Vörður - 02.08.1924, Side 2
2
V O R Ð U R
Nokkur orð
um
Nokkrar athugas. L. H.
(Framh.)
Það er því líkast, sem Lárus
finni ekkert athugavert við það
hverriig samvinnufyrirtæki Skaft-
fellinga hafa gengið nú á seinni
tíð. — Hann skrifar ekki uip
það neitt til fróðleiks nje til að-
vörunar öðrum. — Honum finst
það ekki svo mikið, þegar Skaft-
fellingar eru búnir að græða
hundruð þúsunda á kaupfjelag-
inu hjer og sláturhúsinu í Vík,
— þó þeir borgi þennan gróða
aftur fyrir ýmiskonar brall.
— Svo sem byggingar, ferða-
kostnað og umstang við þessi
fyrirtæki. — Og hefir það þann-
ig gengið, að auk ákveðins kostn-
aðar sem sláturhús Suðurlands
hefir borgað fyrir slátrun í
Vik, undanfarin ár—hafa Skaft-
feltingar greitt sjálfir víst aura-
gjald af hverri sláturkind. Stund-
um 75 aura og stundum 50 a.
Fetta^hefir munað Skaftfellinga
drúgan skilding nú i nokkurár,
og síðastl. 2 ár vita þeir nú
margir hverjir einu sinni ekki
hvað við þessa aura er gert.
Ætti Lárus að láta sjer eins
ant um að kenna þeim að þekkja
þá hýt, sem þeir eru geymdir í
eins og að hann lætur sjer ant
um að þeir þekki bónda þann
er hann ritar mest um.
Svo er Lárus að tala um fórn.
Að hann fórni kröftum sínum
— þ. e.: gefi þá. — Eigi er að
furða þó fyrirlækin standi föst-
um fótum hjer og Skaftfellingar
græði ? — Pegar þeir, er með
þessi málefni fara — gefa krafta
sína. — En að þessu væri þann-
ig varið vissi ekki almenningur.
Menn hjeldu að allur þessi hóp-
ur sem hjer fæst við kaupfje-
lagsmál, ynni fyrir bœrilega borg-
un. Alt frá formanni kaupfje-
lagsins og það ofan að deildar-
stjóra. Er þetta þó alllaglegur
flokkur og sýnist ekki þurfa að
ausa mold yfir höfuð sjer —
þó einum fækki í eins og Lár-
usi sýnist gremjast — þegar
hann er að ryfja upp fjelags-
skapinn við greinarhöfundinn í
»Athugasemdum« sínum.
Jeg ætla ekki nú, aðfara neitt
inn á þau deilumál, sem hjer
eru innan hjeraðs, en þó má
geta þess að ekki hefir samúö
og jafnlyndi aukist hjer þessi
ár síðan svo nefnd samvinnu-
stefna settist hjer að völdum.
Ekki hefir samheldnin vaxið nje
virðingin fyrir eignarrjettinum.
Og ekki hafa skuldir minkað,
þó kaupfjelagið eigi að heita
hjcr á góðum rekspöl. — — —
Ekki vex áhuginn við land-
búnaðinn. Það er svo eftirminni-
legt, að ein aðal skuldaskulda-
stofnunin hjer er kaupfjelagið —
og þó er stefnuskrá þess —
skuldlaus verslun.— Láruskenn-
ir Kötlu um þetta basl og þar
næst bónda þeim sem lokkaði
þúsundirnar út úr nábúum sín-
um í útgerðarfjefagið ! I—Kaup-
mennirnir eru nú þagnaðir að
hann segir, og hann svaraði
Skaftfelling, þeim sem skrifaði
siöastliðið sumar — eins og
honum fanst við eiga.—Þarmeð
var hann úr sögunni. Núerþað
Katla, sem eyðir og bóndinn,
greinarhöfundurinn, sem skemm-
ir hag sýslubúa. Ekki er tvfrætt
um, hvað Lárus er glöggur og
skarpur í þessum ályktunum.—
Það er svo sem sama — eins
og honum finnist ráðist á sam-
vinuufjelögin — þegar hróflað
er við atferli hans og asnaskap
i þeim málum.
Pegar bersýnilegt er að skakt
er að farið, og óhyggilega stjórn-
að — þá finna menn, sem von
er til, að því, en ekki að fyrir-
tækinu í öðru og betra horfi.—
Það skilur Lárus ekki.
Hann læst heldur ekki skilja
— að það er-plága fyrir þetta
bygðarlag, að búa undir kjörum
þeim, sem skuldir við kaupfje-
lagið baka mönnum — og þess-
ar skuldir eru ekki allar komn-
ar fyrir nauðsynjavörur. — Held-
ur mikið af þeim fyrir ýmsan
óþarfa varning, sem söludeild
kaupfjelagsins verslaði með, eins
og hver annar kaupmaður. Og,
þó mætli eflaust þessu öllu við-
bjarga, ef ekki væri sundrung-
arandi komin í starfsemina, seiö
er einungis þvi að kenna að
kaupfjelagið hleypti sjer út í
stjórnmálin og samábyrgðina. —
Og sama veldur þvi nú að, að-
almálið — samvinnuverslun —
eygist ekki í ríki stjórnmála og
þvættings þess, sem gengur fjöll-
um hærra — um menn og mál-
efni. — En, ekki sjest, að það
sje áhugamál L. að ljelta af
þessum ósamlyndis ófögnuði, sem
ekki er við áö búast — meðan
hann sjer ekkert nema alt gott
við hann. Verslunarmálin okkar
hjer eru rnjög í ógöngum og
hætt við, að erfiðlega úr greiðist,
meðan forkólfar kaupfjelagsins
sjá ekki hvar skórinn kreppir að.
Af því jeg hef oröið samskon-
ar árása var eins og þessarar
áminstrar Lárusar greinar síðán
jeg gekk úr kaupfjelagi Skaftfell-
inga — hef jeg skritað þessi fáu
orð. — Eiga þau fyrst og fremst;
að sýna hvað Lárus veður reyk
í »Athugasemdum« sinum — ef
hann beinir því til mín, aö jeg
hafi skrifað undir nafninu bóndi
— hjeðan úr sýslu. — Jeg hef
síðan þann dag jeg fór úr þvi
fjelagi, ekki skrifað neitt um það
í dagblöðin, og þagað þó mjer
hafi verið send viðlíka góðmann-
leg grein áður hjeðan úr sýslu
eins og þessi Lárusar grein er
nú.------Jeg kann því illa, að
Skaftfellingar sjeu að toga út-
skæklana á heiðri sinum sjálfir
í dagblöðunum, eins og L. er að
gera. Alt prófar sig sjálft um
síðir — og hætt við að bjálfinn
hrökkvi saman, þegar kruml-
urnar sleppa ef um of er teygt.
Hins vegar er það viturra
manna ráð, að ræða í blöðum
áhugamál sín og reyna, að kom-
asf til botns í því spursmáli sem
um er rætt. Væri þess ekki van-
þörf, að róleg og gætin yfirveg-
un kæmihjer nú, í staöinn »fyrir
allan misskilningin«, sem hjer
sveimar manna i milli. Og, þaö
væri Skaftfellingum hollara, ef
Lárus gæti látið birta þeim op-
inberlega í blaði; hvað þeir
græddu á kaupfjelagsversluninni
samanborið við kaupmannaversl-
un hjer. — Og hvað mikið þeir
legðu í kostnað við fyrirtæki sín
hjer og hverjir nytu — eða
hefðu liagsmuni við þau hvað
starf og forstöðu snertir. —
Margan fleiri fróðleik gæti hann
gefið, viðvíkjandi slátruninni í
Vík, sem almenningi kæmi vel
að vita um. Og ef hann vildi
svo, ásamt öðrum áhuga og á-
hrifamönnum sýslunnar leita
eftir ráðuin til að færa í horf
aftur það sem aflaga fer. —
þetta, án þess á fleira sje
minst — Væri hollara en allur
sá fróðleikur sem hann ritar
um bóndana i Tímagrein sinni,
og allur upplestur afreksverka
hans, sem hann þylur hjer á
fundum sínum og lælur í eyr-
um líkt og glamrandi grafskrift
væri. — —----------—
Jeg geri ráð fyrir að bóndinn
sein skrifaði um kaupfjel. hjeðan,
svari sjálfur fyrir sig og fer jeg
eigi út í þeirra mál frekara. En,
tilefni þess að jeg gekk úr kaup-
fjelagi Skaftfellinga var árás sú
er það gerði á mig vegna fram-
boðs rníns til alþingis — og svo
hugsjónir er um það leiti virt-
ust lögum ráða í kaupfjelags-
skapnum að kúga alla inn á
sömu skoðun í landsmálum.
Bæði um verslunarmál og önn-
ur landsmál. Var og þá í Ijós
leitt hvert samábyrgðin mundi
stefna. Hafi hinir gömlu fjelags-
menn rnínir nokkuð úlá sam-
búð sína við mig að setja með-
an þeir áttu samleið með mjer
— þá væri vel gert, að gefa
Lárusi það svo hann hefði ein-
hver frekari rök í Tímanum
næst. Og þó hann telji mig nú
ekki, þarfan lengur í kaupfje-
lagsskapnuin — má þó minna
hann á, að sá er vinur sem til
vamma segir. — Og síðast á
fundunum hjer í vetur, voru
tillögur mínar þess eðlis, aö
bæði máttu þær vera kaupfje-
lagsheildinni til gagns og hverj-
um eínstaklingi, — Heíir og
framkvæmdinni verið stilt betur
í hófi og nær þeim tillögum af
kaupfjelagsins hálfu heldur en
virtist á þeim fundum vaka fyrir
formanni og sölustjóra fjelags-
ins. — — — — '—
Aðrar getgátur og aðdróttan-
ir Láfusar læt jeg eins og vind
um eyrun þjóta. Ef hann þyk-
ist vaxa við það, að ófrægja
einhverja sýslubúa sína, vegna
þess, að þeir eru ekki skoðana-
bræður hans, — þá er honurn
velkomið að vega að mjer, svo
oft sem hann langar til. Eigi
mun það saka mig. En það
vinnur ekki fjelagsmálum Skaft-
fellinga gagn.
Eyj. Guðmundsson.
Fátt eitt, til andsvara ungfrú
Thoru Friðriksson.
Raunar hafa Englendingar
blessunarlega lítið gert til þess
enn að standa við orð sín,
þau hin slóru og fögru er
skráð voru i nafni alþjóðar, sem
stefnuskrá baráttu hennar, í
»Daily Chronicle«, 7. okt. 1914:
»Fyrir einni öld höfum vjer, á
sama hátt, með aðstoð Rúss-
lands og Fýskalands afmáð
veldi Napoleons. Vjer gáfum
Frökkuin Frakkland á ný. Vín-
fjöll og kornakra og hinar fögru
borgir þeirra gáfum vjer þeim
aftur — — —.
Nú ráðumst vjer, með hjálp
Frakklands og Rússlands, á hið
þýska ofbeldi. Vjer munum, hafi
þýska þjóðin sjálf ekki, áður
en svo Iangt er komið, sparað
oss fyrirhöfnina, frelsa liana trá
ölluin illum völdum (sic!) —
Og þá munum vjer gefa hinni
Um fráfærur.
Jeg efast ekki um, að allflestir hugsa
meira og minna um vandamál þjóðar-
innar, þó að sú hugsun sje með ýms-
um hætti og mismunandi, eftir þvi sem
andlegur þroski og atvinna stuðla að.
Nú er það eitt af sameiginlegum áhuga-
málum okkar allra, hvernig einstakling-
ar og þjóðfjelag geta, höggvið skarð í
þann »Kínverjamúr« af skuldum sem
að landið og, því miður, allmargir ein-
staklingar lika hafa hlaðið um sig á
undanförnum árum. En fyrst þetta er
sameiginlegt, þá er hitt, engu síður,
sameiginlegt, að taka til athugunar og
meðferðar þau mál, sem stuðla að því
að auka beinan eða óbeinan hagnað
einstaklinganna og þjóðarinnar.
það er nú um eitt af þessum mál-
um, sem mig langar til að tala um og
segja frá reynslu minni, ef verða mætti,
að einhver fengi meiri löngun, en áður
til að athuga hvort hjer sje ekki um
virkilegan hagnað að ræða.
Mál þetta er fráfærur.
Pví miður hafa menn skiftar skoðanir
2
um, hvort fráfærur sjeu arðvænlegri en
meðganga dilka. Og sumir af óvinum
fráfærnanna, ef jeg mætti segja svo, hafa
verið og eru ágætir menn og athugulir,
og ekki efast jeg um það, að þeir hafi
bygt á rökum að vissu leyti. En, jeg
held að yfirsjónin sje í því falin, að þeir
hafi lagt afarmikla áherslu á aðra hlið-
ina, þá, að þroska kjötframleiðsluhæfi-
leika kvíánna, og þegar þeir svo báru
þetta saman við óþroskaðri mjólkurhæíi-
leika, lakari kinda, þá reyndist ágóðinn
meiri af dilkfjenu.
En jeg, og margir fleirí, stend í þeirri
meiningu, að dilkær og* mjólkurær á
jöfnu þroskastigi, hver til sinnar fram-
leiðslu, þoli engan samanburð, þannig
að mjólkurærin gefi alt af meiri arð.
Auk þess stendur svo sjerstaklega á hjá
okkur núna, að við þurfum að framleiða
sem allra mest að mögulegt er af mat
í landinu, til þess að spara innkaup,
því flestir eru farnir að fá nóg af að
láta 2 peninga fyrir 1, þegar innkaup
á erlendri vöru er að ræða. Og á bak
við það liggur óbeini ágóðinn af frá-
færunum m. m.
Ennfremur ei ekki svo lítill óbeinn
hagur fyrir framleiðendur, en beinn
hagur fyrir þjóðfjelagið í því fólgið, að
3
•
allur kostnaður við fráfærur lendir í
landinu, þ. e. öll vinnulaun.
Eftir því sem sögur fara af erum viö
Vestfirðingar fast heldnastir á fráfær-
urnar, enda eru allmargir hjer um slóöir
sannfærðir um gagnsemi þeirra og yfir-
burði framyfir meðgöngu dilka. En með
því, að heldur virðist draga úr fráfær-
um, jaínvel hjer, af hvaða ástæð.u, sem
það er, þá er full nauðsyn á að menn
yfirleitt athugi vel frá sem flestum hlið-
um, hvort það er ekki að ástæðulausu,
og meira en það. Hitt vildi jeg heldur
mega vona er til almennrar athugunar
kæmi um þetta mál á stóru saintaka
svæði, að það gæli leitt af sjer tilraunir,
jafnvel þar sem fráfærur eru þegar af-
lagðar.
Jeg býst nú við að inenn vilji að jeg
komi með eitthvað til stuðnings máli
mínu og skal jeg gera það, eftir því sem
föng leyfa.
Hjer á eítir fer útdráttur úr mjólkur-
skýrslum yfir sumurin 1921—23 allar
miðaðar við 10 vikna nytjun.
Sumarið 1921 varð meðaltals ærnyt
37,7 kg. Úr hverjum 100 kg. mjólkur
fjekkst 6,3 kg. smjör + 36,6 kg. skyr.
Verð á smjöri var þá 5 kr. pr. kg. lægsl
eftir gangverði og á skyri 1 kr. kg.
Mjólkurpotturinn því á rúml. 68 aura
4
miðað við þetta gangverð auk sýru.
Eða ærin heíir mjólkað f yrir um kr.
25,63.
Haustið 1921 reyndist mjer mismun-
urinn á dilkum og hagfæringum þessi:
Kjöt 2,5 kg.
Mör 0,8 kg.
Gæra 0,7 kg.
Slátur áætlað 1. kr. betra. Retta verð-
ur með þessa árs gangverði kr. 6,90.
Nú er mismunur á arði þeirra kinda
sem fært var frá þannig, að kviærin
gerir með mjólk og hagfæring kr. 18,73
meira en dilkærin með lambi sínu, að
ófrádregnum kostnaði við fráfærurnar,
en hann reyndist mjer að vera þá kr.
5,60 á kind, en öll hirðing fjár og
mjólkur var tekin til greina. Dragi mað-
ur það aftur frá kr. kr. 18,73, eru eftir
kr. 13,13, sem jeg tel hreinan ágóða af
hverri kind er fært var frá.
Sumarið 1922 var meðaltals ærnyt
42 kg. Úr hverjum 100 kg. mjólkur
fjekst 6,61 kg. smjör og 44 kg. skyr.
— Eftir því gangverði sem þá var á
smjöri og skyri verður mjólkurpottur-
inn á 77 aura, eða ærin mjólkar fyrir
kr. 32,34. Nú kann mönqum að þykja
undarlegt að mjólkurpotturinn reynist
verðmeiri suinarið 1922 en árið áður
þrátt fyrir lækkandi verð á smjöri og