Vikan


Vikan - 05.05.1949, Blaðsíða 4

Vikan - 05.05.1949, Blaðsíða 4
4 VTKAN, nr. 18, 1949 Myndin hennar Þýdd smásaga Þau hittust í Köln. Þau voru bæði á heimleið. Fundum þeirra bar saman á tröppum hinnar miklu Kölnardóm]kirkju. Er hann hafði staðið og dáðst að þessu dásamlega guðshúsi og verið að bera það saman við Frúarkrikjuna í París, féll eitt- hvað við fætur hans. Hann laut niður og sá, að það var sólhlíf. Hann tók hana upp. Sá hann þá unga stúlku ofar í tröppun- um. Stóð hún þar brosandi og beið þess að hann kæmi með sólhlífina. Hann horfði á stúlkuna og brosti. „Gerið þér svo vel,“ mælti hann mjög kurteislega og rétti stúlkunni sólhlífina. „Kærar þakkir,“ svaraði hún. Þau stóðu þegjandi nokkur augnablik. Síðan spurði hann: „Hafið þér komið inn í kirkjuna?" „Nei,“ sagði ungfrúin. Þau urðu samferða inn í kirkjuna. Hann sagði henni nafn sitt. Hann hét Viggo Hammer. Hún svaraði: „Eg heiti Else Berg og kem frá £>ct. Germain og er á leið heim til Stokkhólms." Hann mælti: „Ég kem frá Montmartre og.ætla einnig til Stokkhólms.“ Þau horfðu hrifin á fegurð kirkjunnar. Eftir nokkra stund sagði hún: „Við skulum fara.“ Þau fylgdust að. Innan skamms átti lestin, er þau ætluðu með, að leggja af stað. Þau gengu saman um borgina og töluðu alúðlega saman. Elsa sagði Viggo frá veru sinni í Sct. Germain. Þar hafði hún vérið kennslu- kona frá því í janúar, og kennt yndislegri telpu. Hún sagði sér hefði liðið vel þang- að til — Nú voru þau komin á járnbrautarstöð- ina. Þarna sáu þau lestina sína. Þau fengu sæti út við glugga í sama vagni. Nú var blásið til burtfarar. Lestin hélt af stað frá Köln. Þau töluðu um París og útlönd yfirleitt, einnig um Stokkhólm. Viggo var ekki hrif- inn af Stokkhólmi. Hann mælti: „Hvað er sú borg, borin saman víð París með Place de l’Opera, Luxembourg, Champs-Elysées og hverfinu kringum Pére-Lachaise?“ Elsa sagði: „Ég þekki París ekki mjk- ið. Ég var aðallega í Sct. Germain." „París er gleðinnar borg,“ mælti Viggó. „Ef til vill,“ svaraði hún, og fékk um leið hóstakviðu. Hún hafði þurran hósta. Þau fóru yfir á Trálleborgferjunni. Else mælti: „Ég borða ekki á ferjunni. Ég verð sjóveik, ef ég neyti matar. Við borðum, er við komum í lestina." Viggó gladdist af þvi. Hann var næet- um peningalaus. Viggo horfði á Else. Hún var föl og mögur. Hún hóstaði annað <slag- ið. Hann veitti því athygli, að hún var tek- in til augnanna. Andlitið var þreytulegt, varirnar bleikar. Hvers vegna skyldi hún fara heim? Var hún veik, eða var það af öðrum orsökum? — Er þau höfðu ekið um stund, mælti Else skyndilega: „Ég hefði ekki átt að fara svo fljótt heim. Pabbi er á verzlunarferðalagi. Hann veit ekki um heimför mína.“ Hún andaði djúpt og roðnaði, og í dökku augunum hennar brá fyrir ótta. Hún leit niður, er hún sá hið spyrjandi augnaráð Viggós. Hann greip í hönd hennar og mælti: „Ég skil. Þér eruð-----.“ Hann gat ekki kom- ið sér að því að segja meira. Hún hallaði sér nær honum, greip í arm hans og sagði eða öllu heldur hrópaði: „Ég er veik.“ Svo mælti hún rólega: „Fólkið, sem ég var hjá, varð svo reitt, er það vissi það. Það var svo hrætt um að ég hefði smitað litlu stúlkuna. Ég fór til læknis. Hann sagði aðeins: „Þér verðið að fara á heilsuhæli.“ Það er heilsuhæli í Chariteau í Suður- Frakklandi. Þangað gat ég farið. En ég kaus heldur að fara heim. Og svo fór ég.“ Hún sleppti handlegg hans. Hún hóstaði og þerraði enni sitt með vasaklútnum. Hún sneri sér frá Viggó og brast í grát. „Miðdagur!“ var kallað frá matsölu- vagninum. Else stóð á fætur. Viggó sat kyrr litla stund, svo stóð hann upp og fylgdi henni eftir. Inni í matarvagninum sá hann að vinkona Else heilsaði henni. Viggó laumaðist aftur til klefa síns og settist. „Ég verð að koma með einhverja afsökun, er hún kemur aftur,“ tautaði hann við sjálfan sig. „Ég hef ekki ráð á að borða með henni. Ég er fátækur málari, sem aðeins átti fyrir fargjaldinu heim.“ Þegar Viggó hafði setið litla stund, stóð hann á fætur og gægðist inn í matarvagn- inn. Þar sat Else, vinkona hennar og ein-\ hver ungur maður. Þau voru að byrja mál- tíðina. Það lá vel á þeim. ^tiiiiiiimiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimiiiiiiii I VEIZTU - ? | 1. Hvernig er tilkynnt, hvað tímanum líði | um borð i herskipunum? i 2. Hvenær var byrjað að gefa Þjóðólf út ? | = 3. Hver var fyrsti ritstjóri þess blaðs ? I 4. í tilefni af hverju orti Hannes Haf- E stein „Sjá roðann á hnúkimum háu" = og „Þagnið dægurþras og rígur"? | 5. Hver er kemiska formúlan fyrir vatni ? i | 6. Hvert er rúmmál jarðar? i 7. Eftir hvern er „Öfullgerða hljómkvið- i an“ ? i 8. Hvenær fæddist Napoleon Bonaparte? I | 9. Hver er höf. bókarinnar „Hver er mað- i urinn" ? i | 10. Hve mikið er talið, að siðasta heims- i styrjöld hafi kostað í peningum? Sjá svör á bls. 14. iimmmmmimiiiiimiiMiiimmmiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMMMiitiiMMMMi>'C „Mér er ofaukið þarna,“ hugsaði Viggó. „Verið þér sælar, ungfrú Berg. Ef til vill sjáumst við aftur. Ef til vill sjáunist við aldrei oftar.“ Hann gekk aftur til klefa síns. Hann lokaði augunum og framkall- aði mynd hennar í hugann. Þannig sat hann um stund. Svo tók hann pappírsblað og ritaði eftirfarandi á það: „Ég fór úr lestinni í Norrköbing. Vildi ekki gera yð- ur ónæði. Verið þér sælar. Máske sjáumst við síðar.“ Viggó hafði séð heimilisfang Else á hand- tösku hennar. „Ég mun heimsækja hana, er til Stokkhólms kemur,“ hugsaði hann. Viggó fór ekki úr lestinni í Norrköping, heldur hafði klefaskipti. Hann fór með sömu lest alla leið til Stokkhólms. Er þang- að kom, gat hann laumast burt, án þess að Else yrði vör við hann. Hann komst í sporvagn. Þaðan sá hann Else, er hún kom út úr lestinni, leigja sér bifreið og aka á braut. .■> Svo liðu nokkrir dagar. Hvem morgun, er Viggó vaknaði, hugsaði hann til Else. Hann greip off símaáhaldið og ætlaði að hringja til hennar, — en hætti alltaf við það. Else átti hug hans allan. Hann ákvað að mála mynd af henni. Eftir þrjá daga var málverkinu lokið. Vinir þeir, er heimsóttu hann, spurðu: „Af hvaða kvenmanni er þetta málverk?“ Viggo brosti einungis, en svaraði ekki. Um kvöldið ætlaði hann að hafa dálitla veizlu fyrir sig og Else í málarastofunni. Borðið var blómum skreytt. Á því voru ávextir og vín! Viggo fekk bíl og ók heim til Else. — Hann gekk hægt upp tröppumar. Hann nam staðar við dymar og hringdi. Kona nokkur opnaði dymar. Viggo spurði, hvort Else Berg byggi í húsinu. Hann nefndi nafn sitt. Konan horfði á Viggo og mælti: „Það er hér bréf til yðar.“ Hún gekk inn í húsið og rétti Viggó bréfið. „Hvert er Else farin?“ „Á heilsuhæli,“ svaraði konan. „Hún varð mjög veik eitt kvöldið. Fékk afarsvæs- ið hóstakast. Ég held, að hún sé dáin.“ Viggó horfði óttasleginn á konuna.- „Hvað segið þér?“ hrópaði hann svo. Konan lokaði dyrunum og fór inn. Viggó stóð sem þramu lostinn. Svo fój1 hann út að bílnum, borgaði bílstjóranum og lét hann fara. Hann vildi vera einn. — Viggó reikaði um götur borgarinnar alla nóttina. Hann vissi ekkert um, hvert hann fór. Hið eina, sem komst að í huga hans, vom þessi: „Else er dáin.“ Er hann kom heim um morguninn, settist hann á móti mynd hennar og las bréfið. 1 því stóð þetta: „Ég hélt ekki, að þér yrðuð svo hræddur við mig, eins og raun bar vitni. Nú er það sama, hvaða álit ég hafði í þessu tilliti, því þegar þér fáið þetta bréf í hendur, verð ég dáin. Ég ætla að minnast yðar eins og þér vomð áður Framhald á bls. 14.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.