Vörður


Vörður - 01.03.1924, Side 1

Vörður - 01.03.1924, Side 1
Ritstjóri og ábygð- armaður Magnús Magnússon cnnd. iuris. &>________ _________ Af^reiðslu- og inn* heimtumaður Ásgeh' Magnússon hennarí. II. ár. ReykJavík 1. marz 1924. 9. blað. Yfirlýsing. Vjer undirritaðir alþingismenn lýsum hjer með yflr þvi, að vjer höfnm gengið saman i flokk, er vjer nefnum lhaldaflokklnn og munum starfa saman að landsmálum i þeim flokki. Fyrsta verkefni flokksins lát- um vjer vera það, að beitast fyrir viðreisn á fjárhag landssjóðs. Vjer viljum að því leyti, sem frekast er untná þessu takmarki með þvi, að fella burtu þau út- gjöld landssjóðs, sem vjer telj- um ónauðsynleg, og með niður- lagningu eðá samanfærslu þeirra landsstofnana og fyrirtækja.sem vjer teljnm að þjóðin geti án verið eða minkað við sig henni að skaðlausu. Vjer búumst við að ekki verði hjá þvi komistað auka að einhverju leyti álögur á þjóðinni i bili til þess að ná nauðsynlegri rjettingu á hag landssjóðs, en flokkurinn vill sjerstaklega láta sjer ant um að koma þessum málum sem fyrst i það horf, að unt verði að draga úr þeim álögurn til opin- berra þarfa, sem nú hnekkja sjerstaklega atvinnuvegum lands- ins. Vjer teljum að eftir þvi, sem fjárhag landssjóðs er nú komið, sje ekki unt að veita fjeúrhon- um til nýrra framfarafyrirtækja að neinu ráði, meðan viðreisn fjárhagsins stendur yfir. Enjafn- skjótt og fjárhagur iandssjóðs leyfir mun flokkurinn viljaveita fjárhagslegan stuðning til fram- farafyrirtækja, og þá einkum til þeirra, sem miða beinlinis til eflingar atvinnuvegum lands- manna. Að sjálfsögðu vili flokk- urinn nú þegar veita atvinnu- vegunum þann stuðning með löggjöfinni, sem unt er án hnekk- is fyrir fjárhag landssjóðs. Vjer teljum að viðreisnar- starflð hljóti fyrst um sinn að sitja svo mjög i fyrirrúmi fyrir öllum öðrum málum, að vjer sjáum ekki nauðsyn til að gefa aðra eða viðtækari stefnuskrá en þetta að svo stöddu, en ósk- um að þjóðin dæmi flokk vorn þegar til kemur eftir verkum hans og viðleitni i landsmálum. Alþingi, 24. febr. 1924. Ang. Flggenring. Árni Jónsson. Björn Lindal. Björn Kristjánsson. Eggert Pálsson. H. Z. Kristóferss. H. Steinsson. Ingibjörg H. Bjarnas. Jóhann P. Jóse/ss. Jóh. Jóhanness. Jón A. Jónsson. Jón Kjartansson. Jón Magnússon. Jón Signrðsson. Jón Porláksson. M. Gllðmundss. Magnús Jónsson. Pjetur Ottesen. Signrj. Jónss. Pórarinn Jónsson. Eins og sjá raá_ af ofanritaðri yflrlýsingu hafa 20 alþingismenn komið sjer saman um að mynda Ihaldsflokk. Munu margir fagna þessum samtökum og fagna þvi hve vel flokkur þessi er skipaður. — Mun flokkur þessi fyrst og fremst beitast fyrir sparsemi og ihaldi i fjármálum svo að sem fyrst megi úr rakna þeim fjár- hagsvandræðum sem vjer nú búum við, en auk þess mun hann standa vel á verði gegn hverskonar angurgapaskap og byltingargirni. Formaður flokksins er Jón Þorláksson en meðstjórnendur Magnús Guðmundsson og Jón Magnússon. Ping’saga St] órn arfrumvörp. 1 siðasta blaði var þess getið, að áætlaður tekjuafgangur fjár- Iagafrv. 1925 væri um 550 þús. kr. Skal nú sagt nokkru ger frá helstu tekju og gjaldaliðum frv.: Tekjurnar eru áætlaðar alls um 7.800.000 kr. Eru helstu tekjuliðirnir þessir: Fasteigna- tekju- og eigna- skattur........kr. 1015.000 Aukatekjur, erfðafjár- skattur o. fl. . . kr. 610.000 Útflutningjald . . — 700.000 Áfengistollur, þar með tollur af óáfenguöli og óáf. vini o.fl. kr. 350.000 Tóbakstollur ... — 350.000 Kaffi- og sykurt. . — 800.000 Vörutollur .... — 1250 000 Annað aðflutn.gj. . — 300.000 Pósttekjur.........— 350.000 Simatekjur .... — 1.000.000 Áætlaðar tekjur af vineinkasölu . . kr. 250.000 Áætlaðar tekjur af tóbakseinkasölu kr. 200.000 Áætlaðar tekjur af steinoliueinkas. kr. 60.000 Tekjur af fasteignum ríkissjóðs . . . . kr. 55.000 Tekjur af bönkum og fleiru . . . . kr. 380.000 Óvissar tekjur . . — 52.000 Helslu gjaldaliðirnir eru þessir: Greiðslnr af lánum og framlag til Landsb. ca. . kr. 2.000.000 Borðfje konungs . »— 60.000 Áætl.aiþingiskostn — 175.000 Til ráðuneytisins.hag- stof. sendih. o .fl. kr. 253.000 Til dómg. og lögr. — 532.000 Til heilbr.mála . . — 678.000 Til samgöngum. . — 1.555.000 Til kirkju- og kenslu- mála............kr. 1.080.000 Til visinda, bókmenta, lista og bitlinga kr. 211.000 Til verklegra fyrir- tækja ca. ... kr. 440.000 (þar af til Búnaðar- fjel. 130 þús. kr.og til Fiskifelagsins 50 þús. kr.). Til eftirl. og stykt- arfjár..........kr. 180.000 Óvits útgjöld ... — 100.000 Auk þessa er svo stjórninni heimilað að veita Qe úr við- lagasjóðitil búnaðarframkvæmda ef Qe er fyrir hendi. Um leið og fjármálaráðherr- ann lagði frv. þetta fyrir þingið, gaf hann yfirlit yflr afkomu sið- asta árs og lýsti framtiðarhorf- unum Skal sagt frá aðalatrið- unum i ræðu hans. Ráðherrann gat þess fyrst um tekjuhalla þann sem myndast hafði á undanförnum árum og virtist hann engan veginn vera viss á þvi hvað mikill hann væri í raun og veru. Helst taldist honum til að tekjuhalli áranna 1920—22 væri um 61/* miljón kr. en væri þó ef til vill hægt að reikna hana þannig út, að hann væri ekki nema rúmar 4 miljónir og einn- ig mætti lika reikna hann þann- ig, að hann væri tæpar 7V* miij. kr., eins og Jón Porláks- son hefði reiknað hann i fyrir- lestri þeim er hann hjelt hjer i bænum nokkru fyrir þingið. En ekkert fór ráðh. út í að skýra það, hvernig stæði á þessari misjöfnu niðurstöðu. — En við þenna tekjuhaila bættust svo tæpar 1.400.000 kr. árið 1923. Veltur tekjuhallinn á árunum 1920—23 eftir þessari ræðu ráð- herrans á 5. miljón og 400 þús. kr. upp í 8*/* milj. kr. og má segja, að ekki skjóti skökkuvið um útkomuna. Ekki sagðist ráðherrann mundi hafa tekið það i mál að ganga í stjórnina ef hann hefði vitað fjárhaginn jafn slæman, sem raun var á. — Virðist svo sem löngunin i ráðherrasætið hafi glapið honum yfirlitssýnina er hann tók við völdunum. Pegar ráðherrann hafði nú komist að raun um hve hann hefði tekið við fjárhagnum i hörmulegu ástandi, sá hann að ekkert dygði aunað en aðspara með þvi að draga úr öllum verklegum framkvæmdum, Pá leið sá ráðherrann til að laga þetta i framtiðinni, að hafa Qárlögin með tekjuafgangi. En þeim tekjuafgangi mætti ná með því að áætla tekjurnar varlega og draga úr gjöldunum ogþetta ráð hafði hann tekið er hann samdi fjárlagafrv. fyrir 1925. Kvaðst hann þar, þó sárnauð- ugt hefði verið, hafa felt niður ýmsar verklegar framkvæmdir og dregið úr fjárveitingum til annara. Viö bitlinguin sagðist hann hins vegar litið hafa hagg- að þvi að þeir væru flestirgaml- ir og örðugir viðfangs, enda munaði og litið um þá, en sem þingmaður kvaðst hann mundi greiða atkvæði á móti þeim, þar sem sannfæringin byði sjer. Pá vjek ráðherrann sjer að mismuninum á áætlun fjárlag- anna fyrir árið 1923 og hinni raunverulegu útkomu þess árs. Höfðu nokkrir tekjuliðir farið Heildvertal nn Garðars Gíslasoriar Heyhjavík. Selur og útvegar allskonar pappir, svo sem: Um- búðapappir, pappírspokar, smjörpappír, maskín- pappír, salernapappir, skrifptppír og umslög; t einnig allar tegundir ritfanga. Tvirilunarbækur. Umboðsimaður stœrnitu pnpptrs- verksmiðju & Norðurlöndum, Spyrjist fyrir um verð, leitiO tilboöa talsvert fram úr áætlun, eink- um áfengistollurinn og vörutoll- urinn, en aftur höfðu aðrir lið- ir verið undir áætlun t. d. tó- bakstollur, stimilgjald, sima- gjöld og gjöld af bönkum. Aðrir liðir reyndust nálægt á- ætlun. Gjaldaliðirnir höfðumargir far- ið allmjög fram úr áætlun. Eink- um fóru vextirnir af erlendu láninu mjög fram úr áætlun, sem stafaði af sífallandi gengi krónunnar. þingkostnaður hafði einnig farið fram úr áætlun og áminti ráðherra þingmenn um að ganga á undan með sparnaði. Má bú- ast við lágum ferðakostnaðar- reikningum i þetta sinn. Kostnaður við landhelgisgæslu hafði einnig farið allmjög fram úr áætlun, einnig útgjöld til sima, vegna breytinga og að- gerða við stöðina hjer. þá vjek ráðherrann að fram- tiðarhorfunum. , Taldi hann þær mjög iskyggi- legar, ef ekki væri þegar hafist handa um sparnað og ýmsar aðrar bjargarráðstafanir. Eink- um þótti honum iskyggilegt hið sifallandi gengi ísl. krónunnar, sem hann taldi að stafaði að- allega af tveim ástæðum, of-‘ mikilli útgáfu af ófulltrygðum seðlum (Inflation) og meiri inn- en útnflutningi. Fyrri orsökin taldi ráðh. að nú væri að falla burtu, þvi að seðlafúlgan hetði verið komin niður í 5 milj. kr. þann 1. febr. þ. á., sem mætti teljast mjög hæfilegt, en á striðsárunum hefði hún komist upp í 11 milj. kr. og það hefði valdið ógæf- unni. Siðari orsökin væri aftur á móti enn við líði. Innflutningur væri stöðugt miklu meiri en út- flutningur svo að jafnvel mun- aði mörgum miljónum kr. — Engar tölur kom þó ráðherra með, sem sönnuðu að svo væri enda mótmælti Bjarni frá Vogi þvi að svo myndi vera. Annars kvað ráðh. það á- stæðulitið, að vera að grufla út í það hvers vegna væri svona komið, eða hverjar orsakir væru. Er það óneitanlega dálítið ein- kennilegt ef það varðar engu að finna orsakirnar til þess sem aflaga fer, þvi að það sýnist þó vera fyrsta skilyrðið að vitahvað valdið hafi óförunum, svo að bægt sje að kippa þvi meini burtu. þá vjek ráðh. að þeim ráðum sem stjórninni hatði hugkvæmst, til þess að ráða bót á þessum vandkvæðum. Fyrsta ráðið taldi hann fjár* lagafrv. 1925 með 550 þús kr. tekjuafgangnum. Annað var það, að hann mundi bráðlega leggja fram fyr- ir þingið frumv. sem heimilaði 25°/o gengisálagningu á alla tolla. þriðja að hanna með lögum innflutning óþarfa varnings. — Kvaðst hann koma fram með nýtt frumv. um þetta, en viður- kendi þó að til væru lögin frá 1920 sem heimiluðu stjórninni að takmarka innflutning. — Roðnaði tengdasonurinn Tryggvi allmjög er tengdapabb- inn mintist þessára laga þvi að eins og kunnugter, heflrTiminn altaf gengið framhjá þessum lögum eins og þau væru ekki til og stöðugt hamast á þeim ósannindum að stjórn Jóns Magnússonar og MagnúsarGuð- mundssonar og fylgismenn henn- ar hefðu felt niður innflutnings- hömlurnar. Er ekki ein báran stök fyrir Timanum og Tryggva þegar tengdapabbinn neyðist til að fletta ofan af ósannindunum. Annars vildi ráðherrann af- saka það, að hann ekki hefði beitt innflutningshöftunum með þvi, að þingið sfðasta hefðiekki verið þeim fylgjandi. Gagnslaust taldi ráðh. aðgripa tii innflutningshafta nema þau væru skilyrðislaus og stæðu að miosta kosti i 3 ár.

x

Vörður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.