Vörður - 02.08.1924, Qupperneq 4
4
V Ö R Ð U R
Eftirmæli.
Hinn 13. júní siðastl. andað-
ist á sjúkrahúsinu á Sauðár-
króki Sæmundur Ólafsson bóndi
á Utibleiksstöðum í Miðfir ði.
Særn. heit. var fæddur á Dúki
í Sæmundarhlíð 11. sept. 1889.
Foreldrar hans voru Ólafur Sæ-
mundsson bóndi á Dúki núbú-
andi á Vindfelli í Vopnafirði og
Steinunn Steinsdóttir frá Stóru-
gröf á Langholti. Voru börn
þeirra mörg og efnahagurinn
þröngur, svo það átti sinn þátt
í því, að Sæmundur varð all-
ungur að treysta á hyggindi sín
og dugnað. Móður sína misti
Sæmundur 28. okt. 1913 og á
bak sumum systkinnm sínum
varð hann að sjá snemma. Slík
alvöruátök lífsins höfðu því tals-
verð áhrif á skapgerð Sæmund-
ar, sem að eðlisfari var glað-
lyndur og skapljeltur. Um þess-
ar mundir reisti Sæmundur bú
á Dúki, en varð að kaupa sjer
bústofn smámsaman og heppn-
aöist honum það vel, svo að
hann rjeðist í að kaupa jörð-
ina Dúk af föður sínum, sem
þá var að hætta búskap.
Vorið 1919 giftist Sæmundur
Elínborgu Jóhannesdóttur á Úti-
bleiksstöðum í Miðfirði. Varð
sambúð þeirra hin ástúðlegasta.
Elínborg var dugnaðarkonamik-
il, stilt og til búsýslu fallin í
besta lagi. Kipti henni þar í
kyn ættar sinnar, því ráðdeild
og dugnaðarleg framkvæmd
bjeldust þar vel í hendur. Þau
árin, sem Elínborg og Sæmund-
ur bjuggu saman rjettist hagur
Sæmundar vel til batnaðar, og
sól gæfunnar virtist blessa bú-
slarfið. En fyr en varði stóð
sorgin enn einu sinni við hlið
Sæm,undar sál. Því kona hans
dó rjettum fjórum árum eftir
giftingu þeirra.
Skal sú raunasaga ekki rakin
hjer, að eins vil jeg benda á
það, að þá sýndi Sæmundur
dæmafáa þrautsegju og þolgæði
og þolgæði, ásamt sivakandi
umhyggjusemi til að ljetta hina
þungu sjúkdómsbirði Elínborg-
ar sál.
Við lát hennar flultist Sæm.
að lltibleiksstöðum, reisti þar
bú á bálfri jörðinni, og seldi
Dúk, æskustöðvajörð síua. Svo
þungt lagðist konumissirinn á
hann og breyting sú er það
hafði í för með sjer, að hann
náði naumast sálarþreki sinu að
fullu, þótt einstök stilling ogró-
leg atbugun fylgdu bonum til
dánardægurs.
Sæmundur heit. var að mörgu
leyti rnjög vel gefinn maður.
Söngelskur var hann með af-
brigðum. Lærði hann á orgel
og gengdi forsöngvarastarfi í
Reynistaðakirkju nokkur ár.
Fórst bonum það prýðisvel.
Hann var einn af söngmönnum
»Skagfirska bændakórsins«, og
sönghljóð hafði hann falleg cg
hrein og hann var framúrskar-
andi hljómnæmur (musikalskur).
Geslrisinn var Sæmundur á
þá leið, að honum var það un-
un að veita öllum þurfandi og
umfarendum sem bestan beina.
Viðmótið var Ijúft og laðandi,
svipurinn hreinn og bjartur.
Minnisl sá er þetta ritar, ekki
að hafa fundið annarstaöar meiri
Ijúfmensku, og hæglátara gleði
yfir að fá gesti að borði sínu
en bjá Sæmundi. Hann var og
vinfastur mjög og ekki ofsagt
að sína eigin hagsmuni ljet hann
stundum víkja, til þess að gera
vinurn sínum og kunningjum
greiða. Þótli því mörgum ljúf-
ara að leita til hans en annara
og þólt ástæðurnar væru ekki
rúmar leysti hann furðulega ofl
úr kvabbi kunningjanna.
Áðurtaldir kostir ollu því, að
hann aflaði sjer vinsælda, hvar
sem hann kyntist og mun það
ekkiofmælt.að Sænrundur reynd-
ist ávalt sannur drengur í raun,
og þess vegna sakna hans sár-
an, allir hans mörgu vÍDÍr og
kunningar.
Það er mesta tjónið að missa
þá mennina, sem hafa bætandi
áhrif á aðra í umgengni ogleit-
ast við í hvívetna, að hugsa og
breyta rjett í öllu. Sæmundur
var einn þeirra góðu drengja —
og því verður hlýtt og bjart um
minningu hans — þótt horfinn
sjehannúr frænda og kunningja-
hópnum.
Frændi íninn og vinur I Ást-
úðlega þökk fyrir alt, alt frá
íyrstu kynningu til hinstu sam-
verustundar —; hlýjustu bænar-
hugsanir mínar fylgja þjer inn
é nýja landið. Og jeg fagna þeim
tíma, þegar okkur verður leyft
að endurnýja forna vináttu og
frændsemi hinu megin.
Rlessuð veri minning þín.
M. Jónsson.
Ilroissamarkadir hafa ver-
ið haldnir undanfarið bæði sunn-
an og norðanlands af Zöllner
og Garðari og eitthvað mun
Gunnar Sigurðsson frá Selalæk
líka hafa keypl, af hrossum.
Meðalverð mun hafe verið
nálægt 300 kr.
Sagt er, 'að tiltölulega hafi
verið betur gefið fyrir smærri
hross 46—48 tommu og heíir
Zöllner einkum sókst eftir þeim.
Ullarverðlö. Það er ágætl
nú og hefir aldrei verið eins
hált síðan einhvernlíina á slyrj-
aldarárunum.
Norðanlands er gefið alt að
6 kr. fyrir kgr. af 1 ílokks ull.
Iljer í Reykjavlk gefa kaup-
menn kr. 4,92 fyrir liana óflokk-
aða og kr. 3,50 fyrir liana ó-
þvegna.
,,<lue»t“, ratiiisókna-
skipíð, sem fyrir nokkru fór
að leita skiphrotsmannalina af
»Teddy«, sem hrotnaði í ísnum
við Grænland á síðastl. hausti,
kom hingað með skipbrots-
mennina þann 29. júlí.
Skipbrotsrnenn þessir, 21 tals-
ins, hafa lent í margskonar
hrakningum og glæfraferðum.
Quest var 8 daga frá Ang-
masalik á Grænlandi hingað.
Prentsmiðjan Gutenberg.
Gagnfræðaskólinn i Flensborg
Hafnarf i r ði
Eldri nemendur og nýir, er hafa í hyggju að sækja um inn-
töku Flensborgarskólann næsta vetur, verða að hafa sent undir-
rituðum umsóknir um það, fyrir 10. september. Heimavistarmenn
verða að leggja sjer til rúmföt, svo og nóg fje, eða tryggingu fyrir
greiðslu í heimavista, er svari til 80 krónum á mánuði í 7 mán-
uði. Skólinn er settur 1. október, og verða þeir, sem vilja setjast
í 2. eða 3. bekk, og hafa ekki tekið þessi bekkjapróf, að ganga
undir inntökupróf, sem verður haldið 2. og 3. október. Nýir nem-
endur, sem ganga inn í 1. bekk, verða einnig prófaðir sömu daga.
Skilyrði fyrir inntöku í skólann eru:
a. Að umsækjandi hafi óflekkað mannorð og eDgann næm-
an sjúkdóm.
b. Að hann hafi lært svo vel þær námsgreinar, sem heimt-
að er í fræðslulögunum að 14 ára unglingur hafi numið,
og kennarar skólans gera kröfu til.
c. Að hann verði í skólanum allan námstimann.
Innbæjarnemendur í Hafnarfiði eiga að gjalda 150 krónur í
skólagjald. Heimavistarmenn verða að hafa fjárhaldsmann í Hafn-
arfirði eða Reykjavík.
Hafnarfirði, 25. júlí 1924.
• •
IBgmunéur Sigur&sson.
Unglingasköla
með líku sniði og tvo undanfarna vetur, held jeg
uppi á heimili minu, næslkomandi vetur frá nýjári.
Leitið upplýsingar hjá undirrituðum, sem . fyrst.
Ögmundarstöðum, 14. júlí 1924.
Æargair tSénsson.
Kenslukonu
vantar við kvennaskólann á Blönduósi f bóklegum
fögum, söng og orgelspili. Þarf að geta kent Ijer-
eftasaum. — Umsókn, ásamt launakröfu, sendist
formanni skólanefndar fyrir 31. ágúst næstkomandi.
SRóíane/néin.
9
ánna hjá mjer hefir verið 51 til 110,
en það hefir lítið breytt smölunarlaun-
um á kind, því ef ærnar eru margar
þarf dýrari smala. — Um hin svo köll-
uðu »undiiflog« er það að segja, að
engin kind hefir af þeim sýkst hjá mjer.
Einnig skal jeg taka það fram að at-
huganir við smjör og skyrkost eru gerð-
ar 3var á sumri. í fyrstu vikunni, í 5.
eða 6. vikunni og í 10. vikunni eftir
fráfærurnar, en mjólkin vigtuð á hverju
máli.
Um fráfærur að öðru leyti, hirðingu
á fjenu úti og inni, tilhögun við mjalt-
ir o. fl. læt jeg vera að tala um, enda
hafa menn um það skrifað, þeir sem
miklu betur geta en jeg. Vil jeg í því
sambandi benda á ágætan fyrirlestur,
eftir Markús Torfason bónda og bú-
fræðing í Ólafsdal, sem prentaður er í
14. árg. Freys bls. 49—55. Að eins vil
jeg endurtaka það með honum, að stí-
un lamba á vorin, svo sem hálfs mán-
aðartima fyrir fráfærur, virðist vera
nauðsynleg fyrir lömbin, svo þeimbregði
minna við, er þau eru tekin undan
móðurinni og nái þann veg íyllri þroska
en annars.
í sambandi við fráfærur vil jeg enn
geta þess, að nýlega sá jeg í blaðinu
»Vörður« ritgerð eftir nafnkunnan lækni
10
Jónas Kristjánsson á Sauðárkróki, þar
sem hann færir mjög sennileg rök fyrir'
því, að breytt matarhæíi frá því er var
til forna, muni valda óheilbrigði í fólki
að ýmsu leyti, sjerstaklega tannleysiþví
hinu mikla, sem nú á sjer stað, jeg
held um land alt. Ef að skyr og smjör
hefði það til gildisauka að vera eitt af
því besta, sem rjeði bót á þessum kvilla
m. m., þá er það viðbætt ástæða til að
færa frá.
Eigi skulu menn ætla, að jeg hafi
neinar úrvals ær til að mjóika, miðað
við fje Éjá mörgum öðrum. Það ersíð-
ur en svo. Hjá mjer er fjeð tæplega í
meðallagi, bæði til mjólkur og holda,
og veldur þar um mest það, að bú
milt er nýlega sett saman af mörgum
ósainstæðum ætlum og sumum ekki
sem best völdum. En það lamar ekkert
ástæöuna til að balda nákvæma skýrslu
um afurðir þess og birta hana og fylgj-
ast með, ef um einhverja framför væri
að ræða. Það er þvert á móti einmilt
það, sem bæði jeg og aðrir þurfa að
sjá og gera, að lialda nákvæinar skýrsl-
ur yfir alt það, sern skepnurnar eyða
og framleiða. Og fyrst þegar það er
gert, vita menn með vissu, hvar er tap
og ágóði. En þegar’menn vita það,
reynast þeir vanalega hagsmunum sin-
11
um svo hollir, að kynbætur og góð
meðferð kemur af sjálfu sjer. Menn
mega ekki láta neitl lágmark afra sjer,
og stuudum bara imyndað lágmark —
frá að kynna sjer vel afurðir, eyðsln og
afuröamöguleika skepnanna.
Jeg hefi oft átt tal við menn um
svona lagaðar athuganir og hafa marg-
ir látið fullkomlega á sjer skilja, að þær
væru, að eins fyrir þá, sem ættu eitt-
hvað framúrskarandi skepnuval. — En
þetta er háskalegur misskilningur. Ein-
mitt þeirn, sem á bestar skepnur væri
ef til vill óhættast athugaleysið. Góð
skepnueigu byggist oftast nær á full-
komnum skilningi á því hvað fram-
Jeiðslan hefir að þýða fyrir afkomu
manna.
B. Hákonarson.
Jafnvel þótt grein þessi komi seinna
en skyldi, vegna fráfæranna í vor von-
ast ritstj. til þess að hún verði lesin og
athugnð svo að menn geti fært sjer
hinar hollu og skynsamlegu bendingar
greinarhöf. í nyt sfðar meir.
«
M" lltaölu- og inn-
Iielintunienn blaðslus,
eru vinsanilega beðnir
að gera nkil svo Itjótt
sem unt er.
A th ugið.
Þeir sem hafa 21. tbl Varðar
umfram þarfir eru vinsamlega
beðnir að senda það til af-
greiðslunnar á Bergþórugötu 14
Reykjavík, vegna þess það tölu-
blað er uppgengið.
„"V" ördur“
kemur út á laugarclegi I viku hverri.
Verð 8 kr. árg. Gjalddagi 1. júlí. —
Ritstjóri til viðtals dagl. kl. 10—12
f. b. Sími 1191. Afgreiðsla á Berg-
þórugötu 14, opin 11—1 og 5—7.
Sími 1432. — Kaupendur snúi sjer
til ufgreiðslumanns með borgun
fyrir blaöið og alt sera að afgreiðslu
þess lýtur.