Vörður - 12.09.1925, Page 4
4
VÖR8DR
Óeirðirnar i Kina virðasl stöð-,
agt magnast. Síðustu skeyti
herma, að í Shanghai hafi inn-
fæddir menn ráðist á lögregl-
una í þeim borgarhluta, þar
sem útlendingar eru mannflestir
og grýtt hana. Varð úr bardagi
mikill og voru í fyrstu hvers-
konar barefli notuð, uns lög-
reglan neyddist til þess að grípa
til skotvopna sinna. Skaut hún
þá á mannfjöldann og voru
nokkrir drepnir. Ákafleg æsing
er í borginni.
Kvæði Guðmnndar Friðjóns-
sonar eru kominn út, all stór
bók og hin vandaðasta að öilum
frágangi. Verður þeirra nánar
getið bráðlega hjer í blaðinu.
Frá Stetania Guðmnndsdóttir
silgdi í sumar sjer til heilsubót-
ar og liggur nú á ljóslækninga-
stofnun Finsens í Kaupm.höfn.
Frúin hefir sagt af sjer for-
mensku Leikfjelagsins.
Halldór Kiljan Laxness hefir
dvalið á Sikiley í sumar og
unnið að samningu nýrrar skáld-
sögu sem á að heita »Vefarinn
mikli frá Kasmir. — Evrópsk
helgisaga frá vorum tímum«. í
vetur gerir skáldið unga ráð
fyrir að dvelja í Frakklandi.
Björgunarskipið »Geir« fór
hjeðan alfarið til Danmerkur nú
í vikunni. Mun útgerð þess ekki
hafa svarað kostnaði síðustu ár.
Er nú ekkert björgunarskip bjer
við land.
Frá Brynjólfl Forlákssyniorg-
anlsta. Um starf hans vestra er
farið svofeldum orðum í grein
í Lögbergi um íslendingadaginn
að Hnausum:
Söngflokkur stór og ágætur,
undir stjórn Brynjólfs Þorláks-
sonar, söng margraddað úrvals-
lög íslensk um daginn. Var það
hin besta skemtun. í sambandi
við þennan ágæta sÖDg dettur
mjer í hug hið merkilega starf,
sem Brynjólfur hefir haft með
höndum í ýmsum bygöum Nýja
íslands undanfarin ár: Að kenna
♦ ♦ ♦
♦ ♦♦♦♦♦♦
Símar:
38. 1438.
V. B. K.
Heildsala.
Símnefni:
Björnkrist.
^másala.
Veínaðarvara allskonar mikið úrval. A.lltleeöi.
Flauil. Kjólatau. Morgunkjólatau. Káputau. Ljereft bl. og
óbl. Lakaljereft. Tvistlau. Lastingur. Nankin. Fóðurtau.
Stormtau. Khakitau. Moleskinn. Sængurdúkur. Yíirsængur-
veraefni. Gardínur. Gardínutau. Borðdúkar.
Ljereít og prjónafatnaður. Fatatan og
j lírlraúkaelni. falleg, sterk og ódýr.
Votrarsjöl, margar nýjar gerðir.
Saumavjelar, handsnúnar og stígnar.
Pappír og: rittöng1 svo sem: Verslunarbækur. Nótna-
bækur. Skrifbækur. Tvíritunarbækur. Blek. Penna. Umslög.
Brjefabindi. Ritvjelapappír.
Conklius lindarpennar og sbrautblýantar
ávalt fyrirliggjandi.
Ennfremur hinir góðkunnu Víking-blýantar, flestar
tegundir, er hjer eru notaðar.
Leður og sliinn og flestar vörur
tilheyrandi skó og söðlasmiði.
Vörur afgreiddar um alt land gegn póstkröfu.
fulltíða fólki, þroskuðu að viti
og árum, fólki sem er hneigt
fyrir söng og hefir góða söng-
rödd, og kenna þvi svo, að í
besta lagi er. Hitt er auðvitað
enn merkilegra, að Brynjólfur
hefir kent unglinga- og barna-
söngllokkum jafnframt hinu
starfinu. Svo enskir erum vjer
nú að verða hjer vestra, ogþað
jafnvel svo í Nýa íslandi, að
börn íslendinga tala langoftast
sín á milli enska tungu. Getur
það þá talist nærri fyrirbrigð-
um, að heyra allstóra söng-
flokka barna syngja vísnalög
íslensk svo vel, að unun er á
að hlýða. Frá þjóðræknissjón-
armiði er starf Brynjólfs merki-
legf. Þvi það er vel kunnugt, aö
tungumál geymist á engan hátt
betur en í söng og ljóði. Mundi
það þá reynast seigasta líftang-
in í viðhaldi íslenskrar tungu
vestra, ef slík starfsemi sem
þessi kæmist á í öllum bygðum
vorum.
ÚtflutniDgnr ísl‘. aíurða befir
numið 9,243,231 kr. í ágústmán.,
en alls á þessu ári 40,465,895
kr. í fyrra nam hann á sama
tíma 44,300,000 kr.
»Veður öll válynd, þæltir að
vestan«, heitir safn af smásög-
um, sem Ouðm. Hagálin ætlar
að gefa út í haust.
Síldaraflinn var 7. þ. m. orð-
inn 207,490 tunnur af saltsild
og 32,776 tn. af kryddsíld. Á.
sama tíma í fyrra höfðu veiðst
95,002 tn. af saltsíld og 14,945
af kryddsild.
Prentsmiðjan Gutenberg.
Viking
skilvindan
reynist best.
Skilur 65, 120,
220 lítra. Næg-
ar birgðir og
varahluli heíir
ávalt fyrirliggj-
andi og selur
og sendir um
land alt, gegn
póstkröfu
Hannes Ólafsson.
Grettisgötu 2. Sími 871. Reykjavík.
R e i ð t ý g i
margar gerðir, þar á meðal linaltiiar svo traustir, að
tekin er ÍO ára ábyrgð á virkjunum.
Spaðalnmkkar, aljárnaðir.
Ilaiulvag'iiar, liestvagnar, aktýgi, lísiivagua-
aktýgi. — Alt af bestn gcrð.
Allskonar ólar og lausir hlutir til söðla- og aktýgjasmiða
er ávalt fyrirliggjandi. — Beisli, töskur, svipur, keyri,
ístöð, bakpokar, veski, klifjatöskur, beislistengur margar
tegundir o. fl., o. fl.
Ennfremur tjöld, vagna- og fiskyfirbreiðslur og efni í
þessa hluti.
Landsins stærsta og fullkomnasta fyrirtæki í þessari
grein. — Sivaxandi viðskifti sanna að hvergi er betra að
gera sín viðskifti en í »Sleipni«.
Aðgeröir fljótt og vel af lieiidi leystar,
Vörur sendar gegn eftirbröfu hvert á land sem er.
Símnefni »SLEIPNIR« — Sími 646.
Laugaveg 74. — Reykjavík.
Vetrarlbraiit.
Sólstjörnur.
Yfirlit.
SölBtjörawr.
30. Allar þær stjörnur sem fyrirfinn-
ast í rúminu og bera birtu af eigin
ramleik nefnast einu nafni sólstjörnur.
Vor eigin sól er ein af þeim.
Á heiðskýrri vetrarnóitu birtast þær
í dýrð sinni. Þá standa menn andspæn-
is undrum alheimsins og hrifast af tign
hans og mikilleik.
Stjörnurnar hafa auðgað anda mann-
kynsins og lyft honum til flugs. Hefði
aldrei sjest til lofts og himininn verið
skýjum hulinn alla tíð, þá mundi anda
mannanna einnig skorta víðsýni sitt og
væri hann að líkindum allur annar.
Þá væri maðurinn rígbundinn við
jörðina líkt og skelfiskur á botni haf-
djúpsins, sem hvergi má sig hræra og
lifir innilúktur eilífu myrkri.
Tala stjarnanna.
31. Alt er talið og vegið nú á tímum
En þá tekur sjónaukinn við.
Nýir og nýir herskarar stjarna birt-
ast í hvert skifti, sem sjónpípurnar full-
komnast1.
Öllum himninum er skitt í »stjörnu-
merki«, líkt og hnetti vorum i höf og
þjóðlönd, sem hafa sín vissu takmörk
og nöfn. Innan merkja þessara hafa
svo allar stærri stjörnur ákveðin nöfn,
bókstaf eða tölu.
í>ó er mestur hluti stjarnanna eigi
skrásettur enn sem komið er.
— einnig sfjörnur himins. Fljótt á litið
sýnast flestum þær óteljandi.
Sýnilegar stjörnur eru þó miklu færri
en ætla má. Eru þær sagðar að eins
3000 öðru megin i himinhvolfinu eða
6000 alls yfir.
Herchel reyndi fyrstur manna að
tclja stjörnur himingeimsins. Hann stik-
aði himindjúpið með vissum hætti.
Beindi hann sjónpípu sinni, hinni miklu,
á 1088 staði frá miðbaug og út að
skauti Vetrarbrautar og taldi það sem
ljósmál sjónpípu hans náði yfir. Síðan
áætlaði hann tölu sljarnanna að minsta
kosti 20 miljónir.
Árið 1914 var lokið við að tjósmynda
1) Sumir ætla að sjónpipan hafi í aðalat-
riðutn náð peirri fullkomnun sem unt sje
að ná. Gegn frekari fullkomnun virðast
reistar skorður af eöli og öldulengd ljóss-
ins sjálfs.
himmgeiminn — á bak við mjög stækk-
andi sjónpfpur — niður að 17. stærð-
arflokki og síðan talið. Töldust þá
stjörnurnar um 55 miljónir,
Þessi tala er þó langt of lág.
Það ælla menn að innan vjebanda
Vetrarbrautar skifti stjörnur hund-
ruðum miljóna. Heyrst hefir að í hin-
um mikla stjörnuturni á Wilsonsfjalli,
sje nú talið niður að 20. stærðarflokki og
náist þá um 320 miljónir stjarna. Er
þó hvergi nærri fulltalið.
Vissulega skiftir eigi miklu máli hvort
tala stjarna er þrjú hundruð miljóna
eða fjögur. Háar tölur og íjarlægar
stjörnur vitum vjer svo lítið um. Hilt
er næstum því meira undrunarefni, sem
er álit næstum allra stjarnfræöinga nú-
tímans, það er:
Stjörnur í álheimi vorum eru að
vísu afar margar, en þó er tala þeirra
endanleg og tákmörltum hundin.
i. M.