Vörður - 14.12.1923, Blaðsíða 4

Vörður - 14.12.1923, Blaðsíða 4
4 V Ö R Ð U R Umboðs- og Heildverslun Hjartar Hanssonar Lækjartorgi 2, Reykiavík. Talsími 1361. Símnefni: „Order“. Útvegnr kanpmönnam og kaupfjelöguin eftirtaldar vörntegundir, f'rá í'yrsta llokkn erlendum verslunar- húsum svo sem; Byggingarvörur allsk. Smíðatól hverju nafni sem nefn- ist. Farfavörur, enskar, danskar, af öllum tegundum. Þær bestu fáanlegu. Farfakústa allsk. Skipa og útgerðar- vörur allsk. Umbúðargarn fl. teg. Burstavörur af öllum teg. Búsáhöld allsk. Emaileradar og Aluminiumsvörur. Leðurvörur. Trjevörur. Körfuvörur. Glysvarning allsk. Drifreimar fyrir allsk. vjelar. Gler- og Leirvörur. Mat- vörur og ávexti allsk. Kaffi af bestu tegund. Kemiskar vörur fyrir: Sápuverksmiðjur, Gosdrykkjaverksmiðjur, Brjóstsykurverksm. Smjörlíkisverksm. Lyfjabúðir etc. Útvega einnig: Gummi-handstimpa. Dyranafnspjöld úr látúni og postulíni, stór og lftil. Mánaðardagastimpla. Eiginhandar-nafnstimpla. Tölusetningarvjelar. Signet. Brennimerki. Stóra Firmastimpla til að stimpla með pappírspoka og aðrar umbúðir. Stimpilblek og Púða. ::: Stimplarnir eru þeir bestu fáanlegu. ::: Allar pantanir afgreiddar mjög fljótt. ritdómár um nokkrar nýútkomn- ar bækur. Er þetta hefti Eimreiðarinn- ar hið eigulegasta og vel til þess vandað. Ferðaminningar. Sveinbjarnar Egilssonar, þriðja hefti, er nýútkomið. Segir þar frá ferðum þessa Eiríks víð- förla á dönskum skipum. Ferðaminningar þessar eru hinar merkilegustu. Er furða livað höf. tekst að gera jafn- hversdagslegt'efni, og þar er víða til meðferðar, skemtilegt og hugðnæmt. Veldur þar miklu um látleysið og hreinskilnin í frásögninni. Er vafalaust að sjómenn vor- ir hafa mikið gaman af að lesa þessar minningar, því að »þær eru myndir úr eigin lífi« þeirra, en margnr mun einnig hafa ó- blandna ánægju af því þótt hann hafi aldrei á sjó komið. „Verdi“ hafa nýlega verið sendar tvær bækur, »Vísnakver Fornólfs« og »Borgin við sund- iö« eftir Jón Sveinsson. Getur blaðið mælt hið besta með þeim báðum og mun geta þeirra svo fljótt sem koslur er á. Utan úr heimi. Samnhigar §tinnes við Bandamenn. Hugo Stinnes, þýski iðnaðarkongurinn, og Thyssen hafa gert samning við bandamenn um það, að 90°/o af iðnaðarfyrirtækjum Ruhr- hjeraösins skuli rekinn í sam- vinnu við Frakka. Iðjuhöldar Ruhr eiga að, greiða 15 milj. dollara i kola skatt fyrir síðustu 10 mánuði og framvegis 10 franka af hverri smálest kola, og auk þess 18% af framleiðslunni. Yfirlýsing Poincare. Poincare hefir lýst þvi yfir, að ef þjóðleg einvaldsstjórn komist á í Pýskalandi þá muni Frakkar laka Múnchen og Berlín her- skildi. ipansk-italskt banda- lag. ítalir og Spánverjar ræða nú mikið um bandalag á mill- um sín í þeim tilgangi að ná yfirráðum yfir Miðjarðar- hafinu. Frakkar líta mjög hornauga til þessara ráðagerða. Nýjustu fregnir segja að þetta »latneska» bandalag sje myndað. Kínarlýðveidið. Mjög er óvíst enn hvað úr því verður. Englendingar og jafnvel Belgir Ijetu sjer fátt um finnast þessa skilnaðarhreyfingu og unnu heldur á móti henni en Frakkar hinsvegar studdu hana mjög. Mun nú helst talað um, að Rínarlöndin verði sjerstök heimastjórnar ríki, innan Þýska- lands, og undir þýskri yfirstjórn en ráði sjálf fjármálum sínum og innanríkis málum. IVýja stjórnin Pýska. Fyrir nokkru síðan varð Strese- manns ráðuneytið að fara frá völdum i Pýskalandi. Hefir sfðan gengið f hinu mesta stappi að mynda nýja stjórn. En nú hefir dr Marx myndað borgara- lega stjórn með tilstyrk Pýskra þjóðernissinna. Jafnaðar menn hafa snúist mjög harðvítugt á móti nýju- stjórninni og er því varla að vænta, að hún eigi sjer langan aldur. §kaðabæturnar. Pjóð- verjar krefjast, að vörur þær, sem fluttar hafa verið frá Ruhr til Frakklands verði færðar þeim til tekna á skaðabóta reikning- num. Peir neita einnig að borga kostnaðinn af hertöku Ruhr. Skaðabótanefndin hefir sam- þykt einróma að skípa tvær sjerfræðinga nefndir til þess að leitast við að gera fjárlög Pjóð- verja þannig. að tekju hallinn hverfi og til þess, að reyna ná aftur því fje til þýskalands, sem þýskir stóreignamenn hafa flutt úr landinu. Talið er, að mikil vandkvæði verði á því að ná þessu fje aftur, því að bankalög hinna ýmsu ríkja, sem þetta fje er í, leyfi ekki slíka eftir grenslun. Yatnsfléð í Worður- Ítalíu. Stórkostlegt vatnsflóð varð nýlega í Norður-Ítalíu, og skemdir og manntjón mjög mikið. Talið er að sex hundruð manns hafi farist. Daoir og fullveldisdag- urinn. Danir mintust full- veldisdags vors 1. desember mjög hlýlega. Fluttu mörg dönsku blöðin langar og hlýjar greinar um ísland og óskuðu því allra heilla í framtíðinni. 'Verslunarjöfnudurinn. Á tímabilinu jan til sept. þ. á. hafa verið fluttar inn í Danm. vörur fyrir 1434 milj. kr. en út fyrir 1148 inilj. kr. Hefir því andvirði innfluttra vöru numið 286 milj. kr. meira en andvirði þeirrar útfluttu. Verslunin víð Rúsaland. Nýlega hefir verið stofnað dansk-rússneskt hlutafjelag með 3 milj. kr. innborguðum böfuð- stól. Eru í stjórn fjelagsins 2 Rússar og 3 Danir. Tilgangurinn að efla verslunarviðskifti millum landanna. Færeyjamálin. Neergaard, forsætisráðherrann danski hefir lýst því yfir í fólksþinginu, að stjórnin vilji vinna að því að varðveita sambandið millum ríkisins og Færeyja. Segir hann, að stjórninni dyljist það eigi, að saga Færeyja og öll aðstaða eigi fullan rjett á því að sjerstakt tillit sje til Færeyinga tekið, og að stjórnin sje fús til þess að styðja að varðveislu færeyiskra þjóðerniseinknnna og málsins, en þetta sje þó því skilyrði bundið að viðurkenning fáist hjá Færeyingum á því að grund- vallarlög ríkisins haldist og danskan verði framvegis ríkis mál. Isfiikssalan hefir gengið miklu lakar nú upp á síðkast- ið. Hafa togararnir sell afla sinn frá 700—1000 pd. sterl. Qrikkir og Venezelos. Grikkir hafa nú kallað Vene- zelos heim og er talið víst að hann muni verða við þeirri á- skorun. Er hann eins og kunn- ugt er, þeirra mesti stjórnvitr- ingur og mun þeim síst van- þörf á að njóta aðstoðar hans, því að ýmislegt gengur nú á trjefótum hjá þeim eins og stund- um fyrri. Innlendar frjettir, Éslending'abók. Svo heitir bók ein í arkarbroti bundin i selskinn, með myndum land- vætta úr látúni á hornum, og látúnsskildi miklum á miðju framspjaldi. — Bók þessi er enn þá órituð, að mestu, en þar eiga þeir menn að skrá sig sem styðja vilja að því góða verki að vjer eignust stúdenta- garð. Eina krónu kostar það minst að skrifa nafn sitt í þessa frægu bók, en enginn takmörk eru fyrir því hvað menn mega mest láta, enda mundi og íslenskur höfðingsskapur kunna því illa, að þar væri takmörkun á. 1. des. skrifuðu fjöldi manna nöfn sín í bókina, en í alt rúm- ast í henni um 30,000 nöfn svo að óhætt er að halda áfram að skrifa. Bókin verður með vorinu send út um alt land, svo að sem flestum gefist kostur á að skrifa í hana, og er það spá manna, að hún komi alskrifuð úr þeim leiðangri. Ari fróði varð frægur fyrir að skrifa íslendinga bók hina fornu. Nú fá 30,000 íslendingar færi á því, að verða frægir menn, svo framarlega sem þeir meta menningu þjóðar vorrar, og andlegt sjálfstæði meira virði en 1 íslenska pappírskrónu. Pan. Nú er Pan komin út, frægasta bók, frægasta skálds Norðmanna og þýdd af þeim, sem allra manna best kann að fara með íslenskt mál. Enginn sá er bókum ann má láta undir höfuð leggjast að kaupa þetta snildarverk. — Og allur hagnaðurinn, sem verður á útgáfunni, rennur til stúdenta- garðsins íslenska. Bæjarstjóri í Ve*t> manuaeyjum. Vestmanna- eyingar hafa með 578 atkv. gegn 81 samþykt að taka sjer bæjarstjóra. Verður það því fjórði kaupstaðurinn sem hefir bæjarstjórn. IWý blöó. Pau þjóta nú upp hvaðanæva. Vestmannaeyingar eru nýbyrjaðir að gefa út blað, sem heitir Skjöldur. Ritstjóri Páll Kólka læknir. Fer það myndarlega úr hlaði og er ómyrkt i máli. Á ísafirði koma nú út 2 blöð Vesturland, ritstjóri Sigurður Kristjánsson og Skutull, ritstjóri Guðmundur Guðmundsson frá Gufudal. — Skutul hefir »Vörð- ur« ekki sjeð enn þá og getur þvf ekki um hahn dæmt af eigin reynd, en heyrt hefir hann af munni sannorðra manna, að stundum gleymist að segja sannleikann í því blaði og ben- dir margt til þess að hann eigi að foreldri Tímann og Alþýðu blaðið. Vesturland er skörulega ritað blað, og ákveðið í skoðunum. Er ritstjóri þess sagður af kunnugum, að vera hinn rit- færasti maður. Á Seyðisfirði er Austanfari hættur að koma út, en í stað hans er komið blað sem Hænir heitir. Ritstjóri Sigurður Arn- grimsson. Hjer í Reykjavík eru komin 2 ný blöð, Kvöldblaðið og Rúslnur. Er hið fyrra frjetta- blað, en hið siðara á að vera gamanblað. — Hvorugt þessara blaða hefir Vörður ennþá sjeð. í Hafnarfirði kemur út blað sem heitir Borgarinn, ritstjóri Óskar Sæmundsson. AtvInnuleyaiA. Pað er orðið mjög mikið hjer i bæn- um og horfir til hinna mestu vandræða. Nefnd hefir verið skipuð til þess að grenslast um hve margir sjeu alvinnulausir og gera til- lögur um atvinnubætur. — Sið- ast þegar frjettist hafði hún aflað sjer skýrslna um rúmlega 600 manns sem eru atvinnu- lausir. Hefir margt af þessu fólki ekkert til viðurværis, og verður bæði að þola hungur og kulda. Fullráðið mun að bærinn laki lán til atvinnubóta, en ekki mun en ráðið hve lánið verður stórt, og deildar eru skoðanirnar um það hvað vinna á. — Vilja sumir láta verja því til fiskreitargerðar, en aðrir vilja láta mylja grjót, gera jarðabætur o. s. frv. Bátatapar. 30. nóv. s. 1. fórust 2 vjelbátar á Austfjörðmn var annar þeirra frá Eskifirði og hjet »Heim« en hinn frá Reyðarfirði og hjet »Kári«. Skipshöfnin á Kára var fjórir menn. Hjetu þeir Hallgr. Ste- fánsson, Eiríkur Helgason, Gunnlaugur Ólafsson og Valgeir Vilhjálmsson, Hallgrimur var kvæntur og lætur eftir sig 6 börn, Hinir ókvongaðir. Um áhöfn á hinum bátnum hefir ekki frjest. IngóIfslikneRklð. Pað er nú fullgert og komið hingað, ekki er afráðið hvenær það verður afhjúpað. — Pað er Iðnaðarmannafjelagið sem hefir hrundið þessu i framkvæmd og á það þakkir skilið fyrir. Pýskur tog^ari sekkur. Nýlega sökk þýskur togari skamt undan Krisuvikurbjargí. Hafði hann fyrst rekist á grynningar hjá Porlákshöfn, en losnað af þeim. — Ætlaði svo að halda til Reykjavíkur, en þá vildi þelta slys til. Skipverjar, 12 að tölu, kom- ust i skipsbátinn og komust eftir 24 stundir á land á Reykja- nesi og voru þá orðnir mjög að- þrengdir. Magnús Magnússon cand jur. JLaufásveg ð5 veitir lögfræðislegar leiðbeiningar og gerir samningu o. fl. Heima 10—2 og 8—9 slmi Ii9i. AffrrelAala „Varöar*, er á Bergþórug'ötu 14. Rltatjórlim er tll viAtalu á Lauf'ásveg Sö. iiinl 1191. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.