Vörður - 12.09.1925, Síða 3
V ö R Ð U R
3
Baldvin Einarsson
Aktýgjasmiður
Hverflsgötu 56 A. — Rvik.
það alt Jóni Þorlákssyni. Fanst
þar á, að ekki taldi hann Jón
litinn fyrir sjer, er hann hlaut
einn öllu að ráða í fjölmennri
fjelagsstjórn, þvert ofan í vilja
meðstjórnendanna og framkv.-
stjóra fjelagsins. Guðm. Guð-
mundsson hafði áður verið í
þjónustu Eimskipafjelagsins. Bar
hann sakir af fjelaginu og lagði
auk þess fyrir Jónas nokkrar
spurningar, sem Jónasi gekk illa
að svara. Þótli Jónas vaxa lítt
af þessum málum.
Mönnum hraus hugur við
þessari árás Jónasar á Eim-
skipafjelagið, sem með rjettu
hefir verið talið óskabarn þjóð-
arinnar. Þykir mönnm þá ó-
vænkast ráð fjelagsins, er lands-
kjörnir þingmenn iiggja á þvi
lúalagi að ófrægja það og veikja
traust almennings á því, ofan á
erlenda samkeppni, fjárhags-
vandræði, sem leitt hafa af ó-
hagstæðu gengi og aðra örðug-
leika, sem fjelagið hefir átt við
að striða.
Má þar um segja: höggur sá
er hlífa skyldi.
Sem betur fer, eru fáir leið-
togar Jónasi lílcir.
íþrött iþróttanna.
Þó það sje yfirleitt mann-
skemmandi að eiga í ritdeilum
við örgeðja menn, eins og t. d.
Árna alþm. Jónsson, frá Múla,
þá verður oft ekki hjá því kom-
ist málefnisins vegna. Og verða
menn því að viröa mjer það til
vorkunar, að jeg verð aftur að
svara vini mínum Árna frá
Múla nokkrum orðúm, út af
athugasemd hans við grein
mina í síðasta tbl. Varðar. Grein
mín hefir ekki reynst honum
miklu dýrari erlend lán til nauð-
synlega fyrirtækja.
Annað atriði er það einnig,
sem miklu máli skiftir fyrir
hvert líftryggingafjelag, og rann-
saka þarf þegar í upphafi svo
vel sem auðið er, þegar stofnað
verður innlent líftryggipgafjelag,
en það eru dánarhlutföllin
(Mortalitet) hjá þjóðinni. JÞar
er átt við dánarlíkurnar fyrir
hverl aldurgár. Það lægi beinast
við að nota til þess dánarskýrsl-
urnar, en þær hafa þó ekki þótt
með öllu til þess hæfar, og hafa
því líftryggingafjelög þau, sem
starfa í hverju landi reiknað út,
eftir þeirri reynslu sem þau hafa
fengið við starfsemi sína, dánar-
líkur þær, sem þau byggja síð-
an iðgjaldataxtana á. Þar sem
læknisskoðun fer fram í hvert
skifti áður en fjelag tekur líf-
tryggingu að sjer, verður það
mögulegt fyrir fjelögin að úti-
loka eða taka með hækkuðu
iðgjaldi tryggingar, sem eru á-
hættumiklar vegna heilsufars
tryggingarbeiðanda. Verða þess
vegna dánarlíkur þær, sem fje-
lögin leggja til grundvallar fyrir
iðgjaldareikninginn, lægri en ef
reiknað væri eftir dánarskýrsl-
jafn skemtileg aflestrar, eins og
hann lætur í veðri vaka í upp-
hafi aths. sinnar. Og þykir mjer
það leitt; en þó þykir mjer það
enn leiðara, að hann skuli ekki
fara rjett með í þessari deilu
okkar. Hann getur þess meðal
annars, að það hafi verið
fyrir þrábeiðni mína, að hann
birti greinina: íþrótt íþróttanna.
Þó þetta skifti nú ekki miklu
máli, þá verð jeg að geta þess,
að hann (Á. J.) bauð mjer
sjálfur að fyrrabragði rúm fyrir
leiðrjettingu við fyrstu grein
sína í þessu máli, og get jeg
þess hjer honum til sæmdar.
Síðan hringir hann þrisvar til
mín, og fer fram á að jeg stytti
greinina; en það vildi jeg ekki,
og meðfram vegna þess, að jeg
vildi gefa honum tækifæri til
að sýna hve miMll íþróttavinur
liann vœri. En þetta hefir hon-
um stórlega mislíkað, eins og
sjá má á aths. hans við grein
mfna. Jeg hjelt salt aö segja,
að Árni frá Múla væri .upp úr
því vaxinn að fara að sið hinna
Váhustu ritdeilumanna, og kalla
mótherja sína vitgranna og öðr-
um álíka nöfnum, sem ekkert
koma málefninu við, þó maður
sje honum ekki sammála í öll-
um atriðum.
Jeg hjelt í »einfeldni minni«
að við Árni gætum rætt þetta
deilumál okkar í bróöerni, sjer-
staklega þegar hann gefur það
í skyn að hann vilji íþrótta-
mönnum vel = sje iþróttavinur.
En jeg sje að þar hefir mjer
skjátlast. í stað þess að rök-
ræða málið, þá reynir hann að
svívirða mig, og fer með mig
alveg eins og jeg væri t. d. að
bjóða mig fram til þings á móti
honum, Þó hef jeg haldið hing-
að til að hann væri orðinn
»svo skólaður í þinginu« að
hann gæti rökrætt almenn mál,
án þess að verða sjer til mink-
unar. Jeg ætla öðrum að dæma
um það hvor okkar Árna hefir
farið fleiri frumhlaup um dag-
ana. En ef hann getur haft
saunleiksást sína og drengskap
unum. Að reikna út dánarlik-
urnar hjer eftir reynslu útlendra
fjelaga, sem hjer hafa starfað,
er nú varla vinnandi vegur, því
þær tryggingar eru tæplega nógu
margar, þó skýrsla fengist um
þær allar, til þess að hægt yrði
að reikna út eftir þeim fyllilega
ábyggilegar dánartöflur, og auk
þess er vafasamt hvort íslensku
tryggingunum hefir alt af verið
haldið aðskildum frá öðrum
tryggingum, svo að hægt sje að
ná í skýrslur um þær án ærinn-
ar fyrirhafnar.
Það er því varla annars kost-
ur, en að reikna út bráðabirgða-
dánartöflur eftir dánarskýrslun-
um og velja svo með hliðsjón
af þeim þær útlendu töflur, sem
best væru lagaðar til að leggja
til grundvallar fyrir iðgjalda-
reikninginn, og semja síðan ið-
gjaldaskrá reiknaða með þeim
vöxtum, sem hæfilegir þættu.
Jafnframt þessu þarf einnig að
athuga skiftingu í áhæltuflokka,
sem ekki er hægt að búast við
að sje hin sama hjer og ann-
arsstaðar, og þá fyrst og fremst
druknanir. Annars er ekki á-
stæða til fyrirfram að óltast, að
dánarlíkurnar sjeu hærri hjer
í rainn garð »sjer tii rjettlæting-
ar á dómsdegi«, þá er honum
það guðvelkomið.
Mjer þykir vitanlega vænt
um að heyra þaö, að Árni skuli
nú ekki lengur þverskallast við
þvi, að jeg leyfi mjer að kalla
sundlistina: íþrótt íþróttanna.
Og fyrst hann hefir nú viður-
kent þetta, þá þurfum við ekki
lengur að »vaða elginn þyndar-
laust« um þetta atriði. —
Þegar jeg ber saman handrit-
ið við fyrri grein mína, sem
Árni bauð mjer að birta í síö-
asta tbl. Varðar, þá sje jeg að
úr henni hefir verið feld smá
setning. Að svo stöddu fæst jeg
ekki um það frekar, en mun
sennilega taka það atriði til at-
hugunar siðar, sjerstaklega ef
Árpi verður ekki orðprúöari i
nærstu svargrein sinni. — Þá
er það vísuparturinn sem vikið
var við. Enginn hefir mjer vit-
anlega borið á móti því, að
visan væri ofstuðluð, með þeirri
breytingu, sem gerð var á henni.
Það hefir aldrei verið farið dult
með það, eins og lesendur blaðs-
ins vita. Hitt hefir verið dregið
í efa, Árni minn, aö það væri
umhyggja þín fyrir ljóðagerð-
inni, sem hratt þjer út í þessa
deilu. Því ef svo hefði verið,
þá hefðir þú eigi getað sitið
hjá aögerðalaus, við lestur þeirra
mörgu ljóða, sem komið hafa
út hin síðari árin.
En af því að jeg vil verða
sístur manna til þess að eyði-
leggja brageyra Árna Jónssonar
frá Múla, þá ætla jeg hjer með
framvegis að biðja hann að
syngja þennan umrædda vísu-
part þannig:
Sundlistir efla alla dáö,
orkuna styrkja, viljann hvessa,
vonina glæða, hugann hressa,
farsældum vefja lýð og láð.
Vona jeg að hann verði við
þessum tilmælum mínum, þar
sem hann er nú orðinn mjer
sammála um, að sundli&tin sje
sannkolluð íþrótt íþróttanna.
Þá veit jeg að hann gleymir
en annarsstaðar, og þar sem
það er þetta tvent, dánarhlut-
föllin og vextirnir, sem mestu
máli skifta fyrir framtíð liftrygg-
ingarfjelaganna, verður ekki
annað sjeð en að innlent fjelag
ætti að hafa sæmilega góða að-
stöðu, auðvitað með hæfilegum
endurtryggingum fyrst í stað,
meðan því er að vaxa fiskur
ura hrygg. Það er náttúrlega
margt annað, sem til greina
kemur í þessu sambandi, þó
ekki verði frekar út í það farið
hjer, þar sem það er ekki lik-
legt til að verða neinn veruleg-
ur þröskuldur í vegi málsins.
Vátryggingar og þá fyrst og
fremst sjóvátryggingar og bruna-
tryggingar, eru þær trygginga-
greinar, sem lengst eru komnar
hjer, og á framtakssemi ein-
stakra manna sinn drjúga þátt
í því. Einnig á þessu sviði verð-
ur framtíðarstefnan að vera sú
að gera þær innlendar svo ört
sem hægt er, en auðvitað verð-
ur þess langt að bíða, aö vjer
getum sjálfir trygt nema nokk-
urn hluta af áhættunni.
ekki að bera fram á næsta
Alþingi, frunivarpið um sund-
skyldu við alla skóla landsins.
Jeg get fullvissað hann um það
að allir iþróttamenn munu
fylgjast vel með þvf máli og að
þeir munu taka fljótlega eftir
því, hvorl Árni frá Múla er
eins mikill »íþróttavinur« og
hann segist vera.
% 1925.
Bennó.
Aths.
Jeg vona að vinur minn
Bennó, misvirði það ekki við
mig, að jeg svara honum ekki.
Það er ekki hans vegna, heldur
kaupenda blaðsins. Það væri
annað en gaman ef þessi ágrein-
ingslausa deila ætti að standa
lengi. Jeg skal játa, að jeg var
ókurteis við þig í siðasta blaði.
Jeg skal játa að sundið og ekk-
ert annað sje íþrótt íþróttanna.
Jeg skal játa að þú hafir stór-
um endurbætt ljóðagerð Jónas-
ar Hallgrímssonar, en umframt
alt — ekki fleiri íþróttagreinar
í bráöina, Bennó minnl
Á. J.
Utan úr heimi.
Marokkó og Sýrland. Frakkar
hafa í ýmsu að snúast um þess-
ar mundir. í Marokkó hafa
þeir barist mánuðum saman við
her Abd-el-Krim og nú nýlega
er uppreisn hafin í Sýrlandi.
Marokkó skiftist nú í þrent.
Mestur hluti landsins, svæði
sem er 5—6 sinnum stærra en
ísland, er undir yfirráðum
Frakka. Annar hlutinn um
28.000 Q km. er undir yfirráð-
um Spánverja. Þriðji hlutinn
lýtur alþjóöastjórn. íbúalala
landsins er alls yfir 4 miljónir,
þaraf ráða Frakkar yfir tæpiega
hálfij þriðju miljón, en Spán-
verjar ura s/4 miijón. ( þeim
hluta, sem lýtur alþjóðastjórn,
eru að eins 60 þús. íbúar.
Marokkó er frjósamt land,
jurtagróður líkur og í Suður-
Evrópu. Auk þess er landið
auðugt af málmum. Er það þvi
talið framtíðarland mikið, ef
atvinnuvegum þess væri komið
í fullkomið horf. Er því næsta
eðlilegt að Frakkar vilji halda
fast í þau yfirráð, sem þeir
hafa fengið þar i iandi. Hafa
þeir gert mikið til að endur-
bæta atvinnuvegina, þau 18 ár
sem þeir hafa verið þar ráð-
andi. Landbúnaðinum hefir
fleygt fram, járnbrautir hafa
verið lagðar um þvert og endi-
langt landið, rjettarfarið tekið
stakkaskiftum og koraið í veg
fyrir yfirgang ræningjasveita.
Rif heitir fjalilendið frara með
Miðjarðarhafsströnd Marokkó.
Ibúarnir bera nafn af landinu
og hafa verið nefndir Riffar.
Þeir eru múhameðstrúar, grimm-
úðugir menn og«uppvöðslusam-
ir. Hafa þeir átt i höggi við
Spánverja árum saman, og leik-
ið þ^á stundum grált. Teija þeir
Spánverja hafa brugðist undan
skyldum þeim, sem þeina voru
lagðar á herðar með alþjóða-
samningunum um Marokkó-
málið, sem gerðir voru i Alge-
ciras 1906.
Abd-el-Krim heitir foriogi
Riffa, sá er Frakkar eiga nú
í höggi við. Þykir hann iilur
viðureignar, ofurhugi mikiU og
grimmur að sama skapi. Hefir
hann notið meiri mentunar en
títt er um þarlenda menn. Hef-
ir hann töluverða verkfræðings-
þekkingu, talar spönsku Qg er
slarkfær í frönsku og ensku.
Fylgist hann allvel með því,
sem gerist hjer í álfu. Hann
telur sig vera afkomanda Mú-
hameds, en Frakkar leggja ekki
trúnað á þá ættfærslu,
Upphaflega var Abd-el-Krim
foringi ribbaldaflokks, sem eitt-
hvað var handgenginn Spán-
verjum. En brátt skarst i odda
með honum og Spánverjunum.
Hneptu Spánverjar hann i varð-
hald mikinn hluta árs. Eftir að
hann komst þaðan hefir hann
gert Spánverjum allar þær skrá-
veifur, sem hann hefir getað.
Hefir honum tekist að sameina
landa sína, Riffana, sem fram
að þessu höfðu legið i illindum
hverir við aðra. Er mælt að
hann hafl nú um 20 þúsundir
æfðra hermanna með vopnum,
og 60 til 70 þúsundir óæfðra
manna. Hann heflr um 200
fallbyssur og álíka margar vjel-
byssur, eftir því sem Frakkar
segja. —
Abd-el-Krira hefir rekið Spán-
verja af höndum sjer og hefir
nú aðalstöðvar sinar á svæði
þvi, sem Spánverjar hafa átt
yfir að ráða samkvæmt alþjóða-
samningum. t þeim samningum
er Frökkum lögð sú skylda á
herðar að vernda öryggi og ein-
ingu landsins, en ekkj er leyft
að ráðast inn á umráðasvæði
annar rikis. Teija Frakkar sjer
því ekki heimilt að hefja árás
á Abd-el-Krim, þar sem hann
hefir aðalbækistöð sina. Enakki
eru þeir í vafa um hver úrslit-
in yrðu, ef þeir fengi notið yflr-
burða sinea, gæti látið vopnin
skera úr.
Það eykur á raunir Frakka
að ein ættkvísl múhamedstrúar-
manna á Sýriandi hefir hafið
uppreisn gegn yfirráðum þeirra
þar í landi. Voru þeir óánægðir
með landstjóra þann, er Frakk-
ar böfðu skipað þeim, og kröfð-
ust þess að honum yrði vikið
frá. Þegar Frakkar neituðu því
gripu hinir til vopna. Er mælt
að Frakkar hafi upphaflega
sent á móti .þeim 200 manna
sveit, og hafi allir verið drepnir.
Annars eru frjettir óljósar frá
þessum viðburðum.
Síðasta skeyti sem komið hefir
um ófriðinn I Marokkó.segir aðhin
mikla árás Frakka og Spán-
verjar hefjist þessa dagana. Sjeu
130 þús. franskir hermenn og
50 þús. spanskir undir vopnum.
Undirbúningur allur gerður af
mestu nákvæmni og öilum ljóst
að nú verði látið til skarar
skriða,
Amerika. Tekjuafgangur á fjár-
hagsreikning Bankaríkjanna hef-
ir verið geysi mikili síðustu áv-
in. 1921 var hann 1970 milj.
dollara, 1922 719 miij„ 1923
375 milj., 1924 981 railj, og á
tímabilinu frá 1. jan. þ. á., til
1. ág. 317 milj. dollara. 1 kjöll-
urum seðlabankanna liggja ca.
2800 milj. dollara í ■gulli, sera
er óarðberandi fje og gefur enga
vexti. í Bandarikjunuin eru
vextir bankanna 31/* %.