Vikan


Vikan - 14.01.1993, Page 7

Vikan - 14.01.1993, Page 7
sviðinu á öllu efnisminni klæð- um en glæsilegum frá versl- uninni Girbraud. Næst komu stúlkurnar fram f tískufatnaði frá versluninni Mótor og stuttu síðar brunuðu þær inn í salinn á hjólaskaut- um (klæddar Triumph toppum og Wolford sokkabuxum ein- um fata. Renndu þær sér síð- an góða stund um sviðið og á meðan hljómaði um salinn lag Madonnu, Erotica Lokakynningin hófst með því að Ijósin í salnum dofnuðu skyndilega og upp á gólfið lyftust kraftalegir negrar. Var þar kominn dansarinn Orville ásamt tveim félögum sem börðu bumbur. Stúlkurnar komu utan úr sal í munkakufl- um með logandi kyndla og úr hátölurunum drundi mögnuð tónlist. Eftir skamma stund rifu stúlkurnar sig úr kuflunum og reyndust þá vera í glæsi- legum síðkjólum. Einn keppendanna gat því miður ekki tekið þátt (þessum kynningaratriðum með trukki og dýfu. Margrét Þóra Óla- dóttir varð fyrir bfl aðeins klukkutíma áður en krýningar- hátfðin hófst og varð að fara á slysadeildina. Þar kom í Ijós að hún hafði brákast illa á öðrum fæti og varð að fá þrýstiumbúðir af þeim sökum. Hún lét það þó ekki aftra sér frá því að mæta á Hótel ís- land og studdist við hækjur upp á svið til Páls Óskars er hann vildi kynna hana fyrir gestum. Margrét Þóra hafði fyrr um daginn verið förðuð með Beverly Hills snyrtivörunum frá Gale Hayman og stúlkur frá Hári og förðun í Faxafeni greitt hár hennar. Þannig höfðu raunar allir keppendur verið búnir undir kvöldið. Og það var ekki nóg með að Kristín Stefánsdóttir farðaði stúlkurnar með nýju snyrtivör- unum frá Kalifornfu heldur gaf hún þeim hverri um sig snyrti- vörur sömu tegundar að and- virði kr. 18.500 hvert sett. En það var heldur ekki nóg með að hún gæfi keppendunum sýnishorn af snyrtivörunum nýju heldur var öllu kvenfólki, sem mætti í borðhaldið, fært fallegt glas af ilmvatninu frá Gale Hayman. Karlmennirnir fengu raunar einnig að kynn- ast nýjum ilmi en heildversl- unin Terma sf. færði þeim myndarlegt glas af því nýjasta frá Romeo Gigli. Undirbúningur fyrir úrslita- keppnina hafði staðið vikum saman undir handleiðslu Estherar Finnbogadóttur og auk þess æfðu stúlkurnar af kappi í World Class og lituðu kroppinn á Sólbaðsstofu Reykjavfkur. Dómnefndin hafði vissulega ◄ Dóm- nefndina skipuóu þau María Rún Haf- liöadóttir feguröar- drottning íslands, Bragi Þór Ijósmynd- ari, Unnur Steinsson sýningar- stúlka, Laufey forsíðu- stúlka ársins 1991 og Þórarinn Jón rit- stjóri. ► Stúlkum- ar fengu blóm frá Blóma- stofu Frið- finns. Hér er Valgerð- ur Björg Jónsdóttir meö sín. úr vöndu að ráða og tók sér afar góðan tfma til að komast að niðurstöðu. Og eins og fram kom (upphafi greinarinn- ar varð Halldóra Halldórsdóttir hlutskörpust. Var henni vel fagnað eftir krýninguna þegar fjórir herramenn báru hana um salinn á burðarstól. Halldóra er tvítug, fædd 7. maf 1972. Hún hefur starfað með Módel 79 og í vor heldur á Brynja Vífils- dóttir, sem komst i annað sæti keppn- innar í fyrra, var að sjálf- sögöu meðal gesta. hún til Mílanó þar sem henni hefur boðist að spreyta sig á fyrirsætustörfum. Fyrst ætlar hún að Ijúka námi sínu við Fjölbrautaskólann í Breiðholti en auk þess að yfirgefa skól- ann með stúdentshúfu hefur hún prófskírteini í snyrtifræð- um upp á vasann. Halldóra á ársgamla dóttur og einnig kærasta, en sá komst nýverið í verðlaunasæti í keppninni um titilinn herra Skandinavía 1992. Halldóra, sem er 175 sentf- metrar á hæð, dökkhærð og brúneygð, er dóttir Elísabetar Jónsdóttur og Halldórs E. Halldórssonar. □ Páll Óskar ræðir við Margréti Þóru - nýkomna af slysa- deildinni. l.TBL. 1993 VIKAN 7

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.