Vörður


Vörður - 12.09.1925, Page 2

Vörður - 12.09.1925, Page 2
2 V Ö R Ð U B ♦00000000000000000000004 V O t> U It kemur út á laugardögum Ritstj ó rinn: Kristján Albertson Túngötu 18. S i mi: 1452. Afgreiðslan: Laufásveg 25. — Opin 5—7 siðdegis. Simi 1432 § V e v ð: 8 kr. árg. g Gjalddagi 1. júli. q 40000000000000000000000$ sætta sig við nokkra raunveru- lega verðhækkun á fiskinum. Ressi afstaða til norsku krón- unnar meðal annars gerir það að verkum, að þólt mjög ör gengishækkun sje sjálfsagt var- hugaverð fyrir oss eins og aðra alment tekið, þá er minni á- stæða til að óttast hækkunina nú en endranær. Or. Tr, G. og Tr. X?. í Timanm sem út kom 28. ágúst síðastl. stendur meðal ann- ars þetta : »Mótstaðan á íslandi gegn Jóni Sigurðssyni var afarsterk. Æðstu embættismennimir voru nálega allir íhaldsmenn og að sjálfsögðu harðsnúnir andstæð- ingar Jóns Sigurðssonar. Svo hætlulegan töldu þeir Jón Sigurðsson að ekki mátti hann, slíkur maður, sitja í nokkuru embætti á íslandi. Rár áttu í- haldsmenn að sitja og sátu. Allra sfst mátti Jón Sigurðsson verða skólastjóri lærða skólans. íhaldsmennirnir sáu hver hætta það var fyrir hina upprennandi kynslóð ! Og ekki einungis Jón Sigurðsson sjálfan settu íhalds- menn þannig á svartan lista.—« Og á öðrum stað þetta: »Hver mundi vilja kalla Bene- dikt Sveinsson íhaldsmann? Eða: Hannes Hafstein, Tryggva Gunnarsson, Pál Briem o. fl.« í endurminningum Tryggva Gunnarssonar, sem Tíminn hef- ir nýlega sent út sem kaupbæti, stendur meðal annars : »Árið 1872 andaðist Jens rekt- or Sigurðsson, bróðir Jóns Sig- urðssonar. Jeg var þá fluttur til Kaupmannahafnar að vetr- arlagi og var jafnan vanur, er jeg fór heim á vorin, að gera mjer ferð heim til Jóns, til þess að kveðja hann. Eins gerði jeg vorið 1873, vorið eftir andlát Jens. Sat jeg þá um stund hjá Jóni, en er jeg ætlaði að kveðja, kvaðst hann ætla að fylgja mjer út. Gengum við svo saman út í Rósinborgargarð og seltust þar á bekk. Sagði hann mjer þá, að hann hefði ekki viljað kveðja mig heima hjá sjer, því að hann vildi í góðu næði ráðgast við mig um málefni nokkurt. Hann kvað Oddgeir Slephensen hafa komið til sín og látið sig skilja, að hann gæti fengið rektorsem- bætlið ef hann sækti um það. Jeg spurði hann hvort hann vildi það ekki. »Fjárhagsins vegna þarf jeg að fá það«, svaraði Jón, »en mjer er ljóst, að ef jeg tek það þá er lokað munninum á mjer. Pá verð jeg að hætta að rita um þau mál, sem yfirboðurum mínum eru andstæð«. »Jeg sje að þú vilt síðurtaka embættið«, svaraði jeg, »láttu því vera að sækja um það. Jeg skal sjá til hvað jeg get gert, þegar jeg kem heim til íslands«. Á eftir segir Tr. Gunnarsson frá því, hvernig hann fór að því að safna fje handa Jóni Sigurðssyni svo að hann þyrfti ekki að nota sjer tilboðið um skólasljórastöðuna við hinn lærða skóla. Jeg sem skrifa þessar línur, er skilvís kaupandi Tímans og var að enda við að lesa endur- minningarTr. G., þegar jegfjekk siðasta tölublað Timans og las þar grein eftir Tr. P., sem það er í, er hjer er upp talið að framan. Pótti mjer þeim nöfn- um, Tryggvunum, ekki bera vel saman. Tr. G. segir í stultu máli þetta : Stjórnin bauð Jóni Sigurðs- syni rektorsembættið við lærða skólann, en hann vildi ekki, af þvi að Tr. G. útvegaði honum lífeyri til þess að fást við þau störf er hann kaus heldur. Tr. P. segir í stuttu máli þetta : Sljórnin vildi ekki láta Jón Sigurðsson fá rektorsembættið við lærða skólann, því að í em- bættum hjer á landi máttu ekki sitja nemaíhaldsmenn og hvorki Jón Sigurðsson nje Tr. G. voru íhaldsmenn. Nú mun enginn efast um, að það er frásögn Tr. G. sem er rjett, en írásögn Tr. P. upp- spuni, pólitískur rógur og sögu- leg ósannindi. En hví vill Tr. P. gera hinn merka nafna sinn ómerkan i gröfinni, gera hann að lygara um það, sem þeim Tr. G. og J. S. fór á milli ? Mjer þótti ekki falleg sagan um nafnafalsanirnar í Skafta- fellssýslu, sein birt var í blöð- um um daginn, en sögulegar falsanir sýnast mjer lítið betri. Hvorttveggja er fölsun. Tímalcaupandi. Úr brjefi af Austfjörðu m. .... Jónas Jónsson frá Hriflu var hjer nýlega á ferðinni og hjelt fundi. Kom hingað land- veg norðan um land. Hafði hann farið bæ frá bæ, haldið fundi og haft tal af mönnum. Er mælt að Sambandið kosti þessi ferða- lög Jónasar og sjeu þau einn þátturinn í útbreiðslustarfsemi samvinnumanna. Misjafnlega voru fundirnir sóttir og misjafn- ir voru dómarnir um manninn eins og gengur. Sumir sjá ekki sólina fyrir honum, telja að spámaður mikill sje upprisinn þar sem Jónas er, likja honum við Jón Sigurðsson o. s. frv. Flestum sem urðu fyrir því að sjá manninn, sýndist þá svip- urinn ekkert líkur því sem var á Jóni Sigurðssyni, ef nokkuð má af myndum ráða. Allstaðar klifaði Jónas á því sama, skömmum um íhalds- flokkinn og þá sjerstaklega Jón Porláksson, og lofi miklu urn framsóknarmenn. Pótti mönn- um skamt öfganna milli og fá- ir njóta sannmælis. Eðlilegt var að Jónas snerist fyrst og fremst að fjármálaráð- herranum, því ekki mun hann hafa gengið þess lengi dulinn hjer austanlands, að menn hefðu veitt alhygli ræðum fjámálaráð- herrans, þegar hann var á ferð- inni í vor, sem leið, og að fylgi hans væri öflugra en Jónas hefði ákosið. Jónas hjelt 3 fundi, á Egils- stöðum, Norðfirði og Seyðisfirði. Á fundum þessum öllum var Sveinn gamli í Firði með Jón- asi. Á Egilsstöðum urðu tveir bændur úr Fellum til þess að mótmæla Jónasi, þeir Runólfur á Hafrafelli og Gísli í Skógar- gerði. Jónas var að reyna að lelja fundarmönnum trú um að íhaldsflokkurinn væri andvígur viðreisn landbúnaðarins og sveitamenningar yfirleitt. Pessa lygi rak Gisli ofan í haon og reis Jónas þá upp nreð þjósti miklum og illyrðum og jós skömmum yfir Gísla. Er mælt að Sveini gamla hafi þá loks alveg blöskrað aðfarir Jónasar, því að Gísli er um margt í merkustu bænda röð og prýði- lega vel gefinn maður. Pótti mönnum skörin vera farin að færast upp í bekkinn, er Jónasi tókst að hneyksla gamla Svein. Á Seyðsfjarðarfundinum hjelt hann uppteknum hætti, sem vonlegt var. Kendi hann íhalds- mönnum um öli glappaskot þingsins, en þakkaöi Framsókn- arflokknum alt það, sem lil bóta horfði. Pótti honum lítið koma til fjármálaráðherrans, og sagði að Seyðfirðingar gerðu sitt til að efla óöld í landi með því að senda ihaldsmann á þing. Auk þess mintist hann á Árna frá Múla, og taldi honum fátt til ágætis. Var tilefnið það, að Árni hafði skýrt frá framkomu þeirra Jónasar og Sveins, á fundi á Seyðisfirði í vor. Pótti Jónasi þeim illa borin sagan, en Árni hafði vitnað í þingtíðindin og fanst því sumuro, að þeir kump- ánar mælti sjálfum sjer um kenna, ef þingtíðindin bæriþeim illa söguna. Til andsvara urðu Eyjólfur Jónsson bankastjóri og Gestur Jóhannsson. Ráku þeir helstu ósannindin ofan í Jónas, en hann svaraði skömmum og skætingi eins og við var að bú- ast. Á þessum fundi kom fyrir atvik, sem virðist benda í þá átt, að Jónas hafi snert af of- sóknarbrjálsemi. Svo hafði at- vikast, aö verslunarumboðsmað- ur nokkur frá Reykjavík hafði verið staddur á einhverjumfund- um Jónasar, sem hann hafði lialdið áður. Kom nú maður þessi, Guðmundur Guðmunds- son, inn á fundinn þegar Jónas stóð sem óðastur í skítmokstr- inum. Var þá ekki að sökum að spyrja. Jónas óð þegar að honum með verstu ónotum og var á honum að heyra að hann hjeldi Guðmund sendan til höf- uðs sjer af »auðvaldinu« í Reykjavík. Hefir hann víst bú- ist viö að Guðmundur mundi ekki hafa einurð til að verja sig. Eins og áður er sagt veittist Jónas sjerstaklega að fjármála- ráðherra, en til þess að ná sjer sem best niðri á honum þurfti hann að ófrægja sem flest fyrir- tæki, er Jón Porláksson hefir verið viðriðinn. Einkum virtist honum hugleikið að koma inn hjá mönnum tortryggni á Eim- skipafjelaginu. Fann hann því ýmislegt til foráttu og kendi Framtíð trygginga hjer á landi. Eftir Brynjólf Stefánsson. Niðurl. Annar aðalflokkur trygginga, almennar lfftryggingar, eru tvens- konar, lífeyristryggingar og líf- tryggingar í þrengri merkingu þess orðs. Með lífeyristrygging- unni tryggja menn sér lífeyri frá vissu aldursári eða tiltekna fjárupphæð í eitt skifti fyrir öll, ef þeir ná vissum aldri. Með liftryggingunni1) er eftirlátn- um vandamönnum eða öðrum, sem tilteknir eru í tryggingar- skírteininu, trygð ákveðin upp- hæð við dauða þess sem trygð- ur er. Mjög algengar eru einnig tryggingar, sem eru sambland af þessu tvennu, þannig að sá sem trygður er, fær ákveðna upphæð, ef hann nær vissum aldri, en eftirlátnir vandamenn hans, ef hann deyr fyr (liftrygg- 1) Nafnið er eiginlega villandi (ætti að vera dánarlrygging eða eitthvað þesskonar), en er orðið svo rótgróið í inálinu, að því verð- ur varla breytt hjeðan af. ingar með útborgun við vissan aldur). Algengt er það líka að hjón tryggi sig saman, þannig að það sem lengur lifir fær tryggingarupphæðina við dauða hins, eða að hjón vilja tryggja börnum sinum einhverja upp- hæð, ef bæði falla frá, og greið- ist þá Iryggingarupphæðin við dauða þess, sem lengur lifir. Auðvitað eru þetta aðeins aðal- drættirnir og er í hverju ein- stöku tilfelli nánar samið um tryggingarskilyrðin og á hvern hátt greiðsla iðgjaldanna skuli fara fram. Sjerkennilegt fyrir liftrygging- ar, samanborið við aðrar trygg- ingagreinar, er iðgjaldasjóðurinn (Præmiereserve), sem kemur fram við það, að liftrygginga- samningurinn nær yfir svo lang- an tíma. Við vátryggingar, t. d. brunatryggingar, er ársiðgjaldið miðað við áhættuna fyrir tjóni á næsta ári, og þegar árið er á enda ganga viðskiftin upp, vá- tryggingafjelagið hefir borið á- hættu ársins og fengið iðgjaldið fyrir og þetta tvent vegur hvað á móti öðru. Við líftryggingar aftur á móti er öðru máli að gegna. Hugsum oss t. d. að 25 ára gamall maður kaupi hjá líf- tiyggingarfélagi líftryggingu með útborgun við 60 ára aldur og greiði, sem venjulegast er, jafn- stór árleg iðgjöld yfir alt trj'gg- ingaitímabilið. Líftryggingafélag- ið skuldbindur sig þá til að greiða honum tryggingarupp- hæðina, þegar hann er sextugur, ef hann lifir svo lengi, og við dauða hans ef hann nær ekki þeim aldri. Nú er frá sjónarmiði félagsins áhættan minni fyrstu árin fyrir að hann deyi, en fer vaxandi eftir því .sem hann eld- ist, og auk þess verður félagið smám saman að safna og leggja til hliðar fje til að geta greitt tryggingarupphæðina þegar hann verður sextugur ef hann nær þeim aldri. Pað er því augljóst að af iðgjöldunum fer, sjerstak- lega framan af, að eins nokkur" hluti fyrir áhættu þess árs, sem iðgjaldið er greitt fyrir, en af- gangurinn legst í iðgjaldasjóðinn þangað til öll tryggingarupphæð- in er komin í hann. Á þennan hátt er það tilkomið, að liftrygg- ingafjelögin hafa fremur öðrum tryggingafjelögum með sömu ár- legri iðgjaldaupphæð mikið fje undir höndum, sem þau verða að ávaxta, og veröa þannig máttarstoðir undir ýmsum fram- kvæmdum og þjóðnytjafyrirtækj- um. — Iðgjaldasjóðurinn er auðvitað ekki eign íjelagsins, heldur fje, sem það hefir undir höndum og gerir arðberandi fyrir þá, sem trygðir eru hjá þvi, og það hefir þannig með höndum nokk- urskonar sparisjóðsstarfsemi fyrir þá. Pví hefir líka stundum ver- ið haldið fram, að af mætti komast án líftrygginga með því að leggja árlega það fje sem sainsvarar iðgjöldunum á vöxtu í sparisjóði. En nú er einmitt tilgangurinn hjá þeirn, sem líf- tryggja sig oftast sá, að þeir vilja tryggja þeim, sem þeir eiga fyrir að sjá, vissa upphæð, ef þeir falla frá, og þá geta þeir ekki átt það víst, að þeim end- ist aldur til að safna allri upp- hæðinni, þó þeir leggi árlega í sparisjóð upphæð, sem svaraði iðgjaldinu. Auk þess er það meira aðhald fyrir menn að íeggja árlega upphæð til hliðar fyrir iðgjaldinu, sem annars gæti farist fyrir. Af því, sem sagt hefir verið hjer að framan um iðgjaldasjóð- inn er það einnig augljóst, að það er mjög þýðingarmikið at- riði fyrir afkomu fjelaganna og kjör þau, sem þau geta boðið viðskiftavinum sínum, að þau eigi hægt með að gera arðber- andi á tryggan hátt fje það, sem þau hafa undir höndum. Hvaö þetta atriði snertir ætti að vera ágæt aðstaða hjer fyrir innlent líftryggingafjelag. Eftirspurn eft- ir peningum til nytsamlegra fyr- irtækja hefir verið mikil og verð- ur fyrst um sinn eftir þv.f sem útlit er fyrir, og vexiir eru hærri hjer en hjá nógrannaþjóðunum. Flest útlend fjelög miða iðgjalda- skrár sínar við 3V2°/o vexti, og er varla of í lagt þó gert sje ráð fyrir að innlent fjelag geti fengið mun hærri vexti af tje þvf, sem það hefir til umráða, en auðvitað yrði það til þess, að það væri þeim mun belur samkepnisfært við útlend fjelög sem hjer starfa. Og betra bú- skaparlag er það fyrir þjóðar- heildina að nota innanlands það fje, sem handbært verður viö líftryggingar landsmanna, í stað þess að fá af því lægri vexti hjá útlendu fjelagi, en taka svo

x

Vörður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.