Vörður


Vörður - 27.06.1925, Blaðsíða 3

Vörður - 27.06.1925, Blaðsíða 3
V Ö R Ð U R 3 Þegar jeg heyrði »Jass Band« músikkina í Savoy og gerði mjer um leið í hugarlund, hvernig fólkið, sem-var að skemta sjer þar inni og umhverfið, á einni af fínustu gistihöllum Lundúna liti út, og bar það saman við umhverfið á »Skallagrími« á sama tíma og það sem þar fór fram, datt mjer í hug : misjöfn er þjóðin og margbreytt er mann- lífið. En hvað ætli skútukarl- arnir okkar gömlu hefðu sagt, ef þeir hefðu getað heyrtmanna- mál hinum megin við úthafið á svona, að því er virðist einfald- an hátt. Skipstjórinn á Skalla- grfmi hefir jafnvel talað utan af miðum, við konu sína í Reykja- vík, en nú voru tallækin í ó- lagi. Fyrstu dagana á Papagrunn- inu voru þar fá skip. »Gylfi« var kominn á undan og 2—3 útlendingar voru þar i nánd við okkur, og var aflinn hinn besti, en smámsaman fóru Reykjavíkur botnvörpungarnir hinir að tínast að, eins og fugl- ar í ætið, og var það meðfram að þakka — eða kenna — loft- skeytunum. Skipstjórarnir á sum- um skipunum hafa fjelagsskap með sjer og sendast á skeytuin, spyrja ogsvara á víxl,um aflabrögð og annað, sem þeir þurfa að vita, t. d. »gráumerina«,hvarhúnsjeo. fl., svo að loftskeytamaðurinn hefir oft nóg að gera. Auk þess tekur hann móti skeytum tvisv- ar á dag frá veðurfræðisslöðinni í Reylcjavík, sem menn læra að meta betur og betur, og loks stundum »pressu-skeyti« frá Reykjavík, þar sem sagt er frá helstu viðburðum, innlendum og útlendum. Af þessu má sjá, að loftskeytatækin á botnvörpung- unum eru þörf áhöld, sem senni- lega borga sig mjög vel, ekki að tala um, ef skip er í hætlu statt. Smám saman söfnuðust rúm- lega 30 skip í kringum okkur og toguðu þvert og endilangt um svæði, sem varla hefir verið víðáltumeira en allur Kollafjörð- ur (milli Gróttu og Kjalarnes- tanga) og virðist svo sem það helði brátt nokkur áhrif, því að fiskurinn fór að verða tregur og mishittari. En það var gaman að sjá þá á kvöldin, þegar dimdi og öll ljós voru kveikt. Litu þau greinilega út eins og lýsandi fuglar — endur — á sundi. Ljósaröðin niðri var kroppurinn, ljósin upp í fram- toppinum voru höfuðið. En það er líka fleira lýsandi þar austur en botnvörpungarnir. Eilt kveld- ið, þegar jeg ætlaði að fara að sofa, þeir voru nýbúnir að inn- byrða vörpuna, var kallað á mig og sagt að nú væri nokkuð merkilegt að sjá. Jeg brá fljólt við og þegar jeg koin út úr stýrishúsinu, sje jeg að varpau er eitt eldhaf, eins og i henni væri kviknað, smáir rauðbláir eldblossar uin alt netið lýstu skært í dimmunni. Jeg sá þegar, að þar væii eitthvert lýsandi sjódýr, stærra en þau, sem gefa frá sjer maurildi uppi i sjónum, væri þar á ferðinni. Jeg og tveir aðrir tíndum nú það sem við náðum af netinu, það var ein- hvert slímugt smákvikindi, sem var eins og limt við vörpugarn- ið og lýsti í höndunnm á okkur. Þau voru látin í sjó i glasi og hjeldu áfram að blossa þar, þangað til þau sendu frá sjer síðasta neyðarmerkið, er forma- línið gerði euda á lifi þeirra. Þessu litlu kvikindi voru lítil 2—3 cm. langur burstaormur. Botninn á Papagrunninurn er víða allójafu og vill varpan því oft rifna. Ef það eru að eins srnágöt, sem koma á hana, eru þau bætt undir eins og hún er kominn inn fyrir borðstokkinn og henni svo kastað aftur; en ef skemdirnar eru meiri er »skift yfirum«, o: hinni vörpunni, sem er reiðubúin á hitt borðið, er þá kastað og svo fá netamenn- irnir nóg að gera með að bæta — rjelt eins og stássmeyjarnar þegar þær eru að rympa saman silki- — eða selst, sem silki — sokkana sína að morgni dags, eða öllu heldur undir hádegið, áður en þær ætla að kasta »vörpu« sinni á »straui« borg- arinnar. Þessar bilanir á vörpunni og það að* fiskur var farinn að tregast gerðu skipstjóra leiðan á staðnum; hann afrjeð því að kippa (»flandra«) austur yfir Berufjarðarálinn, austur á Hval- bak (Hvalbaksgrunnið) eða út í Hallann (útjaðar grunnsins) en þegar koin yfir álinn, var svo hvast og svo mikil kvika, að lítið varð næði. f*ó var kast- að einu sinni með litlum árangri. Var því snúið við og haldið aftur á gömlu stöðvarnar, með sjóinn á framkinnung. Hafði jeg þá (eins og reyndar oftar) gam- an af því, að athuga árásir Ægisdætra á skipið. Sumar komu háar og hvítfaldaðar, með rniklum bægslagangi og hugðu sjer víst að gera verulegt »at« að skipinu, helst sökkva þvi í einni svipan. En það varð minna úr en til stóð, því að þær höfðu reiknað skakt, skipið komið of langt eða of skamt, til þess að verða fyrir verulega barðinu á þeim, eða hratt þeim svo óþægi- lega frá sjer, að þær skullu aft- ur á bak á næstu stallsystur og gerðu hana líka ómögulega. Þetta lækkaði í þeim rostann, þær urðu að auðmýkja sig og biðja skipið um leyfi til þess að komast leiðar sinnar — undir það. Aftur voru aðrar, lágsigld- ar og lílilmóllegar að sjá, sem enginn tók verulega eftir, en voru svo »útspekúleraðar«, að þær gátu gefið gusur, sem eng- inn hefði ætlað þeim. Jeg fjekk lítilsháttar að kenna á því stund- um. Það lítur út fyrir að sitt- hvað sje líkt með Ægisdætrum og mönnunum og maður getur orðið »fílósóf« af því að horfa á þær. Framh. B. Scem. Magnús Sigurðsson. Að morgni fimtudags 18. júní síðastliðinn andaðist að heimili sínu Grund i Eyjafirði Magnús Sigurðson bóndi og kaupmaður, 78 ára að aldri. Með honum er hniginn í val- inn einhver þjóðkunnasti og merkasti bóndi þessa lands. Mun nafn fárra, er lítið hafa komið við opinber mál, vera svo kunnugt, sem lians nafn var landshorna á milli. Var það einkum auðsæld hans, sem gerði nafn hans frægt og stór- feldar framkvæmdir, er hann gerði með afli auðæfa sinna. Magnús heitinn er fæddur og uppalinn í Eyjafirði og lifði þar og starfaði öll sín æfiár. Út í lifið fór hann með tvær hendur tómar, en varð á skömmum tima auðugur að fje. Hjálpaði þar hvorutveggja til, dugnaður hans og framsýni og ekki hjálp- aði það honum síst, áð hann haíði áræði til að leggja út á brautir, sem lítt virtust aðgengi- legar fyrir efnalítinn æskumann og aflaði sjer trausts þeirra, er yfir höfðu að ráða, svo að fje var honum laust til fyrirtækja hans, þótt tryggingu hefði hann enga eða litla að bjóða. Magnús heitinn var hugsjóna- og framkvæmda maður mikill á sinni tið. Á stórbýlinu Grund, þar sem hann bjó allan sinn búskap, gerði hann byggingar miklar og voldugar, sem halda munu uppi nafui hans um alda- raðir. Og í hjeraði sínu barðist hann með ráðum og dáð fyrir ýmsum * þjóðnytjafyrirtækjnm. Ber þar einkum til að nefna klæðaverksmiðjuna Gefjun. Var hann einn af stofnendum þess fyrirtækis, og er nærri víst, að það væri ekki komið fram á þennan dag, ef hans hefði ekki notið að, á mótgangstimum þess. Hann var sannur hjeraðshöfð- ingi um eitt skeið æfi sinnar, — langsamlega áhrifamesti mað- ur í sinni sveit og hafði með höndum mörg trúnaðarstörf hennar. En síðar þurru þau á- hrit hans, þegar nýjar hugsjónir í atvinnumálum þjóðarinnar, sem hann eigi vildi ganga á hönd, lögðu undir sig hjerað hans. Samvinnuhugsjóniu hefir líklega hvergi náð fastari tökum á landi hjer, en í hjeraði hans. Og skildu þá leiðirnir, því að hann bar alt sjtt traust til fram- taks einstaklingsins. Enda nutu starfskraftar hans sín best, þar sem hann sat einn við völdin. Magnús heitinn var tvikvænt- ur. Var fyrri kona hans Guðrún Jónsdóttir frá Gilsbakka í Eyja- firði. Lifa tvær dætur af börnum hans frá fyrra hjónabandi: Jón- ína, kona Ej'jólfs Ólafssonar kaupmanns hjer í bæ, og Val- gerður, kona Hólmgeirs Por- steinssonar bónda að Grund. Sonur þeirra Aðalsteinn ljest fyrir fullum fimm árum, efnis- maður hinn mesti og var föður hans harmur mikill að fráfalli hans. Seinni konu sinni Mar- grjetu Sigurðardóttur kvænlist Magnús heitinn fyrir fullu ári síðan og eiga þau eina dóttur fárra vikna. Magnús heitiun er einn af hinum umdeildu mönnum af samtíð sinni. Og liklegt er, að ókomni timinn deili einnig um það, hve heppilega hafi verið — Svalt þá fólkið? — O, ekki segi jeg að það hafi soltið meðan kýrnar hreyltu, en það var lítið til; og það þótti nú ekkert tiltökumál þó maður væri hálfsvangur á mín- um smábarnsárum; en með ver- tfðinni lifnaði þá oft yfir aftur, ef þeir fiskuðu á Skaganum, og þá voru sendir menn með dróg- ar til að sækja slóg, sem fjekst þá fyrir litið. Stundum fiskuðu þeir grásleppu á Brákarpolli, og þá var farið þangað og feng- ið á hest þar, og búinn til grá- sleppuhrognaostur. Og hann gat verið með frábrigðum. Mjer þótti ekki örgrant um að hann reyndi að draga fjöður yfir mestu bágindin og eymd- ina, og reyndi að lesa alt hvað jeg gæti út úr hygnum og yfir- veguðum svipnum á fyrirgengnu og veðurbitnu andliti hans. Minkaðist hann nú kanski fyrir að láta barn nýja timans renna grun í allan sannleikann?. Mjer fanst það ekki fjarri sanni; sá tími, er hann talaði um, var tíminn hans; þá hafði lika ver- ið upprennandi æska í landinu, sem sínar vonir átti, sína met- orðagirni og sinn unað, hvorl hann var heldur mikill eða smár; mjer fanst ekki nema mannlegt að hann skyldi vera að reyna að telja injer trú um að grásleppuhrognaosturinn hefði verið lostætur! — Svo vænti jeg að hibýlin hafi verið eftir mataræðinu? sagði jeg. — Baðstofur hjá almenningi voru nú býsna fátæklegar. Al- mennast voru þær undir röftun og fjalagólf sjaldsjeð. En þó voru þau heimili þar sem eitt stafgólfið var þiljað í hólf og hjónarúmið á pallinum. Það mátti segja að alment væri hús- um hagað lakar en hjá kotung- um nú. Því allir voru fátækir og höfðu ekki ofan í sig öðru visi en á hriflingabjörguin þótt þeir bösluðu og þaufuðu alla sína æfi; sparneytni og sam- haldssemi var nauðsyn. Eins og þjer vilið, voru til dæmis sængur stóreiguir í þá daga, og var ráðstafað sjerstaklega í erfðarskrám, eins og nú gerist um fasteignir, og jeg er viss um að í minni sveit voru færri þau heimilin, þar sem lil voru sængur, nema í hjónarúminu. — Og hvernig voru þá rúm- in? — Ja, það voru þetta bálkar, hlaðnir upp úr torfi og grjóti langs veggjum. Rúmbotninn sinn þakti maður með heyi, og svo fjekk maður kanski ein- hverjar bjálfatætlur að leggja þar ofan á, og einhverja bleðla að stinga undir vangann. Þar sem jeg ólst upp var ekki til nema ein brckánsdulan í rúmi, og þegar kalt var i veöri týnd- um við ofan á okkur utanyfir- spjarirnar okkar að auk. Nú, fólk var ekki kvefaðra þá en það er nú á dögum. — Var ekki fólkið lúsugt? — O, það var þá ekki mikið til þess tekið þótt svo væri. Það gat svo sem vel verið, að fólk hefði á sjer einhver smávegis óþrif, en það nenti enginn að vera að fárast um það; það var nóg til alvarlegra að hugsa um; — sumir sögðu líka að lúsin væri holl. . . . — Var nú mikið um gleði í yðar ungdæmi? Öldungurinn hugsaði sig um og velti vaungum áður en hann svaraði: — Ónei, ekki get jeg nú beint sagt að fólk hafi verið glatt. Það var helst til slcemt- unar að hlusta á riddarasögur og guðsorð, jeg tala nú ekki um þar sem voru kvæðamenn, og svo ef gestur kom á bæinn þótti það tilbreyting og skemt- un. Annars voru allir önnum kafnir við vinnu sína og ljetu sig ekki út í neins konar ljettúð, alt fór stilt og alvarlega fram; unga fólkið giftist svona rjett eins og af sjálfu sjer þggar þar að kom. 1 kaupstaðarferðum tóku bændur eitthvað af brenni- vini og voru ölvaðir, og það hefir nú kanski verið eina skemtunin þeirra á misserinu; krakkarnir og kvenfólkið fjekk sykurögn eða klút. En um veru- lega gleði var ekki að tala. — Var mannúðin á háu stigi í yðar ungdæmi? — O, ekki veit jeg hvað jeg á að segja til þess, nema ekki þótti vandgert við sveitarómag- ana; þeir láu í útihúsum ef ekki vildi betur, það var kast- að í þá roðum og skófum og þeir voru skammaðir og lúbarð- ir, hvenær sem út af brá, já, jeg vissi meira að segja til að gamalmenni væru bariu á sum- um stöðum í sveitinni þar sem jeg ólst upp, og þótti ekki meira en svo tiltökumál.......... Jeg er ekki að endursegja þelta viðtal vegna þess að jeg hafi furðað mig svo mjög á því, sem öldungurinn hafði af að segja, eða aldrei heyrt þess- háttar fyr. Nei, jeg vissi það alt saman áður, af vörum ann- ara karla og kerlinga, og jeg hef sjálfur gist þau sveitaheim- ili, er ekki standa sem minnis- merki að eins, heldur sem tal- andi tákn og lifandi vottur þeirra lifernishátta, sem almenn- astir voru um daga kynslóðar- innar er lifði á undan oss. Jeg segi þessa sögu um beina- sleggjuna vegna hins, að mjer finst það svo merkilegt og svo gaman, að kynslóðin sem nú lifir á íslandi skuli sprottin vera upp úr þeim aumasta og argasla öreigalýð, sem kanski nokkurntíma hefir sólina sjeð. Afar okkar lifðu við vos, basl og veðurhörku, á beinastrjúgi, kálistingi og grásleppuhrogna- osti, og sultu á launguföstu. Þeir sváfu á torfbálkum undir torfþökum, vafðir innan í eina brekánsdulu, og þegar þeir vökn- uðu á morgnana til að strjúka af sjer lúsina, þá stlga þeir á slík gól/, berum fótunum, að sonarsonum þeirra, kontórist- unum á malbikinu í Reykjavík, myndi jafnvel þykja hneysa, stígvjeluðum að stjaka þar um. Framii. Halldór Kiljan Laxness. Gcngið. Rvik. 26. júní 1925. pund sterl. . . . kr. 26,25 dönsk kr. . ... — 105,08 norsk — . ... — 92,84 sænsk — . ... — 144,70 dollar ... - 5,417*

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.