Vikan - 04.04.2000, Blaðsíða 57
JjWíIÍIíIHHjIIU’
grét mig í svefn og hataði
þennan mann ósegjanlega!
Mér fannst hann hafa eyði-
lagt líf mitt og barnanna
minna.
Við Halli töluðumst ekki
við næstu daga en mörg voru
þau tár sem ég felldi. Ég tal-
aði ekki við neinn og tilkynnti
mig veika í vinnunni og mætti
ekki næsta saumaklúbb. Það
var ekki fyrr en Halli neyddi
mig til að tala við sig að ég
gat loksins farið að skilja hvað
var á seyði.
Halli sagði mér að honum
þætti svo sannarlega vænt um
mig og það hefði honum alltaf
þótt. Hann hefði hins vegar
oft fundið til ástar á karl-
mönnum þótt hann hefði ekki
gert neitt í þeim málum fram-
an af. Hann trúði mér líka fyr-
ir því að hann hefði einu sinni
sofið hjá karlmanni en það
hefði verið á ferðalagi í Kaup-
mannahöfn og eftir það hefði
hann af mörgum ástæðum
ekki getað hugsað sér að sofa
hjá mér.
Ekki lagaðist andlegt
ástand mitt við þetta þótt ég
væri fegin að fá að heyra
sannleikann. Mér fannst ég
svo innilega svikin og niður-
lægð. Maðurinn sem ég hafði
verið trú alla tíð hafði haldið
fram hjá mér - með öðrum
karlmanni. Ég var sundurtætt
á sálinni og ég var meira að
segja farin að íhuga sjálfs-
morð.
En Halli hjálpaði mér í
gegnum þetta á sinn hátt.
Hann hringdi sjálfur í sálfræð-
ing, indæla konu, og sagði
henni hvernig mér liði og bað
hana fyrir mig. Ég hitti þessa
konu nokkrum sinnum og
hún kom mér í skilning um að
líf mitt væri ekki að enda
heldur að byrja. Hún benti
mér líka á að Halli væri í raun
miklu verr settur en ég. Hann
væri örugglega með mikla
sektarkennd og í alvarlegri
sálarkreppu. Þetta kom mér
til að hugsa um fortíðina og
hvernig hjónaband okkar
hafði í raun leyst upp fyrir
löngu. Ég hefði átt að vita að
það var ekki allt sem skyldi
undir þessu slétta en ískalda
yfirborði.
Uppbyggíng
Næst var það ég sem fitjaði
upp á samræðum og Halli
varð mjög feginn. Það kvöld
töluðum við hjónin saman af
fullkominni einlægni í fyrsta
skipti í langan tíma. Þetta
kvöld byrjaði ég að fyrirgefa
honum og hann fór að skilja
sjálfan sig betur. Við bjuggum
saman í hálft ár eftir þetta og
ég viðurkenni að það var oft
erfitt. Halli lofaði mér að vera
ekki með öðrum karlmönn-
um meðan við byggjum und-
ir sama þaki og ég er viss um
að hann hefur staðið við það.
Oft ruddust þó erfiðar tilfinn-
ingar upp á yfirborðið og oft
þurfti að þurrka tár og brynja
sig. Ég hef ekki sagt neinum
frá þessu nema systur minni
en hún varð ekkert hissa, að-
eins reið fyrir mína hönd. Það
hjálpaði mér ekkert því ég er
að reyna að losna við mína
eigin reiði.
Synir okkar hafa ekki feng-
ið að vita ástæðuna fyrir skiln-
aði okkar, en Halli er búinn
að lofa að segja þeim sjálfur
frá henni, ég treysti honum
best til þess. Ég vona svo
sannarlega að hann geri það
áður en þeir komast að því
annars staðar því það yrði
þeim örugglega erfiðara.
Stundum verð ég mjög örg
út í lífið og finnst ég hafa
kastað því á glæ. Þess á milli
finnst mér ég hafa verið hepp-
in að hafa átt margar góðar
stundir með Halla og eignast
þessa indælu stráka með hon-
um. Ég veit að ég er alls ekki
búin að jafna mig og að ég á
enn eftir að taka út heilmikla
reiði og sorg. Ég veit samt líka
undir niðri að sá dagur kem-
ur að ég verð aftur hamingju-
söm og sátt við fortíð mína
og framtíð.
Lesandi segir
Jóhönnu
Harðardóttur
sögu sína
Vilt þú deila sögu þinni með
okkur? Er eitthvað sem hefur
haft mikil áhrif á þig, jafnvel
breytt lifi þinu? Þér er vel-
komið að skrifa eða hringja til
okkar. Við gætum fyllstu
nafnleyndar.
Hcimilisl'aiigið er: Vikan
- „Lífsrcynslusaea'S Scljavccur 2,
101 Rcykjavík,
Nctfang: vikan@frodi.is