Vörður - 30.07.1927, Side 3
TÖRBBR
3
Klæðaverksmiðjan ,Gefjun‘
Verksmiöjufélagiö á Akureyri.
Frá 15. júlí höfum við lækkað verð á lopakemb-
ingu, svo að það er nú kr. 1.50 fyrir kíló.
Að gefnu tilefni skal hjer fram tekið, að allar ullar-
vinnuvjelar verksmiðjunnar eru af fullkomnustu og
nýjustu gerð og stærðum, og að við þær vinna menn,
sem starfað liafa við Gefjun samfleytt í 6—15 ár, og
auk j>ess allir formenn deildanna faglærðir.
Verksmiðjan er stofnuð 1897. Er því 30 ára reynsla
liennar besta tryggingin fyrir því að vinnan er góð og
vönduð.
Crleymið ekki, að stærsta, lang-fullkomnasta og
elsla ullarverksmiðjan er
Klæðaverksmiðjan Gefjun á Akureyri.
Kol og Koks
kaupa menn nú best og ódýrast hjá
Sig. B. Runólfssyni.
Sími 514.
kvilla. — í stórborgum erlendis
og í níind við þœr, þar sem loft
er þrungið af kolareyk, geta
geislar þessir eigi notið sín, og
eigi heldur þar sem Ioft er skýj-
að að staðaldri.
Landhelgisbrot.
A sunnudagskvöldið var, kom
„Óðinn“ með norskt síldveiða-
skip til Sauðárkróks, er hann
hafði tekið rjett innan við land-
helgislínu austan við Skagatá.
Skipið heitir „Vaagholm" og
er frá Stafangri.
Var skipstjóri dæmdur í 3500
kr. sekt (íslenskar kr.) og veið-
arfæri og bátar gerð upptæk. —
Afli var enginn.
Fornleifagröfturinn
heldur stöðugt áfram á Berg-
þórshvoli. Skyrsáir miklir hafa
fundist, sem eru þó heldur yngri
en Njálsbrenna. Grafararnir eru
nú komnir gegnum margar gólf-
skánir og hafa fundið um 400
muni, þar á ineðal allmikið af
lömpum og steinsleggjum.
Þakkir.
Hjer með viljum vjer und-
irritaðir fyrir hönd Auðkúlu-
safnaðar, sem eiganda Auð-
kúlukirkju, færa þeim svstkin-
um ölluin innilegar þakkir:
Frú Vilborgu Jónsdóttur á
Stað, frú Guðnýju Jónsdóttur í
Reykjavík, síra Theódór Jóns-
syni á Bægisá, frú Guðrúmi J.
Briem í Reykjavík, frú Þóru
Jónsdóttur á Auðkúlu, frú
Kristinu Jónsdóttur í Reykja-
vík, fyrir mjög vandað og dýrt
altarisklæði, er þau nýlega gáfu
Auðkúlukirkju, sein minningar-
gjöf um foreldra sína, Jón
jirófast Þórðarson og frú Sig-
SEL]IÐ ekki alla ullina út
úr landinu, vinnið úr henni
nærföt, sokka, peysur, sjöl o.fl.
Góð prjónavjel er hið
mesta þarfaþing og nauðsyn-
leg eign á hverju sveitaheim-
ili, ekki síður en skilvinda.
Hefi ávalt til þær bestu
prjónavjelar sem hingað flytj-
ast sem sje „Claes“-Pr/cna-
vjelar. Þær hafa verið í stöð-
ugri notkun hjer á landi í
yfir 40 ár, og hlotið
lof allra notenda.
Ef þjer hafið í hyggju, að
eignast prjónavjel, þá leitið
yður upplýsinga um þær bestu
hjá einkaumboðsmanni fyrir
ísland, sem er
ríði Eiríksdóttur, Sverrissen í
tilefni af 100 ára afmæli hans
3. okt. 1926. En á Auðkúlu var
hann sóknarprestur í 29 ár. —
Minnast allir, er þau hjón þcktu,
þeirra með virðingu og hlýjum
hug.
Þess viljum vjer einmg með
þakklæti minnast, að margir
innan safnaðarins hafa, síðah
söfnuðurinn tók við kirkjunni,
á ýmsan hátt hlynt að hag
hennar og prýtt hana. Viljum
vjer þar sjerstaklega til nefna
Kaffi - Brent - Malað
frá Kaffibrenslu Reykjavíkur er best.
Munið að biðja um það.
Alþýðuskólinn á Hvítárbakka
hefst fyrsta vetrardag og endar um sumarmál. Samskóli í tveimur
deildum. Inntökuskilyrði í yngri deild: Umsækjandi sje 16 ára
(skólastjóri getur þó veitt undanþágu), sje ekki haldinn neinum
næmum sjúkdómi, sje siðsamur og hafi öðtast þá fræðslu, sem
krafist er til fullnaðarprófs í lögum 15. júní 1926 um fræðslu
barna. Umsókn fylgi: skirnarvottorð, bólusetningarvottorð, heil-
brigðisvottorð frá hjeraðslækni og yfirlýsing frá áreiðantegum
manni um áhyrgð á allri greiðslu, er skólaveran hefir í för með
sjer. Siðastliðin vetur var fæðis- og þjónustugjald pilta kr. 1.58
á dag, stúlkna kr. 1.24. Allur kostnaður pilta (fyrir fæði, þjón-
ustu, húsnæði, ljós, hita og kenstu) var kr. 365.72, stúlkna kr.
303.16. Skólinn leggur til rúmstæði með dýnu, annan sængur-
fatnað verða- nemendur að hafa með sjer. — Þeir, er óska, fá
senda námsáættun fyrir næsta vetur. Umsóknir tilkynnist skóla-
stjóra hið fyrsta, skriflega eða símleiðis. Símasamband: Einka-
lína frá Svignaskarði.
Hvítárbakka.
Luðvig Guðmundsson
Skólastjóri.
Frímerki,
íslensk, keypt hæsta verði.
Sendið þau í ábyrgð. And-
virði sent um hæl.
ólafur Ólafsson
Laugagveg 33.
P. O. Box 982. Reykjavík.
VÖRÐUR
kemur út á laugardögum.
Ritstjórinn :
Kristján Albertson,
Túngötu 18. — Sími: 1961.
AfgreiSslan :
Hverfisgötu 21.
Opin 10—12 árd. — Simi: 1432.
Verð: 8 kr. árg.
Gjalddagi 1. júlL
sira Stefán M. Jónsson fyrver-
andi prest á Auðkúlu, er gaf
henni 100 krónur og hr. Björn
Eysteinsson bónda á Mosfelíi er
einnig gaf henni 100 kr„ er
verja skal til að prýða kirkj-
una.
I sóknarnefnd Auðkúlusókn-
ar 10 júní 1927:
Eirikur Grímsson, Jóhnnn Guð-
mundsson, Gnðm. Helgason.
Hátíðasöng:
fyrir 1000 ára hátíðina 1930,
er próf. Sveinbjörn heit. Svein-
björnsson samdi, afhenti ekkja
tónskáldsins forsætisráðherra,
áður en hún fór héðan, með
þeim ummælum, að hátíðasöng-
urinn væri gjöf til landsins.
Prcntsmiðjen Gucenberg.
Booker Washington.
Uppeldi og vinna.
Niðurl.
Allar stúlkurnar verða að
læra að búa ti! mat, þvo, sauma
'Og yfirleitt alt sem að hússtjórn
lýtur. .Það er sameiginleg
skylda þeirra allra. Auk þess
geta þær fengið að fullnuma
sig i saumum, lært að stoppa
•dýnur og teppi, fljetta körfur
og gjöra bursta o. fl. Hjúkrún-
arfræði geta þær einnig fengið
að læra, og sumar verða svo
vel að sjer i þeirri grein, að
þær geta tekið að sjer hjúkr-
unarstörf áður en námstíminn
er úti. Oft er þeirra vitjað úr
nágrenninu til að gegna hús-
móðurstörfum o. .s. frv.
Tuskegee-stofnunin er sann-
kölluð mentastofnun. Allir eiga
þangað erindi, hvað sem þeir
ætla sjer að læra, enda er tak-
markið fyrsta og síðasta sönn
alhliða mentun, ekki þekking-
arforða eða lærdómshrafl, held-
ur sönn lifandi mentun vaxin
upp úr sjálfu lífinu..
Ivlæddar skrautlegum fötum
og prýddar hringum að svert-
ingja sið koina stúlkurnar í
skólann, engin tilraun er gerð
til að fá þær til að breyta um
þennan búning, en eftir stuttan
tíma hafa skólasiðirnir og
skólaandrúmsloftið haft þau á-
hrif á þær, að alt skraut og öll
sundurgjörð er læst niður og
þær fara að klæðast hinum ein-
földu bláu baðmullarkjólum,
sein hinar stúlku'rnar klæðast.
Þær verða látlausar og vin-
gjarnlegar í framkomu. Einnig
strákarnir læra kurteisi og
snirtimensku hver af öðrum í
þessu hressandi og heilnæma
skólaandrúmslofti.
Eitt af ströngustu boðorðum
skólans, er hreinlæti, að baða
líkamann, og bursta tennurnar
er talið sjálfsagt; sá sem ekki
hefur not fyrir tannbursta fær
ekki inngöngu í skólann. Og
ekki sjaldan koma þeir læri-
sveinar til skólans er lítið ann-
að hafa af farangri en tann-
liurstann sinn.
Slík er Tuskegee-stofnunin, í
fám orðum lýst, skóli fyrir líf-
ið, skóli líkamlegs og andlegs
þroska. Grundvöllurinn, bjarg-
ið, sem alt er bygt á, er vinn-
an. Hún á að vera sláandi
hjartað sem öllu gefur þroska,
næringu og líf. Og inaðurinn
sem hefir lyft þessu heljar-
bjargi, var einu sinni umkomu-
laus og fyrirlitinn svertingja-
drengur, en guð hafði gefið
honum hugsjónir, og lika mátt
til að láta þær rætast.
Nú vaknar hjá okkur þessi
spurning: Er ekki eitthvað,
sem okkar marglofaða evrópska
menning getur lært af þessum
áðurnefndu skólaaðferðum?
Sumir kunna að líta svo á,
að okkur komi það ekki við
hvaða uppeldisaðferðir sjeu not-
aðar meðal svertingjanna í
Ameríku. En til eru þau lög-
mál sem alstaðar ríkja og eiga
við, hvort sem hörundslitur ein-
staklinganna er hvitur eða
svartur, og einhvernveginn er
það svo, að mjer virðast tím-
arnir vera farnir að hrópa til
okkar um breytt skólafyrir-
komulag, heilbrigðara uppeldi
í samræini við lífið. Og
ekki þætti mjer óólíklegt, að
þeir timar komi innan skamms,
að skólatímanum yrði að
minsta kosti skift jafnvel á
milli þess verklega og hóklega
En þá þyrftu skólarnir að
standa alt ávið, eða þvi sem
næst. Sumarið yrði þá einkum
notað til verklegrar kenslu og
náttúrufræðiskenslu. Þá yrði
farið að kenna ýmiskonar jarð-
yrkju, hlómarækt, trjárækt,
garðrækt o. fl. En þá þyrftu
líka að rísa upp heimavistar-
skólar i sveitunum, að minsta
lcosti, sannarleg skólaheimili,
og uppeldisstofnanir, sem
kendu unglingunum jafnframt
að elska líkamlega vinnu sem
þeir tileinkuðu sjer bóklega
þekkingu. Hver veit nema ein-
mitt þarna bíði lausnin á þvi
mikla vandamáli, sem ógnar nú
íslensku þjóðinni, flutningi
unga fólksins úr sveitunum til
kaupstaðanna?
Meðan skólarnir flestir eru
í kaupstöðunum verða þeir
irekar til að auka fólkstraum-
inn þangað en minka, og á með-
an skólarnir gera ekkert til að
glæða ást og virðingu lærisvein-
anna á líkamlegri vinnu, ekk-
ert til að tengja hugi þeirra
við starfið ut í litandi náttúr-
unni, fækkar ekki þeim mönn-
um sem velja Iíkamlegu vinn-
una síðast af ölíum lífshlut-
verkum, og eyða svo æfi sinni
í leit eftir einhverju, sein þeir
svo aldrei finna. Nei — margt
virðist benda til þess að skóla-
fyrirkomulag vort sje ekki eins
fullkomið og rið höldum, og
breytinga þurfi við. Hjer verð-
ur ekki komið með neinar til-
logur í breytingaáttina. En
sögum af munaðarlausa svert-
ingjadrengnum og skólastarfinu
hans læt jeg nægja til að sýna
hvert jeg ril að sje stefnt í
skólamálum.
Hannes J. Magnússon.