Vikan


Vikan - 23.02.1950, Blaðsíða 13

Vikan - 23.02.1950, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 8, 1950 13 ♦ ►5 v v v v V V V Svertingjadrengurinn, sem ror þrœll og síðar biskup BARNASAGA Stunur og andvörp heyrðust frá farmrúminu í þrælaskipinu. Þar voru samankomnir mörg hundruð svert- ingjar þeir kvöldust af þrengslum, hita og hræðslu. Bölv og fyrirskipanir hljómuðu á þilfarinu. Portugalarnir, sem þræla- skipinu stýrðu, höfðu i þessari svipan komið auga á enskt herskip í lítilli fjarlægð. Nú var nauðsynlegt að flýta sér. Ef til vill gat þeim orðið undan- komu auðið. Þetta gerðist árið 1822, og voru þá gengin í gildi lög, sem bönnuðu flutn- ing þræla frá Afríku til Ameriku. En þrátt fyrir þessi lagafyrirmæli var fjöldi svertingja tekinn í Afríku og seldur mansali vestanhafs. Ágóð- inn var mikill, ef förin heppnaðist vel. Þetta þrælaskip hafði látið í haf írá Lagos á vesturströnd Afríku dag- inn áður. Portugalski skipstjórinn hafði vænzt þess að losna við að hitta ensk eftirlitsskip. Hann varð því fyr- ir miklum vonbrigðum, er hann sá vopnaða, enska freigátu með enska fánann við hún. (Union Jack). Fallbyssuopin voru óbyrgð. Þræla- skipið átti ekki annan úrkost en flýja. Hvern þann þrælaskipstjóra, er Englendingar náðu á sitt vald, hengdu þeir á brandauka skipsins. Það var engin miskunn hjá Magn- úsi. Meðal þræianna í farrúminu var fimmtán ára drengur, Adjai að nafni. Árinu áður hafði arabiskur þræla- veiðari rænt drengnum í þorpinu Ochvagim. En þar átti Adjai heima. Þorp þetta er í Jorubalandi. Svo hafði verið skift á drengnum og hesti. Síð- an hafði hann verið seldur aftur og aftur eins og skepna. Svo keypti portugalskur kaupmaður Adjai. Átti hann heima i Lagos. Þessi síðasti eigandi drengsins sendi hann til Ameríku með öðrum „svörtum vör- um“, sem hann hafði samansafnað. Svertingjarnir í farmrýminu urðu þess varir að eitthvað var á seyði. Hlerar höfðu verið látnir yfir lesta- rúmin. Fangarnir skildu það, að þrælaskipið var á flótta. En þeir höfðu heyrt svo margar sögur um það, að Englendingar ætu svertingja, að þeir þorðu ekki að hjálpa til þess að þeir fengju frelsi. Adjai var duglegur og hugrakkur drengur. Hann sagði: ,,Ef hvitir menn eta okkur er ekki verra, að Englend- ingar geri það. Þeir, sem hafa hneppt okkur í þrældóm fara með okkur eins og við værum skepnur. Þeir eru ekki betri en Englendingar." Þrælaskipið gekk vel. Nú heyrðist falbyssuskot. Það var aðvörunar- skot, og þýddi það, að þrælaskipið skyldi staðnæmast. Negrarnir urðu mjög óttaslegnir við skotið. En Portugalar settu upp öll segl til þess að sleppa frá óvin- unum. Þeir vissu að þung refsing beið þeirra, ef þeir næðust. Hvítu mennirnir á skipi þessu eru okkur ekki velviljaðir, svo mikið er 1. mynd: Og ég vil gjöra við yður eilífan sáttmála, Davíðs órjúfanlega sáttmála. 2. mynd: Leitið Drottins, meðan hann er að ftnna, kallið á hann, með- an hann er nálægur. 3. mynd: Og útlendinga, sem hafa gengið Drottni á hönd til þess að þjóna honum . . . alla þá, sem . . . halda fast við minn sáttmála, þá mun ég leiða til míns heilaga fjalls og gleðja þá í bænahúsi mínu. 4. mynd: Herrann Drottinn segir: Þegar ég safna saman hinum burt- reknu af Israel, mun ég og safna mörgum auk þeirra. víst, hugsaði Adjai. Okkur gæti ekki liðið verr, þó að við kæmumst í hend- ur Englendinga. En á hvern hátt gæti hann komið Englendingum til hjálp- ar ? Skyndilega kom honum ráð í hug. Flestir fanganna voru hlekkjaðir saman. En Adjai var laus, þar sem hann var svo ungur. Hann gat farið um alla „lestina" eftir geðþótta. Eftirlitsmaðurinn var ekki niðri í farmrúminu i augnablikinu. Hann hafði farið uppá þilfar til þess að sjá hvernig eltingarleikurinn gengi. Hann var að athuga freigátuna ensku. Adjai fór fram og'- aftur um lest- ina. Þar var hálf dimmt. Hann mundi eftir því að hafa séð öxi ein- hverstaðar. Timburmaðurinn hafði lagt hana frá sér eftir að hafa notað hana við aðgerð á skipshliðinni. Þar hafði lekið ofurlítið. Þetta var undir sjávarbotni. Drengurinn fann öxina og hikaði ekki við það, að framkvæma áform sitt. Hann tók öxina og barði af alefli á planka skipsins. Að líkindum myndu allir fangarnir drukkna. En var það ekki betra en örlög þau, er þeirra biðu? Fangarnir ráku upp óp mikil, er þeir sáu hvað drengurinn hafðist að. En Adjai var kaldur og ákveð- inn. Hann barði án afláts. Og sjór- inn fossaði inn um stórt gat, er Adjai hafði brotið á skipshliðina. Sjórinn hækkaði óðfluga í lestinni. Voðaleg öskur kváðu við frá föng- unum. Þeir reyndu að losna og rykktu í hlekkina. Óhljóðin bárust upp á þilfar, og skipverjar þutu niður í farmrúmið til þess að bæla uppreist- ina. Er þeir sáu vegsummerki, hóf- ust þeir handa um aðgerð. Adjai var sleginn í rot. En þetta seinkaði ferðinni. Dýr- mætur tími hafði farið til ónýtis. Aftur var skotið. Enska freigátan nálgaðist óðfluga. Hún hét „Myrmi- don“. Svo náði hún þrælaskipinu og lagð- ist við hlið þess. Ensku hermennirnir tóku við stjórn þrælaskipsins. Enskur liðsforingi sagði svertingjunum að þeir hefðu ekkert að óttast. Hann lét túlka það sem hann sagði, þar sem hann kunni ekki mál þeirra. Seytjánda júní árið 1822 var föng- um þessum, þar á meðal Adjai, sleppt á land í Nierra Leone nýlendunni í Vestur-Afríku. Var þeim öllum gef- ið frelsi, og séð um að þeir liðu ekki skort. Adjai fór i trúboðsskóla, og varð læs á sex mánuðum. Las hann þá nýja testamentið. Að þrem árum liðn- um, var hann skírður. Við skírnina fékk hann nafnið Samuel Adjai Crowther. Hann varð fyrsti svertingjabiskup í heimi. Var hann kristinn biskup yfir Nigersvæðinu. Hann dó 1891, eftir merkilegt æfistarf, virtur og elskaður af öllum er hann þekktu. Starf hans meðal landa sinna bar mikinn og góðan ávöxt. Hann lifði svo lengi, að hann sá, að öll þrælaverzlun og þrælaflutn- ingur voru úr sögunni. Mynd til vinstri: Minnismerki þetta um Paul Revere í Boston (amerísk þjóðhetja úr uppreisninni gegn nýlenduveldi Breta, uppi 1735—1818) var fimmtíu og sex ár í smíðum. Mynd að ofan til hægri: Golfstraumurinn er meginstraumurinn á Atlantshafi. Mynd að neðan til hægri: 1 Banda- ríkjunum étur meðal fimmmanna fjölskylda 1(4 tonn af ávöxtum árlega. (Á Islandi 1 % kílogramm ?)

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.