Vörður - 10.01.1925, Side 1
n
Geíiun út af Miðstjórn íhaldsflokksins.
III. ár.
Reykjavík ÍO. janúar 1925.
2. blað.
*
Tónment Islendinga.
Flóaáveitufjelgið.
Aðalfundur Flóaáveitufjelagsins 1925, verður hald-
inn í fundarhúsinu á Stokkseyri föstudaginn 6. febr.
næstk., kl. 1.
Auk dagskrár eftir áveitulögunum ber fjelagsstjórn-
in fram tillögu til viðauka við áveitusamþyktina, um
brýr yfir skurði áveitunnar.
Fjelagsstjórnin.
Fyrir nokkrum tíma síðan var
jeg staddur í Berlín og vildi þá
svo til, að jeg kyntist hinum
íslenska söngfræðing og tón-
skáldi Jóni Leifs og frú hans.
Pau eru bæði fluggáfuð og bor-
in til þessarar listar, sem þau
iðka, samhent og með hinum
hörðustu kröfum jafnt til sin
sem annara.
Á þessu heimili íslenskrar
söngmentar, mitt í miljónaborg-
inni, sem á og þekkir alt það
hæsta af heimsins frama i list
og vísindum hins fagra, er eitt
aðalmið og mark allrar starf-
semi hjónanna — að leggja
grundvöll til sannrar þekkingar
og skilnings á því sem sjerstak-
legt hefir verið í sönglffi þjóðar
vorrar. Frúin hefir frá bernsku
verið alin upp við hljóðfærið
og er pianóspil hennar framúr-
skarandi hreint og fágað, enda
er hún í ágætu áliti hjá ýmsum
helstu mönnum Berlínar og
Dresden í þessari grein. En að-
allega virlist mjer svo sem ætl-
un hennar sje að styðja og
styrkja mann sinn í sókninni til
þess takmarks, sem að nokkru
leyti er gefið í skyn með rit-
gerð hans í »Skírni« (sjerpr.
Rvk 1922).
Hjer á ekki að leggja neinn
dóm á verðmæti þeirra tón-
smiða sem fram eru komin á
endurreisnarleið þjóðarinnar, eft-
ir að erlenda okinu var ljett af
henni, stig af stigi. Slíkl liggur
algerlega fyrir utan tilætlunþess-
ara fáu orða. Jeg vildi aðeins
leyfa mjer að benda á það hjer,
að mjer virðist svo sem hr. J.
Leifs hafi lagt markverðanhyrn-
ingarstein fyrir nýja bygging í
söngment vorri með því sem
hann, fyrstur hjerlendra manna,
hefir athugað um einstök ein-
kenni hins eldra »eðlis« í tón-
list íslendinga. Og í sambandi
við það vildi jeg þá einnig minn-
ast eins meginatriðis í þessu
máli, sem jeg hefi fyrir löngu
drepið á. Það er varðveisla ís-
lenskra þjóðlaga, sjerstaklega
rímnalaganna.
Hr. J. Leifs hefir aðeins laus-
lega gefið i skyn að hann teldi
ekki rit síra Bjarna Þorsteins-
sonar fullnægja kröfum þeim
sem gera hefði mátt til slíks
verks. Að bókin sje ekki »galla-
laus«, eins og komist er að
orði (isl. tónl. bls. 4) yrði al-
staðar að teljast vægur dómur.
Hitt er þar á mót meira um
Vert er greinarhöf. segir að »ó-
hyggilegt hafi verið að fela að
e,ns einum manni svo vanda-
St*mf og mikið verka. Og lokser
ei,i umsögn hans aðgátsverð —
s“> að »eflaust er margt til, sem
ekki komst í safnið«. Með öðr-
um orðum, höf. finnur rjettilega
að þvi, hvernig kastað var hönd-
um til þessa starfs, sem var
hið mikilvægasta skylduverk ís-
lendinga gagnvart viðreisn is-
lenskrar, þjóðlegrar söngmentar.
Voru »þjóölögin« lesin af vör-
um landsmanna, þar sem þau
voru geymd, upprunaleg og ó-
menguð ? Hvernig gateinnmað-
ur annað þessu — og hvernig
er jafnvel skýrt frá aðferðinni í
riti síra Bjarna sjálfs ?
í »Ingólfi« (Rvík 10. nóvbr.
1906), hefi jeg m. a. leyft mjer
að fara svo orðum um starf-
semi sira Bjarna, »að jeg gæti
alls ekki látið mjer nægja, fyr-
ir mitt leyti, að hvíla mig við
þá von að honum takist að
leysa þetta hlutverk af hendi
með þeirri aðferð sem hann
beitir og með svo litlu fje sem
hann getur varið til þessa«. —
»Mjer virðist auðsælt að lil þessa
þurfi mann — sem getur ritað
niður eftir eigin heyrn, það sem
safna skal«. Jeg get bætt því
við hjer, að jeg var vel kunn-
ugur síra B. Þ. í skóla og var
mjer það fullkomlega ljóst eins
og öörum skólabræðrum hans
að hann var frábærlega greindur
maður, t. d. einn allra besti lat-
inumaður skólans. En eins og
við vissum allir að hann unni
sönglist og var jafnvel að reyna
að læra á harmónium í frí-
stundum sínum, eins var það
og vel kunnugt að hann var
mjög skamt kominn í því sem
laut að slíkum efnum og var
ekki laus við að vera »ólagvis«
sem er óheppilegur galli eöa
rjettara sagt einkenni á þeim,
sem vill rita upp lög eftir minni
eða samstundis af vörum ann-
ara. Jeg hygg að alóhætt muni
vera að staðhæfa það, að hvorki
síra B. Þ. nje nokkur annar
hjerlendur maður, hafi verið
fullfær um það, þá er söngva-
söfnunin fór fram, að skrifa
rímnalag, hljóðfœrislaust, upp
eftir neinum inanni.
En eins Og jeg ritaði hina
nefndu grein mína í Ingólfi kala-
laust og með einlægri viður-
kenning um skilning og náms-
gáfur síra B. Þ. á öll almenn
fræði, eins vonast jeg einnig til
þess, að hann virði það á betra
veg, þó jeg, vegna þess málefnis
sem hann hefir sjálfur sýnt svo
frábœran áhuga um, segi blátt
áfram og hreinskilnislega, að
jeg hefi engan efa á þvi, að
margt muni hafa glatast og ver-
ið Yangfært fyrir brjefaskifti
hans um það, er átti að lesast
beint frá vörum fólksins, afþeim
einum, sem kunni að lesa rjelt
og rita upp. Og óneitanlega
virðist það nokkuð kynlegt er
segir í bók hans (Inng. bls. 17),
að það sje »mörgum sinnum
betra og heillavænlegra aðfinna
menn að máli i þeim erindum«
(o: að safna sönglögum), held-
ur en að skrifa þeim, rjelt eins
og hann hefði getað búist við
sönnum ogófölsuðum uppskrift-
um á rimnalögum, með þvi, —
eins og hanu sjálfur segist hafa
gert, að »skrifa hinn mesta urm-
ul af brjefum út um alt land«.
Síra B. Þ. minnist á ofan-
nefnda grein mína f riti sinu
(bls. 917) á þann hátt, »að grein-
arstúfur eftir mig hafi komið
út i blaði nokkru«, eftir að hann
hafði lokið við rit sitt. En ritið
kemur þó ekki út fyr en þrem
árum eftir að grein min var
biit í Ingólfi. Þetta og ýmislegt
fleira af líku tagi kemur fyrir
hingað og þangað innan um frá-
sagnir höfundarins, sem hlýtur
að vekja nokkra undrun. Harla
ótrúlegt virðist það t. d, (Inng.
bls. 16), að höf. hafi fyrst lært
tvísöng af einum yngra skóla-
pilti i Reykjavík. Höf. segir þó
sjálfur, að hugur hans hafi »frá
æsku hneigst að því að gefa
gaum hinum innletidu lögum
og læra þau«. Hvernig gat tví-
söngurinn, svo algengur og þjóð-
kunnur komist fram hjá sjera
B. Þ. sem unglingi ?
En þrátt fyrir alt þetta vita
menn og játa að höf. hefirunn-
ið slórmikið verk og hefir hann
hlotið maklegt lof fyrir það. —
Jeg vil og endurtaka það af-
dráttarlaust að jeg tek mjer
heldur engan rjett til þess, að
reyna að draga úr verðmæti
hins umfangsmikla rits. Að eins
hverf jeg ekki frá því að at-
hugasemdir mínar í Ingólfihafa
sannast að vera rjettmætar, og
er jeg ef til kemur búinn til
þess að færa rök og gögn fyrir
því.
Að lokum vildi jeg leyfa mjer
að minnast nokkurs þess, er
bendir á gildi og merking þess-
ara þjóðbornu ljóða, sem ýmist
kallast vísöa eða rímnalög. —
Jeg kyntist fyrir mörgum árum
tónskáldi sem dvaldi hjer sunn-
anlands skamma stund, og álti
jeg tal við hann um íslensk
rímnalög. Jeg ljet hann heyra
eitt lag, sem jeg mundi frá æslcu-
árum mínum og hann skrifaði
það upp i svipan eins og það
var raulað fyrir honum. Þetta
lag var klætt í hátíðabúning
listarinnar og síðan leikið um
langan tíma á Norðurlöndum
og Þýskalandi og var sjerstak-
lega í Noregi í miklum metum
og einatt spilað af hljómflokk-
um i Osló, þegar íslendingar
komu inn á almenna staði, þar
sem hljóðfærasveitir voru. Af
þessu litla, einstaka atriði hefi
jeg sjeð það og skilið, hver
feiknaauður hefir farist með
glötun fjölmargra alíslenskra
»söngþanka«, sem tónskáldið
mikla, þjóðin sjálf, hefir skapað
og borið fyrir brjósti, svo lengi
sem þeim var lift í heimilum
vorrar gömlu, góðu skipunar
og venju.
Hjer er um afarmikilvægt mál-
efni að ræða. Vill löggjöf og
stjórn ekki gera eitthvað til þess
að bjarga því af skipbroti, sem
nú finst lifandi og lesið verður
af vörum þjóðarinnar enn þá,
óafbakað og óbreytt eins og lög-
in eru til orðin, úti í bygðum
landsins, víðsvegar, með sálar-
svip fólksins sjálfs ?
Það er mikill ábyrgðarhluti
fyrir þessa kynslóð, að láta síð-
ustu leifar þjóðvisnasöngvanna
hverfa í kirkjugarðana, með
þeim sífækkandi, litla hóp, sem
enn lifir af þeim, er námu og
rnundu, meðan sanníslenskt
sveitalif þróaðist í strjálbýlinu
úti um víðáttulandið. Og vjer
eigum einn íslending sem er
hæfur og sjálfkjörinn til þess,
að bjarga því, sem enn verður
bjargað frá gleymsku. Það er
hinn ungi, bráðgáfaði höf.grein-
arinnar um: »íslenskt tónlistar-
eðlia.
Einar Bencdiktsson.
Togaraútgerðin
1924.
Á stríðsárunum óx innistæðu-
fje Islendinga í erlendum bönk-
um og sparisjóðum um rúmar
30 miljónir króna. Fje þetta var
sumpart eign vinnulýðsins, en
liklega þó að mestu eign kaup-
manna og atvinnurekenda. Við
stofnun landsverslunarinnar
tókst ríkissjóður á hendur að
leggja fram fje til verslunar
landsmanua, en af þvi leiddi
eðlilega að fje kaupmanna hvarf
að sama skapi úr veltu, og var
það mestmegnis lagt í sparisjóð.
Togaraeigendum hafði safnast
talsvert fje, bæði síðuslu árin
fyrir ófriðinn og tvö fyrri ófrið-
arárin. Margir þeirra færðu sam-
an kvíarnar 1917, er rneir en
helmingur flotans var seldur úr
landi. Að svo miklu leyti sem
fje þessara útgerðarmanna ekki
var bundið í vörslum ríkisstjórn-
arinnar, mun það einnig hafa
verið lagt í sparisjóði.
Þegar leið á ófriðinn, höfðu
margir íslendingar efnast, og
enn fleiri töldu sig hafa gert
það, sakir þess að krónufjöldi
þeirra hafði aukist, en að hinu
var síður gáð, að gildi peninga
hafði breyst. Framan af var það
álit margra hygginna manna að
notadrýgst mundi að ávaxta fje
sitt í sparisjóðum, og bíða betri
tíma um framkvæmdir. Smátt
og smátt breyttist þessi hugsun-
arháttur, en þá ráku menn sig
á, að sakir erlendra hafta og
banna, var þess enginn kostur
að eignast þau framleiðslutæki
er arðvænlegust þóttu. óx af
því starfslöngun manna og arö-
von af atvinnurekstrinum, því
eins og oft vill verða, girnast
menn það mest sem fjærst er
hendi.
Þegar slíkt ástand hefir rikt
um árabii, er það auðskilið að
margir verði til að ráðast í ný
fyrirtæki, þegar i stað er gamlar
leiðir opnast að nýju. Reynsla
lslendinga staðfestir þann sann-
leika. Strax og ófriðarhöftunum
ljetti var tekið til margvíslegra
starfa. Einn þátturinn, — og sá
stærsti, var skipakaupin. íslend-
ingar sömdu þá um kaup á nær
20 togurum, flestum nýjum og
góðum, en öllum mjög dýrum.
Hafa útgerðarmeun hlotið ámæli
fyrír, og þóttu hafa sýnt grunn-
hyggni mikla, en kaupin verið
glapræði. Er þetta mjög að ó-
sekju. Það er að vísu rjett, að
útgerðarmenn hefðu getað kom-
ið sjer undan margvíslegum
örðugleikum ef þeir hefðu verið
gæddir dæmafárri framsýni, og
jafnframt að eins borið eigin
hag fyrir brjósti, en hitt er þó
vissara, að alþjóð manna hefir
margvíslegan hag og mikla bless-
un hlotið af skipakaupunum, og
hefir engu af sparisjóðsfje þjóð-
arinnar verið jafnvel varið og
því fje er skipin voru keypt fyr-
ir. Er þelta,berast af þvi, að
án skipanna hefðum við ekki
verið sjálfbjarga, en minni sjást
nú merki þess fjár er annað
rann.
Vonbrigðin urðu hlutskifti ís-
lensku útgerðarmannanna, eins
og svo margra annara athafna-
manna. Útgerð nýju skipanna
gekk slirðlega og sjálf fjellu skip-
in í verði. Síðustu ára saga út-
gerðarinnar er frásögnin um
bardagaun við töp og skuldir.
Aðalineinið var að veiðlag fram-
\
\
J
i