Vikan - 26.01.1950, Blaðsíða 9
VTKAN, nr. 4, 1950
9
Frú Florence Navickas gerir hér bæn sína í kirkju einni í Chicago
og biður guð að senda sér aftur 9 ára gamlan son sinn, er hvarf
fyrir hálfu ári. Gerðar hafa verið allar hugsanlegar ráðstafanir
til þess að finna drenginn, en það hefur ekki tekizt.
FRÉTTAMYNDIR
Þessi mynd á að sýna góða sambúð milli amerískra setuliðs-
manna í Þýzkalandi og þýzku þjóðarinnar. Ameriskur flug-
maður ber litla þýzka stúlku á háhest.
Litla stúlkan hérna á myndinni
heitir Shirley Anne Martin og hlaut
hún mikla frægð fyrir, að hún var
sögð hafa hæfileika til þess að koma
tárum fram I augun á brotinni
myndastyttu af heilagri önnu.
Þetta eru höfuðpaurarnir í „sósíalistískra einingarflokknum" 1
Þýzkalandi, sem vill samvinnu við kommúnista um stjórn þýzka-
lands. Á veggnum að baki þeirra er „rússneski björninn".
Það er kunnara en frá þurfi
að segja, að menn skiptast nú
mjög í tvö horn um afstöðuna
til Sovét-Rússlands. Þessi mað-
ur, Constantine Boldyreff, seg-
ir, að meðal rússnesku þjóðar-
innar sé mikill hljómgrunnur
fyrir að steypa af stóli núver-
andi stjóm þar í landi, aðeins
ef þar risi upp mikill spámað-
ur, sem fylkt gæti saman þjóð-
inni til andstöðu.