðalhlutverkin fara Ársæll Páls- son, Guðrún Jóhanneáðóttir, Hafsteinn. Baldvinsson og María Þorvaldsdóttir. Reykvíkingar ættu að festa sér það í minni, að það er góð skemmtun að skreppa kvöldstund í Hafnarfjörð, sitja þar í þægilegum sætum í við- kunnanlegum sal og horfa á skemmtileg leikrit — um leið og þeir fá góða tilbreytingu sjálfir styrkia þeir merkilegt leiklistarstarf, sem á það skil- ið, að þTTÍ r.j vátt eftirtekt og stuðningur. ,,Ef þú borðar þetta núna, borðar þú ekkert á matmálstíma,“ eða eitt- hvað í þá áttina- hefur hljómað í eyrum mínum frá því að ég man fyrst eftir mér. En ekki man ég til þess, að át á milli máltíða hafi nokkurn tíma minnkað hjá mér mat- arlystina, er að hinum raunverulega matartíma kom. Svo virðist sem mér háfi hlotnazt mikii matarlyst í vöggugjöf, því að svona hef ég all'a ævi verið. Ég þarf ekki að gæta lystarinnar, heldur þyngdarinnar. Og ég hef séð mörg börn koma soltin heim úr skólanum, éta eitthvert snarl vel og duglega, án þess að þau virtust hafa minni lyst, þegar aðalmáltíðin var á borð borin. Ef dæma skal eftir mínum eigin athugunum óg bréfum eða munn- legum frásögnum fjölda mæðra, virðist mér það ljóst, að mörg böm á ýmsum aldri borða mikið milli mála, en hafa enga lyst á hádegis- eða kvöldverði. 1 fyrrasumar t. d. voru barnabörn okkar hjónanna hjá okkur, og við ve'ittum því athygli, að þau eldri, sem eru 6 og 4 ára, borðuðu af mismunandi mikilli lyst matinn sinn. Þegar við grennsluð- umst eftir, hvað að þeim gengi, kom up.p úr kafinu, að þau höfðu fengið smábita hjá grannkonu okkar, ekki löngu áður en máltíðin hófst. Matur sá, er börnin fá milli mála, er oft og tíðum miður staðgóður s. s. sælgæti, sætar kökur o. þ. 1. Þrándur í götu Hversu mjög sem þið reynið aö fá börn ykkar til þess að láta af þeim óvana að borða utan matmáls- tímanna, vill slíkt. mjög oft mistak- ast, því að sumar nágrannakonurnar hafa alitaf á reiðum höndum eitthvað ,,gott“, sem freistar barnanna. Það er oft hinn versti Þrándur í Götu fyrir ykkur: Að ég ekki tali um afa og ömmu, ef þau búa einhvers staðar í grennd við börnin. Grannkonurnar sumar hafa ekk- ert á móti því, að þeirra börn borði milli mála og gefa þeim brauðsneið eða kökubita, hvenær sem þau æskja þess. Ekki hafa þær heldur brjósthörku til þess að skilja leik- systkini barna sinna útundan og gefa þeim jafnan með, enda þótt for- cldrar þeirra séu þvi andvígir, að börn þeirra borði milli^ mála. Grann- lconurnar gthuga þetta ekki og börn- in standast eklci freistinguna. Móðir nokkur skrifar mér og spyr, hvað hún eiga að gera undir svipuð- um kringumstæðum. Þegar hún gef- ur ii'tla drengnum sínum, þriggja ára gömlum, brauðsneið og sultu, stendur hópur af kunningjum hans uta'n um hann og langar í bita með honum. Ef stráksi fer út með smuriá sneið í hendinni, kemur hann jaír.an a'ú vörmu spori aftur til móð- ur sinr.ar og vill fá brau'j handa öllum leiksystkiwam sínum, sem bíða soltin og eftirvæntingarfull fyrir utan. Þessi móðir bar fyrir brjósti þann mikla kostnað og fyrirhöfn, sem þetta ylli henni, en hugsaði ekki um það, hvað hinar raæðurnar segðu við því, að börn þeirra borðuðu utaa matmálstímanna. Eg svaraði konunni iþví, að húni skyldi ekki gefa. syni sínum auka- bita, ikma hann væri emn og forð- ast að láta hann vera að borða innan um önnur börn, sem ekki fengju bita hjá mæðrum sínum. En þetta mun mörgum foreldrum þykja fullmikil nákvæmni, ekki sízt þeim, sem vön eru að láta allt eftir börn- um sínum. Með öðrum orðum: Það er illmögu- legt að venja börnin af því að borða milli mála, á meðan meginþorri ná- grannakvenna þeirra er að föndra með aukabita handa börnum sinum í viðurvist þeirra, sem venja á af því. Margaret Lockwood, hin fagra enska kvikmyndadís, bar þenna kvöldkjól í nýjustu mynd sinni ,,Look Before You Love“. (Frá J. Arthur Rank, London).

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.